Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 50
■KSrH samvinna t Hjalti Pálsson: ER ÍSLAND OF STÓRT? Alkunna er, hversu gífurleg mannfjölgun hefur orðið í Reykjavík og nágrenni síðustu áratugina. Ljósasta dæmið um þetta er Kópavogur. í æsku þeii'ra manna, sem nú eru á miðj- um aldri, voru þar einungis örfá býli, en nú er þar næst fjöl- mennasta bæjarfélag á landinu. Á sama tíma hefur byggð aukizt mikið á Seltjarnarnesi, í Garða- hreppi og Mosfellssveit, og íbú- um Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Sandgerðis stórfjölgað. Á síðustu fjörutíu árum hefur svo íbúatala sjálfrar Reykjavíkurborgar meira en þrefaldazt og búa nú lang- drægt tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar á svæði sem takmarkast að norðan af Leirvogsá en af Miðnesheiði að sunnan. Ef til vill láta sumir sér detta í hug, að ísland sé óþarflega stórt fyrir okkur og að ódýrara sé að búa aðeins á hluta landsins, t. d. suðvesturhorni þess. Því fer fjarri, að lát sé á að- flutningum á þetta svæði. Fræði- menn telja að árið 1980 muni ís- lendingar ná 260 þúsundum, og að dómi þeirra mun aukningin öll, eða því nær öll, lenda á Reykjavíkursvæðinu og í Eyja- fjarðarsýslu að einhverju leyti. Jafnframt er því spáð, að fólki muni fækka í mörgum héruðum frá því sem nú er. Nú er hins- vegar þegar orðið svo fámennt í sumum byggðarlögum, að land- auðn mun hljótast af meiri blóð- töku. En það hefði aftur óhjá- kvæmilega í för með sér, að hag- ur nágrannasveita hallaðist, svo að lokum yrði þar ekki rönd reist við útsoginu. Áður en langt um liði yrðu örlög þeirra einnig ráðin og um það eitt að tefla, hve lengi síðustu íbúarnir þraukuðu. Mörgum óar við slíkri fram- vindu, en öðrum er hún tilfinn- ingamál. Þó væri skylt að sætta sig við hana, sem hver önnur umbrot á breytingatímum, ef við gætum gert okkur rökstuddar vonir um, að hún væri vegur til aukinnar hagsældar og hefði ekki þá agnúa, sem háskalegir geta orðið. En ekki þarf lengi að velta þessu fyrir sér til þess að koma auga á, að slíkir fólks- flutningar eru mjög viðsjárverð- ir og harla kostnaðarsamir. Flestir þeir, sem vilja um þetta hugsa af alvöru og rökvísi, munu á einu máli um það, að ískyggilegt sé, ef stórir lands- hlutar fara í auðn. Því fylgir margvíslegt misræmi og fjöl- margir örðugleikar, tortíming landsnytja og mjög auknir erf- iðleikar fyrir þá sem á mörk- unum búa. Sumir telja að þjóðin geti seinna byggt eydd héruð, þegar henni vex fiskur um hrygg að mannfjölda og fjárhagsgetu. Þess ber þó að minnast, að meira þarf til þess að nema land og reisa byggð en halda velli á þeim stöð- um þar sem fólk hefur búið til langframa og mikið á sig lagt til þess að þar mætti vera manna- byggð. Öll mannvirki verða á skömmum tíma að ömurlegum rústum, ef enginn hirðir um þau, og eydd sveit eða yfirgefið þorp verður ekki fýsilegt til aðseturs á ný, nema svo til allt verði reist frá grunni. Óséð er líka til hvaða erfiðleika og landspjalla það gæti leitt, ef mannabyggð félli niður á stórum landsvæðum. Á fleira er að líta. Sumum finnst kannski, að það gerist þegjandi og hljóðalaust, er fjöl- mennt byggðarlag fer í auðn. Eiginlega þurfi enginn neinu að fórna nema þeir, sem ganga verða frá húsum sínum og lend- um verðlausum, enda hreppi þeir í staðinn vonina um betri fram- tíð annars staðar, því ella hefðu þeir ekki tekið sig upp. En það er öðru nær. Mikilli tilfærslu á byggð fylgir gífurlegur kostnað- ur fyrir alla þjóðina. Hún færir stórfórnir vegna slíkrar tilfærslu. Byggingarkostnaður vegna hverra fimm manna, sem flytjast í nýtt byggðarlag, þar sem húsnæði er ónógt, nemur sennilega sem næst einni miljón króna. En þó er ekki hálfsögð sagan, því að steinninn, sem velt- ur af stað, dregur heiia skriðu á eftir sér. Miklu meira kosta lóðir, götur, lagnir margskonar, skólar, kirkjur og þjónustufyrir- tæki sem koma verður upp á nýja staðnum, þegar mikil brögð eru að búferlaflutningi, allt frá vöggustofum og leikvöllum til elliheimila og kirkjugarða. Það verður að þenja út raf- magns- og símakerfið á nýja staðnum, auka vatnsveitur og hitaveitur þar sem þær eru, fjölga bifreiðastæðum, byggja ný verzlunarhús og hleypa stoðum undir ný atvinnufyrirtæki. Gera má ráð fyrir, að þetta hafi verið til að meira eða minna leyti, þar sem fólkið áður bjó, og ekki brýn þörf á að leggja í nema hluta af þessum kostnaði öllum, ef því hefði ekki verið hrundið úr heimkynnum sínum með einum eða öðrum hætti. Ég ætla ekki hér að gizka á, hvað það kostar þjóðfélagið að tæma svo oe svo stórt þorp úti á landi, eða þá sveitarfélag, og koma fólkinu fyrir í nýjum heim- kynnum, til dæmis í Kópavogi, Garðahreppi eða þá í Reykjavík. En ljóst er, að þar er ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Þessu er ekki gefinn gaumur jafnaðarlega, trúlega af því að fólki er ekki tamt að rekja nægj- anlega þræði orsaka og afleið- inga. Eigi að síður er þetta skatt- ur, sem á okkur leggst við mikla fólksflutninga. í fáum orðum sagt: Fari fjölmenn byggðarlög í auðn, verðum við að axla byrði, sem getur efalítið tekið viðlíka í pyngjuna og aflabrestur á vetr- arvertíð eða tregur sumarafli síldveiðiskipa. Og þeir borga ekki einir, er ganga verða frá eignum sínum í fjarlægum lands- hluta, heldur við öll. Og enn má gefa gætur að einu. Ef einhverjir þeir atburðir gerð- ust snögglega í heiminum, að við yrðum að sjá okkur farborða um skeið á eigin spýtur, án telj- andi viðskiptamöguleika utan landsteinanna, hvar værum við þá stödd, með yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar á litlum bletti, en hluta landsins eyddan að byggð og framfærslumögu- leikum? Af þessu má kannski gera sér í hugarlund, að það er ekki fyrst og fremst tilfinningamál, hvort þetta eða hitt byggðarlagið fer í auðn eða eitthvert hérað hangir aðeins á horriminni vegna fólks- fæðar. Það er ekki sér í lagi um það að spyrja, hvort æsku- stöðvar, heimahagar eða ættar- stöðvar einhverra eiga að tæm- ast af fólki. Þetta er þjóðhags- legt viðfangsefni sem mjög miklu varðar, hvernig staðið er að. Geti menn fallizt á þessa rök- semdafærslu er skylt að huga að því, hvað veldur hinu mikla að- streymi á Reykjavíkursvæðið. Bót verður ekki ráðin á vanda, nema menn geri sér rökstudda grein fyrir orsökum hans. Hvað veldur því, að fólk hrekst úr átt- högum sínum, og hver er sá segull, sem dregur það á Reykja- víkursvæðið? Þá er fyrst að líta á þá mein- bugi sem taldir eru á búsetu í svokölluðu strjálbýli úti á landi. Foreldrar margra nefna það kannski fyrst, hve það er dýrt og erfitt að koma unglingum til náms. Þá verður að kosta í skóla í fyllstu merkingu þeirra orða, fjarri heimilum sínum, jafnvel á barnaskólastiginu sums staðar. Til sérnáms verða þeir ef til vill, og raunar oft, að fara í aðra landsfjórðunga. Þá er læknisþjónusta ónóg og mjög örðugt víða að ná til lækn- is, ef skjótt þarf til að taka. Unga fólkið, vaxtarbroddur sér- hvers byggðarlags, getur iðulega ekki fengið vinnu heima fyrir, nema af mjög skornum skammti og helzt ekki nema vissa árs- tíma. Iðnaður er alls enginn í heilum sýslum, og í mörgum hinna smærri sjávarþorpa er ekki starf að fá við neitt nema sjósókn og verkun sjávarafla sem oft er árstíðabundinn. Afleiðing- in er sú, að margt fólk verð- ur að hrökklast burt í atvinnu- leit (eða sækja burt vegna náms) og svo vill þá svo fara, að það snýr ekki heim aftur, en sezt að fyrir sunnan. Margs konar vara er dýrari úti á landi en á Reykja- víkursvæðinu og veldur því sá háttur, að mjög miklu af því sem til landsins er flutt er um- skipað í Reykjavík. Loks eru skemmtanir víða fábreyttar og félagslíf dauft, meðal annars af því hve margt af unga fólkinu leitar að heiman. Þannig leggst margt á eitt, og vafalaust fleira en hér er talið, til að rýja lands- byggðina og þorp mörg af fólki. Ekki er heldur að orsakalausu að straumurinn liggur til Reykja- víkur. Þyngsta lóðið hefur kannski sjálft ríkisvaldið lagt á metaskálarnar. Þar eru þjónustu- fyrirtæki þess flestöll, ríkisskrif- stofur, skólar og bankar, og allt er þetta reist og rekið fyrir fé landsmanna allra. Þetta er kost- að með peningum, sem dregnir eru saman af öllum landshorn- um. Engin stúlka getur orðið hjúkr- unarkona, húsmæðrakennari, ljósmóðir, nema eftir langdvalir í Reykjavík, enginn piltur orðið vélstjóri, loftskeytamaður eða stýrimaður nema sækja þangað nám, enginn getur orðið kenn- ari án þess að nema þar, fjöl- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.