Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 43
aðeins tíu, aðeins hundrað þúsund; en hins- vegar eru tugir miiljóna, allir leiddir einsog einn maður, í einum flokki, í átt til ljóss- ins, í átt til sólarinnar. Og úrþví svo er, hver er ég? Ég skal segja ykkur hver ég er: Ég er maðurinn sem mun rugla og ónýta alla ykkar framfarasinnuðu útreikninga. Mér þykir of vænt um þennan fánýta heim, þennan heim kavíars, sjónvarps, sólbakaðra stranda, kynlífs og góðra vína. Haldið þið bara áfram að skála fyrir byltingunni í kampavíni. Ég ætla að skála fyrir sjálfum mér, mínu eigin lífi, með flöskuna í ann- arri hendi, en riffilinn í hinni. Varið ykkur. Guð er ekki ykkar megin. Deiluefnið er friður Þið sendið sovézk vopn til Egyptalands. Þið einangrið mig. Og til að gera ykkur auðveldara að einangra mig breytið þið nafni mínu. Hold mitt, sem þið etið, kallið þið fisk. Þið viljið ekki vernda mig, hvorki gegn aröbum, né gegn Rússum, né gegn Dayan eða Johnson. Þarvið bætist, að þegar ég reyni að ná til ykkar og segja ykkur, að ég sé andvígur Dayan, andvígur Eshkol, andvígur Ben Gúríon, og bið ykkur um hjálp, þá hlæið þið að mér og heimtið að ég hverfi skilmálalaust aftur til landamær- anna sem voru viðtekin 4. júní 1967. Hætt- ið! Ég neita að taka þátt í þessum leik. Ef þú færð mér aftur byssuna, sem ég reyndi að drepa þig með, skal ég ekki drepa þig. Því ég er vænn maður. En ef þú færð mér hana ekki aftur, skal ég drepa þig, því þú ert slæmur maður. Hversvegna voru landamærin frá 4. júní ekki friðarlandamæri þann 4. júní 1967, en eiga alltíeinu að verða það núna? Hvers- vegna voru landamærin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 ekki friðar- landamæri þá, en eiga að verða það nú? Hversvegna ætti ég að skila stigamannin- um aftur byssu hans í verðlaunaskyni fyrir að honum mistókst að drepa mig. Ég vil frið frið frið frið frið frið frið frið frið frið. Ég er reiðubúinn að láta af hendi hvað sem vera skal í skiptum fyrir frið. Og ég læt ekkert af hendi nema ég fái frið. Ég er reiðubúinn að leysa flóttamanna- vandamálið. Ég er reiðubúinn að fallast á sjálfstætt Palestínuríki. Ég er reiðubúinn að setjast niður og hefja viðræður. Um allt Á Sínaí- eyöimörk- inni. Egypekir striðs- fangar i ísrael. milli himins og jarðar, allt samtímis. Bein- ar viðræður, óbeinar viðræður, það er ni- gert aukaatriði. En frið vil ég fá. Þartil þið fallizt á að semja frið, skila ég engu aftur. Og ef þið þvingið mig til oð gerast landvinningamaður, þá skal ég ger- ast landvinningamaður. Og ef þið þvingið mig til að verða kúgari, þá skal ég verða kúgari. Og ef þið þvingið mig inní sömu herbúðir og öll myrkraöfl heimsins, þá verð ég þar. Það. er enginn hörgull á óðum hernaðar- sinnum í fsrael. Þeim fjölgar óðum, og því meir sem einangrun okkar verður augljós- ari. Nasser hjálpar Dayan. Kósygin hjálpar Eshkol. Fidel Castro hjálpar ísraelskum þjóðskrumurum. Hvert af stórveldum heimsins hirðir um það, hve mörgum fleiri gyðingum, hve mörgum fleiri aröbum blæð- ir út á söndum Sínaíauðnarinnar? Hér er enginn hörgull á móðursjúkum hernaðarsinnum. Allir þessir hljóðlátu borgarar, sem héldu til vígstöðvanna með KLM-tuðrur og i sendiferðabílum, sem krotuðu á skriðdrekana sína: „Við viljum vera heima“; allir sem börðust reiðilaust og án haturs fyrir lífi sínu einu, þeir eru að verða hernaðarsinnaðir, sannfærðir irai að einungis máttur ísraels og enginn hlut- ur annar í heiminum muni nokkurntíma koma okkur til hiálpar. Þeir einu sem eru reiðubúnir að verja mig, af hvötum sem eru mér mjög ógeð- felldar, eru Bandaríkjamenn. Það er heppi- legt fyrir þá einsog sakir standa. Þið eruð að kasta mér í fangið á Ameríku, virki lýð- ræðisins og morðingja Víetnama, sem treð- ur undirokaðar þjóðir undir fótum og þyrm- ir lífi mínu, sem kúgar negrana og sér mér fyrir vopnum til að bjarga mér. Þið gefið mér ekki annarra kosta völ. Þið bjóðið mér ekki einu sinni þá afarkosti, að mér verði hleypt innum bakdyrnar til svallsamkundu framfaraaflanna. Þið viljið einungis að ég gefist upp, skilmálalaust, og trúi formælendum Byltingarinnar þegar þeir heita því, að héðanífrá verði engir læknar af gyðingakyni myrtir, og að þeir muni láta sér nægja þá yfirlýsingu, að Zíonisminn eigi sök á uppþotunum í Var- sjá og Prag. Ha ha ha! Hin beiska kaldhæðni Fjarskalega fyndið. Sannleikurinn er sá, að ég og Sartre, tveir einstaklingar með nokkurnveginn sömu lífssýn, með nokkurn- veginn sömu hugsjónir, og ef mér leyfist að vera ósvífinn, með nokkurnveginn sömu siðgæðisvitund, við erum nú sinn hvoru- megin við strætisvirkin. Okkur hefur verið þröngvað í gagnstæð- ar herbúðir af kaldhömruðum útreikning- um manna sem sendu okkur á vettvang eða yfirgáfu okkur. En staðreyndin er eftir sem áður sú, að hér eru ekki Bandaríkja- menn að skjóta á Rússa, né auðvaldssinn- ar að skjóta á sósíalista, né frelsishetjur að skjóta á kúgarana. Það er ég sem er að skjóta á Sartre. Ég sé hann í mínu byssumiði; hann sér mig í sínu byssumiði. Ég veit ekki enn, hvor okkar er snarari, fimari eða staðráðn- ari í að drepa eða vera drepinn. Ég veit ekki heldur, hvor okkar er lánsamari — sá sem á ekki annarra kosta völ eða hinn sem framkvæmir samkvæmt eigin vali. Eitt er mér þó fullljóst: Haldi ég iífi, mun ég harma dauða Sartres meira en hann mundi harma dauða minn. Og fari svo, mun ég ekki unna mér hvíld- ar fyrr en ég hef þurrkað út af yfirborði jarðar bæði auðvaldssinna og kommúnista. Eða þeir mig. Eða við hvorir aðra. Eða allir gera útaf við alla. Og ef ég lifi jafnvel allt þetta, án guðs og án allra spámanna, mun líf mitt ekki hafa neinn tilgang framar. Ég mun ekki hafa annað að gera en reika á bökkum vatnsfalla eða klöngrast yfir stórgrýti, dást að furðum náttúrunnar og hugga mig við orð Prédikarans, hins spakasta manns: „Indælt er ljósið og ljúft er fyrir augun að horfa á sólina“. ♦ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.