Samvinnan - 01.02.1970, Síða 37

Samvinnan - 01.02.1970, Síða 37
þingmenn sækja umboð sitt ótví- rætt til kjósenda og bera jafn- framt persónulega ábyrgð gagn- vart þeim, þá gengur það fyrir flokkshyggjunni, að valinn mað- ur sé í hverju rúmi. Þetta sjón- armið mótar afstöðu manna og gerir nauðsynlegar breytingar auðveldari viðfangs. Eins og nú er ástatt er nálega ógjörningur að hreyfa við göml- um hlutum og stássi, án þess að hrikti og bresti í öllum megin- stoðum. Þá grípur flokkshyggjan i í taumana og hindrar jafnvel eðli- legar breytingar og umskipti. Þingmönnum kosnum í ein- menningskjördæmum gefst betri ’ og meiri kostur á að hafa náið og persónulegt samband við kjós- endur. Aukin tengsl þingmanna og kjósenda eru ugglaust einn af höfuðkostum einmenningskjör- dæmanna. Þingmaður, sem kos- inn er með þessum hætti, verður til muna sjálfstæðari gagnvart flokki sínum og að sama skapi háðari kjósendum sínum. Þessi háttur er því til þess fallinn að veikja hið sterka vald miðstjórna og kjördæmisráða flokkanna. Ennfremur verður dregið úr þeirri lenzku að láta flokks- hyggjuna vera upphaf og endi í öllum stjórnmálaumræðum og ákvörðunum. Stoðum er rennt undir aukið raunverulegt vald fólksins. Það er gjarnan talið einmenn- ingskjördæmunum til foráttu, að svonefnd „brúa- og vegaspotta- pólitík" verði allsráðandi. Hags- muna þjóðarheildarinnar verði ekki gætt í fyrirgreiðslukapp- hlaupi þingmanna fyrir einstök kjördæmi. Hafa verður þó í huga, að byggðaáætlanir einstakra landshluta, stærri stjórnunar- heildir sveitarfélaga og aukið verksvið þeirra mun allt draga úr þessari hættu. Nú þegar er þróun í þessa átt komin á rekspöl. Eng- in ástæða er til að ætla, að sjón- armið heildarinnar sitji frekar á hakanum en nú tíðkast. Kjördæmi og flokkar Ótvírætt er að haga má fyrir- komulagi einmenningskjördæma með fleiri en einum hætti. Það ræður hins vegar miklu um flokkaskipan, hver háttur er á hafður með tilhögun kjördæma og kosningaaðferð. Einn háttur er sá að skipta landinu öllu í kjördæmi — svo mörg sem tala þingmanna á að vera — og viðhafa meirihluta- kjör. Ekki er krafizt ákveðins meirihluta, heldur hlýtur sá kosningu, sem flest fær atkvæði. Kjördæmin verða að vera áþekk að stærð og kosningaréttur lands- manna að vera sem jafnastur. Þetta er nauðsynlegt til þess að einn flokkur fái ekki meirihluta á Aiþingi, án þess að hafa meiri- hluta greiddra atkvæða í landinu öllu. Það er álitið, að þessi háttur leiði til myndunar tveggja stórra flokka, sem eru óháðir hvor öðr- um. Nú er einnig hægt að hafa þann háttinn á, að frambjóðandi verði að hljóta helming greiddra atkvæða til að ná kosningu. Kosn- ingin er þá endurtekin, ef tilskil- inn meirihluti fæst ekki í fyrstu atrennu. Þessi aðferð á að stuðla að viðhaldi margra flokka, sem eru háðir hver öðrum. í fyrstu umferð kosninganna bjóða allir flokkarnir fram upp á eigin spýt- ur. Ef enginn fær tilskilinn meiri- hluta í fyrstu umferð, sameinast minni flokkarnir gjarnan gegn hinum stærsta í seinni umferð kosninganna. Einn kosturinn til viðbótar er sá að hafa uppbótarþingsæti til jöfnunar milli þingflokka. Þessi aðferð er talin sameina helztu kosti einmenningskjördæma og hlutfallskosninga. Tölulegt rétt- læti á að ríkja milli stjórnmála- flokkanna, og náið samband þing- manns og kjósenda fær einnig notið sín. Ýmsum finnst þó óeðli- leg regla, að þingmaður eða frambjóðandi, sem fallið hefur í kjördæmi sínu, fljóti inn á þing sem uppbótarþingmaður. Sjálf- sagt sýnist sitt hverjum í þessu tilviki. Mikilvægt er, að kjördæma- möbk séu ekki bundin með stjórnarskrárákvæðum. Ef breyt- ingar verða að einhverju marki á fólksfjölda, kann að vera nauð- synlegt að hnika til kjördæma- mörkum, svo samræmi haldist milli kjördæma. Ef þróunin yrði sú — með til- komu einmenningskjördæma -— að tveir flokkar spönnuðu þá vídd, sem er í stjórnmálaskoðun- um þjóðarinnar, risu sjálfsagt upp stórir hópar og smáir í hvor- um flokki, sem ekki litu sömu augum á öll veraldar vandamál. Flokkshyggjan, sem er allsráð- andi í flokkunum nú, yrði að víkja fyrir heilbrigðu og rökréttu skoðanamati. Það þarf að vera hátt til lofts og vítt til veggja í slíkum flokkum, rúm fyrir hinar fjölmörgu skoðanir, sem ósjálf- rátt hljóta að takast á. Þeir hóp- ar, sem á þennan hátt skipa sér í eina sveit, etja síðan kappi sam- an um áhrif innan flokksins. Þetta merkir, að starfsaðferðir flokkanna verða að vera frjálsar og óþvingaðar. Flokkarnir verða með öðrum orðum að vera fólk- inu opnir og aðgengilegir. í þess- um tilgangi yrðu stjórnmálaflokk- arnir að taka upp ýmsa nýja starfshætti. Við ákvörðun á fram- boðum væri sjálfsagt að gera það að fastri reglu að láta prófkjör skera þar úr. Tveir stærstu stjórnmálaflokk- arnir hafa þegar stigið skref í þessa átt. í þessum tilvikum er tvímælalaust verið að láta undan þungum kröfum ungra manna. Sýnir það sig þegar málflutning- ur er ábyrgur og bent er á nýjar leiðir, að þá næst árangur, að þá má þoka steinum úr vegi. Þeir, sem reisa rönd við ein- menningskjördæmum,telja gjarn- an, að tveggjaflokkakerfi kné- setji alla skoðanahópa í þjóðfé- laginu, nema tvo. Þetta er rangt. Þar sem margir litlir flokkar eru, eru að jafnaði þröngir eða ein- litir hagsmuna- og skoðanahópar í hverjum flokki. Fámennur hóp- ur í flokksforystu mótar stefn- una og óbreyttir ganga jafnan í takt. Þegar tveir stórir stjórn- málaflokkar rísa upp, ganga þess- ir áður aðskildu hópar hver í sína fylkingu. Innan hverrar fylk- ingar takast svo skoðanahóparnir á. Skoðanamyndun er því alls ekki heft; réttara væri að segja, að henni væri hleypt í nýjan far- veg. Framkvæmdavaldið Einmenningskjördæmin stuðla ótvírætt að því, að einn stjórn- málaflokkur geti komið svo sterk- ur frá kosningum, að hann hafi meirihlutaaðstöðu á Alþingi. Þetta gerir einum flokki kleift að standa að ríkisstjórn án stuðn- ings og samninga við aðra flokka. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér. Fólkið fær augljósa valkosti. í almennum kosningum fá kjósend- ur valið á milli stjórnarflokksins og stjórnarandstöðunnar. Kjós- endur úrskurða sjálfir, hverjir standa að ríkisstjórn á hverjum tíma. Nú eru það aðeins örfáir forystumenn þingflokkanna, sem hlutast til um og ákveða, hverjir fara með framkvæmdavaldið. Úr- skurður kjósenda fær þar litlu sem engu um þokað. Sá flokkur, sem minnst fylgis nýtur meðal kjósenda, á þess jafnvel kost að sitja að helmingaskiptum við stærsta flokkinn í ríkisstjórn. Svo er ástatt um ríkisstjórn íslands nú. Ríkisstjórn, sem missir þing- meirihluta — eins og nú er hátt- að — hverfur í fæstum tilfellum með öllu frá völdum. Oftast nær situr einhver hluti stjórnarinnar áfram. Jafnvel þótt þeir hafi skömmu áður misst traust kjós- enda. Sú hefur a. m. k. oftast orðið raunin á hér á landi. Mang stjórnmálaflokka í samningagerð um stjórnarstefnu elur einnig á ábyrgðarleysi. í viðskiptum þess- um um stefnumál og bitlingahlut- föll verða flokkarnir að stinga undir stól ýmsum meginstefnu- málum. Stjórnarsamvinnu er sið- an um kennt, þegar ekki reynist unnt að standa við gefin fyrir- heit. Öðru máli gegnir þegar einn flokkur er ábyrgur fyrir ríkis- stjórninni. Auk þess sem sá hátt- ur stuðlar að meiri stjórnfestu, eykur hann jafnframt ábyrgð valdhafanna og færir kjósendum meira úrskurðarvald í hendur um landsstjórnina. Við stjórnarflokk- inn einan er að sakast, ef allt gengur ekki að óskum. í kosning- um gerir ríkisstjórn annað tveggja að sitja eða falla. Ekki hvort tveggja eins og nú tíðkast. Allt bendir til þess, að meiri hreyfing og endurnýjun verði á forystusveitnm þingflokkanna. Stjórnarflokkur, sem missir meiri- hluta á þingi, gerir að öllum lík- indum reka að því að endurnýja og styrkja framvarðarsveit sína fyrir næstu átök. Með núverandi fyrirkomulagi ráða kjósendur engu um stjórnarmyndun. Það skapar forystumönnunum ekkert aðhald. Hreyfing verður því mjög hæg á forystuliði flokkanna. Það hefur hins vegar sýnt sig, þar sem einmenningskjördæmi eru, að þar á sér ávallt stað eðlileg og nauðsynleg endurnýjun. Hvað verður? Einmenningskjörnæmin lina ugglaust á taki flokksforystu- valdsins, stuðla að auknu áhrifa- valdi borgaranna og renna þar með stoðum undir aukið og traustara lýðræði. En sínum aug- um lítur hver silfrið. Andstaðan gegn einmenningskjördæmunum á sér töluverðan hóp formælenda. En hverjir eru þessir formæl- endur? Á það er að líta, að litlir stjórnmálaflokkar eru jafnan ann- að og meira en samtök manna með svipaðar stjórnmálaskoðan- ir. Þeir eru einnig hagsmunasam- tök til þess að 'hlúa að og auka áhrif og völd flokksmanna í þjóð- félaginu. Með þessum hætti fest- ast þeir í sessi. Sá flokkur, sem gengur fram fyrir skjöldu í þess- um efnum, á vænlegasta framtíð. Þar er gott að vera. Andstaðan kemur einmitt frá þeim hópum, sem eiga undir þennan verndar- væng að sækja. Þeir óttast, að þeir missi kjölfestuna, ef flokk- arnir leysast upp og sameinast i stærri einingar. í einstaka tilfell- um er þó um að ræða tilfinninga- semi í garð gamla góða flokksins. Einkanlega eru það minnstu stjórnmálaflokkarnir, sem óttast hagsmuni flokksmanna í þessu tilviki. Enda hafa Alþýðubanda- lagið og Alþýðuflokkurinn skipað sér í fararbrodd andstöðunnar gegn einmenningskjördæmunum. í Sjálfstæðisflokknum virðast 33

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.