Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 24
pólitíska bakhjalli og sama máli gegnir raunar um hin bókafor- lögin; vel má vera að þessara fyrirtækja verði einkum minnzt síðar meir fyrir að hafa stuðlað að gagngerri breytingu á bók- sölu og dreifingu bóka. Upphaf- leg hugmynd slíkrar útgáfu sem þeirra, að gefa almenningi kost á völdum bókum í fastri áskrift gegn mun lægra verði en annarra bóka, var fljót til að fella fjaðrirnar á velmegunarár- um með stórauknum fjárráðum alls almennings, stórauknum um- svifum í bókaútgáfu eins og á öðrum sviðum, og þar með allir draumar um pólitíska ráðstjórn á miklum fjölda alþýðlegra heim- ilisbókasafna vítt og breitt um landið. Sjálf þessi hugmynd var ekki ný, ýmiskonar útgáfufélög, Bókmenntafélagið, Sögufélag t. d., höfðu lengi dreift bókum sín- um í fastri áskrift til félags- manna; nýtt var að notfæra hana í stórum stíl til bókaútgáfu fyrir almennan markað. Hinn póli- tíski tilgangur var vafalaus, en hans gætti einkum í bókavali fé- laganna framan af og hefur lík- lega reynzt lítt markaðshæfur; hin seinni ár mun meira lagt upp úr óbeinu en beinu pólitísku gildi útgáfustarfsins; og svo kann raunar að hafa verið alla tíð um bókaútgáfu Menningarsjóðs. Mál og menning, Menningarsjóður, Almenna bókafélagið hafa líka öll neyðzt til að gefa áskrifend- um sínum kost á fjölbreyttara bókavali en ráð var fyrir gert í upphafi, afmældum skammti bóka gegn vægilegu árgjaldi, og vali í milli bóka; þau starfa að því leyti á sama grundvelli og venjuleg útgáfufyrirtæki. En for- lögin hafa öll viðhaldið áskrift- arsölu bókanna, félagsformi sínu, þó það sé að sönnu tóm blekk- ing. „Félagsmenn“ Almenna bókafélagsins eða Máls og menn- ingar eða bókaútgáfu Menning- arsjóðs hafa engin áhrif á stjórn né starfrækslu þeirra, né bóka- val umfram viðskiptamenn hverra annarra útgáfufyrirtækja; það eru ekki félagsmenn sem kjósa stjórn og bókmenntaráð bókafélaganna heldur eru þau annaðhvort sjálfvalin ellegar kos- in af einhverjum lítt skilgreind- um hagsmunasamtökum sem að forlögunum standa; áhrif félags- manna á útgáfustjórn Menning- arsjóðs, skipan menntamálaráðs, munu að minnsta kosti fjarska- lega óbein. Á hinu er vert að vekja athygli að t. a. m. í Bók- menntafélaginu er viðhaft lýð- ræðislegt félagsform, félagsmenn kjósa sjálfir stjórn í félagi sínu; og það form væri unnt að endur- nýja og gera lífvænlegt á nýjan leik með einfaldri lagfæringu á framkvæmd kosninga. Áskrifta- kerfi bókafélaganna gefur föst- um kaupendum til kynna að þeir fái bækur þeirra með hagkvæm- ari kjörum en utanfélagsmanna, en það er einnig blekking þar sem mestöll bóksala þessara for- laga er til félagsmanna og þeir greiða að sjálfsögðu eðlilegt markaðsverð fyrir bækur sínar; takist bókafélögunum raunveru- lega að gefa út bækur við lægra verði en aðrir útgefendur stafar það af því að þau koma þeim út í stærra upplagi en þeir og reyn- ist dreifing bókanna kostnaðar- minni. Annað mál er svo hvort það reynist bókmenningu okkar hollt til langframa að flytja veru- legan hluta bóksölunnar úr far- vegi eiginlegra bókaverzlana; en bóksalar eru að vísu um þessar mundir stétt manna sem stendur að öllu le.vti afleitlega í sínu stykki. Minnsta kosti er það augljóst mál að það væri engra hluta vegna æskilegt að pólitísk ráð- stjórn kæmist á meiri hluta bóka- útgáfunnar en þegar er orðið, hvað þá enn meiri fámennis- stjórn en nú. Eðli sínu sam- kvæmt stefna bókafélögin að einokun markaðssvæðis síns, vilja fullnægja öllum lestrar- þörfum sinna föstu kaupenda; áreiðanlega yrði bókaval þeirra til muna einstrengingslegra og gerræðisfyllra ef þau fyndu til þess að þau ættu allra kosta völ við félagsmenn sína. Og vert er að benda á það, til dæmis, að ólíklega hefði margt af þeim nýja skáldskap sem nú birtist nýstárlegastur og róttækastur átt innangengt hjá bókafélögunum, neinu þeirra, og raunar hvergi annars staðar ef ekki nyti við Helgafells, forlags Ragnars Jóns- sonar. Þar fyrir má vissulega segja að ekki hafi forræði flokk- anna, pólitísk ráðstjórn reynzt jafn skaðvænleg í bókaútgáfu og á öðrum sviðum þar sem flokk- arnir eru og hafa verið einráðir svo sem í blaðaútgáfu og útvarps- rekstri; þvert á móti mætti þakka pólitísku frumkvæði að bókaút- gáfa hefur orðið meiri og fjöl- breyttari en ella mundi. Hinu væri meir en lítið hæpið að halda fram að það væri að þakka eigin dyggð flokkanna í þessu bjástri. Eins og margháttuð hlutdeild og jafnvel hreint og beint for- ræði stjórnmálaflokka fyrir menningarstarfi, langt utan beinnar pólitískrar baráttu og málflutnings um stjórnmál, kann að þykja kynlegt, eins má af- skiptaleysi ýmiskonar almanna- samtaka annarra en stjórnmála- flokka, svo sem alþýðusamtaka eða samvinnuhreyfingarinnar, af þessum málefnum undarlegt heita. Kæmi ekki til einokun flokkanna á blaðaútgáfu mundi það að líkindum þykja eðlilegt að samvinnufélögin, verkalýðs- hreyfingin stæðu á einhvern hátt að vinstrisinnuðu dagblaði, þó það væri sjálfstæð stofnun, óháð stjórnmálaflokkum; og á sama hátt virtist eðlilegt að atvinnu- rekendur, kaupsýslu- og auð- menn styddu við bakið á hægri- sinnuðu þjóðmálablaði. Pólitísk- ir flokkadrættir verkalýðshreyf- ingarinnar, rótgróin samblendni Framsóknarflokks og samvinnu- hreyfingarinnar eru vafalaust tekin til umræðu og athugunar af öðrum höfundum þessa greinaflokks. En athyglisvert er það hve sáralítið alþýðusamtökin hafa starfað að fræðslu- og menningarmálum um dagana, enda urðu þau gersamlega hvumsa þegar upp í hendurnar á þeim barst heilt listasafn og list- saga í kaupbæti; um bókaútgáfu á þeirra vegum hefur ekki heyrzt talað síðan MFA leið. Samvinnu- félögin og samband samvinnufé- laga hefur þó unnið að þessum og þvílíkum málum, enda mikils að minnast úr Þingeyjarsýslu; samvinnuhreyfingin rekur mynd- arlegan skóla í Bifröst og tíma- rit hennar, Samvinnan, er um þessar mundir þessleg að hún gæti orðið áhrifaríkt, óháð tíma- rit um þjóðmál og menningar- mál. En engum væri til sóma að rifja upp afskipti samvinnuhreyf- ingarinnar af bókaútgáfu, með forlaginu Norðra, og uppgjöf hennar á þessu viðfangsefni, öf- ugt við margháttuð önnur við- skipti og verzlun. Takmarkað framtak og áhugi einkaaðilja og almannasamtaka á menningarmálum lætur ríkis- valdinu eftir margháttað frum- kvæði og greiðir flokkunum leið til forræðis á þessu sviði. Gleggsta dæmi hinnar pólitísku ráðstjórnar, opinberra afskipta af menningarmálum almennt getur að líta í menntamálaráði eins og til þess var stofnað og störfum þess hagað til skamms tíma. „Ríkisstjórnin í Svisslandi er mynduð á sama hátt og mennta- málaráð“, sagði Jónas Jónsson, höfundur þess, um skipan ráðs- ins, — en menntamálaráð er eins og útvarpsráð kosið af alþingi hlutbundnum kosningum, skipað útvöldum fulltrúum þingflokk- anna. í öndverðu var ráði þessu fengin forsjá hinna margvísleg- ustu málefna. Menntamálaráð átti að annast bókaútgáfu við almenningshæfi, styðja vísinda- legar rannsóknir, einkum í nátt- úrufræði, kaupa listaverk í opin- bera eigu, og það átti að stuðla að því að byggð yrðu hús yfir náttúrugripasafn og listasafn rík- isins; menntamálaráð úthlutaði lengi vel opinberum lánum og styrkjum til námsmanna, og því var um skeið, sem frægt varð, falin úthlutun listamannafjár; má og vera að það hafi fengizt við fleiri verkefni, minnsta kosti gefa lög um menntamálaráð til kynna að svo hafi átt að vera. Hér er hvorki rúm né hef ég heimildir til að rekja sögu menntamálaráðs, en vísast yrði það fróðlegt verkefni, vitnis- glöggt um það hversu pólitískt forræði gefst í daglegu starfi að menningarefnum. Má þó nærri geta að ekki hafa, frekar en til ráðsmennsku í útvarpinu, verið auðfundnir fimm menn jafnvel fallnir til að gegna í hjáverkum jafnfjölbreyttum verkefnum og ráðinu voru falin, og það þótt 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.