Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 16
Benedikt Grímsson á Kirkjubóli, formaffur Búnaffarsambands Strandasýslu. Um Húnaþing Hinn fyrsti bær, sem ekið er hjá er komið er yfir Hrúta- fjarðará er Hrútatunga. Gef- ur nafnið tilefni að álykta, að í fjallinu milli Síkár og Hrúta- fjarðarár hafi það verið, er Ingimundur gamli og förunaut- ar hans, hafi fundið hrútana er hann hét fjörðinn eftir. En fleiri bæjarheiti eru þama frá landnámstíð. Bálka- staðir, Þóroddsstaðir, Reykir. í lauginni á Reykjum í Hrúta- firði var staddur Sturla Sig- hvatsson, er hann frétti um heimsókn Vatnsfirðinga á heimili sitt, Sauðafell. Er ekið er um Húnavatns- sýslu eru þar víða bæjamöfn frá söguöld. Enda hafa þar gl'örst vorar hetjusögur. Grett- issaga, Vatnsdæla, Þórðar saga hreðu, Kormákssaga, Odds þáttur Ófeigssonar, Banda- mannasaga, ein hin snjallasta frásögn í lesmáli, þar sem vit- inu er leikið fram gegn ágirnd og metorðafýkn þjóðarleiðtog- anna, er ætluðu að nota sér þjóðfélagsaðstöðu sína til fjár- dráttar. Er ferðamaðurinn nemur staðar í austanverðum Hrúta- fjarðarhálsi og lítur austur um Miðfjörð og Miðfjarðarháls, hvílíkt landflæmi grasi vafið þau Kormákur og Steingerður. Ásdís á Bjargi og Grettir. Ófeigur, spekingurinn, er í hóg- værð sinni og hyggindum gjörði ráð allra helztu höfð- ingja samtíðar sinnar að engu, og þá að athlægi frammi fyrir alþjóð, fyrir ágimd og valda- fýkn. Væri öllum hugvekja sú holl, því ávallt mun sagan end- urtaka sig. Þama bjó Miðfjarð- ar-Skeggi. Út við ásinn Þórður hreða. Vestan ár er stórbýl- ið Sandar. Þar bjó um s.l. alda- mót mikill bændahöfðingi, Jón Skúlason. Framtíðin sýnir oss fagrar myndir, þar sem nýjar kynslóðir fæðast og starfa á iðgrænum ökrum frjórrar moldar. Hið unga, litla þorp Laugarbakki, er fyrsti sprotinn til þess. Bíllinn brunar áfram norður Línakradalinn. Múla- bæimir standa hátt móti suðri. Það var þar sem Guðmundur Jónasson bileigandi og jökla- fari kleif brattann við hjarð- geymslu föður síns, og ávallt leit í suðri. jökulheima, sem voru heillandi og ógnandi, en kvöddu til kynna ólgandi elda æskumannsins. Fyrr en varir erum við kom- in í Víðidalinn, þar sem er að líta stórbýlið Víðidalstungu. En austan ár blasir við sjónum Ás- geirsá, og skýtur þá úr djúpi Guðbrandur Benediktsson, Broddanesi: ( AUSTURVEG Þættir úr bændaför Strandamanna árið 1963 Það er orðinn fastur liður í starfsemi Búnaðarfélags ís- lands, að sjá um hópferðir bænda. Skipuleggur það ferða- lagið í samráði við hlutaðeig- andi búnaðarsambönd. Ragnar Ásgeirsson er ráðunautur í þessari skipulagningu, og leið- sögumaður ferðarinnar. Er nú orðið sá háttur hafður á, að frá hverju Búnaðarsam- bandi fer hópur bænda og kon- ur þeirra, og er farið um þau héruð sem ekki hafa áður verið heimsótt. Taka félagasambönd bænda móti gestunum í veizlu- hófi, þar sem með ræðum og samtölum skapast gagnkvæm kynning. Einnig er gist heima á heimilum bænda og fást þar aukin tækifæri til kunnings- skapar og fróðleiks um starfs- hætti og nýjungar í búskap, samstarfi og félagsmálum. Þótt segja megi að búskapar- hættir hjá bændastétt vorri séu mjög svipaðir yfir allt landið, er þó ávallt eitthvað nýtt, sem gesturinn getur séð og heyrt. Og að jafnaði mun gesturinn hafa einhverjar nýj- ungar að segja. Þetta var hin þriðja bænda- för okkar úr Strandasýslu. Hin fyrsta var árið 1946, er Bún- aðarsamband Vestfjarða (þá var Strandasýsla í því), fór um Norður- og Austurland, allt til Reyðarfjarðar. Önnur bænda- för var farin árið 1956 um Borgarfjörð, Suðurland, aust- ur að Núpsstað og Lómagnúp. Hin þriðja er hér mun greint frá, var farin um Norðurland, Fljótsdalshérað, til Hornafjarð- ar. Lagt var af stað hinn 13. júní. Til fararinnar voru fengn- ir þrír stórir langferðabílar hjá Guðmundi Jónassyni jöklafara. Voru bifreiðarnar og þeir er stjórnuðu fyrsta flokks. Þátt- takendur voru 95, Úr öllum hreppum sýslunnar. Nyrst frá Felli í Árneshreppi, syðzt frá Grænumýrartungu, syðsta byggða býli sýslunnar. blasir þá ekki við augum og bíður þess að tækni nútímans og vakandi áhugi fólksins komi til sögunnar. Þarna mætir sjónum vorum fortíðin á spjöldum scg- unnar, auðug og fjölþætt af at- burðum kynslóðanna, með sigr- um sínum og ósigrum. Fyiling vonanna í raunveruleika og hrundar í rúst. Glæstar hallir framtíðarinnar. Þarna dvöidu minningunum frá sögu Hung- urvöku um bónorðsferð ísleifs biskups til Döllu Þorvaldsdótt- ur. Ekið er hjá garði á Auðunn- arstöðum, þar sem fyrst reisti býli Auðunn skökull, sem varð ættfaðir Noregs- og Engla- konunga, auk margra íslend- inga. Nú er við veginn nýlegt og myndarlegt félagsheimili, Víðihlíð. Framundan blasir við 16 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.