Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 29
ir þessu nafni eru smalaðar hjarðir flokksapparatanna, sem mætt hafa annaðhvert ár á þá aldeilis makalausu samkundu, sem heitir Alþýðusambandsþing. Hjörðin, sem atvinnurekenda- flokkurinn sendir til leiks, reynd- ist seinast ekki telja öllu færri höfuð en sú, sem kommúnistar stýrðu. Á Alþýðusambandsþing- um er ekki hægt að ræða mál. Innbyrðis togstreita flokksappa- ratanna hefur áratugum saman komið í veg fyrir, að verklýðs- hreyfingin gæti leyst sín innri vandamál og aðlagað sig breyti- legri þjóðfélagsþróun. Alþýðu- sambandið hefur 35 þúsund manns innan sinna vébanda; sjötta hvern íslending. Því hefur verið haldið í fjárhagslegu svelti > áratugum saman. Samkvæmt lög- um ASÍ, sem kveða á um nef- skatt meðlimanna til þess, eru árstekjur sambandsins um 3 milljónir króna. Af því fer veru- legur hluti í að standa straum af maraþonþinghaldi annaðhvert ár, enda er sú þjónusta, sem það getur látið meðlimum sínum í té, minni en búast mætti við af miðl- ungs rassvasaheildsala. ASÍ rek- ur enga fræðslustarfsemi, engan skóla, þjálfar enga trúnaðar- menn, gefur ekki út blöð, bækur né tímarit, stundar enga upplýs- inga- né áróðursstarfsemi til að efla skilning þjóðarinnar á þjóð- félagshlutverki samtakanna. Nú standa yfir víðtæk verkföll. Sam- tökin heyja tvísýna baráttu við erfiðar og flóknar kringumstæð- ur. Það er táknrænt, að hjá þess- um voldugu fjöldasamtökum ís- lenzkrar alþýðu starfar enginn blaðafulltrúi (eins og t. d. hjá Loítleiðum eða Bindindisfélagi i'kumanna), er daglega veiti blöðum og almenningi haldgóðar upplýsingar um gang mála og r.iálstað fólksins. f ASÍ teljast nú um 130 félög. Flest þeirra eru dauð. Félagsstarfsemi fæstra þeirra nær út yfir það að inn- heimta árleg félagsgjöld af með- limum. Nú er liðið talsvert á annan áratug frá því farið var að gera um það samþykktir á Al- þýðusambandsþingum að breyta þyrfti skipulagi samtakanna í nú- tímahorf, þ. e. koma upp fáum (t. d. 10) starfsgreina- eða at- vinnuvegasamböndum, sem væru skipulögð með vinnustaðinn sem grunneiningu. Rökin fyrir þessu voru augljós; Þessi mörgu líf- vana félög þýddu augljóslega lé- lega nýtingu á fé og starfskröft- um. Hinir ýmsu atvinnuvegir eru misjafnlega stæðir, sumir í vexti, aðrir í hnignun. Það mundi augljóslega stórbæta víg- stöðu verkalýðshreyfingarinnar, bæði inn á við og gagnvart at- vinnurekendum, að aðlaga skipu- lag sitt fjölbreytilegri atvinnu- háttum en tíðkuðust árið 1916. Hér er fátt eitt talið. Um þetta gat ekki verið faglegur ágrein- ingur. En þegar ASÍ setti sér ný lög á 31. þingi sínu, síðastliðið haust, voru hinar upphaflegu samþykktir um starfsgreinasam- bönd látnar lönd og leið, þrátt fyrir 13 ára undirbúningstímabil. Faglegir hagsmunir hreyfingar- innar sjálfrar urðu að víkja fyrir raunverulegum eða ímynduðum hagsmunum tiltekinna flokks- apparata, sem vissu, hvað þau áttu, en síður hvað þau hrepptu við breyttar aðstæður. Eftir laga- breytinguna er ASÍ enn févana skipulagsóskapnaður. Vandamál- in voru ekki leyst til frambúðar, heldur komust flokksklíkurnar að málamiðlun, sem ef til vill gerir málin illleysanlegri í fram- tíðinni en þau nokkru sinni voru. Auðvitað er slík gagnger skipu- lagsbreyting hreyfingar, sem byggir á gömlum merg, margvís- legum erfiðleikum bundin. Auð- vitað þarf að taka tillit til ótal sjónarmiða, sem eru fyllilega réttmæt, eins og t. d. ótti dreif- býlismanna við aukin völd mið- stjórnar og höfuðborgarsvæðis- ins. Hér er þess enginn kostur að ræða málið í smáatriðum. Nægir að segja, að málið var og er nógu flókið og vandmeðfarið, þótt óviðkomandi hagsmunir og klækjabrögð flokksapparatanna geri það ekki óleysanlegt með öllu. Þetta er verklýðshreyfing í fjötrum flokksræðis; ekki mynd- ug félagsmálahreyfing fólksins sjálfs. Það er engin tilviljun, að fólkið í verklýðshreyfingunni er óvirkt, að sambandið milli fólks og foringja er orðið langt og mjótt, að óánægjan grefur um sig, að fólk er hætt að botna upp eða niður í þessu öllu sam- an meðan setið er á löngum sáttanefndafundum. Hér er ekki um að ræða vandamál, sem varðar verklýðs- hreyfinguna eina. Þetta er þjóð- félagsmeinsemd. Alveg eins og virk, upplýst og ábyrg verklýðs- hreyfing er skóli í lýðræði, eins er sundurþykk og óupplýst verk- lýðshreyfing, sem er leiksoppur í klóm óábyrgra flokksapparata, þjóðfélaginu hættuleg. Lausnin á þessu vandamáli, og nátvinnað því, leitin að haldbetri skipan efnahagsvandamála okkar þjóð- ar, er pólitísks eðlis. Aðeins nýr samstæður meirihluti lýðræðis- sinnaðra vinstrimanna (sem er íslenzkt orðskrúð yfir jafnaðar- menn) innan verklýðshreyfingar og utan, er þess megnugur að hefja verklýðshreyfinguna upp úr þessari niðurlægingu; veita nýju blóði um kalkaðar æðar hennar. En það er ekki aðeins verklýðshreyfingin, sem þarf á því að halda. Þjóðfélagið þarf á virkri verklýðshreyfingu og póli- tísku afli hennar að halda á því öðru skeiði iðnaðaruppbyggingar og þjóðfélagsskipulagningar, sem framundan er. Við þurfum á að halda þroskaðri félagshyggju, styrkara miðstjórnarvaldi og um leið auknu lýðræðislegu að- haldi, ef okkur á að takast stór- slysalítið að ráða fram úr að- steðjandi vandamálum. En til þess að svo megi verða verðum við að brjótast út úr sjálfheldu þessa úrelta flokkakerfis. Það er eins og gömul og stagbætt flík, sem hvarvetna stendur á beini. Við erum vaxnir upp úr henni. Jón Baldvin Hannibalsson. Indriði G. Þorsteinsson: Stjórnmálaflokkarnir og lýðræðið Lýðræðið er farandveizla, og sem slíkt er það orðið jaskað. Mörg veizluborð þess frá fyrri öldum, og þeirri öld sem við lifum á, standa eftir auð með glösin hálffull af víni og storkn- aðar matarleifar á diskum. Nú- verandi mynd sína á lýðræðið að þakka aukinni almennri upp- lýsingu, sem orðið hefur sam- fara vitneskjunni um nauðsyn aukinna lífsgæða öllum til handa. Lífsgæðaþörfin stendur svo öðr- um þræði undir þörf hins flókna markaðskerfis nútíma þjóðfélags. Guð og konungurinn skipa ekki lengur öndvegið allt. Fólkið hef- ur kjörið sér ný yfirvöld og þyk- ist nokkru geta um það ráðið, hver þau eru hverju sinni. í dag vilja allir kenna sig við lýðræði. Við heyrum nöfn eins og alþýðu- lýðveldi og fimmta lýðveldi og hvers konar annað lýðveldi úr öllum áttum sprottið. En svo virðist sem allt stjórnskipulag geti kallazt lýðræði, sem hefur eins konar þingi á að skipa, þótt þetta þing heyri undir einvalda. Þessi er ein blekkingin, sem áróðursvélar nútímans viðhalda, og í mesta lagi viðurkenna að til sé gott lýðræði og vont eða vanbúið. í staðinn fyrir kirkju miðaldanna er komin hin póli- tíska trú, og í staðinn fyrir kon- unga eru komnir pólitískir kon- ungar, sem jafnvel reyna að byggja á erfðavaldi, og reyna í því efni að ryðja því braut í kosningum til að ganga ekki al- veg í berhögg við hina upplýstu tíma. Á sama tíma og orðið lýð- ræði er gott til að hylja ýmsa fyrirtekt langsætinna forustu- manna, horfir þetta orð þannig við öllum almenningi, að aldrei sé nóg af því. Þeir sem svo á annað borð velta fyrir sér stjórn- arfari hvers tima reka sig fljótt á, að sé of mikið af því, hafa menn tilhneigingu til að minnka það, og sé það of lítið, þá úthella menn blóði sínu til að auka það. Innan lýðræðis eru alltaf stríð- andi hópar. Þeirra sem með völd- in fara, er að gæta þess að jafn- vægi ríki í hverri grein. Þá standa þeir á grundvelli lýðræð- is. Nái ein stétt forréttindum, er verið að efna sér í sprengju. Og sé markmið stjórnandans eitt- hvað, sem hann hugsar sér að sé algjört lýðræði, endar það í stjórnleysi. En þótt ýtrustu jafnvægislistar sé gætt varðandi áhrifahópana í þjóðfélaginu, hlýtur lýðræðið alltaf að ala af sér eina stétt forréttindamanna, sem eru stjórnendurnir sjálfir. Þannig er lýðræðið í dag, hjá mestu framúrþjóðunum, ekkert annað en blæbrigði á gamalli stjórnunarhefð, sem fylgt hefur mannkyninu lengi. Þegar hið eldra kerfi byggðist á því að æðsti maður þess var einungis ábyrgur fyrir guði, byggist nú- verandi kerfi á því að stjórnand- inn er ábyrgur fyrir kerfinu sjálfu, sem raunar gerir honum, alveg eins og fyrirrennaranum, fært að skilja ábyrgð sína á ýmsa lund. Traustar pólitískar erfðavenjur gætu sniðið hinum nýju konungum nokkurn stakk, traust heimili í landinu og traust uppeldi þegnanna og sparsemi, en þar sem engar pólitískar erfðavenjur gilda lengur, þar sem heimilin og uppeldi þegn- anna er svona og svona, og spar- semin er refsiverð, ja, þá er stjórnmálamaðurinp orðinn all- frjáls af ábyrgð sinni. Ef við snúum okkur að lýð- ræðinu hér á landi sérstaklega, þá er það mín skoðun að um þessar mundir sé það of mikið. En það veldur ekki síður óá- nægju með stjórnmálaflokkana en ef það væri of lítið, eins og 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.