Samvinnan - 01.12.1964, Side 49
SAMVINNUMENN
STEFÁN BALDVINSSON
Fæddur 9. janúar 1883 Dáinn 10. ágúst 1964
Stefán Baldvinsson, bóndi í Stakkahlíð í
Loðmundarfirði andaðist 10. ágúst síðast-
liðinn.
Hann fæddist að Stakkahlíð 9. janúar 1883.
Fyrir utan þeirra tíma bamafræðslu naut
hann nokkurrar tilsagnar hjá séra Bimi Þor-
lákssyni á Dvergasteini. Síðan lauk hann námi
á Bændaskólanum að Hólum og var þá mjög
handgenginn Sigurði Sigurðssyni skólastjóra,
einkum við bréfaskriftir vegna undirbúnings
að stofnun Ræktunarfélags Norðurlands. Síð-
an vann hann við jarðabætur á vegum félags-
ins og lagði hönd að plöntun hinna fyrstu
trjáa í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Þá fór
hann til náms að lýðháskólanum í Askov í
Danmörku og nam einnig a. m. k. einn vetur
við Landbúnaðaiháskólann í Kaupmanna-
höfn. Kennari var hann á Hvanneyri vetur-
inn 1909 til 1910 en fluttist síðan austur að
Stakkahlíð og hóf búskap, fyrst í félagi við
föður sinn og síðan sjálfstætt. Hann var einn
af aðalstofnendum Kaupfélags Austfjarða á
Seyðisfirði og lengst af í stjórn þess og stjóm-
arformaður í mörg ár. Hann átti sæti á að-
alfundum SÍS sem fulltrúi. Stefán fómaði
kaupfélaginu miklum tíma og kröftum og var
samvinnumaður og hugsjónamaður af lífi og
sál. Fyrir sveit sína gegndi hann flestum þeim
trúnaðarstörfum, sem til fallast.
Arið 1910 gekk hann að eiga eftirlifandi
konu sína, Ólafíu Ólafsdóttur frá Bæ á
Rauðasandi.
Vegna stöðu sinnar sem hreppstjóri í Loð-
mundarfirði, hafði Stefán Baldvinsson mikil
og margvísleg afskipti af erlendum skipum,
sem inn á fjörðinn komu, einkum norskum.
Einkenndust þau afskipti af réttlæti, heiðar-
leik og vinsemd. Vegna þeirra sendi norski
ambassadorinn til útfarar Stefáns sérstakan
fulltrúa sinn, sem lagði kranz að kistu hans
og flutti þakkarávarp.
P.H.J.
við óskuðum bjarts og fagurs
veðurs. Margra ósk var að geta
orðið þeirra töfra aðnjótandi,
er miðnætursólin mynntist við
láð og lög, f jallagnípur og fagra
dali Axarfjarðar, dalinn, sem
breiðir faðminn mót nætursól
og skammdegisnótt, máski
mestri fegurð og grimmustu
hríðum. Nú var norðan storm-
ur og rigning. Þokan grúfði yf-
ir svo skyggni var skammt.
Ekið var um Tjörnes. Mun þar
vera víðsýnt bæði til lands og
hafs, — sjá til Grímseyjar í
björtu.
Er komið var að sýslumörk-
um, mætti okkur flokkur Suð-
ur-Þingeyinga, þeirra á meðal
Hermóður bóndi og frú hans í
Árnesi, en hann er formaður
Búnaðarsambands S.Þ., og bauð
til dagverðar í Laugaskóla í
Reykjadal. Veðurfarið og
naumur tími leyfðu ei dund né
droll, og var því viðstöðu lítið
rennt að Laugum. Var þar fyr-
ir hópur heimamanna, kvenna
og karla. Það er ávallt
skemmtilegt að sitja veizlu með
Þingeyingum. Þeir eru lífs-
glaðir, létt um tungutakið og
hagyrðingar góðir.
Við, hinir eldri í hópnum
söknuðum þess, að þeir Jón
Þorbergsson á Laxamýri og Jón
Sigurðsson á Yzta-Felli voru
ekki þama staddir svo við gæt-
um heilsað þeim, tekið í hend-
ur þeirra, og minnzt góðra,
gamalla kynna. Fyrir 50—60
árum lögðu þeir land undir fót
um hávetur, hvernig sem veð-
urfar og yfirferð voru.
Jón Þorbergsson mun bafa
komði á flesta bæi og farið í
fjárhúsin, skoðað ær og p.rúta,
og hvatt bændur til endurbóta
á sauðfé sínu, og benti þeim á
hvar endurbóta þyrfti, hvert
fara skyldi til að fá kynbóta-
kindur og hvaða hagfræðilega
þýðingu það hefði fyrir bónd-
ann að eiga afurðamikið fé,
hraust og beitarþolið.
Einnig var Jón vakinn á
flestum sviðum sveitamenn-
ingar, og hvatti bændur til fé-
lagslegra framfara. Hann var
einn þeirra aldamótamanna
sem öllum góðum málum vildi
leggja lið, og gjörði það.
Jón Sigurðsson fór um sveit-
ir landsins sem erindreki sam-
vinnufélaganna. Mun erindi
þau er hann flutti hafa orðið
fyrsti vísir að stofnun kaup-
félaga á ýmsum stöðum. Þess-
ir menn voru aufúsugestir í
þá daga, bæði í sínum aðaler-
indum, og svo voru þeir vel
menntaðir og fræðarar á fleiri
sviðum.
Þessir menn og þeirra líkir,
skirrðust ekki við að klífa um
heiðar og hálsa, fannbarðir,
um ókunnar leiðir til að fræða
og leiðbeina þeim er bjuggu í
strjálbýlinu.
Ég var svo heppinn, í það
eina sinn er ég áður var á ferð
um Aðaldal og Reykjadal, að
þá var sól um allar sveitir og
var þar fallegt. Með Laxá var
yndislegt. Það er táknrænt, að
fegurstu ár á landinu og um-
hverfi þeirra skuli vera nærri
höfuðstöðum landsins, Reykja-
vík og Akureyri.
Meðan dvalizt var á Laug-
um í góðum fagnaði, var sem
allar flóðgáttir himinsins hefðu
verið opnaðar, regnið buldi á
húsum og bifreiðum og lækir
runnu eftir vegunum.
Engin linkind hjá fararstjór-
anum, góðir og skemmtilegir
gestgjafar kvaddir, út í bílana
og af stað.
Það var fyrst er komið var í
vesturhlíðar Vaðlaheiðar, að
veður fór að batna, og er til
Akureyrar kom sveif frá, svo til
sólar sá gegnum þokuhjúpinn
yfir Myrkárjökli. Var því von
um sól með hallandi degi á
Skagafirði.
Viðstaða á Akureyri var eng-
in, gátum aðeins séð hana í
skyndi. Er fljótt séð, að þarna
býr fólk sem ann fögrum
gróðri, og kann að notfæra sér
hann til skrauts og yndisauka.
Landslagið er einnig í samræmi
við það, hlýlegt og yndislegt.
Fjöllin tigin og svipmikil en
þó í hæfilegri fjarlægð.
Við sýslumörkin mættu okk-
ur Skagfirðingar. Sýslumaður
þeirra, sem um árabil var ást-
sælt yfirvald okkar Stranda-
manna, Jón bóndi Jónsson á
Hofi, sem er formaður Búnað-
arsambands Skagfirðinga o. fl.
Var okkur boðið til veizlu og
mannfagnaðar í Héðinsminni
að Ökrum. Nú skein sól um
Skagafjörð og hugsuðu menn
gott til kvöldsins undir skini
kvöld- og miðnætursólar í
hinum fagra sal Skagafjarðar.
Leiðin um Giljareiti og Norð-
SAMVINNAN 49