Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 26
Jón Baldvin Hannibalsson: Verklýöshreyfing og flokkavald málaráð hefur frá fyrsta fari reynzt ófæi't um að annast bóka- val við hæfi hinna fyrirhuguðu heimilisbókasafna; væri vanda- laust að telja upp langan lista með nöfnum misheppnaðra og misráðinna útgáfubóka, og breyt- ist sú staðreynd ekki þó einnig megi nefna ýmis verk sem Menn- ingarsjóður hefur unnið vel eins og hin bókafélögin. Mest er þó um það vert að hin misráðna al menningsútgáfa Menningarsjóðs hefur komið í veg fyrir að ríkis forlagið ynni önnur verk sem því væri verðugra og skyldara að rækja. Hér er sem sé meira en nóg svigrúm í fámenninu og fá- breytninni fyrir skynsamleg rík- isafskipti, ósýkt af flokkapólitík, af bókaútgáfu sem öðrum menn- ingarmálum, eins og þegar blas- ir við af þeirri staðreynd að há- skólaforlag er ekki til í landinu og útgáfa fræðirita og vísinda á harla örðugt uppdráttar; en margháttuð önnur verkefni ríkis- forlags eða ríkisstyrktrar bóka- útgáfu væri auðvelt að nefna. En slíku opinberu framtaki í menn- ingarmálum hefur hin pólitíska skipan menntamálaráðs afstýrt um þrjátíu ára skeið að minnsta kosti. Að öllum líkindum gefst póli- tísk ráðstjórn menningarmála skást, þó hún verði um leið skop- legust, á þeim sviðum þar sem hún er einungis viðhöfð að form- inu til og án neinna eiginlegra valda eða ítaka í raunverulegu starfi. Þjóðleikhúsráð er glöggt dæmi um slíkt týlliráð: mála- myndastofnun sem einungis er sett á laggirnar af því að þykir tilheyra að hafa fína stjórnar- nefnd í fyrirtæki sem þjóðleik- húsinu. Enda reynast stjórnmála- menn áhugalitlir um mannaskip- anir í ráð þetta, stjórnmálaflokk- arnir tilnefna að vísu fjóra menn af fimm í ráðinu, en þeir mega sitja þar ævitíma sinn á enda ef þeir kjósa, öfugt við t. d. útvarpsráð sem kosið er upp á nýtt við byrjun hvers kjörtíma- bils alþingis; gaman væri samt ef upplýst yrði hverjum datt sú snilli í hug að akkúrat stjórn- málaflokkar væru til þess fallnir að stjórna leikhúsi! Verk- svið þjóðleikhúsráðs er líka harla óglöggt afmarkað og vald þess virðist lítið sem ekkert, öf- ugt við útvarpsráð; en allt eða mestallt ákvörðunarvald í mál- efnum leikhússins, listrænum efnum sem daglegum rekstri og fjárstjórn, er sameinað í hönd- um þjóðleikhússtjóra. Má nærri geta að mikilsháttar mann þurfi til að gegna slíku starfi svo vel farnist, og væri raunverulegt leikhúsráð, skipað leiðandi mönn- um úr starfsliði leikhússins á- samt öðrum leikhúsmönnum, áreiðanlega ráðholl og þarfleg stofnun hverjum manni í þeirri stöðu, þó til þyrfti að koma, ekki síður en um útvarpsráð, skýr skilgreining á verksviði og á- hrifavaldi þess. En hinu áhrifa- mikla embætti þjóðleikhússtjóra var í upphafi leikhússins ráð- stafað sem pólitískum bitlingi. Sá háttur er raunar sérlega tíður í veitingu embætta og annarra starfa á sviði menningarmála eins og mörg dæmi sanna fyrr og síðar, nú einna síðast nýleg ráðstöfun á embætti bókafull- trúa ríkisins. En hér er komið að sérstökum þætti flokksræðis- ins, hinnar pólitísku stjórnar á menningarmálum sem lítt hefur verið rakinn hér að framan. Hér að framan hefur verið far- ið fljótlega yfir mikla sögu og þó ekki nema lítinn hluta henn- ar. Það liggur í augum uppi að flokksræði í menningarmálum er ekki nema lítill þáttur í hinu margslungna valdakerfi flokk- anna sem tekur til bókstaflega alli-a sviða þjóðlífsins; og flokks- ræði í menningarmálum tekur að sjálfsögðu til miklu fleiri þátta þess en hér hefur verið vikið að. Væri t. a. m. fróðlegt ef rakin yrðu til hlítar flokks- pólitísk ítök og afskipti, pólitískt forræði í stjórn og stjórnskipan uppeldis-, fræðslu- og skólamála. Um þessi efni verður að sjálf- sögðu ekki rætt til hlítar nema af nánum kunnugleik sumpart á sögu og þróun stjórnmálanna síðustu áratugi, sumpart á sögu og starfi sjálfra þeirra stofnana sem pólitísku forræði lúta eða hafa mótazt verulega af flokks- pólitískum afskiptum. Því miður er slíkri þekkingu ekki fyrir að fara í þessari grein sem víkur að þessum efnum eins og þau horfa við áhugasömum leikmanni utan í frá. En jafnvel utan í frá blasir við sýn sú lýðræðislega og menningarlega nauðsyn að flokksræðinu linni; mergurinn málsins er sá, að flokkarnir hafa sýnt sig óhæfa, alls ómegnuga að vinna þau fjölbreyttu verk sem þeir hafa sölsað undir sig í ævarandi valdastreitu sinni. Ein- hver veigamesti þáttur þeirrar pólitísku siðbótar, endurnýjunar stjórnmálanna sem nú er brýn og ótvíræð nauðsyn hér á landi, hlýtur að vera að flokkunum lærist að ætla sér af, gera sér grein fyrir takmörkum valds síns. Þá kann að verða einhver von til að þeim verði ljóst sitt eiginlega verkefni: stefnumótun þjóðmálanna í framtíðinni, mark- miða og leiða í pólitískri baráttu, raunhæfra valkosta um rekstur og skipan þjóðlífsins og þjóð- málanna. Ólafur Jónsson. I þeim umræðum, sem að und- anförnu hafa spunnizt vegna vax- andi óánægju manna með ríkj- andi stjórnarfar, hefur athyglin einkum beinzt að ítökum stjórn- málaflokka og -forkólfa á flest- um sviðum þjóðlífsins. Á það hefur verið bent, að megnið af fjármunum þjóðarinnar er skipu- lagt í bönkum, fjárfestingarsjóð- um og öðrum lánastofnunum, sem lúta stjórn fulltrúa flokk- anna. Allt atvinnulíf landsmanna er komið undir náð og miskunn þessara pólitísku peningafursta. Bankastjórar eru það stéttarfé- lag, sem á hvað flesta fulltrúa á þingi þjóðarinnar. Flokksstjórn- irnar raða sínum mönnum á bása og jötur ríkisstofnana, -fyrir- tækja, nefnda og ráða. Úthlutun lánsfjár til húsnæðismála er í höndum trúnaðarmanna flokk- anna. Umbun fyrir flokksþjónk- un, fremur en starfsundirbúning- ur eða hæfni, er enn mestu róðandi við opinberar embætta- veitingar, eins og nýjustu stór- hneyksli menntamálaráðherra á því sviði eru órækur vottur um. Flokksforingjarnir láta sér fátt mannlegt óviðkomandi; þeir skipa sína menn í stjórnir menn- ingarstofnana og fjölmiðlunar- tækja; kynoka sér jafnvel ekki við að taka að sér það hlutverk að sjá þjóðinni fyrir daglegu les- máli og hafa í seinni tíð gert með sér leynisamning um að láta ríkissjóð borga bróðurpartinn af þeim hallarekstri. Þessi flokka- útgerð á dagblaðakosti þjóðar- innar setur sinn hvimleiða brag þröngsýni, hálfsannleiks og skrums á þjóðmálaumræður: Hlutverk blaðanna er að birta sinn fjórða part af sannleikan- um í hverju máli og boða hina óskeikulu flokkslínu gegnum þykkt og þunnt. Sú staðreynd, að þau eru bundin í báða skó af þröngum flokkshagsmunum, kemur í veg fyrir að þau geti gegnt hlutverki dagblaða í frjálsu þjóðfélagi. Flokkshagsmunir leyfa oft ekki að almenningur fái í hendur þær upplýsingar, sem þjóðai'hagsmunir krefjast. Þjóð sem býr við slíkan blaða- kost á mjög erfitt með að læra af reynslu sinni og mistökum, þar sem þjóðfélagsvandamál fást sárasjaldan rædd á hlutlægum grundvelli, heldur skrumskæld af áróðri; ýmist til að fegra veru- leikann eða sverta — og þess vegna oftast í óljósum tengslum við hann. —O— Þessi stutta upptalning nægir til að sýna, að ítök stjórnmála- foringja og handhafa ríkisvalds- ins eru hér á landi miklu víðtæk- ari en tíðkast á nálægum póli- tískum breiddargráðum. Hér hef- ur í reynd náð að þróast stjórn- arfar, sem ber helztu merki póli- tísks lénsveldis. Orðið flokks- ræði virðist einnig fela í sér helztu einkenni kerfisins. Sögulegar forsendur þessa kerfis eru margvíslegar; einkum þó einhæft, sveiflukennt atvinnu- líf og lítið fjárhagslegt bolmagn einkaaðila, sem hvorttveggja hef- ur kallað á ríkisforræði og ríkis- afskipti. Eitt megineinkenni ís- lenzks þjóðfélags, sem gerir það frábrugðið gi'annríkjum okkar, er að hér hefur ekki náð að þró- ast sjálfstæð stétt fjármagnseig- enda — kapitalista — svo orð sé á gerandi. Atvinnurekendur eru því í flestum greinum að meira eða minna leyti á opin- beru framfæri. Ríkissjóður hleyp- ur í skarðið. En á sama tíma hefur menntunarkerfi þjóðarinn- ar ekki verið þess umkomið að framleiða sérfræðinga í þeim mæli, eða af því tagi, sem til hefði þurft að taka að sér hlut- verk kapitalistanna. Hin miklu ríkisafskipti á íslandi hafa því yfirleitt verið umfram getu rík- isvaldsins til að hafa vit fyrir öðrum: Eiginlegur áætlunarbú- skapur hefur enn ekki verið tek- inn upp, enda hafa ráðandi stjórnmálaöfl til skamms tíma talið sig andvíg honum. Auk þess hefur skort sérmenntað starfs- fólk, bæði á vegum ríkisvalds og fyrirtækja, til að reka hann af viti. Afleiðingin er sú, að ríkisaf- skiptin verða naumast réttlætt með þeim árangri, sem þau hafa skilað. Við virðumst búa við flesta ókosti hins óhefta mark- aðsbúskapar, með þeim sveiflum, öryggisleysi, sólund og félagslegu öfugþróun, sem honum eru sam- fara, án þess að uppskera kosti áætlunarbúskapar og heildar- stjórnar á þjóðarbúskapnum. Svo slysalega hefur tiltekizt, að við virðumst búa við flesta galla hins síðarnefnda kerfis, án þess að njóta kosta hins fyrrnefnda. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.