Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 27
—o— Einn greinahöfundur, Sigurður A. Magnússon, Samvinnuritstjóri, hefur í grein í riti sínu komizt svo að orði: „Ungt fólk á íslandi hefur alizt upp við nálega lokað valdakerfi, sem er í meginatrið- um mjög áþekkt sovézka valda- kerfinu — nema hvað við höfum fjóra stjórnmálaflokka, en sov- ézkir aðeins einn. Þessi munur er þýðingarminni en virðast má við fyrstu sýn, því íslenzku flokk- arnir hafa búið þannig um alla hnúta, að almennir borgarar ráða engu meira um stjórn landsins en sovézkir borgarar heima hjá sér.“ Og ennfremur: „Flokks- stjórnirnar útnefna frambjóð- endur í kosningum á sama hátt og sovézkir valdhafar, og kjós- endur eiga völina milli fjögurra kosta, sem í flestum tilvikum eru nálega jafnslæmir allir“. Hér er skilmerkilega að orði komizt. Flokksræðisstjórnarfari íslendinga er líkt við hið sov- ézka flokksalræði, sem hneppt hefur alla A-Evrópu í andlega ánauð og er einmitt augljósasta dæmið sem til er um, hvernig staðnað flokksvald stendur fjöl- mörgum þjóðum fyrir þrifum á öllum sviðum. Illt væri ef satt reyndist, eða hvað er hæft í þessu? Við getum sagt, að það sem aðgreini uppbyggingu og stjórn- arfar alræðisríkja kommúnism- ans frá lýðræðisríkjum Vestur- landa sé einkum eftirfarandi: (1) Ein allsráðandi hugmynda- fræði eða opinber ríkissannleik- ur um allt milli himins og jarðar. Fulltrúar á þingi Alþýðusambands (2) Einn stjórnmálaflokkur, boð- andi hinnar viðurkenndu ríkis- trúar (oftast undir forystu eins „óskeikuls" leiðtoga), studdur háþróaðri leynilögreglu til að viðhalda hræðslugæðum þegn- anna. (3) Skilyrðislaus einokun flokksins á allri skoðanamyndun og fjölmiðlun (prentun, útgáfu- starfsemi, útvarp, sjónvarp, skóla- kerfi o. fl.). (4) Einokun flokks- ins á framleiðslu og dreifingu vopna og (5) á öllum skipulögð- um félögum og stofnunum, þ. á m. fyrirtækjum efnahagslífsins, sem lúta miðstjórnarvaldi áætl- unarinnar í stóru sem smáu. Það sem einkennir þetta þjóðfélags- kerfi umfram allt annað er, að allt vald er í höndum eins og sama aðila. Þetta er lokað valda- kerfi — á því finnst hvergi smuga til að veita skipulegt við- nám. Það sem er nýtt við þetta valdakerfi og aðgreinir það frá einveldisstjórnarfari fyrri tíma, er að sú háþróaða tækni, sem það ræður yfir til valdbeitingar, skoðanakúgunar og annarrar nauðungar, gerir því kleift að hafa líf og æru hvers einasta borgara í hendi sér. — Svo vold- ugur er dr. Bjarni ekki enn. —O— Við þurfum ekki að tíunda þennan samanburð nákvæmlega til þess að ganga úr skugga um, að okkar íslenzka flokksræði á enn langt í land að ná svipuðu stigi tæknilegrar fullkomnunar. Samanburðurinn er að því leyti gildur, að í báðum þjóðfélögum eru flokkshyggja og flokksþjónk- un leiðin til mannaforráða og áhrifa; til að ná forréttindaað- íslands. stöðu. Og að í báðum þjóðfélög- um er flokksræðiskerfið Þránd- ur í Götu nauðsynlegra umbóta í efnahags- og félagsmálum. En þegar kemur að pólitískum mann- réttindum og frelsi er saman- burðinum lokið. íslendingar búa við einhverja frjálsustu þjóðfé lagsskipan, sem til er í veröld- inni, innan þess ramma, sem fyrr er lýst. Gallinn við það frelsi er sá, að á vissum sviðum jaðrar það við algjört stjórn- leysi. Miðstjórnarvald hins ís- lenzka þjóðfélags er í raun og veru of veikt og hið lýðræðislega aðhald að stjórnendum og emb- ættismönnum að sínu leyti einnig. Megingallinn við íslenzka flokksræðið er sá, að það er „inefficient“: Það hossar oft heimskum gikkjum, nýtir illa hæfa starfskrafta, ábyrgð valda- mikilla stjórnenda er takmörkuð og óljós, eftirlit með embættis- mönnum lítið, og það hefur í för með sár mikla verðmætasóun þar sem eínahagslegir mælikvarðar verða oft að víkja fyrir annar- legum flokkshagsmunum. Það er talsvert spillt, einkum að því leyti sem það virkar sem eins konar líftryggingafélag fyrir ann- ars og þriðja flokks foi'ustulið. En fyrst og síðast virðist það vera staðnað, hugmyndalega ó- frjótt og frumkvæðislítið og á sinn stóra þátt í að gera íslenzkt þjóðlíf leiðinlegra en góðu hófi gegnir. Á undanförnum árum hefur óánægja með þetta stjórnarfar, sem þróazt hefur í skjóli flokks- ræðisins, verið að magnast. Hún á sér fyrst og fremst formælend- ur meðal yngri manna, sem ekki hafa ánetjazt kerfinu, en er þó engan veginn bundin við aldurs- hópa. Seinustu misserin hefur þessi óánægja orðið æ opinskárri og snúizt meir upp í rökræna gagnrýni en áður var. Eitt af því sem mönnum er nú ljósara en áður, er að ríkj- andi flokkakerfi er í rauninni furðulegur „anakrónismi", tíma- skekkja. Rótgróin pólitísk hug- tök, sem við enn notumst við, fyrir vöntun á öðru betra, eins og vinstri — hægri, sósíalisti — íhaldsmaður, félagshyggja — einkaframtak, eru orðin að merk- ingarlitlum glósum. Sá fræði- maður framtíðarinnar, sem fær það verkefni að kanna þann grundvallarágreining um afstöðu til þjóðfélagsmála, er aðgreini flokkana og réttlæti tilveru þeirra, verður ekki öfundsverður af sínu hlutskipti. Og hætt er við, að hann bætti litlu við hlutlæga þekkingu sína á helztu þjóðfé- lagsvandamálum þessa tímabils, þótt hann sæti með sveittan skallann yfir heilum árgöngum af málgögnum flokkanna frá sama tíma. Hvernig má það vera, að fiokkur hinna kapítalísku sjónar- miða, flokkur einkaframtaksins, hefur á löngum stjórnarferli gert flesta atvinnurekendur landsins að brjóstmylkingum og bón- bjargarmönnum ríkisvaldsins? Hvernig má það vera, að hinn sósíaldemókratíski fjölda- flokkur verkalýðshreyfingarinn- ar ræður varla nokkru verkalýðs- félagi, nema fyrir ötulan stuðn- 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.