Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 25
r Pétur Sigfússon, frá Halldórsstöðum, fyrrverandi kaupfélag-sstjóri, andaðist vestur í Ameríku haustið 1962, á heimili dóttur sinnar þar. Skömmu áður en hann fór kvaddi hann vin sinn Andrés Kristjánsson ritstjóra og rétti honum að skilnaði tvö handskrifuð blöð og mælti: „Líttu á þetta og notaðu það, ef þér sýnist.“ Ekki varð af birtingu í það sinn. En nú hef- ur Andrés g-óðfúslegu leyft Samvinnunni að flytja þessa hinstu jólakveðju Péturs Sigfússonar. P.H.J. Samhringing Sextíu ár eru ekki nema andartak á mœli- kvarða lífsins sjálfs, þótt langur tími virðist í vitund hvers einstaks manns. — Já, það var fyrir sextíu árum — árið 1899 — seint á desember- degi — klukkan farin að ganga sex. Snœbreið- an mjvik, köld og sindrandi hylur alla jörð, og þann hvíta lit rjúfa aðeins nokkrar þilburstir bœja og annarra hibýla manna undir hlíðum dalsins. Ærnar hans pabba koma í sporaslóð norð- an úr Brúnum, lötra skáhalt niður hjá Brœðr- um, flæða síðan yfir hjallann niður hjá Öldunni og yfir Ullarhólinn. Ég hafði verið sendur að flýta fyrir heimkomu ánna, því að klukkan var farin að ganga sex, og við hlið mína rölti hann Snjallur, hundurinn, sem drukknaði síðar í ánni. Bein hans hvítnuðu á fjöru Vestmannsvatns undir Vatnshlíð. Klukkan er að verða sex. Nœturmyrkrið hníg- ur dúnmjúkt yfir sveitina, en engilhvítur snœ- hjúpurinn ver því algera valdatöku, og svo er tunglið komið upp fyrir sjóndeildarhringinn og slœr silfri á hlið og mó. Þetta er á aðfangadags- kvöld. Öllum störfum er að verða lokið. Ærnar eru komnar í hús — lömb og hrútar við jötu — hestar og kýr í hlýindum og velsœld heys og húsa. Húsbóndinn lítur með velþóknun yfir ríki sitt og er að þvi kominn að loka bœ, því að nú er að verða heilagt. Svo verður klukkan sex, og um leið flœðir yfir sveitina kliðalda hins kristalstœra, þunga hljóms Isamhringingarinnar frá kirkjunni í dalnum: „Friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum“. — Jólin eru gengin í garð. Það skiptir ekki máli nú, hver það var, sem tók í klukknastrenginn i Einarsstaðakirkju á að- fangadagskvöld árið 1899. Hitt er meira vert, að hljómurinn þaðan lifir enn. Hann flœðir um vit- und mina enn i dag — eftir sextíu ár — ferskur og hreinn og fœrandi dulmagnaða töfra dagsins, sem stigur fram heilagur, hreinn og alfagur klukkan sex einu sinni á hverju ári — fœrir mér aðfangadagstöfrana klukkan sex. Seinna lifði ég aftur þessa sömu töfra í veru- leika ár eftir ár — ár eftir ár. Heimilið mitt á Húsavík naut þess allt. Flóðalda tímans og tízk- unnar veltist að sjálfsögðu yfir okkur sem aðra með byltingum sínum og bramli. Jólin á heim- Framh. á bls. 51. >■ * SAMVINNAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.