Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 25

Samvinnan - 01.12.1964, Page 25
r Pétur Sigfússon, frá Halldórsstöðum, fyrrverandi kaupfélag-sstjóri, andaðist vestur í Ameríku haustið 1962, á heimili dóttur sinnar þar. Skömmu áður en hann fór kvaddi hann vin sinn Andrés Kristjánsson ritstjóra og rétti honum að skilnaði tvö handskrifuð blöð og mælti: „Líttu á þetta og notaðu það, ef þér sýnist.“ Ekki varð af birtingu í það sinn. En nú hef- ur Andrés g-óðfúslegu leyft Samvinnunni að flytja þessa hinstu jólakveðju Péturs Sigfússonar. P.H.J. Samhringing Sextíu ár eru ekki nema andartak á mœli- kvarða lífsins sjálfs, þótt langur tími virðist í vitund hvers einstaks manns. — Já, það var fyrir sextíu árum — árið 1899 — seint á desember- degi — klukkan farin að ganga sex. Snœbreið- an mjvik, köld og sindrandi hylur alla jörð, og þann hvíta lit rjúfa aðeins nokkrar þilburstir bœja og annarra hibýla manna undir hlíðum dalsins. Ærnar hans pabba koma í sporaslóð norð- an úr Brúnum, lötra skáhalt niður hjá Brœðr- um, flæða síðan yfir hjallann niður hjá Öldunni og yfir Ullarhólinn. Ég hafði verið sendur að flýta fyrir heimkomu ánna, því að klukkan var farin að ganga sex, og við hlið mína rölti hann Snjallur, hundurinn, sem drukknaði síðar í ánni. Bein hans hvítnuðu á fjöru Vestmannsvatns undir Vatnshlíð. Klukkan er að verða sex. Nœturmyrkrið hníg- ur dúnmjúkt yfir sveitina, en engilhvítur snœ- hjúpurinn ver því algera valdatöku, og svo er tunglið komið upp fyrir sjóndeildarhringinn og slœr silfri á hlið og mó. Þetta er á aðfangadags- kvöld. Öllum störfum er að verða lokið. Ærnar eru komnar í hús — lömb og hrútar við jötu — hestar og kýr í hlýindum og velsœld heys og húsa. Húsbóndinn lítur með velþóknun yfir ríki sitt og er að þvi kominn að loka bœ, því að nú er að verða heilagt. Svo verður klukkan sex, og um leið flœðir yfir sveitina kliðalda hins kristalstœra, þunga hljóms Isamhringingarinnar frá kirkjunni í dalnum: „Friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum“. — Jólin eru gengin í garð. Það skiptir ekki máli nú, hver það var, sem tók í klukknastrenginn i Einarsstaðakirkju á að- fangadagskvöld árið 1899. Hitt er meira vert, að hljómurinn þaðan lifir enn. Hann flœðir um vit- und mina enn i dag — eftir sextíu ár — ferskur og hreinn og fœrandi dulmagnaða töfra dagsins, sem stigur fram heilagur, hreinn og alfagur klukkan sex einu sinni á hverju ári — fœrir mér aðfangadagstöfrana klukkan sex. Seinna lifði ég aftur þessa sömu töfra í veru- leika ár eftir ár — ár eftir ár. Heimilið mitt á Húsavík naut þess allt. Flóðalda tímans og tízk- unnar veltist að sjálfsögðu yfir okkur sem aðra með byltingum sínum og bramli. Jólin á heim- Framh. á bls. 51. >■ * SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.