Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 37
Lýðpeldisliynslóðin ekki leizt gunnari þetta stanz og prufaði allan gang til þess að hafa sig upp úr en hvorki rak né gekk nærri veginum var þarna mýrlent á báða vegu og hafði eðjan eðlilega aukizt að mun við úrfellið. aftur og fram á veginum var forardýpt meiri en gunnar trúði með góðu skapi og leizt honum sinn kostur ekki góður að sitja hér negldur í éppanum matarlaus og fólki til skemmtunar en vaða aur ella illa skæddur fólki var nú stórskemmt á bæjunum en gunnar saug eld í pípu sér til dundurs og varð fátt máls nema bölv eitt og heitingar tekur gunnar það þá til bragðs að hann tekur í daginn og hífir sig og éppann upp úr og fram eftir vegi og flengkeyrir svo út úr sveitinni og inn í botn og er það álit bænda í kjósinni að þetta hafi verið mikið undur og kraftur hér ráðið steypibaðskarlinn fyrir bæ einum norðanlands rennur silungsfull á. þetta hefur í seinni tíð klofið sandeyri og móabarð útaf engjum. vað er á henni skammt ofanvið og þar hefst þessi saga. förumaður sat á þúfu og tuggði strá vendilega í endann. þegar sætindin voru horfin úr stönglinum fleygði hann honum frá sér og spýtti tuggunni á eftir. bezt að halda af stað muldraði hann og hóf sig á fætur. það hafði verið að brjótast í honum hvort hann gerði rétt í þvi að vaða ána og sækja heim bónda í vörpulegan bæ fyrir handan. og ætli það sé ekki bezt sagði hann nú og dró af sér fóta- plögg. ekki varð lát á framrásinni meðan hann óð yfirum og því var það að hinir aftari silung- ar fengu troðið þeim fremri alveg á fætur kauða svo hann steyptist í ána. uss hrópaði hann þegar hann skall útá hlið. svei helvíti frussaði hann þegar hann kom úr kafinu. vor- leysing kom í ána og hún ruddi honum niður- undir skarðið í eyrina. hver þremillinn er þetta másaði hann forviða og skreiddist uppá grasið. ég er svo aldeilis hlessa og drepi mig and- skotinn. hann horfði á ána og sá hvernig straumflóðið þyrlaði silungunum út og til hliða en þeir hraustustu reyndu að snúast á rassin- um og taka á móti. frásögn af vandræðum SENN MUNDI DAGA HÓ HVURNIG FÆRI ÉG ÞÁ AÐ? HÓ EITTHVAÐ Á ÞESSA LEIÐ VARÐ TRÖLLINU Á AÐ HUGSA ÞAR SEM ÞAÐ LÁ SKORÐAÐ í GRJÓTINU HÓ HVURNIG FER ÉG AÐ? HÓ HUGSAÐI ÞAÐ HÓ ÞAÐ HUGSAÐI í ÞRJÁR STUNDIR HÓ ALDREI HAFÐI ÞAÐ LENT í ANNARRI EINS KLÍPU HÓ ÉG HREINT VEIT EKKI HVAÐ GERA SKAL ANDVARPAÐI ÞAÐ STUNDARHÁTT HÓ EN TRÖLLAÖNDUN ER KRÖFTUG HÓ KIND- UR ÞUSTU NIÐUR UM DÆLDINA ÞEGAR ÞETTA ANDVARP GLUMDI í FELLUNUM HÓ OOO HUGSAÐI TRÖLLIÐ HÓ EKKI ER GOTT í EFNI HÓ OG ÞAÐ VAR HVERJU ORÐI SANNARA HÓ gunnarr runólfr: þegar runólfur runólfsson bóndi páls- stöðum kvígu- staSahreppi myrti ráðs- konu sína magdalenu jónsdóttur............ ,,l see you boys of summer in your ruin“ D. Thomas I. . . . „líkami hennar laugaðist röku grasinu"1) hún lá kviknakin undir ávalli brekkunni. lét lokkana hríslast um sveittan kroppinn. hundurinn kom og sleikti hörundið. sólin skein. bóndinn kom fram á hlaðvöllinn. ýfðist nokkuð hold við að sjá berrassaðan kvenmanninn. lét á engu bera. (bóndinn var nokkuð við aldur klæddur brúnleitri gaberdínskyrtu rauðum stuttbuxum úr flaueli. berfættur var hann. þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir eru beðnir að þegja yfir því.) hann hvarf aftur inn í bæinn. kom út. „skothvellir hádegisins láta blítt í eyrum"2) 1 skot 2 skot 3 skot og hlíðin titraði 1) tveim klst. áður hafði orðið skýfall 2) algengt orðalag á suðurlandi II. löngu löngu seinna er hann staddur á mál- verkasafninu í Le Havre. gaumgæfileg augu hans skoðuðu liti. (einna bezt leizt honum á myndina „Le womé du closé" eftir Rubens. sem í lauslegri þýðingu séra Rögnvalds á Stóra bakka útleggst eitthvað á þessa leið: „kven- veran/konan á klósettinu/salerninu/náðhús- inu“) skyndilega eru járn lögð yfir úlnlið hans og hert að. með lögum skal land byggja1) það er haust. yfir landinu sveima einmana svartbakar. 1) sjá lagasafn 1940 „Gefur Frónl birtu á brá blíður sólarkraftur Skuggar leiðir l(Sa hjá lengir daginn aftur" Hjálmar frá Hofi Mbl. 9.1. '68 III. oft voru haldin böll þarna í fangelsinu. fyrir þær sakir kynntust fangarnir betur hver öðrum (bundust órjúfanlegri böndum en ella). hugurinn stóð válegri stöðum nær. samskot hófust á strætum1) Paul Newman Julie Andrews Lee Marvin Richard Burton og Steve Mc. Quinn (vinsælastir leikara í skoðanakönnun (k)usa 1967)......gekk honum illa að skrifa............. var oft lasinn rykugar perlur undir ferskum hjúpi næturinnar birtust í áföngum á draum- mynduðum fleti hugarbúsins-) 1) þ. e. a. s. líknarstarfsemi hjálpræðishersins/Salvation Army 2) setning undir áhrifum . . . IV. blóm blomst flower blume Blömaskálinn v/Nýbýlaveg $$$$$$$$$$ ennþá bíður það fólkið. það mótmælir sem von er. bólugrafinn maður birtist í gættinni. ég var bróðir hennar. nú já. já á yngri árum var ég liðtækur hagyrðingur skrif- aði hann (í stílabókina. hagyrðingar smakka ekki áfengi þess vegna verða þeir aldrei skáld) Margir þeirra gerast ver . . einl . . . spr of . . g . . . (þarna var nú t. d. alveg gjörsamlega ómögulegt að lesa skriftina) ættingjarnir koma með strokleður og má burt mesta vanfögnuð- inn Ijóðrænn þeyr í birkinu gufar upp í mildum andardrætti trjábarkarins1) þvínæst er snöru brugðið um hálsinn eins og gert hafði verið ráð fyrir...................... 1) úr árbókum espólíns (bjarni ben notar tíðum þetta orðtæki) viðbætir Svargræn augu hennarmættu rólegu augnaráði hans. Þau leiddust niður að ströndinni. Hann hvislaði einhverju í eyru hennar. Hún brosti fjarrænu tómlátu brosi, þau héldu áfram. Það var tregi í rödd hennar og látbragði. Hann leit enn í augu hennar. Það var blik í þeim. Tárin voru byrjuð að seytla niðurkinnarnar. Aðlokum lét hún sig falla f faðm hans. „Tíminn græðir öll sár,“ mælti hann af stillingu og þerraði tárin með þvölum fingrum. „Nei“ sagði hún og hélt áfram að gráta. „Ekkert ekkert getur huggað nú“. „Ekki einu sinni ástin", sagði hann. „Nei“ sagði hún. „Hvað er annars að þér?“ spurði hann. Og nú er það í þínu valdi lesandi góður að vita hvað var að ungu stúlkunni. Svar er að finna hér á blaðsíðunni. •suuewjy io6uig-JOis I uuiSuiuujA eisjæis euujA qb ?ddn jn|oi J8Eai iqeiuba eueh :jbas heimildir: Atburðir þeir sem saga þessi greinir frá eru byggðir á sannsögulegum heimildum en ekki úr lausu lopti gripnir, svo sem ýmsir kynnu að halda. Á 18. öld bjó á Pálshóli í Kvígustaða- hreppi bóndi nokkur er Runólfur Runólfsson nefndist. Ekki þótti hann með öllu heill á geðs- munum, var grunaður um galdra og einnig talinn hafa í frammi óeðlileg kynmök við menn úr huldum heimum. Ekki mun Runólfur heitinn hafa verið sérlega fríður sýnum ef dæma má eftir árbókum þessara tíma: „var hann svo Ijótur að mönnum í nærliggjandi héruðum stóð stuggur af“ (úr Reykjaholtsmáldaga). Var Runólfur ókvæntur en hafði ráðskonu eina nokkuð stórskorna í andliti er Magdalena Jóns- dóttir hét. Talið er að hann hafi sótzt eftir ástum hennar en hún einatt færzt undan blíðu hans með þeim afleiðingum síðar, að eftir þriggja ára veru sína á Pálshóli var hún myrt af bónda. Þann þriðja dag febrúarmánaðar 1728 er Magdalena afhjúpaði sólinni nekt sína 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.