Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 18
sameign samfélagsins. Andúðin á þessari djörfu áætlun var svo mögnuð, að í desem- ber 1958 afréð Kommúnistaflokkurinn að hægja ferðina og hét bændum því, að þeir mættu halda nokkru af eignum sínum, skepnum og verkfærum. Skylduvinna fyrir samfélagið var takmörkuð við 12 stundir á sólarhring, svefnskálakerfinu breytt og „í bili" horfið frá að stofna kommúnur í borg- um. Jafnvel í sínu breytta formi er þessi tilraun Maós til að skapa kommúnisma og þarmeð alnýjan grundvöll þjóðfélagsins svo róttæk, að rússneska afbrigðið verður nán- ast afturhaldssamt í samanburði við hana. Sambúð Rússa og Kínverja var góð í önd- verðu. Einustu útlendingar sem var vel tekið í Kína eftir 1950 voru Rússar, ef frá eru taldir aðrir kommúnistar og áhrifa- gjarnir gestir, og áróðursvélar beggja landa létu ekki af að lofsyngja bræðralag þeirra og friðarást. En árið 1962 voru Kínverjar orðnir yfir 700 milljónir talsins, en íbúatala Sovétríkjanna einungis rúmar 200 milljói- ir, og ár frá ári hefur þessi mismunur vaxið. Landrými í Kína verður æ minna, og er það án efa ein meginorsök þess fjandskan- ar sem er risinn milli tveggja höfuðvelda kommúnismans og hafa kann örlagaríkar afleiðingar á næstu áratugum. Sigur kommúnista í Kína hafði að sjálf- reyndir og viðurkenna stjórn kommúnista í Kína, og hefur sá einstrengingsháttur dregið stóran dilk á eftir sér. Árið 1954 virtist „trúboðsskeið" kommún- ista í Kína vera afstaðið. Sjú En-Laí for- sætisráðherra Kína (Maó var opinberlega formaður ríkisráðsins og flokksins) hitti Nehru forsætisráðherra Indlands að máli og þeir komu sér saman um „friðsamlega sambúð". Á Bandung-ráðstefnunni 1955, þar sem ríki Asíu og Afríku komu saman, var samþykkt að efla baráttuna gegn nýlendu- veldunum, en kommúnistar féllust á að vinna að markmiðum sínum eftir löglegum leiðum, ekki með byltingum. Á næstu árum fór stjarna Maós hækk- andi, bæði vegna baráttunnar við Banda- ríkin og Sjang Kaí-sék og vegna hinna stórfelldu efnahagslegu framfara í Kína. En kringum 1960 fór hún að dala aftur, bæði vegna þess að „Stóra stökkið framá- við" reyndist ekki eins stórkostlegt og af var látið og vegna margvíslegra innri átaka í Kína. Ekki bætti það úr skák, að Kín- verjar fengu orð fyrir hroka og ásælni gagnvart nágrannaríkjunum. Kínverjar rufu landhelgi Burma og kúguðu Tíbeta til und- irgefni. Þeir hlutuðust til um þingkosning- ar í Japan og innanlandsmál Indónesíu og Malajsíu, og loks gerðu þeir tilkall til ind- verskra landsvæða 1959, sem varð til þess að Nehru fordæmdi árásarhneigð þeirra og bjóst til varnar. Árið 1962 sauð uppúr milli Kínverja og Indverja með ömurlegum afleiðingum fyrir þá síðarnefndu, en síðan hefur allt verið með kyrrum kjörum á landamærunum. Sögulegustu atburðir í Kína síðasta ára- tug voru tengdir menningarbyltingunni svo- nefndu, sem fjallað var ýtarlega um í síð- asta hefti Samvinnunnar 1967. Afleiðing hennar var meðal annars sú, að margir hinna gömlu leiðtoga kínverskra kommún- ista urðu að láta af völdum, þeirra á meðal Líú Sjaó-sí forseti ríkisins og staðgengill Maós, Peng Sén borgarstjóri í Peking, Peng Tehúaí landvarnaráðherra, Teng Hsíaó- ping framkvæmdastjóri flokksins og hin aldna kempa Sjú Te yfirhershöfðingi. Menningarbyltingunni, sem hófst snemma árs 1966, lauk á liðnum vetri með því að Lin Píaó hershöfðingi og landvarnaráð- herra var útnefndur arftaki Maós, sem naut stuðnings hersins og Rauðu varðliðanna í átökunum við embættismenn ríkis og flokks. Er nú eftir að sjá hverjir verða ávextir þessarar furðulegu byltingar sjálfs leiðtog- ans gegn því kerfi sem hann hafði mótað og þeim mönnum sem hann hafði valið sér til samstarfs. ? sögðu víðtækar afleiðingar í Asíu, ekki sízt þar sem Kínverjar voru dreifðir um alla Suðaustur-Asíu, í Malajalöndum, Indónesíu, Burma og Indó-Kína. Hinsvegar höfðu Ind- land, Pakistan, Burma, Ceylon og Indónesía þegar fengið sjálfstæði, þannig að baráttan gegn Evrópuveldunum var að mestu um garð gengin. Þarvið bættist að Vesturveldin gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að stemma stigu við útbreiðslu kommúnismans í Malajalöndum, Indó-Kína, Kóreu og Indó- nesíu, að vísu með misjöfnum árangri, en niðurstaðan varð samt sú, að kínverskra S- hrifa gætti minna en búast hefði mátt við. Bandaríkjamenn héldu verndarhendi yfir Sjang Kaí-sék á Pormósu og hótuðu kjarn- orkustyrjöld ef á hana yrði ráðizt. Eftir sig- ursæla framgöngu kínversku „sjálfboðalið- anna" í Kóreustyrjöldinni stóð hagur Maós með miklum blóma meðal fyrrverandi ný- lenduþjóða, er litu á hann sem leiðtoga í baráttunni við heimsvaldasinna. Bandarík- in höfðu í bili heft útþenslu kommúnism- ans, en neituðu að horfast í augu við stað- Fjandvinirnir Maó og Krústsjov. Maó og Lin Píaó i hópi Rauðra varðliða sem veifa kveri Maós. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.