Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 36
stöðunni. Á hverju kvöldi klifraði ég hérna upp í turninn og glutraði olíu á sveifarnar og tann- hjólin. Það voru flaustursleg handbrögð. Endranær sat ég tíðast og samdi stef f hljóm- kviðuna, sem átti að framlengja líf mitt inn I hið óendanlega. Þannig leið eitt ár og síðan annað. Og sem þessi ár liðu fjarlægðust á ein- hvern máta þau lönd, sem ég hugðist fella að fótum mér, en þessi klukka varð mér nákomn- ari. Ég fór að meta hennar haldinyrði og stöð- ugleika nokkurs. Mér varð tíðförlara en áður hérna upp í turninn, og svo fór ég að botna í tilgangi sigurverksins. Einn dag hvarflaði það að mér að vísast gæti ég aldrei samið þá hljómkviðu, sem væri merkari en voldugur þytur pendulsins né öruggt ganghljóö sigur- verksins. Upp frá því gleymdust mér smám saman steíin mín og ferðahugurinn þvarr, og nú hef ég um hvorugt hugsað í fjölmörg ár fyrr en núna að ég segi yður þessi brek, bláókunn- um aðkomumanni. Núorðið lúri ég hárna í skonsunni um nætur og svefninn er orðinn samofinn sigurverksins gangi. Ég rumska óð- ara, ef eitthvað gengur úrskeiðis, og þá hag- ræði ég hiólunum og liðka stirða ása unz allt fellur aftur í sitt horf. Ég fæ vistir sendar hing- að upp, því verkið er orðið slitið og getur brugðizt, þegar minnst varir. Og eftir öll þessi ár treysti ég engum til að annast klukkuna öðrum. Því þó ég sá orðið gamalt hró, þekki ég þetta sigurverk grannt og þjónusta það betur en nokkur annar mundi geta. Þessi skonsa er mitt svigrúm, og mitt ævihlutverk er að halda þessari klukku gangfærri. Hún er i staðinn klukkan mín og telur mér daga og skammtar már stundir. Þegar nóg er komið og ég fell frá, þá deyr einnig hún, því hún mun engum ókunnum fingrum þola að glingra við sín hiól né sitt sigurverk. Þannig er ég helgað- ur þessari klukku og hún mér, og hún þekkir minn vitiunartíma og ég hennar. Og segið mér nú áður en þér kveðjið, hefði nokkur hljóm- kviða gert mig að samtíðarmanni eilífðarinnar önnur en hljómkviða þessa sigurverks og þessa penduls, og haldið þér að nokkur frami hefði dugað mér lengur en þar til tíminn dó? ólafur h. torfason: úr fjölskylda drukknuð að austan: drengsteypa þeir sþiluðu einn svarta pétur og eiríkur æpti þegar honum gekk vel. æptu ekki svona eins og vitleysingur! sögðu þeir. æþa allir svona heima hjá þér? eiríkur svaraði ekki en hugsaði sér að venja sig af þessu. þeir fóru í að fela hlut og eiríkur fann ekkert. hann skreið út um allt herbergið en fann aldrei neitt. þeir tróðu fjöður inn fyrir axlaböndin hans án þess hann tæki eftir og hann gafst alveg upp. þá tóku þeir fiöðrina og pússuðu hann í framan með henni. hann hló tryllt og spriklaði. þeir hlógu að honum en nenntu ekki að fela meir. þú finnur aldrei neitt maður! sögðu þeir. eiríkur hugsaði sér að þjálfa sig í svona leikj- um heima. hann brosti og sagði eigum við ekki annars strákar að koma í hanaslag? þeir íussuðu, en hvað þú ert vitlaus. sárðu ekki að það þarf fjóra til þess að fara í hanaslag? jú sagði eiríkur með athygli. jú jú. hann hugsaði að hann skyldi finna upp á ein- hverju nýju. við skulum leika prestinn og kúna sagði hann. nei sögðu þeir. dyrnar voru opnar og nú kom amma strákanna inn. jæja blessanirnar sagði kellingin. farðu amma sögðu þeir. jájá ég fer sagði kellingin og fór. þeir lokuðu dyrunum. eiríki varð starsýnt á hurðina að innanverðu. hvað er þetta? þetta er gafllokasþjald sögðu þeir. gafllókaspjald? nei gafllokaspjald. heyrirðu illa sagði annar. á að skafa kindaskítinn úr eyrunum á þér með stöng sagði hinn. á að skafa kúaskitinn úr eyrunum á þér með olnboganum á sér eða hvað skrækti hinn en átti bágt með að koma orðunum út úr sér. á ég að skafa raddjóið af honum pabba ykkar sagði eiríkur. skafa radíóið af pabba æptu þeir. hvað áttu við? hvað áttu við maður? hahahaha. o á ekki kallinn að vera með eitthvert helvítis raddjó? heyrast í því raddir. alltaf oní þessu segir það. á ég að skafa það af honum fyrir ykkur? oooooo öskruðu bræðurnir. oooooo. úúúúúú. ahahahahaha ha! æ æ æ. oa ú ú ú! þeir hlógu sig magnvana. heyrðu stundi annar upp, skafðu undan afa þínuuuummmmm! aaaaa! óóóóóó! úúúú! oho- hohohohoooooooooo! þeir iöfnuðu sig og ráku aðeins upp einstaka þróttlitla hviðu. þú ert nú meiri kallinn sögðu þeir. þú ert sko aldeilis kall. nú skulum við taka upþ við þriðja mann sagði annar og hinn klappaði saman lóf- unum og hló að eiríki. eiríkur var rogginn og þéttur. hér hefðu fleiri þurft að vera. allt i lapi sagði eiríkur. hvernig er það? þeir sýndu honum hvernig þeir þurftu allir að liggja saman á gólfinu og krækja sér saman. eiríkur varaði sig ekki og þeir leiddu út á hon- um með leik. tekið i daginn smásaga (kraftaverkasaga) nú um daginn rigndi ákaft uþþi í kjós. svo mikið að um það mætti skrifa sérstaklega. en það kemur ekki þessari sögu við og verður að bíða annars tíma. eftir þessa miklu vætu voru leiðir flestar gljúpar og slæmar svo jafn- vel hraustustu farartæki stóðu föst í jörðu þegar minnst varði þetta henti einmitt þilt úr innsveitinni gunnar lagði reifur af stað f tvísýnu og fylgdu honum engar hvatningar af hálfu heimilisfólks- ins en hrakyrði barna er gunnar hafði lagt fararskjóta sinn af lagni niður í flest hvörf á veginum út i fjörð og riðið keikur upp úr forarkeldum hvað eftir annað við mikinn blástur éppans óð hann allt i einu tóman sió í einni bugðunni og hreyfðist nú ekki úr stað fólk í sveitinni sem hafði látið augu fylgja ferðum gunnars út kjósina setti loks í sig bros og mont (afspennt með öllu) ræddist við og gekk til vinnu sinnar en hafði auga með og bjóst við því að þarna mundi strákur dúsa 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.