Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 57
góðum bóKmenntaheföum vegna hans — gáfum við Soupault þessari nýju hreinu tjáningaraðferð, sem við höfðum nú á valdi okkar og veittum félögum okkar hiklaust aðgang að, nafnið súrrealismi." í fyrstu stefnuskránni er að finna eins- konar orðabókarskýringu eftir Breton á þessu nýja hugtaki: SÚRREALISMI. No. kk. Hrein sálræn aðferð, ætluð til að tjá í töluðu eða rit- uðu máli eða á einhvern annan hátt hina raunverulegu hugarstarfsemi. Hugsanir leika lausum hala án nokkurs eftirlits skynsemi og hafnar yfir fagurfræðileg og siðgæðisleg sjónarmið. Og þessari skilgreiningu fylgdi Breton eftir' með stuttri lýsingu á borð við þær sem getur að líta á alfræðibókum: Súrrealismi grundvallast á trúnni á æðri raunveruleika tiltekinna hugsana- tengsla, sem hingaðtil hafa verið van- rækt, á almætti drauma og á frjálsan leik hugsana. Hann stefnir að útrýmingu allra annarra sálrænna aðferða og hyggst taka sjálfur sess þeirra til lausnar mestu vandamálum lífsins ... Þó Breton héldi fram að enginn hefði á undan honum beitt súrrealískri aðferð vitandi vits, taldi hann engu að síður upp allmarga rithöfunda og málara sem honum fannst að hefðu óafvitað stundum notað svipaða aðferð og tjáð óbreyttan straum undirvitundar. Mestur þeirra var hinn dul- arfulli og sérlyndi snillingur rómantískra hugarkvala, Isidore Ducasse (1847—1870), Montevideobúi, sem orti undir rithöfundar- nafninu Greifinn af Lautréamont (Comte de Lautréamont) undarlegt prósaljóð í villtri draumkenndri fantasíu um hatur, ill- mennsku og æði, Les Chants de Maldoror. Þar er að finna eftirlætisskilgreiningu súr- realista á fegurð: „Fagurt einsog óvæntur fundur saumavélar og regnhlífar á krufn- ingarborði.“ Meðal annarra forvera, sem Breton nefn- ir í fyrstu stefnuskrá sinni, finnum við Swift, de Sade, Chateaubriand (fyrir sér- kennileika sinn), Constant, Hugo, Poe (súr- realisti ævintýranna), Baudelaire, Rimbaud, Mallarmé, Jarry, St.-John Perse, Roussel og fleiri. í neðanmálsgrein bætti Breton við nöfnum nokkurra málara, sem talizt gætu súrrealískir forverar: „Fyrr á tímum aðeins Uccello, á vorum dögum Seurat, Gustave Moreau, Matisse, Derain, Picasso (lang- hreinastur), Braque, Duchamp, Picabia, Chirico, Klee, Man Ray, Max Ernst og André Masson.“ Eftir útgáfu fyrstu stefnuskrár súrreal- ista, með Breton sem æðstaprest hreyfing- arinnar, var nafni tímaritsins Littérature breytt í La Révolution Surréaliste, Hin súrrealíska bylting, og sett var á stofn súr- realísk rannsóknarskrifstofa í húseign nokkurri í Rue de Grenelle við Boulevard St. Germain. Byltingarstefnan í titli hins nýja rits var sett fram í fullri alvöru. Breton hélt því fram, að hreyfingin væri miklu meira en listastefna, að hún hefði tvö grundvallar- slagorð: „Að breyta lífinu!“, fengið frá Rimbaud, og ,,Að umbreyta heiminum!“, fengið frá Marx. Það hlýtur að virðast hrein- asta þverstæða, að dýrkendur yfirburða- undirvitundarinnar skyldu trúa á Marx, þennan harðsoðna skynsemistrúarmann sem ætlaði sér að umbreyta heiminum eftir sannanlegum vísindaformúlum (hversu mjög sem honum getur hafa skjátlazt í þeirri sannfæringu). Engu að síður var mál- um svo háttað á þeim tímum, sem í hönd fóru eftir byltingu bolsévika, að öll and- borgaraleg öfl í Evrópu (og Bandaríkjun- um slíkt hið sama) urðu að setja traust sitt og hald á hina andborgaralegu og háværu kommúnista. Mörg hatröm deilan í röðum súrrealista átti rætur sínar að rekja til þessara fyrstu tengsla við marxisma. Ara- gon, Eluard og allmargir aðrir gerðust dygg- ir línukommúnistar — og voru e. t. v. þar- með tapaðir súrrealismanum. Breton fékk æ meiri andúð á kreddufestu flokksins, beindi vagni sínum á stjörnubrautir Leons Trotskys (heimsótti hann enda í útlegðina í Mexíkó 1938) og gerðist jafnvel síðar tals- maður „heimsborgarahreyfingar" (world- citizen movement) Garrys Davis. Þegar Breton tók sér á herðar kápu hins sanna verndara súrrealismans, með valdi til að taka við hverjum sem var og útskúfa hverjum sem var, varð það til þess að saga hreyfingarinnar varð endalaus skrá um trú- villinga og brottvikningu þeirra, hatramar deilur og rifrildi, klíkustofnanir og gegnd- arlausar árásir og gagnárásir milli klík- anna. Raunverulega verða menn að greina miili opinberlega viðurkenndra súrrealista og markahóps listamanna sem aðeins höfðu orðið fyrir áhrifum af kenningum Bretons úr fjarlægð — eða einhverntíma verið fé- lagar í hreyfingunni, en síðar gerðir brott- rækir. Engu að síður getur maður sagt með sanni, að það sé ytri, ekki innri hringurinn, sem gefi rétta hugmynd um mikilvægi súr- realismans. Sannarlega hafa sumir ágæt- ustu skapandi listamenn, sem bera vott um áhrif frá súrrealisma, aldrei tilheyrt hreyf- ingunni og jafnvel aldrei verið sér meðvit- andi um bein áhrif hennar. Á hinn bóginn má þetta ekki rýra mikilvægi kröfu Bretons um hreinar línur í innri hringnum. Það var þrátt fyrir allt frá þessum innri kjarna sem frumáhrifin bárust. Hvað átti nú Breton við með hreinni sjálfvirkni? Flestir rithöfundar og málarar notuðu hugtakið á þann hátt, að þeir breyttu hugmyndum, sem þeir fengu með því að gefa undirvitundinni lausan tauminn, í með- vituð og yfirveguð verk. Slík notkun hlaut að sjálfsögðu að verða miklu meiri vand- kvæðum bundin á sviði leiklistar og kvik- mynda. Hvar sem á er litið, gaf viðurkenningin á gildi ómeðvitaðs hugarstarfs góðan ávöxt. Ósjálfráð skrift var aðeins ein aðferðanna sem beitt var. Málarar og myndhöggvarar í röðum súrrealista þroskuðu með sér ýmsa hæfileika til að örva starf undirvitundar: að mála með gífurlegum hraða (Masson); límingarmvndir, þ. e. meira og minna til- viljanakenndar samsetningar snepla af skreytingum, dagblaðaúrklippum o. s. frv.; að gefa málningarslettu á pappírsblaði hin ótrúlegustu form með því að brjóta blaðið saman, núa öðru pappírsblaði við það o. s. frv.; ,,tilbúningar“ Mai'cels Duchamps sem voru samsetningar þar sem finna mátti venjulega hluti er á einhvern hátt höfðuðu til undirvitundar hans, klósettskál, stýri af reiðhjóli o. s. frv. Útfrá þessu þróuðust myndir Max Ernst, Kurts Schwitters, Arps og Dalis, þar sem um er að ræða límingar- myndir, samsettar af raunverulegum hlut- um. Poplist nútímans er skilgetinn afkomandi þessara tæknibragða, og hamfara-málaralist á greinilega rætur að rekja til hraðteikni- aðferðarinnar og átrúnaðar á tilviljanaöfl. Ráðlegging Max Ernsts til ungra málara árið 1942 var þessi: „Festið tóma dós við eins eða tveggja metra langan þráð, stingið smá- gat á botninn, fyllið dósina af málningu, nógu þunnri til að renna vel. Látið dósina sveiflast í spottanum yfir striga á láréttum fleti, breytið síðan stefnu dósarinnar með því að hreyfa hendur, handleggi, axlir eða Eitt frœgasta málverk súrrealismans, „Staðfesta minningarinnar“ (olía, 1931) eftir Salvador Dali (f. 1904). 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.