Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 17
sem skáld. Hann trúði á bókmenntir og listir, en einungis í þágu byltingarinnar. Bókmenntir voru því aðeins góðar að þær spegluðu og innblésu hreyfingar alþýðunn- ar. Nytsemdarheimspeki sína tjáði hann meðal annars með þessum orðum: „Skylda okkar er ekki sú að bæta blómum við skrautsauminn, heldur að senda kol þeim sem eru snjótepptir.“ Segja má að Maó sé nú kominn í guðatölu meðal þjóðar sinn- ar, og mun dýrkunin á honum eiga sér fáar hliðstæður í sögunni — jafnvel þó hafður sé í huga annar hæglátur þjóðarleiðtogi, Jósef Stalín. Alþýðubyltingin í Kína var gerð af rösk- leika og harðfylgi sem vekur flestum sann- gjörnum Vesturlandabúum blandaðar til- finningar samsinnis, aðdáunar, skelfingar og viðbjóðs. Hin öfluga nýja stjórn — senni- lega sú öflugasta sem Kína hefur nokkurn- tíma haft — hófst þegar í stað handa um að endurskapa þjóðfélagið. Öllum jarðeign- um var skipt upp milli smábænda og víða komið upp samyrkju- og samvinnubúum að rússneskri fyrirmynd. Óvinsælir jarðeigend- ur voru einatt skotnir eða hengdir, og þó óþarft sé að afsaka slíkt framferði ber að hafa í huga að jarðeigendur höfðu ein- att látið bændurna rotna í dyflissum ár- um saman fyrir litlar sakir og skipulagt pyndingar á „æsingamönnum" meðal bænda. Erfiðara er að afsaka fjöldaaftökurnar, þar sem almenningur var æstur til reiði með skipulögðum hætti og jafnvel hvattur til að vera viðstaddur þegar „óvinum alþýðunnar" var komið fyrir kattarnef. Ekki er vitað með vissu, hve mörgum var útrýmt fyrstu mánuðina eftir valdatöku kommúnista en bandaríski sérfræðingurinn Latourette telur að vægt reiknað hafi þrjár til fimm millj- ónir manna týnt lífi. Skipulögð hugmyndafræðileg uppfræðsla allra stétta og aldursflokka var gertækari en í nokkru öðru þjóðfélagi sögunnar. Börn voru hvött til að njósna um foreldra sína og ljósta upp um „afturhaldstilhneigingar“. Tímaritið „Unga Kína“ orðaði það svo: „Ef enn eru meðal foreldra okkar einhverjir sem eru ekki hreinskilnir, verðum við, unga kynslóðin, að útrýma þeim í anda reglunnar sem kveður svo á: Útrýmið skyld- mennum í þágu réttlætisins.... Faðir þinn verður jafnvel þakklátur þér og alþýðu- stjórninni sem hafið stuðlað að sáluhjálp hans.“ Sérstakar strætanefndir höfðu auga með grunsamlegum nábúum. Fyrirtæki báðu starfsmenn sína að skrifa hjá sér allt sem þeir vissu um vinnufélagana; banka- starfsmenn gáfu upplýsingar um fjárreiður manna; svo var fórnarlambið kannski ári seinna fangelsað til „endurhæfingar". Yfir- þyrmandi hópsamvizka var mótuð með þjóðinni, þannig að uppreisn einstaklingsins varð nálega óhugsanleg. Vilji fólksins, eins- og „Maó formaður“ og kommúnistaforustan túlkaði hann, varð einvaldur. Að andæfa honum jafngilti aðkenningu af geðveiki, sem ráða yrði bót á í fangelsum sem voru jafnframt hæli og endurhæfingarstöðvar. Þar var beitt heilaþvottatækni með frábær- um árangri, og á fáum árum höfðu áróður og samvirkur umbótavilji fólksins gerbreytt þjóðfélaginu. í borgum, sem geymt höfðu mesta samsafn heims af þjófum, betlurum, eiturlyfjaneytendum, fjárhættuspilurum og vændiskonum, fyrirfundust slíkar mann- gerðir naumast lengur. Þær höfðu verið endurhæfðar á sama hátt og frjálslyndir prófessorar, kapítalistar og harðsvíraðir á- hangendur Konfúsíusar — að undanskild- um þeim sem frömdu sjálfsmorð, flúðu til Hongkong eða voru í vinnubúðum. Á sama hátt og milljónir Kínverja klæddust hinum einfalda bláa einkennisgalla, var hugsunar- hætti og tilfinningum milljóna beint í einn farveg, og á slík einhæfni sér varla hlið- stæðu í sögunni. Kínverskir kommúnistar útrýmdu betli, vændi, auðvaldi, en þeir út- rýmdu líka frjálsri hugsun. Þeir þurrkuðu nálega út glæpi, en bjuggu til nýjan glæp, „ranga hugsun“, og sennilega er nú einn af hverjum fimmtíu Kínverjum að afplána þann glæp í vinnubúðum ríkisins. Einhugur þjóðarinnar bar ýmsa óvænta og merkilega ávexti. Stjórnin ákvað að út- rýma flugum, sem voru bæði heilsuspill- andi og smitberandi, og alltíeinu voru allir Kínverjar í óða önn að drepa flugur með þeim afleiðingum að vágesturinn hvarf ná- lega alveg. Sama máli gegndi um spör- fugla, sem var útrýmt af ekki minni trúar- glóð. í efnahagsmálum varð stjórn Maós mik- ið ágengt. í byrjun var einkaiðnaður leyfð- ur og sömuleiðis einkarekstur annarra at- vinnuvega, en þegar frá leið lagði ríkið undir sig æ meira af atvinnulífinu. Árið 1952 var gerð aðför að „borgarastéttinni“ með sektum, eignarnámi, réttarhöldum og „játningum“, sem leiddu til útþurrkunar iðnrekenda og kaupmanna. Verksmiðjur voru reistar um gervallt landið og orkuver opnuð; þó Rússar veittu umsamda aðstoð, var meginhluti þessara verkefna unninn með handafli af þúsundum karla og kvenna. Samin var fimm ára áætlun, sem síðar var ákveðið að ljúka á fjórum árum. Maó var staðráðinn í að iðnvæða landið, og árið 1957 ákvað hann að taka „Stökkið mikla framávið", sem hratt Kína útí mesta og stórkostlegasta átak mannlegrar viðleitni sem sagan greinir frá. Frá því í október 1957 framí júní 1958 voru yfir 100 millj- ónir Kínverja að farast úr kulda og kafna úr hita meðan þeir unnu við að grafa síki og hlaða flóðgarða við geysivíðtækar áveitu- framkvæmdir. Frá Múkden til Kanton voru vefnaðarverksmiðjur og járnbræðsluofnar í fullum gangi allan sólarhringinn; séi'stakar „skyndisveitir" akuryrkjumanna unnu dag og nótt. Markmið framleiðsluafkastanna 1958, sem upphaflega hafði verið sett 6% til 20% ofar en árið áður, var hækkað æ ofaní æ. í ágúst 1958 hafði markið í stálfram- leiðslunni verið hækkað úr 6,2 milljón tonnum uppí 10,7 milljón tonn, sem var 100% aukning miðað við árið á undan. Gervallt landið var í stórfenglegri fram- leiðsluvímu, meðan áróðursmenn flokksins jusu út nýjum og nýjum vígorðum, sem hvöttu stáliðnaðarmennina til að fara framúr framleiðslu Breta á 15 árum eða staðhæfðu að afköst eins dags í nýja Kína jafngiltu 20 ára viðleitni í gamla Kína. Árið 1960 var Kína komið í tölu kjarnorku- framleiðenda og átti fjölda verksmiðja sem framleiddu bíla, flugvélar, gufuskip, vélar og allskyns annan iðnvarning. Þó margs- konar mistök hefðu átt sér stað og æði- margt farið úrskeiðis, var Kína að verða iðnveldi. En vandamál sveitanna, þar sem bjuggu 500 milljónir manna, voru að miklu leyti óleyst, og ekki hafði hagur þeirra batnað við hina skyndilegu og stórfelldu iðnvæð- ingu. Hvorki Stalín né Tító höfðu leyst það torvelda verkefni að koma á kommúnísku skipulagi í sveitunum. Maó var af bænda- ættum og hafði unnið það markverða afrek að gera byltingu með fulltingi bænda. En hvernig átti að breyta bændunum í sanna kommúnista? Meðan um það var að ræða að refsa jarðeigendum og skipta jarðnæði þeirra, var málið einfalt. En þegar farið var að setja á fót samyrkju- og samvinnu- bú, skaut gamla grýla upp kollinum: bænd- urnir voru að sögn Maós „gegnsósa af auð- valdshyggju". Þeir voru með öðrum orðum einstaklingshyggjumenn, einkanlega þeir efnaðri, og vildu auka við eignir sínar. Maó greip því til þess fífldjarfa úrræðis að skipta öllu landinu í „kommúnur". Fyrir vinnu sína skyldu verkamenn í öllum grein- um fá fæði, fatnað, húsaskjól, menntun fyrir börn sín og svolitla þóknun í reiðufé fyrir öðrum nauðþurftum, þar til sá dagur rynni upp að rikið sæi þeim fyrir öllum nauðsynjum og peningagreiðslur hyrfu úf sögunni. Allt fullorðið fólk var skyldað til að vinna fyrir samfélagið. Mæður voru „leystar" undan þeirri kvöð að ala upp börn sín, sem voru falin fóstrum og kennurum kommúnunnar frá blautu barnsbeini. en fengu að koma heim einu sinni í viku. Fjöl- skyldan átti smámsaman að hverfa. Konur og karlar áttu að jafnaði að sofa í aðgreind- um svefnskálum, og vitanlega var allt land Peng Sén og Teng Hsíaó-ping Sjú En-laí Líú Sjaó-sí 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.