Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 51
„Meira þarf til þess að nema land og reisa byggð en halda velli á þeim stöðum þar sem fólk hefur búið til langframa og mikið á sig lagt til þess að þar mœtti vera mannabyggð." margar greinar iðnnáms verða ekki stundaðar annars staðar. margir verða að leita þangað til menntaskólanáms, og loks er há- skólinn þar. Foreldrar, sem hafa hug á að koma börnum sínum til náms, er ekki verður stundað utan Reykja- víkur, sjá margir ekki aðra leið fæi-a til þess en flytjast þangað sjálfir með þeim, og þó að þeir geri það ekki, flytjast þeir iðu- lega á eftir þeim, því að þeir, sem ljúka sérnámi eftir svo langa dvöl í Reykjavík, eru oft orðnir þar rótfastir þegar því lýkur. Langskólamenn, að minnsta kosti háskólaborgarar, virðast ógjarna vilja starfa úti á landsbyggðinni, svo sem ráða má af því, hve víða vantar lækna, presta og sýslufulltrúa. Að þeir gefi sig að útgerð, verzlun eða iðnrekstri er svotil algjör und- antekning, nema þá lögfræðing- ar og viðskiptafræðingar í Reykjavík. Fleira leggst á þessa sömu sveif. í Reykjavík eru bæki- stöðvar landssamtaka allra, þang- að fer obbinn af happadrættis- ágóða af öllu landinu, og þar eru hjálparstofnanirnar, þar eru einnig flestar heildverzlanirnar, olíufélögin og vátryggingafélögin sem hafa meiri eða minni hagn- að af viðskiptum sínum við fólk víðsvegar um landið. Allir höfuðbankar eru í Reykjavík með aragrúa starfsliðs og gífurlega fjárfestingu í stór- byggingum á seinni árum. í sí- vaxandi mæli hafa forráðamenn þeirra lagt kapp á að ná tangar- haldi á sparisjóðum úti á landi, og allt stefnir að því að um- ráðin yfir nálega öllu sparifé landsmanna verði í Reykjavík með takmörkuðu valdi útibús- stjóra úti á landi til þess að veita lán, svo að nokkru nemi. Loks eiga þeir, sem búa hið næsta öllum hinum æðstu og áhrifa- mestu embættismönnum og að- setri sjálfrar ríkisstjórnarinnar, hægara um vik að koma óskum sínum og kröfum á framfæri á þann hátt, er hrífur, og bera oft meira úr býtum og fá betri fyrir- greiðslu, fyrir þær sakir, en hin- ir, sem fjær eru. Auk þess gjalda þeir vafalaust þess iðulega, að þá, sem völdin hafa, skortir hreint og beint kunnugleika á högum þeirra og þörfum og hafa ekki þá samúð, er náin kynni vekja. Allt á þetta sinn þátt í að- streymi fólks til Reykjavíkur. Þar kemst unga fólkið í allskon- ar þjónustustörf. Þar eiga roskn- ir menn hægara um vik en ann- ars staðar að fá létta vinnu við hæfi sitt og flytjast margir þang- að af þeim sökum á efri árum, svo sem sjá má um langflesta embættismenn sem komast yfir aldurstakmark. Þar sem aðstreym- ið veldur því, að húsaleiga er dýrari í Reykjavík en víðast ann- ars staðar og verðlag á húsum hærra og tryggara, leggja marg- ir, sem peninga eiga og aðstöðu hafa, fjármuni sína fremur í íbúðarhúsnæði þar en úti á landi í þorpum eða kaupstöðum, þar sem íbúafjölgunin er lítil eða jafnvel nálega engin. Þannig kemur höfuðstaðnum enn hjálp. Afleiðingin af þessu öllu getur ekki orðið nema ein: Lands- byggðin fær ekki veitt viðnám. Leikurinn er svo ójafn, að hún hlýtur að lúta í lægra haldi. Það af fjármunum sem rennur aftur héðan út um landið er ekki nema brot af því, sem áður hafði verið þaðan tekið. Þessu mun fara fram, þar til þorrin er upp- spretta fólks og fémuna utan Reykjavíkursvæðisins, ef mis- mununin verður ekki leiðrétt. Án þess mun að engu haldi koma, þótt fleygt verði í fumi og fáti einhverjum fúlgum í ein- stök byggðarlög, þegar allt er að komast í óefni. Ríkisvaldið verð- ur að ganga á undan og dreifa stofnunum sínum og þjónustu- fyrirtækjum. Tæpast eru til nein rök, sem eitthvað vega, er hníga að því, að yfirstjórn vegamála og vita- og hafnarmála með skrif- stofum sínum, teiknistofum og verkstæðum þurfi endilega að vera í Reykjavík. Hið sama er að segja um yfirstjórn skipulags- mála og sveitarstjórnarmála. Sumar deildir stjórnarráðsins gætu hæglega verið annars stað- ar. Og er margt því til fyrirstöðu að biskupinn hafi aðsetur í Skál- holti, eins og eitt sinn var mjög til umræðu? Margt fleira má nefna, en hér látið staðar numið. Það kunna að hafa legið til þess gild og góð rök að þessum stofnunum var í öndverðu valinn staður í Reykjavík, en tímarnir hafa breytzt og samgöngur og fjarskiptatæki eru nú með þeim hætti, að erfiðleikalítið á að vera að staðsetja margar stofn- anir utan Reykjavíkursvæðisins. Svipað mun vera uppi á ten- ingnum, ef litið er til skólanna. Háskólinn er í húnæðisvandræð- um, og stúdentagarðar eru ónóg- ir, svo að vægt sé til orða tekið. Varla er neitt því til fyrirstöðu, nema gamall vani, að byrjunar- námið fari að einhverju leyti fram annars staðar, t. d. á Akur- eyri, og þar gætu jafnvel sumar deildir verið að öllu leyti. Það má stinga upp á guðfræði, við- skiptafræði, lögfræði eða B.A. deild, er að nokkru eða öllu leyti gætu verið utan Reykjavíkur. Kennaraskólabyggingin er ekki komin upp nema að nokkru. Ein- hver hluti þess skóla gæti sem bezt starfað úti á landi, með því líka að óhæfilega stórir og fjöl- mennir skólar munu reynast þungir í vöfum og örðugir í stjórn. Húsmæðrakennaraskólinn og Tækniskólinn væru eins ve’. settir annars staðar. Og þannig mætti á fleira benda. Landið utan Reykjavíkursvæð- isins verður einnig að njóta jafn- réttis um sjúkrahúsbyggingar, hjúkrunarheimili, elliheimili, hjálparstofnanir og endurhæf- ingarstöðvar, en því fer fjarri, að svo hafi verið, jafnvel þótt fé til þessara mála hafi verið safnað með einum eða öðrum hætti um land allt. Raforkuverin eru einhverjar mikilvægustu undirstöður allra framfara. En einmitt í raforku- málunum hafa stórir landshlutar orðið hrapallega út undan. Jafnhliða því að byggðarlög utan Reykjavíkursvæðisins fá réttmæta hlutdeild í ríkisstofn- unum ýmsum og skólum, verður að ráðast i stórvirkjanir, sem miðla mikilli orku á hóflegu verði. í kjölfar þess hlýtur að koma veruleg aðstoð við nýjan iðnað af ýmsu tagi, er getur orð- ið sterk stoð eða undirstaða byggðakjarna, sem aftur verður líkt og lífakkeri heilla héraða og stöðvar óeðlilegan og óæskilegan brottflutning á fjarlægar slóðir. Þar verða að koma til hagstæð lán með hóflegum vöxtum til langs tíma. Trúlega yrði einnig að selja rafmagn í hinum af- ræktu landsfjórðungum á lægra verði að minnsta kosti fyrst í stað, unz þau hafa náð viðhlít- andi samkeppnisaðstöðu eftir það misræmi, er þeim hefur ver- ið boðið um langt skeið. Fjölga verður uppskipunarhöfnum, þar sem útlend vara er sett í land, beint úr millilandaskipum, og margt fleira þarf að lagfæra til að jafna aðstöðuna og draga úr misræmi því sem nú er. Þegar árangur þessarar stefnu- breytingar væri kominn í Ijós í vaxandi mannfjölda í sterkum byggðakjörnum er líka sennilegt, að betur muni ganga en verið hefur að fá lækna og aðra emb- ættismenn til starfa úti um land, og þá mun líklega félagslíf glæðast, er unga fólkið getur stundað þar skóla og gengið í at- vinnu heima fyrir, fjölbreyttari en nú er. Því er svo farið, að hér leiðir eitt af öðru. Það er ætíð auðvelt að kasta sökinni á þennan eða hinn aðil- ann, þegar eitthvað fer úrskeiðis. Það má benda á valdamennina í þjóðfélaginu, embættismennina og stjórnmálamennina og saka þá um blindu og sinnuleysi. Hér eru þó margir samsekir. Þótt mikið hafi verið rætt um þá fólksflutninga, sem átt hafa sér stað að undanförnu, hefur ekki mikið verið að því gert að brjóta málið til mergjar og þaðan af síð- ur hefur nokkurn tíma verið gripið til skipulegra varna. Sjálft fólkið, sem býr utan Reykjavík- ursvæðisins, hefur einnig verið of tómlátt. Það hefur haldið mál- um sínum linlega fram og látið misbjóða sér í mörgu. Þetta fólk skiptir sér í marga stjórnmála- flokka eins og aðrir landsmenn, en stundum er tryggðin við flokkinn orðin yfirsterkari þörf og jafnvel nauðsyn byggðarlags- ins, kaupstaðarins eða fjórðungs- ins alls. Lítil brögð eru að því, að það bindist sterkum samtök- um ofar flokkaaðgreiningu um brýn hagsmunamál og réttlætis- mál. og standi við þau með þeim hætti, að hrífa megi. Ert þú ekki, lesandi góður, sammála mér í því að nú séu kannski senn síðustu forvöð til að aðhafast eitthvað sem um munar? Ég tel það réttlætismál og það er þjóðfélaginu öllu fyrir beztu að stöðva þá þróun sem verið hefur í þessum málum og snúa vörn í vel skipulagða sókn. Því fsland er alls ekki of stórt fyrir okkur, ef við byggjum það skipulega. ♦ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.