Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 30
hægt er að segja að það hafi verið oft og tíðum á fyrri ár- um. Tvennt hefur valdið því að lýðræðið í landinu er nú komið yfir eðlilegt mark. Það er í fyrsta lagi óhöndugleg fjár- málastjórn, sem stýrt hefur meira eftir óskhyggjunni, og samkvæmt þrýstingi, en sam- kvæmt getu, og í öðru lagi er um að ræða frámunalega hæpna flokkslega áróðursstefnu, sem á endanum hefur þótt nauðsyn að standa við í framkvæmd, en þar er um að ræða hina miklu draum- sýn um einkaframtakið í landi, þar sem bankarnir eru ríkisbank- ar og einkafjármagn er svo að segja ekki til, að minnsta kosti ekki í þeim mæli að sambæri- legt sé við þau lönd, þar sem einkaframtak stendur með mest- um blóma. Þetta hefur m. a. veikt trú manna á stjórnmála- flokkunum og lýðræðinu, vegna þess að reyndin hefur verið sú, að vanda einkarekstursins hefur o.'ðið að leysa, hvað eftir annað, í anda félagshyggju og samhjálp- ar — sósíalisma — með þrot- lausri sókn í vasa hins almenna skattborgara. Við borgum, segir fólkið, og finnst hugsjónin um einkaframtakið vera dýr. Ég býst við að einkaframtakið geti blessazt hér í sælgætisgerð og bókaútgáfu og ýmsum iðn- greinum, en hinir stóru atvinnu- vegir þurfa annað skipulag, líka landbúnaðurinn, sem er kannski síðasta vígi hugsjónar einka- framtaksins. Eðlilegt er að fólkið í landinu kalli stjórnmálaflokkana ti! á- byrgðar, þegar um er að ræða dýrar hugsjónir, sem ekki ná ár- angri og geymast helzt í plöggum urn ríkisábyrgðir, líka þá aðila sem í dag þykjast vera mestir sósíalistar, og þar á ég við komm- únista. Annars er starfsemi kommúnista á Vesturlöndum eitt bezta dæmið um umburðarlyndi lýðræðisins. Samkvæmt reglunni vinna kommúnistar að upplausn, og takmark þessarar upplausnar er að komast til valda. Völd þeirra þýða ekki lýðræði. Samt getur lýðræðið ekki annað en alið þessa banamenn sína hið næsta sér og veitt þeim öli hin frjálsu vaxtarskilyrði, sem hefð og reglur lýðræðisins kveða á um. Þetta er kannski ekki veik- leikamerki, en það er ákaflega lítill styrkur að slíku frjálslyndi, og þó, hvei-nig ætti þetta öðru vísi að vera? Lýðræðið er fullt af mótsögnum. Á móti slíkum flokki manna teflir lýðræðið fram stjórnmála- flokkum, sem virða venjur lýð- ræðisins og hætti og hafa ásett sér að viðhalda og verja lýð- ræðið sem stjórnarform. Þeir þrír flokkar sem hér um ræðir, Alþýðuflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn, ganga um margt illa búnir til leiksins. Þetta eru allt orðnir gamlir flokkar, sprottnir upp úr stéttarlegri nauðsyn á fullveldis- tímanum, og hafa nú á síðari ár- um kastað miklu af erfðavenjum sínum fyrir borð, í skiljanlegu kapphlaupi um völd og hylli kjósenda, en ógæfulegu kapp- hlaupi að sama skapi. Þetta kapphlaup hefur valdið stjórn- málaþreytu og ruglingi meðal kjósenda, sem oft og tíðum geta engin svör fengið við því, hvað þeir eru að kjósa. Hygg ég að allir þessir þrír flokkar eigi líka sögu hvað kosningaloforð snert- ir, sem erfitt hefur reynzt að framfylgja, þegar frá líður. Séu þessar vanefndir endurteknar nógu oft, fer svo um síðir, að fólk hættir að hafa áhuga á stjórnmálum, nema þessir fasta- gestir stjórnmálanna, sem hags- muna hafa að gæta varðandi fyr- irgreiðslu. Og flokkar, sem hlusta ekki á aðra en fastagesti sína, vita raunar lítið um hin al- mennu viðhorf. Þannig hafa gamlir flokkar tilhneigingu til að hverfa úr sambandi við hugs- anagang almennings í landinu, með þeim afleiðingum að áður en varir eru sprottnar upp nýjar kynslóðir í landinu, sem telja gömlu flokkana vandamál og það lýðræði, sem þeir ástunda. Ef litið er yfir stjórnmálasvið- ið í dag, þá eru hinir svokölluðu borgai'aflokkar eins, nema að því frádregnu, að einhver smávægi- legur meiningarmunur mun vera um varnarliðið á Keflavíkurflug- velli, og viðhorfið í landbúnaðar- málum. Hið svokallaða íhald hef- ur stolið þeim sósíalisma, sem það kærir sig um, og hinir flokk- arnir tveir hafa hirt það úr íhaldsstefnunni, sem þeim þótti henta. Þetta þýðir í fyrsta lagi, að hér á landi er enginn íhalds- flokkur til lengur, með þeim ár- angri, að nú þorir enginn að ger- ast úrtölumaður lengur. Enginn þorir að segja kjósendum til syndanna, hvað þá öðrum flokk- um, þegar hagsmunafrekjan keyrir úr hófi fram. í stað þess velja flokkarnir þann kostinn að fara á eitt allsherjaruppboð fyrir hverjar kosningar og vera á uppboði við hvert tækifæri þess í milli, þannig að þeir tapa allir meira og minna virðingu sinni, en fólk stendur sljótt á- lengdar, yfir sig satt af loforð- um og kröfum. Ef hér væru flokkar, sem fyndu röksemdir í hverju máli miðaðar við fastmótaða og ó- hagganlega stefnu, þá væri stjórnmálalífinu í landinu öðru vísi komið og lýðræði öflugra. En í þessu efni er erfitt um vik, þar sem við þurfum að búa við sam- steypustjórnir. Þetta var jafn- vel skárra fyrir nokkrum árum, þegar ríkisstjórnir sögðu af sér vegna þess að þær töldu sig ekki geta framfylgt stjórnarstefnunni. Það var þó stefna, en nú er ekki því að heilsa lengur. í rauninni eru stjórnarskipti nauðsynleg oft og tíðum einungis til að koma fram heppilegri stjórnarstefnu fyrir þjóðarheildina. Má í því efni minnast minnihlutastjórnar Emils Jónssonar, sem tók við af vinstri stjórninni. Aðgerðir henn- ar þóttu sjálfsagðar og eðlilegar, þótt hún gei'ði ekki annað en það, sem vinstri stjórnin taldi sig ekki geta framkvæmt. Sú stjórn skerti t. d. kjörin, en ég veit ekki annað en allir hafi tek- ið þeirri minnihlutastjórn vel, af því að fólk fann að hún greip í taumana. Og það er kannski þetta, sem er mergurinn málsins: Hvenær sem stjórn þorir að grípa í taumana og gera harðar ráðstafanir í miklum vanda, þá er hún vel liðin. Fólk hefur tilhneigingu til að hlýða í svipt- ingum stjórnarskipta. En það er eins og erfiðlega gangi að læra af því sem vel tekst. Þá er það alveg fráleitt hvað einstakir hagsmunahópar fá miklu ráðið um stjórn landsins, og hversu flokkarnir virðast fús- ir að taka á sig eins konar ábyrgð á asnaspörkum spekúlanta. Dæmi eru til um það að einstakir menn hafi notið fyrirgreiðslu, sem skipti milljónum króna, og týnt því öllu, og síðan hefur ver- ið hægt að herma fyrir- greiðsluna upp á stjórnmálaflokk eða flokka. Svona pólitísk fjár- festing gerir ekki annað en veikja trú fólksins á flokkunum og afla þeim fyrirlitningar, eink- um hinna ungu. Dettur nokkrum í hug að slík fjárfesting afli flokkum atkvæða? Eða er um einhverjar aðrar réttlætingar að ræða, sem ekki liggja svo á lausu? Ef ungt fólk er óánægt með flokkana í dag, þá er það fyrst og fremst vegna þess, að þeir eru ekki nógu hreinir. Þeir vanda ekki nóg til afskipta sinna, og eru með alls konar frávik vegna frekju einstaklinga. En því heita þetta flokkar, að í þeim eru þúsundir manna. Fyrir- greiðslan við einstaklinga á að fara fram á öðrum vettvangi. Hún á að koma samkvæmt mati peningastofnana, en ekki sam- kvæmt þrýstingi. Flokkur er allt- af fjöldastofnun, sem verður að ástunda jafnræði. Ég hef áður sagt að flokkarnir hér á landi væru orðnir gamlir. Aldri þeirra fylgja ýmis vanda- mál, sem ungir menn telja óþörf og vilja afnema eða breyta. Allir vita um hina röksemdalegu deilu, sem er líf og yndi stjórnmála- manna. Það er deilt um tölur, skýrslur og niðurstöður, alveg eins og liggi gífurlega mikið við að sanna ósannindi á andstæð- inginn. Þó eru allir í sömu súp- unni hvað þetta snertir. Upp á síðkastið hafa deilur sem þessar fengið á sig nýjan blæ. Tilkoma sérfræðinga á hið pólitíska svið á íslandi er nýtt tilbrigði, sem stjórnmálamenn hafa verið fljót- ir að grípa og notfæra sér. Stjórnarandstaðan kvartar und- an því að hún hafi ekki starfs- aðstöðu né aðgang að sérfræð- ingum. Kannski er það hót- fyndni, en manni dettur í hug að ástæðan sé sú, að þegar búið er að afneita einhverri niðurstöðu- tölu og stjórnarliðið teflir fram sérfræðingi, þá vilji stjórnarand- staðan líka geta teflt fram sínum sérfræðingi. Um hinn endanlega sannleika málsins virðist engan varða í svona skollaleik. Og þá komum við að þeirri spurningu, hvort áróðursleg afstaða sé nauð- synlegri einum flokki en sann- leikurinn. Ungt fólk í dag vill að flokk- arnir séu opinskáir. Það vill að þeir eigi engin launmál, hvorki varðandi freka einstaklinga né á hinu stóra pólitíska plani. Það ríkir vantrú í herbúðum ungra á, hvort gömlu flokkarnir séu færir um að breyta starfsháttum sinum til samræmis við þetta. Eitt af því, sem gerir unga menn tortryggna, er sá háttur í skipu- lagi flokkanna að halda unga fólkinu utan við raunverulega stjórnmálastarfsemi, unz það er orðið harðfullorðið, þrjátíu eða þrjátíu og fimm ára, og reiðubú- ið að láta af umbyltingum. Með- limir í samtökum ungra manna í stjórnmálaflokkunum ættu að ná hámarksaldri þar tuttugu og tveggja ára eða tuttugu og fimm ára. Hitt hindrar eðlilega endur- nýjun og elur á tortryggni, vegna þess að fullþroska mönn- um er haldið við það snuð, að þeir eigi heima í ungra manna samtökunum og þar eigi þeir að vinna. Ég drap á það áðan, að allir borgaraflokkarnir væru orðnir næsta líkir. Þetta gerir hinum almenna kjósanda rnjög erfitt um vik við að velja og hafna. Kjósandinn hugsar sem svo, að alveg sé sama hvern hann kýs af þessum þremur flokkum, því að þegar til kastanna komi muni þeir allir stjórna eins. Hvort sem þetta er nú rétt ályktun eða ekki, þá er eitt víst, að þessi skoðun er hættuleg bæði flokkunum og lýðræðinu. Og ég sannast að 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.