Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 28
Bryndís Steinþórsdóttir:
HEIMILISÞÁTTUR
Myndirnar: Að ofan: Jóla-
dagatalið. Efsta mynd til
vinstri: Loftskraut fest á
tunnugjörff. Miffmynd t.v.:
Pottar meff sveppasúpu.
Neffsta mynd t. v.: Rækju-
effa humarsalat.
Jóladagatal
Það er skemmtilegur siður
að búa til jóladagatal og hengja
upp íyrsta desember. Dagatöl-
in eru oít saumuð út með ölu-
stöfum og jclamunstrum, en sé
tíminn naumur eru álímdar
f ltmyndir fallegar t. d. af jóla-
sveinum og margskonar jóla-
myndum, úr mislitu filti.
Einfaldast og fljótlegast er
að búa dagatalið til eins og
meðfylgjandi mynd sýnir.
Renningurinn er úr rauðu efni
t. d. grófu strigaefni. Stserðin
er 23x95 cm. Faldið renning-
inn og klipp'.ð síðan þríhyrn-
ingana úr filti eða efni sem
raknar ekki, einnig tölustaf-
ina. Hliðar þríhyrningsins eru
16 og 18 cm. Festið þríhyrning-
ana með lími og límið tölustaf-
ina á. Festið síðan litla bein-
hringi við hvern tölustaf og
hengið smágjöf í hringinn.
Efst er fallegt að hafa stjörnu
eða annað jólaskraut.
Fallegt loftskraut.
Ef ekki er hægt að hafa jóla-
tré er hægt að koma kertun-
um fyrir eins og meðfylgjandi
mynd sýnir. í hringinn má t. d.
nota tunnugjörð og mála hana
rauða. Festa síðan upp með
rauðum böndum og skreyta
með kertum, greni, bjöllum og
kúlum.
Gluggaskraut
í glugga er fallegt að binda
saman greni, köngla og kúlur
með rauðu silkibandi.
Jólaborðiff.
Jólaborðið er auðvelt að
skreyta en gæta verður þess að
ofhlaða það ekki. Á hvítan dúk
er fallegt að setja renning úr
bláum eða rauðum málmpapp-
ír og skreyta með gylltum og
silfurlitum pappastjörnum og
svo grenigreinar t. d. lítil grein
í hverja servéttu að ógleymd-
um kertum einu eða fleiri.
Speglar geta verið fallegir á
jólaborð, eru þeir þá oft hafðir
sem ímyndaður ís með jóla-
sveinum.
Lyng eða grenifléttu er auð-
velt að binda, skreyta með kúl-
um og leggja eftir endilöngu
borðinu o. fl. mætti nefna.
Kertastjakar úr kartöflum
eða eplum eru búnir til með því
að skera holu fyrir kertið og
einnig verður að skera af kart-
öflunni og vefja um hana
málmpappír. Fallegt er að láta
litla grenigrein eða mosa í
kring um kertið.
28 SAMVINNAN