Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 38
i iðjagrænni brekkunni undir bæjarstæðinu að Pálshóli sótti Runólfur kindabyssu sína af gerðinni ..International 70“, hleypti þrem skot- um af á berrassaða ráðskonuna í brekkunni og mun hún hafa látizt samstundis. Eftir morðið flýði Runólfur til Frakklands en náðist þar eftir umfangsmikla leit í átta ár, þar sem hann var staddur á málverkasafni. Þaðan var hann flutt- ur til Brimarhólmskastala, ríkisfangelsis Dana, og varð að líða þar ill kjör f 30 ár unz mál hans var tekið fyrir. Var hann loks dæmdur til dauða og tekinn af lífi þann 38. júní 1768. Saddur lífdaga eftir viðburðaríka æfi, endaði hann aldur sinn í gálganum. Runólfur reit æfi- sögu sína hið merkasta rit í fangelsinu og kennir þar margra grasa. Æfisaga Runólfs Runólfssonar er nú geymd í Landsbókasafninu sem dæmi um harðfylgi og þrek hins íslenzka bónda gegnum aldir. Ásgeir Sigurgestsson: Kristín helvíti Grátandi hermaður í einskislitum einkennis- búningi hljóþ með samanvöðlaða tösku úr sama efninu nokkrum metrum ofan járnþraut- arteinanna og hríndi „Kristín helvíti" án þess að stanza. Á Höfuðjárnþrautarstöðinni í Kaupmanna- höfn, sem reist var á sínum tíma. Ég stanzaði aftur á móti á móts við lítinn fugl á gangstétt, sagði: „Lengi lifi Friðrik hinn níundi kóngur af Danmörku", og íhugaði málið í 15 mínútur, eða þar til fuglinn flaug. Hver var Kristín helvíti ? Kannski var þetta ekki alvörumál. Eitt sinn heyrði ég um lest í Kaliforníu, sem hét Engillína. Gat það verið, að hermaður við danskar landvarnir gréti og segði „Kristín helvíti" við að sjá síðasta vagn hverfa útí nóttina með dagblöðum, hlýju, mola- kaffi, skozkum hundum í bandi, dönskum hefð- arfrúm í fússi og frönskum kartöflum f poka ? — Leið dönskum landvarðliða nr. 76549, svo dæmi séu nefnd, eins og þeim sem fellur fyrir borð án orða í tunglsljósi í Norðursjó, baðar sig um stundarsakir í kjölfari og sér 3000 tonn sigla burt með söng, grunlausum glasaslætti og nýfergðum bjarghringum, þar til ekkert sést nema skutljós tvö, ógreinilegur viti í fjarska á Shetlandseyjum, einn og sjálfvirkur, auk hafs? Eða var kannski helgarfríið búið, og átján ára dýrmæt eign, há og grönn í Ijósum kjól með þunnar varir, hafði komið að kveðja og sagt: „Kæri Jensen", svo dæmi séu nefnd, „mér þykir afskaplega vænt en er ekki hrifin og við skulum fresta og sjá til“? Sjá síðan hana fara til móts við hann bak við súlu og hlæja við honum og halla sér uppað honum og hverfa útí kvöldið með honum, sem er hinn eini hann, og búið. Eiríkur Brynjólfsson: Gönguhugleiðingar rónans Jón Jónsson, kallaður Nonni róni, sat á steini fyrir utan stóra húsið inni á Snorrabraut. Hann var að Ijúka úr flöskunni. Hann geymdi síðasta sopann uppi í sér og skolaði munninn með honum, renndi honum svo niður, gretti sig þegar hann sá tóma flöskuna, stóð þá upp, gekk inn í húsið og keypti sér aðra flösku. A leiðinni út stoppaði hann í dyrunum og fékk sér vænan sopa úr flöskunni, setti hana síðan á sinn stað, niður í buxnastrenginn, og rölti áleiðis niður í bæ. Við og við stoppaði Nonni á göngu sinni og fékk sér sopa úr flöskunni. Hann gekk fram hjá Stjörnubíói. Þar var löng röð af frakka- klæddum karlmönnum, sem ætluðu að sjá bíó- mynd. Þeir biðu allir óþreyjufullir eftir að geta keypt sér miða. Nokkrir smástrákar stóðu fyrir utan og horfðu á myndaútstillingarnar. Þeir voru ekki nógu gamlir til að fá að sjá bíómynd fyrir fullorðna. „Ja, maður getur nú líka lært af Ijósmyndum", sagði einn lítill polli og horfði með athygli á Ijósmyndirnar af fólkinu, sem var að gera Ijótt. Nonni róni þurfti ekki að sjá svona é myndum, hvorki Ijósmyndum ná bíó- myndum. Hann var kvæntur, eða hafði a. m. k. verið það. Hann hélt göngu sinni áfram, niður eftir Laugaveginum. Hann sá alls konar fólk rogast áfram, hlaðið pökkum og pinklum. Allt frá verkafólki upp í fínasta fína fólkið. Ríkt fólk, fátækt fólk, fólk sem borgar skatta og fólk sem borgar þá ekki, fólk sem kvartar undan auraleysi vegna skatta og fólk sem hefur peninga en borgar ekki skatta. Allir virtust hafa næga peninga til að eyða í allrahanda munað og vitleysu, þrátt fyrir fátækt sína. Nonni gat ekki annað en furðað sig á því, að íslendingar, sem alltaf eru að kvarta undan auraleysi, geti verzlað eins mikið og raun ber vitni og leyft sér allan þennan munað. Eini munaðurinn sem Nonni hafði veitt sér, fyrir utan flotta hjónarúmið með gormadýnunum sem reyndar hafði verið keypt að undirlagi konu hans (hann ætlaði að láta sér nægja gamla Bretabeddann sinn), var ein flaska eða tvær einu sinni í viku. En þegar á allt er litið var þetta ekki munaður, heldur einfalt ráð til að halda sér lifandi, eða svo fannst Nonna. Konan hans hafði alltaf kallað þetta eyðslu- semi. En nú var hún dauð, Nonna til léttis, og breyttu því skoðanir hennar engu í sambandi við víndrykkju Nonna. Niðri á Lækjartorgi stóð Hjálpræðishermað- ur uppi á kassa og prédikaði. Hann talaði um, að þeir sem kæmu til Hans, ættu örugga vist á himnum eftir dauða sinn hér á jörðinni. Á skömmum tíma safnaðist í kringum manninn stór hópur af fólki. Fólk af mörgum tegundum, bæði trúmenn og trúleysingjar, og svo ungl- ingar, komnir til að gera grín að ræðumanni. Meira að segja rónar eins og Nonni. Eiginlega flestar tegundir af fólki, að undanskildu fína fólkinu sem gengur fram hjá og horfir í hina áttina. Nonni fer fljótlega í burtu, hann skilur ekkert í þessu, sem maðurinn er að prédika um. „Þetta er víst heimspeki", hugsar hann og gengur í burt með flöskuna á vörunum. Á eftir honum kallar prédikarinn: „Snúið við, fleygið flöskunni áður en þér steyþizt í eilífa glötun. Snúið til Hans, sleppið flöskunni“. Nonni róni flýtir sér í burtu, hann kærir sig ekki um svona íélagsskap. Inni á Hressó er fullt af fólki, Ijótir, óhreinir og illa til hafðir unglingar sitja þarna reykjandi og drekkandi kóka-kóla. Loftið er fyllt tóbaks- stybbu. Sumir unglingarnir háma i sig franskar kartöflur. Á klósettinu er eilífur straumur af fólki. Menn koma þarna við, kasta af sér vatni, renna greiðu gegnum hárlubbann og þvo sér um fingurgómana. Á föstudagskvöldum og laugar- dagskvöldum imá þarna sjá unga fólkið blanda sér ýmiss konar kokteila fyrir kvöldið. Nonna er orðið mál eftir dyrkkjuna. Hann stiilir sér upp við standpisseriið og sprænir í skálina. Á veggnum fyrir framan hann er at- hugasemd fyrir alla þá, sem hlynntir eru sjálf- sagðri fjölgun landsmanna: Farið varlega, þér hafið framtíð landsins í höndum yðar. Nonni veltir því fyrir sér, hvaða áletrun skyldi standa skrifuð á kvennaklósettinu. Á leiðinni til baka sér hann að dyravörðurinn er farinn að reka út. Hin gullna regla dyra- varðarins er: Allir þeir, sem enga hafa peninga, eiga að vera úti. Á þeim er ekkert að græða. Hinir, sem eiga peninga, eiga fyrir alla muni að vera inni og hafa það gott. Á þeim græðum við. Nonni róni gengur niður að höfn og hittir þar nokkra starfsbræður og meðsvallara. Eitt útlent skip er í höfn. Sióliðarnir eru að búa sig undir kvöldið. Það verður feikilega mikið á seyði í bænum í kvöld. Sjóliðar á lóðaríi og fylliríi. íslenzku fastastúlkurnar hugsa sér ör- ugglega gott til glóðarinnar. Nonni klárar úr flöskunni og fleygir henni í sjóinn. Hann horfir á eftir henni með tár í augunum. Hann kveður vini sína á höfninni, og gengur inn í bæ. Hann fer Pósthússtrætið, fram hjá Lögreglustöðinni. Þar rifjast upp fyrir honum margar endurminningar, bæði sætar og súrar. Þeir voru búnir að lofa honum flösku, þegar hann fyllti tíunda tuginn af nóttum hjá hinu opinbera. Það var þá í næsta skipti, sem hann fengi flöskuna. „Hundrað nætur, ja hérna, gott að maður þarf ekki að borga húsaleigu", hugs- ar Nonni með sér. Úti á Austurvelli eru einhverjir unglingar að mótmæla. Sumir henda eggjum, aðrir öskra, enn fleiri bera spjöld með áletrunum. Svívirð- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.