Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 22

Samvinnan - 01.12.1964, Page 22
Um ketilinn og smiðinn Þetta er kvœðið um ketilinn hennar mömmu, sem kaffivatnið var hitað í forðum daga, 'pottketil fornan og svartan af hlóðanna sóti með svolítinn gljáan blett á höldunni miðri, sem hóbandið fœgði. Hendur ungar og gamlar hengdu hann mjukum tökum á krók yfir eldinn, og hann var til baðstofu borinn með aðgát og virðing bœði á morgnana og kveldin. Munaður fátæks fólks og tilhlökkun dagsins, fagnaður þess í stritinu sumar og vetur, góðvinur bóndans, gjafari friðsamrar hvíldar og Gestumblíður var hann, hinnar snauðu konu. Betra var fátt en að bíða hitunnar frammi við brigðult loganna skin um sótstokkin þilin, freista að lesa sín forlög í eisunnar rúnum, finna frá hlóðunum ylinn Ég man að ég sat þar hjá mömmu á þvílíkum stundum mamma sat gjarnan með prjóna á bálki við vegginn og logarnir smeygðu sér smáir og bláir um viðinn. — Hver smíðaði ketilinn þinn? þess spurði ég löngum, horfði á mömmu og hlustandi beið eftir svari, en hún tók í ró upp þá lykkju sem fallin var niður og svaraði þó eftir þögn, og jafnan því sama: — ja það var nú mikill smiður. 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.