Samvinnan - 01.02.1970, Page 10

Samvinnan - 01.02.1970, Page 10
inu, sem óumflýjanlega fylgir kvikfjárræktinni, sem í rauninni er ósköp frumstæð og nærri villi- mennskunni, eftir að maðurinn af illri nauðsyn, hungursins vegna, tók uppá því að rífa hold dýr- anna í sig. Það eru mjög sterkar líkur fyrir því, að maðurinn hafi upp- haflega verið ávaxtaæta nær ein- göngu. Nú þegar tækni og vísindi, efnafræði og lífeðlisfræði eru vel þekkt og komin til sögunnar, þá hættir maður framtíðarinnar því smám saman að vera að ala upp dýr til þess að drepa og éta. Maðurinn er búinn að átta sig á því, að dýrin taka til sinnar lífs- starfsemi margfalt meiri næringu en þau geta skilað í afurðum, og eru því bostnaðarsamur millilið- ur. Sem dæmi mætti nefna, að aðalbústofn okkar íslendinga er nú um 50 þúsund nautgripir og um 800 þúsund sauðfjár, vetrar- fóðrað. Þetta búfé tekur til sinn- ar lífsstarfsemi næringu framyfir það sem það skilar í afurðum, sem nægja mundi til að seðja 450 þúsund manns dag hvern. Og þó maður teldi ekki nema 20 króna dagsnæringu á mann, þá gerir þetta 9 milljónir á dag eða 3 milljarða 285 milljónir króna ár hvert. Það er víst, að búféð er dýr milliliður. Og maðurinn lærir líka að meta, hvað það er mikið skemmti- legra og á allan hátt menningar- legra að vinna við háþróuð iðn- aðarstörf við matvælaiðnaðinn úr jarðargróðrinum. Það er allt ann- að en dýrahirðing og sláturhús- störf með öllum sínum ógeðsleg- heitum, sem trúlegast engir menn fást til að vinna að, þegar tímar líða, nema þá sem neyðar- athafnir. Því hlýtur þetta að þró- ast þannig, að jarðvegurinn verði efnafræðilega undirbúinn fyrir þær jurtir, sem rækta skal, þann- ig að jarðargróðurinn fullnægi heilbrigðu lífi, svo að neytendurn- ir hætti að þjást af efnaskorti og geti þess vegna notið fullkominn- ar heilbrigði, þar sem vitað er, að mikið af sjúkdómum á upptök sín í efnavöntun jarðvegsins, ásamt fáfræði eða nær algerum þekkingarskorti margra þeirra, sem með næringarefnin fara, áð- ur en þeirra er neytt. Til eru nokkrar jurtir, sem hafa jafn- mikið eggjahvítuinnihald einsog nauta- og kindakjöt, og svo eru til öll ósköp af jurtum, sem eru mjög kolvetnaríkar. Þegar farið verður að vinna þetta í matvæla- iðnaðarstöðvunum, þá verður framleiðslan í flokkum, þannig að þessi pakki og dós, t. d. nr. 1, er með réttu innihaldi handa ungbarni, næsta dós og pakki nr. 2 handa stálpuðum unglingi. Þar næst fyrir nokkuð þroskaðan ungling á gelgjuskeiði, sem mik- ill vöxtur liggur í og allt stendur á botni í, einsog það er orðað, og væri það nr. 3, og væri kjörið fyrir hrausta menn í miklu erfiði og svaðilförum. Þá mætti vera sérstök dós og pakki fyrir þung- aðar konur; væri það nr. 4. Og svo kæmi nr. 5, sem væri fyrir annað fullorðið fólk fram á elli- ár. Og allt þetta gerðist undir hávísindalegu eftirh'ti og vinnu- brögðum. Þá gæti svo farið, að sumum sjúkrahúsunum yrði 'breytt í annars konar húsnæði, t. d. efnarannsóknarstöðvar eða annað þessu viðkomandi. Þá sveigist læknisfræðin meir en nú er að efnafræði, og þó meir að næringarfræði í sambandi við heilsufræði. Þegar hér er komið, hverfa öll venjuleg eldhús úr íbúðarhúsunum, og þá vitanlega eldamennska og matarbras. í þess stað verða dálitlar birgða- stöðvar og matstofa í hverju húsi. Borðbúnaður breytist, og upp- þvottur mataríláta hverfur að mestu. Þá fá húsmæðurnar æski- legan tíma frá svokölluðum eld- húsverkum til þess að sinna upp- eldi barna sinna, sem þá verða ekki fleiri en móðirin óskar, því þá veroa öll börn aðeins óska- börn foreldranna. Þá verður uppeldi barna og unglinga þannig, að í fæðunni fá unglingarnir öll þau efni, sem þeirra vaxandi lífsþroski þarfn- ast. Þá hverfur öll ásókn í margs FYRSTA FLÖKKS FRÁ FÖNIX Neðstu þrepin sliína örar- - en lausnin er á efsta þrepinu! HAFIÐ ÞÉR TEKIÐ EFTIR ÞVÍ — að teppið á neðstu stigaþrepunum slitnar örar en á hinum. Sandur, stein- korn, glersalli og önnur gróf óhreinindi, sem berast inn af götunni, þurrkast af skónum á neðstu þrepun- um, setjast djúpt í teppið, renna til, þegar gengið er á því, sarga sundur hárin við botninn og slíta þannig teppinu ótrúlega fljótt. Og grófu óhreinindin berast líka inn á gólfteppin í sjálfri íbúðinni, inn um opna glugga og á skónum, því ekki er alltaf gengið um teppalagðan stiga. En æðrist ekki - lítið bara upp hinn tæknilega þróunarstiga - þar blasir lausnin við NILFISK - heimsins bezta ryksuga! Á EFSTA ÞREPINU • NILFISK VERNDAR GÓLFTEPPIN — þv í ekki skortir sogaflið, og afbragðs teppasogstykkið rennur mjúk- lega yfir teppin, kemst undir lágu húsgögnin (mölur!) og DJÚPHREINSAR fullkomlega. NILFISK slítur ekki teppunum, hvorki bankar né burstar, en hreinsar mjúklega með nægu, stillanlegu sogafli. FJÖLVIRKARI — FLJÓTVIRKARI — VANDVIRKARI — ÞÆGILEGRI — HREINLEGRI — TRAUSTARI • fleiri og betri fylgistykki • fjöldi aukastykkja: bónkústur, fatabursti, málningarsprauta, hitablás- ari, húsdýraburstar, blástursranar o.m.fl. O meira sogafl • stöðugt sogafl • stillanlegt sogafl • hljóður gangur • hentug áhaldahilla • létt og lipur slanga • gúmmístuðari • gúmmíhjólavagn, sem eltir vel, en taka má undan, t.d. í stigum • hreinlegri tæming úr málmfötunni eða stóru, ó- dýru Nilfisk pappírs-rykpokunum • áratuga reynsla • dæmalaus ending • ábyrgð • traust vara- hluta- og viðgerðaþjónusta • gott verð og greiðsluskilmálar. SÍMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10 6

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.