Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 49
einstaklingsins íærist af líkamlegri starf- semi yfir á huglægt svið. Því verður um að ræða yíirmagn árásarhvatar sem þarfnast útrásar. Ekkert sameiginlegt tjáningarform hefur verið mótað, heldur er þessu ofur- magni beitt til sjálfsbælingar, andgildis- háttar, óvirkrar vinnusemi, ófrjós nöldurs og þrályndis, sem upprætir jafnóðum og til verða tjáningarform þátttökuhneigðar. ís- lendingar halda staðfastlega í umgengnis- hætti, sem áður féllu í löð við svölun árás- arhvatar með líkamlegu harðræði. í annan stað er það tjáningarform, sem þeim er ætlað að beita, aðfengið og ómelt; það er þróað með þjóðum, þar sem er minni þáttur árásarhvatar gegn stærri langþró- aðri þætti þátttökuhneigðar. Þessi aðfengni tjáningarmáti er samofinn úr trúarhug- myndum fyrri tíma og ofbeldi, sem þessum þjóðum er hugleikið nú. Trúarhugmyndirn- ar eru hluti heimsmyndar fyrri tíma, þegar lífsbarátta einstaklings var enn líkamleg og veitti baráttuhvöt hans útrás; heims- myndin var mótvægi gegn þeirri hættu, sem einstaklingunum stafaði hverjum af öðrum, grundvölluð á djúpstæðri þörf á samvinnu tegundarinnar. Með aukinni á- herzlu á huglæga vinnu, minni þörf á hreyfingu til lífsafkomu, aukinni hæfni kerfis til tryggingar lífsafkomu einstaklings- ins, dró úr gildi hins fínlega innvirkis trú- arbragða; útrásarkrafa árásarhvatar varð yfirsterkari, trúarlífi hnignaði og ofbeldis- hugsjónir döfnuðu. Hinn almenni þvergirðingur í dagfari ís- lendinga hefur að mótvægi sókn í áfengi. Þessi þvergirðingur eflir yfirsjálf í huga einstaklinganna, sem þeir eiga örðugt með að brjótast undan; þess vegna grófgerðir drykkjuhættir. Öfgar þeirra í atferli, drykkjumagni, umskipti persónunnar frá ódrukknu ástandi til drukkins eru almennt svo mikil, að óhjákvæmilegt er að álykta sálarástand manna í dagfari þeirra hræsni. íslendingar þurfa að drekka sig niður úr kaldranalegri yfirborðsmótun daglegs lífs síns til þess að geta fengið útrás þátttöku- hneigð sinni. Vegna neikvæðishyggju alls þorra manna, sem víðast hvar annars staðar eru forrétt- indi unglinga, renna unglingarnir saman við aldarháttinn. Þeir vaxa upp við að sérhver farvegur hliðrunar eða fágunar er níddur niður fyrir augum þeirra. Gamansemi þeirra verður spegilmynd gamansemi hins sterk- ari, hins fullorðna; meinlegur hryssingur; og almennt verða þeir mótaðir í anda nei- kvæðis. Með kynþroska pilta, við snögg- virkni árásarhvatar, eflist þörfin á útrás; hún verður að nokkru við brölt dægurlaga; en svipt allri viðurkenningu hinna full- orðnu mótenda umhverfis þeirra kemur hún fram í dandíisma í klæðaburði og fram- komu; maðurinn kýs að ögra heiminum með útliti sínu einu saman; hann verður formið eitt og stendur á barmi úrkynjunar. Unglingsstelpur læra samkvæmt sínu kven- lega eðli að taka þessu sem öðru eins og sjálfsögðum hlut og hafa vegna þvergirð- ingsháttar hins kynsins flestar tekið út full- an andlegan þroska fjórtán ára gamlar. Þetta fólk er íbúar Reykjavíkur; það byggir ísland auk helmings á móti; tvö hundruð þúsund í allt, móti þeim 3,6 millj- örðum, sem til eru af tegundinni. Þróun félagsmála þessa minnihluta er að kjarna til sú, að A (mælandinn) kaupir sér stundarvináttu B (áheyrandans) með því að segja honum af högum C. Fyrir vikið er B um stund opinskárri í viðmóti sínu við A. Sú reynsla, sem A ávinnst við það, er honum gjaldmiðill, sem hann getur á sama hátt keypt sér fyrir vináttu D. Upp- hafleg þekking hans á högum C var fengin með sama móti, og frá D getur hann haldið áfram koll af kolli. Séð frá B (eftir að A er þagnaður) eiga þessi samskipti sér stað þannig: A hefur sýnt þess merki, að hann muni hlusta, B talar og gerir þá jafnframt ráð fyrir að málefni þeirra orða mai'ki hugarástandi A ramma. B verður nú var við misræmi milli viðbragða A og þeirra viðbragða, sem hann telur umræðuefnið gefa tilefni til; öryggis- leysi eða óvissa í fari A hverfur, það bregð- ui' fyrir sigurvissu brosi, og augnaráð, sem nú er dýpra en áður, dvelur í augnabliks- sjálfstæði við augnaráð hans. Síðan virðist sektarvitund hið innra bregða svipnum og gera hann tómlegri; A hefur áskotnazt eitt- hvað, sem hann telur feng í, og nú dregur hann sig í hlé inn í sig með feng sinn. Vegna þessa misræmis slakar B á fylgni sinni við tjáningu þess, sem hann vildi segja, og víkur frá efninu í ósjálfráðri við- leitni að finna þessum óræðu viðbi'ögðum A ræðan bakgrunn. Það rennur upp fyrir B, að A stendur öndverður gegn því að nema á hlutlægan hátt innihald þess, sem verið er að segja — út af fyrir sig hefur hann þar með kveðið niður viðleitni manns til tjáningar — en hefur hins vegar notað tækifærið til að staðfesta fyrirfram mótaða skoðun sína um B sjálfan: hrifmáttur orð- anna hefur aðeins náð að opna hug A að því marki, að A verður sér sem snöggvast meir meðvitandi um skoðun sína á þessum manni, B. Efni þess, sem mælt var, hefur hann að vísu numið, en aðeins til að setja það undir stimpilinn B og nota það síðar (sem kjaftasögu). Þegar B hefur þannig fundið ræða skýringu á viðbrögðum A, er algengt, að honum klígi við (sé hann byrj- andi í þessum hráskinnsleik); hann finnur mál sitt hanga í lausu lofti, finnur til til- gangsleysis þess að halda áfram, finnst það muni þá vera sýndarmennska fyrst og fremst. Getsakir koma fram í huga hans um hvað A var að staðfesta í huga sér, og þær verða enn til að raska þeirri stefnu, sem hann hugðist marka máli sínu. Undan- slátturinn verður sýnilegur sem lítið eitt storkandi bros á vörum hans, og hann verð- ur neikvæðari í máli sínu, með því að hann telur sig þá fremur munu hafa traust A meðan hann mælir. Afleiðing þessara kring- umstæðna verður, að merking sú, sem B við upphaf þeirra hélt afmarkaðri í huga sér, hefur runnið saman við neikvætt inni- hald þeirra, en það gerir umhugsunarefnið óþægilegra, veldur aukinni tregðu til að bera það fram til umræðu á ný, og almennt gerir samruni velvildar og andúðar menn að hugarfarslegum daufingjum. Ástæða þessara kringumstæðna er hug- leysi. Það er tilefnislaust, því að íslending- ar hafa einstaklega góða aðstöðu til að skara fram úr öðrum þjóðum á huglægum sviðum, þótt þeir séu á eftir vesturheimsk- unni eins og hundar á eftir fullum rútu- bíl. 4 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.