Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 46
Richard Smith: Hallsteinn Sigurðsson: ,Stélvídd“ Málaður skúlptúr „Módernistar“ okkar tíma segja oft á tíðum, að aðaleinkenni nú tímamyndlistar sé það, að skilin á milli málverks og skúlptúrs séu að verða sáralítil eða jafnvel engin, því að nú súu komnir upp myndlistarmenn úti um allan heim, sem vinni ekki emungis jöfnum höndum við málverk og skúlptúr, heldur vinni út form, sem beri greinileg einkenni beggja þessara greina. Báðar þessar greinar hafa ákaflega sterk einkenni, eins og þeir vita, sem einhver kynni hafa haft af myndlist, og má segja, að það sé skemmtileg viðleitni hjá myndlistarmönnum að færa þessar greinar hvora nær annarri og jafnvel að reyna að vinna út úr þeim eina grein. Það er ekki nýtt fyrirbrigði, að skúlptúr sé málaður. Grikkir gerðu mikið af því að mála skúlptúr um 400—100 f. Kr., og er ár- angur þeirra án efa hinn merkilegasti, sem náðst hefur í þeim efnum. Á endurreisnartímanum voru margir sem máluðu skúlptúr, aðallega á Ítalíu, en verk þeirra eru þó ekki í eins miklum metum á meðal manna og gríski skúlptúrinn. Við þurfum ekki að fara lengra aftur í tímann en til annars ára- tugs aldarinnar, þá sjáum við strax fjóra mjög mikilhæfa myndlistar- menn, sem mála skúlptúr: Alexander Archipenko (rússneskur mynd- höggvari, f. 1887) er framar öðru myndhöggvari, en málar myndir sínar. Jean Arp (f. 1886 í Strassborg) gerði lágmyndir um 1916, sem eru málaðar, og er það ef til vill það bezta, sem á þessum tíma var gert, enda er Jean Arp bæði málari og myndhöggvari. Pablo Picasso málar skúlptúr um þetta leyti, en mun þó hafa byrjað fyrr en Arp. Hann gerði mikið af því að mála skúlptúr á þessum tíma. Henri Laurens (franskur myndhöggvari, f. 1885) mun aftur á móti hafa farið að mála skúlptúr rétt fyrir 1920. Einnig má nefna þrjá aðra myndlistarmenn, sem fljótlega upp úr 1920 fóru að vinna við málaðan skúlptúr, en það eru franski málarinn Dubuffet, sem gerði nokkrar veggmyndir og frístandandi lágmyndir, rússneski mynd- höggvarinn Naum Gabo, sem gerði myndir úr lituðum plastplötum (perspect), sem að vísu er ekki alveg það sama og hér um ræðir, þar sem hann málar ekki plöturnar, en skúlptúrinn er þó í lit engu að síður, og svo bandaríski myndhöggvarinn Alexander Calder, sem málað hefur hreyfimyndir (mobiie) með frábærum árangri, en þær smíðar hann yfirleitt úr járni. Skemmtilegt er að veita því eftirtekt, að Henri Laurens málar aðallega gií's og járn og auk þess tré lítils háttar, en hvorki brons né jarðleir. Picasso hikar hins vegar ekki við að mála öll þessi efni, og jafnvel bronsið málar hann, og það þannig, að það tapar öllum sínum efniseinkennum, en nýtur sín þó mjög vel í lit og formi. En þá vaknar óneitanlega sú spurning, hvers vegna hann steypir myndir í jafn gott efni og brons, ef hann ætlar svo að hylja þær á eftir með málningu, og hvort það hafi nokkurn tilgang. Archipenko málar hins vegar gifs mjög mikið, og það þannig, að efniseinkennin hverfa algjörlega, og fer vel á því, þar sem gifsið hefur frekar leiðinleg efniseinkenni. Jean Arp vinnur myndir sínar í tré og málar þær. Þó að hann máli tréð, þá sést efnið vel í gegnum litinn, og fer vel á því, þar sem um jafn gott efni er að ræða, enda hefur Arp án efa haft formið, efnið og litinn jöfnum höndum í huga frá upphafi. Hann hefur tæplega fullgert myndina í tréð og farið svo að hugsa um litinn á eftir. Af þessu örstutta yfirliti má sjá, að það hefur ekki orðið nein stórbreyting' fyrir tíu árum eða svo, þegar mikið fór að bera á mál- uðum skúlptúr víðsvegar um heim, heldur hefur þetta smám saman verið að ryðja sér til rúms, og einkum nú seinustu árin hefur borið mun meira á máluðum skúlptúr heldur en áður var. Sú fullyrðing, að nú séu skúlptúr og málverk runnin saman í eina grein, tel ég, að sé mjög vafasöm, þó að reyndar megi benda á mann eins og Claes Oldenburg (sænsk-bandarískur myndlistarmað- ur, f. 1929), sem virðist geta unnið saman lit og þrívíddarform með mjög góðum árangri, og það þannig, að myndirnar eru bæði vel unnar sem skúlptúr og einnig mjög vel í lit. En þó að benda megi á einn eða tvo menn, sem tekizt hefur að framkvæma þetta, þá er ekki þar með sagt, að málverk og skúlptúr séu orðin ein og sama listgreinin. Ef við t.d. athugum myndir eftir brezk-ítalska myndhöggvarann Edu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.