Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 42
Biðjandi gyðingar við grátmúrinn í Jerúsalem. hærra hlut og troði Davíð undir fótum sér, er það til marks um að hann sé raun- verulegur risi. En vinni Davíð litli á ris- anum, segir fólk: „Risinn Davíð er búinn að troða aumingja litla Golíat niðrí svaðið.“ Ég held því fram að ísrael hafi farið með hlutverk Davíðs. Og ég held því fram, að jafnvel núna eftir hinn frækilega sigur sé ísrael enn í gervi Davíðs litla sem hefur að vísu unnið á hinum ringlaða Golíat, en Golíat er eftir sem áður ógnandi risi. Á þessari stundu, engu síður en í júní 1967, stafar ísrael hætta af algerri útþurrkun. Nema hinn menntaði heimur taki þegar í stað til sinna ráða, getur allt orðið um seinan. En ég er hræddur um, að ekki sé margt fólk í heiminum núna, sem muni harma það, verði hinn sigursæli Davíð lagður að velli. Miklu fleira fólk hefði verið reiðubúið að syrgja hinn sigraða Davíð. Og hér er aftur um að ræða siðferðilega missýningu. Innra með mér vaknar sá beiski grunur, að jafnvel hinir víðsýnustu og menntuðustu meðal framfarasinna í heiminum séu enn mótaðir af þeirri kristnu hefð, sem þeir drukku í sig með móðurmjólkinni: Gyðing- ur, vertu kyrr á krossinum. Farðu aldrei af honum. Daginn sem þú stígur niðraf kross- inum og slöngvar honum í höfuð þeim sem krossfestu þig, hættum við að hafa mætur á þér. Bölvuð er þessi krossfesta messíasarþjóð þeirra sem festu hinn krossfesta Messías á krossinn. Víetkong Miðausturlanda Myndin sem blasir við þessa stundina er í stórum dráttum svona: Hæglát og frið- elskandi þjóð einsog Egyptar, sem er að leitast við að umturna sjálfri sér úr trúai'- legu lénsríki í nútímaiðnaðarríki fyrir til- stilli arabísks eða múhameðsks sósíalisma, er umsetin af hernaðarsinnuðu, slægu og landgráðugu ríki, sem hefur safnað kröft- um árum saman til yfirþyrmandi og ger- eyðandi árásar og sem hefur vegna tækni- legra yfirburða troðið vanþróaðan og hjálp- arvana óvininn undir fótum sér. Hver fæst til að trúa okkur nú, þegar við segjum að það sem var leiðarljós okkar hina hræðilegu daga í maí 1967 var eiður- inn sem við unnum þeim sex milljónum gyðinga sem eytt var í heimsstyrjöldinni? Hver fæst til að trúa því að við fórum með sigur af hólmi vegna þess að við áttum engan annan kost? Við eigum engan her, engan mátt, ekk- ert. Við eigum mjóa strandlengju og óvarðar borgir. En á þeim örlagadegi, þegar okkur fannst að allt hefði lokizt um okkur, þá vissum við að það sem einu sinni hafði gerzt, það sem ævinlega hafði gerzt, mætti aldrei gerast aftur. Við afréðum að veita viðnám. Við afréðum að berjast í húsum og göngum, frá stræti til strætis, frá húsi til húss. Ekki ein einasta íbúð í Tel Aviv hefði verið tekin ánþess allir karlmenn, konur og börn í henni hefðu fallið. Engum hvítum fána hefði verið veifað í einni ein- ustu byggingu í Tel Aviv. Hernám ísraels hefði orðið ákaflega kostnaðarsamt fyrir- tæki. Nú stæi-a arabar sig af því, að þeir heyi skæruhernað. Þeir segjast hafa tekið hern- aðarlist Víetkongs sér til fyrirmyndar og beitt henni í Miðausturlöndum. Þeir fara í hópgöngur með myndir af Che Guevara. Þetta vekur mér hlátur. Alveg á sama hátt og myndir af Che Guevara vöktu mér hlátur þar sem þær héngu í íburðarmiklum híbýlum á Mont- parnasse. Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvort Che Guevara hafði mynd af Che Guevara hangandi í híbýlum sínum. Hvað er Víetkong? Víetkong er ekki hvít- ir fánar á byggingum. Víetkong merkir að berjast til síðasta manns. Hvort sem þeim, er veifa myndum af Che Guevara, líkar bet- ur eða verr, erum það við sem erum Víet- kong Miðausturlanda. Við erum hvenær sem er reiðubúnir að berjast allt til dauða. Eftir að búið er að myrða okkur siðferði- lega, erum við reiðubúnir að berjast fyrir því einu að fá að lifa á jörðinni, jafnvel án samúðar og blessunar framfaraaflanna í heiminum. Eftir dauðabúðirnar eigum við ekki nema eitt æðsta verðmæti: sjálfan lífsandann. Við og sósíalisminn Fyrst nokkur orð um notkun mína á orðinu „við“. Ég er ekki hreykinn af þess- ari notkun. Áðurfyrr þegar ég sagði „við“, átti ég við okkur öll sem dáðum Che og hötuðum Frakkland, sem elskuðum Nazim Hikmet og hötuðum kúgunina. Einu sinni hélt ég að hinn raunverulega óvin væri einungis að finna heimafyrir og að eina sanna stríðið væri borgarastríð. Sá tími er liðinn. Núna, ef þið viljið að ég deyi vegna Dayans, og Dayan vill ekki deyja með mér, heldur berjast, hvorn kostinn á ég að kjósa? Tilvera okkar nú er óþægileg þeim sem eru að vinna að valdajafnvægi í heiminum. Það er þægilegra, að einungis séu tvennar herbúðir, aðrar engilbjartar, hinar sauð- svartar. Einsog ég sagði fyrr, erum við aðeins hálf þriðja milljón talsins. Þegar horft er á heiminn í heild, hvaða máli skipta þá nokkur hundruð þúsund vinstri- sinnar, sem vinna gegn stefnu Eshkol- stjórnarinnar og vilja stuðla að raunveru- legum friði við araba, og sem leitast við að brjótast undan einstrengingslegu valdi Bandaríkjanna? Einhver hefur þegar afráðið að fórna okkur. Saga byltinga er krökk af slíkum fórnum allt síðan á dögum spænsku borg- arastyrjaldarinnar. Einu sinni var heims- byltingunni fórnað á altari byltingar í einu landi. Nú eru útreikningarnir ekki eins barnalegir. Nú reyna þeir að skýra fyrir okkur, að til sé arabískur sósíalismi. Það er til eg- ypzkur sósíalismi og alsírskur sósíalismi. Það er til sósíalismi þrælasala og sósíalismi olíuauðjöfra. Það eru til allskonar gerðir af sósíalisma, sem allar miða að einu og sama marki — semsé kollvörpun heims- valdastefnunnar, sem er afturámóti ein og ódeilanleg. Einu sinni var bara til ein gerð sósíal- isma, sem nærðist á grundvallarreglum, sumum þeirra siðferðilegum. Daginn sem siðferðið dó, fæddist hinn sárstaki, hefð- bundni sósíalismi, sem breytist frá einum stað til annars og einu skeiði til annars — sósíalismi sem ég kann ekki annað nafn á en nationalsósíalismi (þjóðernisjafnaðar- stefna eða nazismi). Ég vil lifa. Hvað get ég gert ef Rússland, Kína, Víetnam, Indland, Júgóslavía, Sartre, Russell, Castro hafa einróma samþykkt að ég sé einn og ódeilanlegur. Það er þeim óþægilegt að viðurkenna, að einnig í ísrael sé stjórnarandstaða. Hversvegna ætti að vera stjórnarandstaða í ísrael, ef aðeins er leyfður einn flokkur í alþýðulýðveldum einsog Kúbu eða Alsír? Og kannski hafa þeir samvizkubit. En þeir hafa gert sína útreikninga og komizt að þeirri niðurstöðu, að ég sé aðeins einn, 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.