Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 51
, BflflGfl
IBOLLA HVERJUM.. JflWI
kirkjunnar og um staðinn og
upplýsir og fræðir um helztu
atriði sögunnar. Er öllum gott
að njóta frásagnar og leiðbein-
ingar séra Björns.
Frá Hólum var ekið um
Hegranes, til Sauðárkróks. Þar
er nú höfuðstaður Skagfirð-
inga. Þar sitja sýslumaður,
prestur og læknir. Þar eru
sjúkrahús, gagnfræðaskóli og
fleiri menningarstofnanir hér-
aðsbúa. Þangað liggja straum-
ar fjármagnsins úr hafinu, í
fiskiveiðum, og úr gagnauðug-
um sveitum héraðsins. Er því
af sýslungum og ferðamönn-
um litið björtum augum á
framtíð Króksins. Nær vega-
mótum Norðurlandsbrautar og
Sauðárkróksvegar er Varma-
hlíð, nýnumið land, er gefur
góð fyrirheit um glæsilega
framtíð í byggð og menningu.
Þar er nú þegar gistihús, skóli,
sundlaug og gróðurhús. Þaðan
er fagurt um að litast.
Skyggnst var um í gamla
bænum í Glaumbæ. Þar mættu
eldra fólkinu gömul og geymd
kynni. Kærar minningar vökn-
uðu. Pabbi og mamma í öðr-
um enda baðstofunnar, vinnu-
fólkið á rúmum sínum. Áhöld-
in sem unnið var með. Bað-
stofan ómaði af söng og ljóð-
um og sögnum.
f Varmahlíð skildi farar-
stjórinn, Ragnar Ásgeirsson,
við okkur, fól okkur og heill
okkar forsjóninni, en hélt til
baka að fylgja N-Þingeyingum
í för um Múlasýslurnar.
Leiðin liggur með garði í
Víðimýri. Þar er eitt af stór-
býlum Skagafjarðar, aldin
kirkja, byggð úr torfi. Þarna
bjó um aldamótin 1200 höfð-
ingi mikill, Kolbeinn Tumason,
er lítt kunni að láta hlut sinn,
er hann átti í deilum við sam-
tíðarmenn sína. Hann var
skáld, og er hann gekk á fund
við milding himnanna, var
hann auðmjúkur í trú og bæn.
Fá orð á íslenzkri tungu um
þetta efni munu fegurri en
hans. Á Amarstapa stendur
mynd Klettafjallaskáldsins, er
knúði hörpu sína, en Gýgjar-
foss tók undir.
En í bílnum var sungið:
Kveð ég fagra fjörðinn Skaga,
farðu vel um alla daga;
blessuð sé þín byggð og saga,
bæir, kot og höfuðból!
Heyr mig, göfgi, glaði lýður,
gæt þess vel sem mest á ríður:
meðan tíminn tæpi líður,
trúðu þeim, er skapti sól!
Þá skal sólin sælu og friðar,
sú er löngu gekk til viðar,
fegra byggðir fagrar yðar,
fóðra gulli Tindastól.
Ég minnist ykkar, ferðafé-
lagar, með þakklæti. Farar-
stjórans, Ragnars Ásgeirssonar,
og félaga hans, Helga bónda
Haraldssonar á Hrafnkelsstöð-
um. Þeim var aldrei örðugt að
halda hópnum í góðu skapi,
enda ótæmandi sjóðir af fer-
skeytlum, ljóðum, sögum og
sögnum. Bílstjóranna verður
ávallt minnzt. Þeir voru okk-
ar forsjón. Þeirra vökula auga
og styrku hönd voru fótmál
okkar falin, og þeir brugðust
ekki. Auk þess lögðu þeir sitt
til að létta lundina.
Mínum kæru sýslungum
sendi ég kveðju. Mörgum þeirra
hafði ég ekki kynnst fyrr. Með
þessari för stækkaði vinahópur
góðra drengja og kvenna.
Guðbrandur Benediktsson,
frá Broddanesi.
Bréf til barnanna
Framh. af bls. 35.
Það getur verið, en skolli fer
hann þá vel með það.
Þegar ég kem úr
skólanum fer ég*, strax að
lesa. Mér finnst lang bezt
að ljúka því af. Og þegar ég
er búinn að lesa, förum við
strákarnir stundum eitthvað
út, ef veðrið er gott. Við er-
um alltaf fjórir saman, Addi,
Jonni, Gilli og ég. Það eru
nú fínir strákar, skal ég segja
ykkur. Brói kallar okkur
„töff-gæjana“. Okkur er
alveg sama. Við erum ekki
meiri gæjar en aðrir. Það
sem verst er, við höfum svo
lítið við að vera úti. Hér eru
þessar endalausu götur og
gangstéttir og fólk og bílar,
og svo gerist aldrei neitt.
Einu sinni, það er dálitið
síðan, vorum við svona aö
ganga um göturnar og viss-
Samhringing
Framh. af bls. 25.
ilunum og hinn ytri hjúpur þeirra breytist hrað-
fara. Jólatrén urðu erlend og skrautið margfald-
aðist. Jólagjafakapphlaupið tók á sig stórfeng-
legri myndir með hverju árinu, sem leið — og
Mammon glotti bak við hvern ðúðarglugga, og
er nú jafnvel farinn að bjóða upp á mánaðar-
eða sex vikna jól. — Við þá þróun ræður enginn.
En eitt helzt óbreytt — eitt er œtíð eins —
stórt, sterkt, fagurt, heillandi og heilagt — hinn
kliðmikli, þungi samhljómur klukknanna frá
kirkjunni í dalnum — þorpinu eða borginni.
Samhringingin klukkan sex þennan eina dag
ársins — á aðfangadagskvöld. Undir þeim sam-
hljómi og þunga hins volduga kalls verðum við
öll gott fólk, góðir menn, góðar konur, góð börn
— getum ekki annað. Svo mikið er vald þess
kalls.
Verði svo enn um aldir.
Pétur Sigfússon
frá Halldórsstöðum.
SAMVINNAN 51