Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 40
IDtai ERLEND VÍÐSJÁ Amos Kenan: Til Castros, Sartres, Russells og allra hinna m m æ s ss m s ss m BREF TIL ALLRA GÓÐRA MANNA sb & at as æ $ ár m ss jf m Ég styð Kúbu. Ég dái Kúbu. Ég er andvígur þjóðarmorðinu sem Bandaríkjamenn eru að fremja í Víetnam. Ég vil að Bandaríkjamenn hverfi burt frá Víetnam þegar í stað. En ég er ísraeli; þessvegna er mér mein- að að taka afstöðu til nefndra málefna. Kúba vill ekki að ég dái hana. Einhver hef- ur ákveðið, að mér leyfist einungis að dá Bandaríkjamenn. Það fær ekki svo mjög á mig, að einhverjir, einkanlega góðir menn um allar jarðir, hafa afráðið að gera mig útlægan. En það veldur mér hugarangri, að mér leyfist ekki lengur að dá og fyrir- líta í samhljóðan við tilfinningar mínar, í samræmi við pólitískar og siðferðilegar hneigðir mínar, og að mér er synjað um boð og jafnvel aðgang að samkvæmum sem góða fólkið heldur. Mér er ekki framar leyft að skála í kampavíni fyrir réttlætinu. Mér er ekki leyft að eta kavíar og ákæra Bandaríkjamenn. Mér er ekki leyft að reika um sólþurrkuð strætin í Havana í slagtogi með mínum gömlu vinum frá Saint Germaine, Via Venete og Chelsea, frægja minningu Che Guevaras og kasta ógnandi augnaráði á heimsvaldastefnuna. Mér er harðbannað að skrifa undir áskoranir og bænarskjöl varðandi mannréttindi eða lausn pólitískra fanga i löndum afturhaldsstjórna heimsins. Ég er ekki lengur einn af hópn- um. Ég er af öðru sauðahúsi. Af því er mig varðar er samkvæminu lokið. Basta. Raunsæi og einlægar tilfinningar Ekki er laust við að þessar aðstæður geri mér gramt í geði. Þessvegna langar mig til að segja nokkrar ruglingslegar, ósamstæð- ar sögur. Kannski finnur einhver góður maður samhengið í þeim. Og hér eru þær: Einn dag sökk ísraelskur kafbátur í Mið- jarðarhafi með 69 manna áhöfn. Neyðar- kalli hans var meðal annars svarað af brezku, tyrknesku og grísku flotunum. Rúss- neski flotinn, sem var á sveimi á næstu grösum við slysstaðinn, tók ekki þátt í leit- inni. Útvarpsþulir Moskvu-útvarpsins á ara- bísku gerðu sér það ómak að ráðast á þióð- irnar, sem skip þeirra höfðu skundað á vettvang til að hjálpa hinum nauðstadda kafbáti. Það er heilög skylda sjómanna allra þjóða að skunda til hjálpar skipum sem eru í nauðum stödd. Hjá menningarþjóðum, einsog Bretum, er alvanalegt að hjálpa jafnvel óvinum, jafnvel á stríðstímum. Sú skýlausa krafa er gerð til hvers skipsstjórn- armanns, að hann hætti lífi sínu og skipi til að bjarga lífi fórnarlambanna. Það er vert íhugunar, að jafnvel foringjar þýzkra kafbáta í seinni heimsstyrjöld — nema fé- lagar í SS — komu upp á yfirborðið eftir að þeir höfðu sökkt skipum Bandamanna, létu þá sem af komust hafa vatn, matföng og sjókort, og bentu þeim á rétta leið til næstu öruggrar hafnar. En hinir dýrlegu dagar nazískrar mannúðar eru greinilega liðnir. ísraelski kafbáturinn var ekki í stríðs- erindum og ísrael á ekki í styrjöld við Sovétríkin. Eigi að síður er Moskvu-út- varpið þeirrar skoðunar, að hver sá sem skundar mér til hjálpar, þegar ég er í nauðum staddur, sé síður en svo að hjálpa mannkyninu eða efla mannúðina. Ég er ekki svo einfaldur að láta mér til hugar koma, að hér sé á ferðinni sovézkt afbrigði af gyðingahatri. Ég hef aldrei feng- izt til að trúa því, að í útreikningum sínum láti Sovétríkin stjórnast af jafnmáttugum og einlægum tilfinningum einsog gyðinga- hatri, sem framfara- og afturhaldsöflin í heiminum eiga sameiginlegt. Ég veit að framferði Rússa á rætur sínar í kaldrana- legri, yfirvegaðri og raunsærri stefnu, og að þeir láta stjórnast af ómenguðum póii- tískum sjónarmiðum. Hér var um að ræða pólitískan leik, sem var þáttur í víðtæku pólitísku afli. Merking þessa pólitíska leiks getur aðeins verið ein: einangra verður ísrael frá hin- um siðmenntaða heimi. Reglurnar sem gilda um siðmenntuð þjóðfélög, reglur sæmdar, nærgætni og gagnkvæmrar hjálpar, ná ekki til mín. Mér er úthýst. Það er ekki nema eitt skref að lokaniðurstöðunni: að úthella blóði mínu er enginn glæpur. Taflið og tilgangurinn Og hér kemur lokaniðurstaðan: Tortím- ingarárás á mig. Tortímingarárás sem er nauðsynleg og réttlát. Leyfilegt er að tor- tíma manni sem ekki er skyldugt að bjarga. Skyldugt er að tortíma manni sem alls ekki má bjarga. Ég bið forláts á hrottaskapnum í orða- laginu. Ég get ekki ímyndað mér það öðru- vísi. Hafi hér verið um að ræða leik í tafli, hlýtur að vera tilgangur með taflinu. Til- gangurinn er að ná ítökum í Miðaustur- löndum, og við skulum ganga útfrá því, umræðunnar vegna, að það sé gert í því skyni að flýta fyrir heimsbyltingunni og falli heimsvaldastefnunnar. í Miðaustur- löndum búa hundrað milljónir araba og hálf þriðja milljón ísraela. Ekki er þörf á rafreikni til að færa sönnur á, hvor leiðin er greiðfærari. En það er ekki eins auð- velt í upplýstum heimi nútímans að þurrka út hálfa þriðju milljón manna. Menn verða bæði að hafa á takteinum ástæðu og rétt- lætingu. Það er ekki hægt að þurrka þetta fólk út einsog ekkert sé. Fyrst verður að gera það útlægt. f ágætri tékkneskri kvik- mynd höfum við séð, hvernig borgarbúar voru ekki mótfallnir upptöku á eignum gyðinga. Þeir sem voru ekki mótfallnir eignarnámi voru ekki heldur mótfallnir brottflutningi gyðinga í útlegð, og eftir brottflutninginn .... Því er það, að meðan til er einn góður ísraeli, er ekki hægt að tortíma ísrael. Þessvegna má ekki vera einn einasti rétt- látur ísraeli í Sódómu. Þessvegna má ekki bjóða ísraelska kommúnistaflokknum til alheimsþinga kommúnistahreyfingarinnar. Þessvegna má ekki bjóða vinstrisinnuðum ísraelskum rithöfundi til ráðstefnu vinstri- sinnaðra höfunda í Havana. Nú er ekki lengur um að ræða stétta- mun, heldur einungis þjóðamun. Jafnvel vinstrisinnaður ísraeli er heimsvaldasinni. Og olíukóngur í löndum araba er sósíalisti. Leiðin er opin. Þessvegna er heimilt að líkja mér við nazista. Það er heimilt að kalla mig gau- Ieiter. Það er heimilt að kveðja saman allt samvizkusamt fólk í heiminum gegn mér — án þessa fólks er verkið óframkvæman- legt — og allt á þetta rætur að rekja til þess, að handanvið sjóndeildarhringinn bíð- ur tilgangurinn, tilgangur sem talinn er réttlæta og helga þennan leikmáta. Saga um sjálfan mig Ég bið forláts. Mig langar að segja ykk- ur svolítið um sjálfan mig áður en ég held áfram með ruglingslegar sögur mínar. Þartil alveg nýlega var ég líka einn af góða fólkinu. Það er að segja, ég sat ekki bara í kaffihúsum og skrifaði undir beiðnir um lausn pólitískra fanga í öðrum löndum; ég skrifaði ekki bara undir yfirlýsingar um lausn hinna undirokuðu úr greipum heims- valdasinna í löndum sem ég á aldrei eftir 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.