Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 40

Samvinnan - 01.12.1964, Page 40
Byggðasafnið Framh. af bls. 32 Hús Byggðasafnsins er úr steinsteypu, vinkilbyggt, einn- ar hæðar með háu risi. í aðal- álmu er sýningarsalur 14x7,50 m. Snýr hann austur og vest- ur. Þar er einnig suðurstofa, 7,50x6 m. í risi er tilsvarandi sýningarpláss, nema hvað yfir suðurstofu er „baðstofa" undir skarðsúð og með fastarúmum. Meginhluti salarins niðri fer til geymslu á áttæringnum Pét- ursey. Segja má að hver blett- ur á gólfi og veggjum hússins, sé notaður til hins ítrasta fyr- ir safngripi. Er sýnilega beitt bæði hagsýni og hagleik í upp- setningu safngripa og er safn- ið allt hið snyrtilegasta. Hins vegar minnir það á gleðilegan hátt á ungling, ssm er að vaxa upp úr sínum fyrstu spariföt- um. Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, er hin merkasta stofnun. Vitnar það um glöggan skilning allra, er hlut eiga að máli, á þjóðlegum verðmætum, jafnframt því sem saga þess, þótt ung sé, er gott dæmi um hvað gerist, ef sam- an fer fórnfýsi áhugamanna, skilningur fólksins og velvild opinberra aðila. Það eitt, að tvær sýslur hafa unnið saman án metings og tortryggni, er dæmi til eftirbreytni. Eftirfarandi samtal við byggðasafnsvörðinn átti sér stað á rishæð safnsins, og að- eins þar. — Hver voru nú tildrög þess, Þórður, að byggðasafnið var stofnað? — Fyrstu tildrögin voru þau, að séra Jón Guðjónsson, sem þá var prestur í Holti, nú á Akranesi, bar fram tillögu um það á sýslufundi Rangæinga 1945, að komið yrði upp byggða- safni. Það fékk góðar undir- tektir og var kosin nefnd til þess að vinna að framgangi málsins. í nefndina voru kosn- ir séra Jón Guðjónsson, Guð- mundur Erlendsson hreppstjóri á Núpi og Þórður Tómasson á Vallnatúni. Árið 1946 flutti svo séra Jón í burtu, en í hans stað var ísak Eiríksson frá Ási kos- inn í nefndina. Þá þegar var byrjað að safna munum, en ekkert húsnæði var hins veg- ar til, sem tekið gæti við saln- gripunum. Það var ekki fyrr en Skógaskóli tók til ;tarfa, sem opnaðist möguleiki til pess. Magnús Gíslason skólastjóri lét innrétta herbergi í kjallara skólans til þess að leysa þetta mál til bráðabirgða. Þar var svo safnið þangað til 1954 til 1955, en þá var þetta hús reist, sem safnið nú er í. Síðan hefur verið unnið að því að ganga frá gripunum hér og safna þeim hingað. En hins vegar er það áraskipið Pétursey, sem tekur hér mikið pláss og raun- ar var það fyrst og fremst skip- ið, sem hugsað var að byggja yfiir, þegar byrjað var á hús- inu, en jafnframt hugsað um að geta gengið hér frá alhliða safni. — Þú hefur svo safnað flest- um þessum munum hér, eða hafa fleiri unnið að söfnun- inni? — Já, ísak Eiríksson, sem ég nefndi áðan og sem nú er úti- bússtjóri á Rauðalæk, vann mikið að því líka og til hans hafa safnazt munir, sem hann hefur svo sent hingað. Annars hef ég ferðazt mikið, um Skaftafellssýslu sérstaklega og svo hér um austurhluta Rang- árvallasýslu. En vafalaust er miklu ósafnað ennþá. — Þið hafið ekki farið á alla bæi ennþá? — Nei, það skortir nokkuð á það. — Hvernig hafa undirtektir fólksins verið, þegar þið kom- ið til þess að safna? — Þær hafa verið mjög góð- ar, það hefur sýnt þessu skiln- ing og velvilja. — Hafið þið keypt muni í safnið, eða hafa munirnir ver- ið látnir endurgjaldslaust? — Það er í örfáum tilfellum, sem munir hafa verið keyptir. Yfirleitt hafa þeir allir verið gefnir. — Hverjir hafa lagt fé til safnsins, eða hvernig hefur verið staðið undir kostnaði við söfnunina? — Það hafa sýslurnar gert. Það hefur aldrei staðið á því, að við fengjum það fé, sem við höfum beðið um og þurft á að halda. Hins vegar höfum við reynt að fara hóflega í sakirn- ar. Árið 1952 komu Vestur- Skaftfellingar til samstarfs við Rangæinga um safnið. Þá var byrjað að safna munum þar, svo að hér eru munir úr báðum sýslunum, eins og þú veizt. — En kostnaðurinn við þetta hús hér? — Hann hafa sýslurnar greitt, með nokkrum fjárstyrk frá Alþingi, sem svarar til þess að vera n. 1. einn fjórði hluti byggingarkostnaðar. Þetta hús kostaði um 200 þúsundir, þeg- ar það var reist. Svo hafa ýms félög lagt fjármuni í þetta, t.d. Búnaðarsamband Suðurlands og Menningarsjóður Kaupfé- lags Rangæinga, auk þess nokkrir einstaklingar, en hitt hefur komið frá sýslufélögun- um. — En rekstrarkostnaður safnsins? — Það eru sýslufélögin, sem standa undir honum. Safnið hefur árlegar tekj^ur af að- gangseyri. Gestafjöldi í safn- inu vex frá ári til árs. Gestir voru n.l. 3 þúsund í sumar sem leið. En nú stöndum við and- spænis því, að þurfa að byggja við safnið. Nú er ekki lengur rúm fyrir þá muni, sem safn- ast. Ég verð að stafla þeim upp í geymslu heima hjá mér. Það er illt, ef manni er boðinn einhver gamall hlutur, að þurfa að neita honum, jafnvel þó maður hafi eintök af því sama fyrir, þegar maður sér fram á að hluturinn muni eyði- leggjast að öðrum kosti. — Hvað eru safngripir orðn- ir margir? — Skráðir munir eru n. 1. 2500, en margir eru óskrásett- ir enn. Svo eigum við allmikið myndasafn og nokkuð af gömlum skjölum, handritum, bréfasöfnum og bókum. Það er nokkur vísir að skjalasafni getur maður sagt. — Er þá skjalasafn hugsað í beinu sambandi við byggða- safnið? — Það hafa nú engar ákvarð- anir verið teknar um það. Ég hef bara unnið að þessu um leið og annarri söfnun. — Geturðu nefnt mér nokkra mjög gamla muni, sem eru komnir í safnið? — Það eru mjög fáir munir, sem eru eldri en frá 18. öld- inni. Það er einn munur með ártal frá 17. öld, eða ef til vill tveir, og svo eru nokkrir mun- ir, sem maður veit að eru eldri, jafnvel allt frá fornöld. En meginið af því, sem hér er, er frá 19. öldinni og svo fyrstu áratugum þessarar aldar. — En segðu mér um skipið, Pétursey, hvað er það gamalt? —Það var upphaflega byggt 1855; á bitafjöl þess, sem enn er til að verulegu leyti, stend- ur letrað: „Pétursey, byggð í október 1855.“ Það var byggt austur í Pétursey og skírt eftir Péturseynni, bænum eða fjall- inu, og skipið er frægt af bók Eyjólfs á Hvoli, Pabbi og mamma, þar sem saga þess er sögð. Þetta skip er í höfuð- atriðum með hinu gamla sunn- lenzka brimsandalagi, áttær- ingur, eins og þú veizt, og það er ekki hvað sízt það, sem gef- ur því gildi. Svo er þetta með allra stærstu skipum, sem ró- ið hefur verið hér frá söndun- um og þótti sérstakt happaskip. — Og hvaðan var því róið? — Því var lengst róið hér frá Jökulsá á Sólheimasandi, úr þessu svokallaða Máríuhliði, eða Maríuhliði, og það var fyrsta skipið, sem róið var það- an, um 1860 og lengi eftir það. Seinna keypti svo Halldór Jónsson kaupmaður í Vík skip- ið og notaði það í mörg ár fyr- ir uppskipunarbát og svo stóð það í Víkursandi, þangað til það kom hingað. — Hefur ekki þurft að lag- færa og gera við marga hluti, sem úr sér hafa verið gengn- ir? Gerir þú það sjálfur, oða færðu mann til þess? — Það er ekki um að ræða að fá mann til þess. Ég hef sjálfur lagfært allmarga hluti. Víst þyrfti að gera við þá marga, til dæmis að trégirða. En fyrst og fremst er þetta at- vinnutækja safn og maður fær oft mörg eintök af sama hlutn- um og mörg mjög góð eintök, vil ég segja. En ýmsir hlutir, sem ég fæ má segja að eigi sér enga framtíð, nema ég geri þá að verulegu leyti upp. — Er ekki fátítt nú orðið að hitta menn, sem kunna að tré- girða ílát? Kannt þú það? — Ég veit svona hvernig á að fara að því og hef aðeins gert það, en það er mjög lítið. Ég hef helzt séð það gert í Þj óðminj asaf ninu. — Já, hjá Guðmundi Þor- steinssyni frá Lundi? ■—Já, hjá honum, og svo hafa ýmsir gamlir menn lýst því fyrir mér, hvernig það var gert og hvernig viðurinn var valinn og hvernig hann var unninn. — Viltu nú ganga með mér og sýna mér eitthvað af mun- um, sem þú telur virkilega um- sagnarverða? — Já, við skulum þá staldra aðeins við hérna hjá mjólkur- ílátunum. Hér er til dæmis strokkur úr búi „mála“-Davíðs, sem bjó á Hofi í Öræfum um aldamótin 1800, óvenjulitill strokkur og sennilega verið notaður helzt að vetrinum, sem vetrarstrokkur. — Vetrarstrokkur? — Já, hann var notaður, þeg- ar mjólkin var mjög lítil, svo 40 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.