Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 22
flokks eða á þingi, í bæjarstjórn- um eða í öðrum stjórnarstofnun- um, og megnið af pólitískri at- orku blaðanna sjálfra beinist að fullkomlega geldu rifrildi við hin blöðin og flokkana. Fullkom- lega geldu vegna þess að aldrei er um eiginlega samræðu að ræða milli blaða eða flokka inn- byrðis, en í pólitískum umræð- um á íslandi gildir sem kunnugt er ein og einungis ein afdráttar- laus regla: minn flokkur, minn þingmaður eða ráðherra, mitt blað hefur ævinlega og undan- tekningarlaust rétt fyrir sér, en andstæðingurinn ævinlega, und- antekningarlaust á röngu að standa. Að svo komnu er afar örðugt að festa trú á pólitísku gildi né áhrifum blaða, umfram það að halda flokksmönnum við efnið hverjum á sínum stað; en eiginlegt hlutverk þeirra í skoð- anaskiptum, skoðanamótandi um- ræðu um þjóðmálin er með öllu vanrækt. í öðru lagi verður hin póli- tíska einokun blaðanna til að þau vanrækja önnur skyld verkefni dagblaða en fjalla um stjórnmál. Jafnvel sú frumskylda dagblaðs að flytja áreiðanlegar frásagnir af daglegum tíðindum verður að víkja ef pólitískir hagsmunir eru annars vegar; fréttaval og frétta- mat blaðanna mótast af pólitísk- um þörfum ekki síður en frétta- skýring þeirra. Þetta verður að sönnu gleggst á þeim fréttasvið- um sem varða stjórnmál bein- línis, eins og allur fréttaflutning- ur um hverskonar efnahagsmál ber með sér, en bókstaflega allt fréttaefni annað verður að lúta pólitískum þörfum blaðanna ef ástæða þykir til, og eru erlendar fréttir þeirra oft og einatt til marks um það. Vegna hins ein- skorðaða pólitíska áhuga blað- anna leggja þau ekki nema tak- markaða alúð né atorku við að halda uppi umræðu um önnur svið þjóðmála né menningar- mála né fréttaskýringu umfram hinar pólitísku þarfir, þriðja meginverkefni vandaðs blaðs á- samt fréttaflutningi og pólitísk- um málflutningi þess. Það er því meira en lítið vafasamt að telja dagblöðin nauðsynleg til að halda uppi frjálsri skoðanamynd- un í landinu um stjórnmál og þjóðmál, menningarmál eða hvað- eina — sem er algeng röksemd af hálfu fjárvana flokka og blaða fyrir kröfu þeirra um ríkisstyrk í sína þágu. Minnsta kosti hljóta allar hugmyndir um slíkt gildi dagblaðanna að ganga út frá því sem gefnu, að núverandi flokka- kerfi endurspegli á einhvern sjálfvirkan hátt raunverulega skoðanamyndun og áhugamál samfélagsins. Og í þriðja lagi leiðir sú regla að allir flokkar skuli halda úti dagblaði til að blöðin verða of mörg. Á markaðssvæði sem ef til vill mundi bera tvö, í hæsta lagi þrjú, sæmileg dagblöð, berj- ast fimm blöð um hinn níð- þrönga markað. Samkeppni blað- anna innbyrðis, ásamt öðrum á- stæðum, hefur þar fyrir orðið til þess að þau hafa öll stækkað langt umfram hinar beinu póli- tísku þarfir sínar eða flokkanna. Ónógur metnaður þeirra, eða flokkanna fyrir þeirra hönd, ónóg vitund blaðanna sjálfra um menningarlegt gildi vel rekins dagblaðs verður hins vegar til þess að þetta umfram-rúm nýtist illa; sumpart fylla blöðin sig af auðfengnasta og léttvægasta frétta- eða afþreyingarefni, sum- part láta þau sér nægja tilfall- andi og tilviljanakenndan efni- við til birtingar um hvaðeina í stað skipulegrar, samfelldrar um- ræðu. Að þetta ásigkomulag stafar ekki eingöngu af fátækt- arsökum blaðanna heldur sjálfu eðli þeirra sannast af stærsta og öflugasta blaðinu, Morgunblað- inu sem stendur á eigin fótum fjárhagslega; yfirburðir þess yfir hin blöðin koma einungis fram í stærð og fyrirferð þess, en mannafli og fjármagn nýtist því ekki til að vinna verk sín betur en hin blöðin gera, verða betra blað en hin blöðin vegna fjöl- breytni efnisins og efnismeð- ferðar fremur en efnismagns einvörðungu. Þegar útvarpsrekstur hófst í landinu hafa stjórnmálamenn skjótt eygt nauðsyn þess að tryggja yfirráð sín yfir hinu nýja útbreiðslutæki, afstýra því að minnsta kosti að aðrir stjórn- málamenn eða flokkar næðu sér þar betur niðri en þeir sjálfir. Yfirstjórn útvarpsins, útvarps- ráð, er sem kunnugt er kosin af alþingi, hlutbundnum kosning- um í upphafi hvers kjörtímabils, og endurspeglar því valdahlut- föll þingsins hverju sinni; þegar fjölgað var í ráðinu fyrir nokkr- um árum var það einungis til þess gert að tryggja öllum þing- flokkunum framhaldandi aðild að því. Það hefur alla tíð verið meginregla um rekstur útvarps- ins að það skuli gæta „fyllstu óhlutdrægni gagnvart flokkum", og ætla má að útvarpið telji það sitt helzta verkefni að gæta þess að þessari reglu sé fylgt. En útvarpsráð mótar ekki einungis stefnu útvarpsins í meginatriðum hennar ár fyrir ár heldur á bað einnig að samþykkja dagskrána viku fyrir viku; þessum íhlut- unarrétti um hin smæstu smá- atriði dagskrárinnar fylgir æðsta dómsvald um framkvæmd henn- ar. Útvarpsráð getur ekki ein- asta breytt hverju atriði fyrir- hugaðrar dagskrár eftir sinni vild og fyrirskipað flutning til- tekins efnis heldur einnig vikið mönnum fyrirvaralaust frá störfum við útvarpið ef því líkar ekki við einstök verk þeirra og lagt fyrir um ráðningu til- tekinna manna til tiltekinna starfa. Má ætla að það sé til að viðhalda þessu valdi sínu sem útvarpsráð kýs að láta lausráðið fólk annast sem allra flesta þætti dagskrár en halda fastráðnu starfsfólki við dagskrárgerð í lágmarki þó það sé augljóslega óhagkvæmt útvarpinu, bæði fjár- hagslega og einkum þó fyrir dag- skrána sjálfa. Margföld reynsla er fyrir því að stjórnmálamenn og þeirra er- indrekar í útvarpsráði skilja regluna um „óhlutdrægni gagn- vart flokkum" á þann veg að í útvarpi megi ekkert efni flytja sem á einhvern hátt sé andstætt þeirra eigin skoðunum og sér- kreddum; sannast þetta af sí- endurteknum upphlaupum í öll- um blöðum og flokkum á víxl út af dagskrárefni og þó einkum fréttaflutningi útvarps og nú síð- ast sjónvarps. Ennfremur er það einkennandi fyrir útvarpsráð og aðrar stjórnarstofnanir sem kjörnar eru eða skipaðar á sama hátt, að hinir þingkjörnu stjórn- armenn líta ekki á sjálfa sig sem fullvalda forustumenn til- tekinna stofnana, fulltrúa þings og þjóðar við mikilvæg störf, heldur telja þeir sig fyrst og fremst sérstaka erindreka og trúnaðarmenn flokka sinna og flokksforustu í stofnunum þeim sem þeim er falið að veita for- stöðu. Af þessu leiðir m. a. að áhrifamenn flokkanna utan út- varpsráðs eiga sérlega greiðan aðgang að stofnuninni um full- trúa sína í ráðinu, og geta þeir eins og mörg dæmi sanna sett allt á annan endann í útvarpinu ef þeim mislíkar eitthvað sem þar fer eða hefur farið fram. Enn óheillavænlegra er þó að forræði flokkanna fyrir útvarp- inu sviptir það eigin frumkvæði, þeim rétti sínum og skyldu að taka sjálft á hverjum tíma þátt í umræðum um menningar- og þjóðmál, fjalla á sjálfstæðan hátt um það sem efst er á baugi á hverjum tíma; að sjálf dag- skrárgerðin, efnisval og meðferð dagskrárefnis mótast á alveg ó- eðlilegan hátt af hentisemi og duttlungum stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna, fremur en neinum raunveruleg- um þörfum þeirra; hvort tveggja þetta stuðlar að því að gera út- varp áhrifa- og gagnsminni, fá- kænni og leiðinlegri stofnun en það á að eða má vera. Nú má vel vera að af ýmsum ástæðum sé eðlilegt að alþingi kjósi sjálft yfirstjórn jafn-mikils- háttar stofnunar og ríkisútvarps. Jafn-sjálfsagt og eðlilegt virðist að starfssvið, hlutverk, tilgangur útvarps séu skýrlega skilgreind í lögum og stofnuninni settar skýrar og skilmerkilegar starfs- reglur, en innan þess ramma sem lög og reglugerðir setja starfi hún sjálfstætt og með fullri á- byrgð á verkum sínum; hinni þingkjörnu yfirstjórn, jafnan skipaðri mönnum sem gegna öðr- um annasömum störfum eða emb- ættum, er það kappnóg verk- efni að móta dagskrárstefnu út- varps í meginatriðum og til langframa án þess að vera að vasast í daglegri dagskrárstjórn; útvarpsráð mundi að sjálfsögðu eftir sem áður fara með æðsta dóms- og úrskurðarvald í mál- efnum stofnunarinnar. Meginat- riði er að þótt alþingi sé falið að kjósa stjórn stofnunar eins og útvarps, er ekki þar með sagt að slík stjórnarstörf eigi gagn- gert að fela fulltrúum og erind- rekum flokkanna; að alþingi verður að vera treystandi til að velja slíka stjórnarmenn eftir raunverulegum verðleikum til starfans; þó það sé rétt og sjálf- sögð regla að útvarp megi ekki draga taum eins eða neins stjórn- málaflokks er ekki þar með sagt að stjórn og starfrækslu útvarps eigi að móta eftir sameiginleg- um hagsmunum flokkanna allra, flokkakerfisins. Þvert á móti virðist það brýn menningarleg nauðsyn að ríkisútvarpið sé frjálst og fullvalda gagnvart öll- um öðrum aðiljum, einstakling- um og samtökum, einnig stjórn- málaflokkum og einstökum á- hrifamönnum þeirra. í upphafi virðist raunar hafa verið á reiki hversu stjórnar- menn útvarps skyldu valdir. í hinu fyrsta útvarpsráði var einn fulltrúi skipaður eftir tilnefn- ingu háskólans; hinir ráðsmenn- irnir tveir reyndust brátt at- kvæðamiklir útvarpsmenn. Um skeið var prófað það lýðræðis- lega nýmæli að gefa hlustendum sjálfum kost á að velja fulltrúa í útvarpsráð. En mannaval í ráð- ið fékk brátt á sig fast form og hafa pólitískir ritstjórar dag- blaðanna um mjög langt skeið virzt sjálfkjörnir aðalmenn flokk- anna í útvarpsráð. Augljóslega væri það tiltækilegt ráð að gefa ýmsum stofnunum og samtökum sem ástæða þætti til kost á því að tilnefna fulltrúa í útvarpsráð- ið, en liggur aldeilis ekki í aug- um uppi hvers vegna akkúrat þingflokkarnir þykja fremur til 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.