Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 20
niðurstöður kjörs eða ákvörðun- ar. Kjör á fulltrúasamkundur hins opinbera er háð þessum leikreglum, og eftir þeim fara verkalýðsfélögin raunar ekki að- eins að forminu til, heldur einn- ig samkvæmt tilgangi sínum og innsta eðli. Gersamlega andstæð þessu er valdaaðstaða einka-atvinnurek- enda. Um hana er aldrei tekin nein lýðræðisleg ákvörðun. Al- mannaráða er yfirleitt sjaldnast leitað um stofnun atvinnufyrir- tækis og því síður um rekstrar- háttu þess sem einu sinni er komið upp. Einkaaðilar í atvinnurekstri eða á öðrum sviðum viðskipta- lífs kunna að vera játendur lýð ræðis í orði, en í reynd er hegð- an þeirra önnur. í innbyrðis sam- skiptum þeirra ríkir í bezta falli hnefaréttur frumskógarins, í versta falli samábyrgð gangster- anna. Hið síðarnefnda er að verða ríkjandi á íslandi, og veld- ur því óskorað forræði Flokksins fyrir þýðingarmestu hópunum. Útávið viðurkenna þeir ekki ann- að lýðræði en það, sem tryggir afskiptaleysi almennings af for- réttindum þeirra. Það er þetta „lýðræði“ sem Flokkurinn er kallaður til að skapa og varð- veita. Við það miðast starf hans allt, og má raunar lesa það útúr stefnuyfirlýsingum hans ef vel er að gáð. IV. Hvað um þá fullyrðingu að hið opinbera hafi eftirlit með at- vinnustarfsemi í landinu og sam- hæfi hana alþjóðar hagsmunum? Forréttindahópar þjóðfélagsins sýna enga hagsmunasamstöðu með þeim þjóðfélagshópum sem miður mega sín. Um þetta er bitur reynsla af undanförnum árum og ekki sízt frá í ár. Hins vegar krefjast forréttindahóparn- ir fulls tillits þjóðarheildarinnar til sérhagsmuna sinna. Það fer nokkuð eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni í skiptum for- réttindahópanna hvern við annan og við hina verr settu, hvað fær viðurkenningu sem „þjóðarhags- munir“, en í yfirgnæfandi mæli er um að ræða hagsmuni hinna betur megandi. Sjálfgengi íslenzka hagkerfis- ins er í minnsta lagi, eins og kunnugt er. Af þeim orsökum er óhjákvæmilegt að mikið efna- hagslegt vald sé samankomið í ýmsum stofnunum fyrir ofan og til hliðar við þá forréttindahópa, sem í orði kveðnu eru eigendur og forsjármenn framleiðslutækja og fjármuna. Þessar fjaðrir, sveifluhjól og vekjara í sigur- verki hagkerfisins nefni ég efna- hagslegar valdamiðstöðvar. Stofnun, samtök, fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa er efnahags- ieg valdamiðstöð, ef þar eru tekn- ar afdrifaríkar, óáfrýjanlegar á- kvarðanir fyrir efnahagslífið og þær framkvæmdar þar eða af þeim undirgefnum aðilum. Ýms- ar helztu valdamiðstöðvarnar eru háðar landsstjórninni eða eru jafnvel hluti af henni. Svo er um ríkisbanka, ráðuneyti og Efnahagsstofnun. Aðrir njóta styrkrar handleiðslu ríkisvalds- ins, svo sem einokunarhringar út- flutnings. Fleiri valdamiðstöðvar mætti tilgreina, þótt það verði ekki gert hér. Að svo miklu leyti sem valdamiðstöðvarnar grípa inn á sameiginleg svið, eru þær tæknilega hver annarri tengdar með margvíslegum hætti. Ákvarðanir efnahagslegra valdamiðstöðva eru yfirleitt ekki bein valdboð með lagagildi, held- ur er um að ræða óbeinar eða hagrænar aðferðir með að minnsta kosti talsvert almennu gildi. Þetta getur verið af sund- urleitasta tæi: Óafturkræf fjár- framlög, niðurgreiðslur, lánveit- ingar og lánareglur, þar með taldir vextir, gengisskráning og gjaldeyrisreglur, tollar og inn- flutningsheimildir, skattlagning og skattheimta, útvegun á mörk- uðum og fyrirgreiðsla um sölu, ákvarðanir um verðlag og greiðslufyrirkomulag o. s. frv. Hópar manna með efnahags- leg forréttindi standa alltaf und- ir vernd einnar eða fleiri valda- miðstöðva, og eru forréttindahóp- arnir háðir valdamiðstöðvunum. Forréttindin hljóða á eignarhald á framleiðslutækjum eða vöru- birgðum og því nátengd er að- staða til lánsfjáröflunar. Oft eru forréttindin ekki fólgin í öðru en aðstöðu til kauphöndlunar eða miðlunar. Forréttindahópar eru til dæmis innflytjendur og aðrir kaupsýslumenn, verktakar og þeim skyldir aðilar, ennfrem- ur ýmsir af stærri útgerðarmönn- um, iðnrekendum og öðrum vinnuveitendum. Leiða má að því rök að með hinum ýmsu for- réttindahópum sé ekki jafnræði. Starfsemi hverrar valdamið- stöðvar miðar fyrst og fremst að því að tryggja sinn sérstaka for- réttindahóp í sessi, eða eftir at- vikum sem flesta af forréttinda- hópum. Forréttindahópur og valdamiðstöð getur verið einn og sami aðili, en síðustu áratugina hefur það ekki verið algengt. Sérhver sá aðili sem ráðstafar á sínum vegum umtalsverðum hluta árlegra þjóðartekna, telst til efnahagslegrar valdamiðstöðv- ar. V. Stjórnskipuleg fulltrúasam- kunda er ekki efnahagsleg valda- miðstöð, þar sem hún er ekki framkvæmandi eigin laga, né heldur er eðli hennar slíkt, að neinir aðilar tengist henni eigin- legum efnahagsböndum. Hins vegar eiga flestar valdamiðstöðv- ar efnahagslífsins mikið undir því, hvers konar meirihluti mynd- ast á fulltrúasamkundunni, hvernig hann skipar fram- kvæmdastjórn og aðrar vald- stofnanir fulltrúalýðræðisins. Hér kemur flokksræðið til skjal- anna. Forréttindahóparnir þurfa að fá stöðu sína valdaða, og um það sér Flokkurinn er hann tefl- ir fram „sínum mönnum“ eins og peðum á skákborði. Úrslita- atriðið er að hafa tök á valda- miðstöðvum efnahagslífsins, þær eru í brennidepli flokksræðisins. Öllu af því tæi sem telst hafa einhverja þýðingu er ráðstafað til flokksmanna á bakvið tjöldin (og er þá oft lotið að litlu). Það fer svo eftir eðli viðkom- andi valdamiðstöðvar, hvort út- hlutunin er staðfest síðar með sviðsetningu á lýðræðislegu kjöri eða tilnefningu. Flokkurinn gefur „sínum mönn- um“ línu um starfsaðferðir. í því felst meðal annars að óhjá- kvæmileg tæknileg samhæfing á ákvörðunum valdamiðstöðvanna hafi ekki óþægilegar afleiðingar fyrir forréttindahópana. Að þessu tryggðu skiptir hitt minna máli, þótt fulltrúasamkundan slysist eða neyðist til að setja lög, sem beinist að einhverju leyti gegn forréttindunum. Það er nefni- lega búið að setja rétta menn á rétta staði. Þannig er Flokkurinn í reynd samábyrgðarfélag forréttinda- hópanna, og valdamiðstöðvarnar eru eins konar útibú frá honum. Hann deilir út umbunum og refs- ingum, eftir því sem við á, svo að skepnan risi ekki upp gegn skapara sínum. Hótanir og fjár- þvinganir hjálpa upp á samá- byrgðartilfinninguna ef flokks- trúin þverr. En áróðurskvörnin malar sí og æ í lýðræðisgrautinn handa háttvirtum kjósendum, svo að þeir verði ekki alls af- skiptir. Þeirra er þrátt fyrir allt — eða gæti verið —- ultima ratio. Allir aðrir stjórnmálaflokkar draga dám af þessu ástandi, þótt í mismunandi mæli sé. Þeir láta fulltrúalýðræðið marka sér bás í stað þess að leita að beinni lýð- ræðisformum. Þeir taka þátt í leiknum um valdamiðstöðvarnar, en gæta minna að því að valda- kerfi forréttindahópanna og Flokksins verður aldrei hrundið nema með árás á sjálfar valda- miðstöðvarnar, uppbyggingu þeirra og stöðu innan lýðræðis- skipulagsins. Þekkjum við ekki flokkinn sem gengur fram í þeirri dul, að takist honum að koma sem flestum „sínum mönn- um“ í stöður, sé þjóðfélagið að bættara? Þetta opnar allar gáttir fyrir makki við sjálfan Flokkinn og hrossakaupum við hann. Og þetta er forsendan fyrir þeirri sambreiskju efnahagslegrar og pólitískrar spillingar sem ein- kennir íslenzkt þjóðlíf nú eftir aldarfjórðungs lýðveldi. VI. Fræg er hin latneska skipun divide et impera, deildu og drottnaðu. Loðvík ellefti Frakka- kóngur hafði hana að kjörorði með ágætum árangri; hann tryggði einveldið í sessi gegn ytri sem innri óvinum þess. Veru- lega fleygt varð orðtakið fyrst síðar, er það tók að fela í sér höfuðaðferð heimsvaldastefnu til landvinninga og nýlendukúgunar, Alþingismenn að störfum. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.