Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 14
og gervalla heimsbyggðina: Það voru bænd ur sem áttu að gera byltinguna. Allir rétt- trúaðir marxistar höfðu til þessa lagt á- herzlu á höfuðhlutverk öreiganna, verka- manna í iðnaði, í kommúnistabyltingum og viðurkennt iðnvæðingu sem skilyrði sósía- listaþjóðfélags. En Kína var fyrst og fremst bændaþjóðfélag, og þessvegna var hlutverk kínverskra kommúnista að skipuleggja bændasamtök til byltingar. Þessi samtök og þessi bylting voru hið einstæða afrek Maós. Sjang Kaí-sék var mótfallinn ofsóknum á hendur jarðeigendum og útlendingum. Hann hreinsaði Kúómintang miskunnarlaust af öllum kommúnistum og skaut hinum ings áhrifamanna á öllum sviðum, sömu- leiðis ríkisstjórna í Evrópu og Ameríku. Vonir stóðu til að hann mundi á næsta ára- tug fá upprætt herstjórana sem eftir voru og stigamennina sem stöðugt herjuðu víða. En síðan voru eftir tveir erkifjendur, Japanir sem gert höfðu innrás í landið, og kommúnistar. Innrás Japana varð ekki al- ger fyrr en 1937, en þegar árið 1931 voru þeir farnir að veita Sjang ýmsar skráveifur, einkanlega í Mansjúríu, sem þeir náðu á sitt vald og settu þar til valda lepp af Man- sjú keisaraættinni. Eftir hina grimmilegu aðför að kommún- istum 1927, þegar þeir voru skyndilega af- vopnaðir, skotnir og dregnir í fjöldagrafir herinn því upp frá virkinu undir stjórn Maós og Sjús Tes og hélt niðrá hæðirnar í Kíangsí. Þar lentu þeir í miklu bjargar- leysi og biðu herfilegan ósigur þegar þeir gerðu árás á varða borg til að afla skot- færa. í 18 mánuði héldu þeir áfram flakki sínu og sífelldum árásum á jarðeigendur við hið mesta harðræði. Sigrar þeirra og ósigrar vógu salt. Þegar þeir réðust gegn Sjangsja biðu þeir ósigur og drógu sig til baka, í þetta sinn til furuklæddra hæð- anna í Kíangsí þar sem þeir eyddu vetrin- um, hungraðir, kaldir, tötrum klæddir, illa vopnaðir og fáliðaðir. Næstu þrjú árin endurtók svipuð saga sig mörgum sinnum. Skæruliðar Maós urðu Maó Tse-tung og Sjú Te fyrir utan bcekistöðvar Rauða hersins í Jenan eftir Gönguna miklu. Maó með Hó Tsjí Minh leiðtoga Norður-Vietnama árið 1959. uppreisnargjörnu bændum skelk í bringu. Hann hrakti burt kommúnistastjórn í Kan- ton, rauf um skeið öll tengsl við Sovétríkin og lagði hald á kínversku austurjárnbraut- ina, sem Rússar höfðu haft á valdi sínu ár- um saman (þeir náðu henni aftur með beinni innrás 1930). Maó og skoðanabræð- ur hans voru hundeltir. Á þessum árum (1927—31) tókst Sjang Kaí sék nálega, en ekki fullkomlega, að sameina Kína undir stjórn Kúómintangs. Hann náði Peking, „höfuðborginni í norðri“, aftur á sitt vald, en kaus að gera Nanking, sem var nær hjarta landsins, að höfuðborg kínverska lýðveldisins. Þar var Sun Jat-sen grafinn á ný í glæstu grafhýsi og tekinn í guðatölu að hætti Leníns í Moskvu. Sjang Kaí sék hafði tekið kristna trú og kvænzt kristinni konu, og stjórn hans naut stuðn- í Sjanghaí og öðrum stórborgum, hvarf Maó til Sjangsja þar sem hann hélt áfram að æsa til bændauppreisna. Hann var nú orðinn leiðtogi kommúnista og búinn að vinna opinbert samþykki Kominterns við stefnu sína. í öndverðu var miðstöð Maós á mörkum Húnans og Kíangsí, þar sem að- staða var góð til skæruhernaðar í greni- skógum og þokusveipuðum fjöllum. Vetur- inn 1927—28 hafðist hann við í fjalla- klaustri búddhamunka, Sjínkansjan, ásamt sundurleitum herafla allslausra bænda og stigamanna: 600 þeirra voru teknir í herinn með því skilyrði, að þeir gengjust undir pólitíska uppfræðslu. Margir hermannanna féllu, en nýir sjálf- boðaliðar voru þó mun fleiri, unz þar kom að fjallavirkið varð of lítið og hungursneyð vofði yfir. Hinn 1. janúar 1929 lagði Rauði meistarar í þeim hættulega leik sem þeir stunduðu, löngum göngum, leyndum sam- drætti liðs, skyndilegri árás og jafnskyndi- legu hvarfi. Það var þeim mjög í hag og réð úrslitum um það er lauk, að þeir áttu samúð hinna aðþrengdu bænda. Einsog einn hershöfðingi Kúómintangs komst að orði: „Hvar sem við förum erum við í myrkri; hvar sem rauðliðar fara eru þeir í birtu.“ Árið 1931 hafði verið stofnað opinbert sovét (ráðstjórn) í Kíangsí, og í desember sama ár var haldið fyrsta þing sovéta í Kína. Þó slíkt bæri fremur vitni vilja en mætti, gerði Sjang Kaí-sék sig ekki sekan um að vanmeta styrk andstæðingsins. Á ár- unum 1931—34 efndi hann til fimm „út- rýmingarherferða“ gegn kommúnistum. Fjórar mistókust, og eitt sinn gengu 35.000 af mönnum hans í lið með Maó. En í fimmta 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.