Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 26
ekki að öll neðstu eplin eru skemmd og ekki mun líða á löngu þar til þau skemma öll hin út frá sér? Það er svo sannarlega víta- vert kæruleysi af manninum að athuga ekki öll hin eplrn, og þannig er það einmitt með okkur, nema hvað verið er að hegna okkur fyrir gáleysið, og þess verður ekki langt að bíða að við verðum áþreifanlega varir v:ð skemmdina. Okkar gáleysi er að sjá ekki, hve rotin þjóðfélögin eru við botninn og að þaðan kemur skemmdin sem veldur styrjöldum og hungri. Starf kirkjunnar á að stefna að því að opna augu okkar fyrir þeirri hættu sem við erum í. Við hugs- um eiginlega á mjög díalektísk- an hátt. Við sjáum andstæður í flestum hlutum og viljum að öll verkefni séu tekin á hávísindaleg- an hátt. Því eru takmörk sett, hve langt er hægt að ganga í að sanna sannleiksgildi trúarbragða, en það er einmitt stóri kosturinn við þau. Kirkjan á einm;tt að reyna að minnka þessa díalektík í okkur og kenna okkur að meta það, sem náttúran 'hefur upp á að bjóða, óskert og óbrjálað. Kirkjan á að stuðla að ger- breyttri stefnu í þjóðfélagsmál- um. Með berum orðum sagt: að brjóta niður það sem undan- gengnar kynslóðir hafa byggt upp og stuðla í staðinn að nýrri stefnu, göfugri takmörkum og fegurri draumum. Kirkjan og unga fólkið Það er enginn vafi á því, að ungt fólk hefur töluverðan áhuga á ti’úmálum, en skoðanir okkar eru ákaflega reikular. Kennsla í trúarbragðasögu er algerlega for- smáð af skólunum, og kirkjunn- ar menn gera sér litla grein fyrir gildi trúarinnar fyrir ungu kyn- slóðina eða vanrækja í það minnsta algerlega þá skyldu sína að ná til hennar. Við erum mjög leitandi í trúmálum og myndum okkur alls konar hugmyndir um trúmál. Sumir gera sér far um að mvnda sér ákveðnar trúar- skoðanir af e;gin hugmyndum. Aðrir vilja segja sig úr þjóð- kirkjunni og leita til annarra trúarbragða. En eitt er víst, að trúaráhuginn er fyrir hendi, og hann verður að treysta svo að trú;n geti þjónað sínu göfuga hlutverki í nútímaþjóðfélagi. Hér á íslandi verður þjóðkirkjan að hafa forystu í þeim mikilvægu málum, vegna þess hversu hún er fjölmenn og hve átak meirihlut- ans getur náð glæstum árangri. í skoðanakönnun, sem ég kom af stað hér í Menntaskólanum á Akureyri, spurð; ég 60 nemend- ur álits á messugerð eins og hún tíðkast nú og hvort þeir hefðu yfirleitt nokkurn áhuga á að sækja kirkju, ef óbreytt ástand héldist í kirkjumálum. Einnig reynd; ég að komast að, hve margir hefðu lesið Biblíuna, og þá hvað mikið af henni. í þriðja lagi athugaði ég, hve áhugi nem- enda væri m;kill á öðrum trúar- brögðum eða hvað það gæti haft í för með sér, ef Kóraninn yrði gefinn út á íslenzku. í ljós kom, að aðeins einn hafði lesið alla Biblíuna. 36 höfðu lesið e;nhvern hluta af henni, fyrir utan Biblíu- sögur sem kenndar eru í skólum. 23 höfðu ekkert lesið í henni, eða 38,3%. Þetta er óþægilega há tala, og það er forvitnilegt að fá að vita, hvort þessir nemend- ur séu algerlega áhugalausir um trúmál eða hvort þeir séu að leita sér að nýjum trúarkenning- um, en það kom í ljós, þegar ég spurði hvort þeir læsu Kóraninn, ef hann yrði gef;nn út á íslenzku. Aðeins 5 af þeim 36, sem lesið höfðu hluta af Biblíunni, svöruðu neitandi, en 31 játandi. 13 af þeim 23, sem ekkert höfðu lesið í henni, sögðust ekki ætla að lesa Kóraninn, en 10 af 23 eða 43,5% svöruðu játandi. Þetta hefur sína sögu að segja. Ljóst er, að allir, sem spurðir voru, hafa einhvern áhuga á trúmálum, nema þeir 13, sem ekkert hafa lesið í Biblíunni og hafa engan áhuga á Kóran- inum eða öðru sem snýst um trú- mál. Einn;g má sjá af þessu, að fáeinir (10) hafa engan áhuga á kristindómi, en vilja samt kynna sér trúarbók íslams. Orsakir þessa eru sennilega margar, en það er ekki svo fráleitt að álíta, að k;rkjan eða kristinfræði í skólum hafi ekki vakið neinn áhuga þeirra á kristindómi, og þess vegna snúi þeir sér að ein- hverju öðru og óþekktu til að svala trúaráhuga sínum. Sá stóri hópur, sem lesið hafði í Biblíunni og kynna vildi sér Kóraninn, gerir það að mestu sakir forvitni, og margir töldu s;g ekki gera meira en líta í bókina. Athyglis- vert er, að aðeins 7 af þeim 60, sem ég spurði, hafa áhuga á að sækja kirkju nú. Þetta eru ekki falleg meðmæli með kirkjunni, og benda þau t;l þess, að ein- hvers staðar misstígi hún sig, og ekki sé alveg nóg að starfrækja æskulýðsfélög innan vébanda kirkjunnar, sem hafa það að höfuðmarkmiði að efla áhuga fólks á kirkjunni og kenningum Jesú Krists. Þau eru í það nrnnsta algerlega vanmáttug að ná sýnilegum árangri í þessu starfi, a. m. k. að því er snertir kirkjulegan áhuga. Það eru hvorki meira né minna en 4 nem- endur í M. A. af þeim 60, sem ég spurð;, sem kirkjan hefur náð svo innilega til, að þeir eru full- komlega ánægðir með það, sem hún hefur upp á að bjóða, og vilja engu breyta. Sá grunur leit- ar þó á mig, að við eigum það þeim prestum að þakka, sem breytt hafa út af hinu rígbundna og ste;ngelda messuformi. Það dettur sennilega engum í hug að álíta það ekki hag fyrir kirkjuna og þjóðina alla að breyta til um messuform, svo að við „hinir yngri“ hefðum eitthvað til kirkj- unnar að sækja, því að 33 eða 60% spurðra hafa fullan vilja til þess að sækja kirkju og hlýða á orð guðs, aðeins ef messuforminu yrði hnikað örlítið til og gert líf- legra, en sé ekki eins og frið- lýstur geldingur andlegrar og frjósamrar hugsunar. Þar sem ég bý „úti á landi“ en ekki í Reykjavík, eru mér flestar þær breytingar óljósar, sem átt hafa sér stað í messugerð í höf- uðborginni, þá sérstaklega til- raunir háskólamanna. „Pop“- messur eru mér einnig það ókunnar, að ég treysti mér ekki til að fjalla neitt um þær. Ég varð þó greinilega var við, að þeir nemendur, sem svöruðu spurningunni um breytta messu- gerð, ætluðust ekki til að „pop“- hljómlist væri aðaldagskráratrið- ið, heldur fannst þeim sem prest- arnir ættu að útskýra hvað krist- indómur væri og bera hann sam- an við önnur trúarbrögð og gefa mönnum tækifæri til að spyrja eða jafnvel taka til máls. Við viljum fá almennan söng og syngja um hörmungar stríðsins og dásemd friðarins, um frelsi og kærleika og hið göfuga tak- mark trúarinnar, að gera menn- ina með alla sína þekkingu þess verða að njóta hennar. „Ég á mér ósk.........“ Ég þekkti deyjandi mann, sem ræskti sig, reyndi að brosa og sagði: „Ég á mér ósk.......“, en því miður þá komst hann ekki lengra. Allir vissu hvers hann ætlaði að óska, en sumir vildu ekki heyra það, því að þá sveið sárt undan þeirri ósk. Þeir fundu svo vel, hve máttur þeirra var lítill til þess að uppfylla þessa einu og síðustu ósk deyj- andi manns. Svona getur einhver saga byrj- að — eða endað. Sumir vilja ef t;l vill, að sagan verði ekki lengri. Ingólfur H. Ingólfsson. SigurSur Jakobsson: DAUÐI Garnalt fól'k deyr einkum í morgunsárið eða í Ijósaskiptunum þegar fótatak dagsins er að hverfa útí nóttina á fölgráu sjáaldri sofa Ijósöldur synda örsmáir Ijósfiskar með hvítan kvið og spurn i augum slá til sporði í dauðum sjó: grænfitjuðum fingrum tignarlega svífa uppá fölgrátt yfirborð lífvana litaslæður lítils virði er okkur lífið og á nethimnu engist mynd starandi sólar í dauðateygjum Spurningar til 60 nemenda í Mennta- skólanum á Akureyri: 1. a. Hafið þér lesið alla Bibliuna? b. Hluta af henni? c. Ekkert? 2. Læsuð þér Kóraninn, ef hann yrði gefinn út á íslenzku? 3. a. Hafið þér áhuga á að sækja kirkju eins og messur fara fram í dag? b. En ef messur færu fram í anda ungs fólks og í samræmi við 20. öldina? Svör: 1. a. 1 } b. 36 c. 23 i 60 2. a. já 1 j ■ nei 0 j b. já 31 » : nei 5 ) c. já 10 \ nei 13 ) 3. a. já 7 l b. já 3 c. nei 4 I Ef svarið við spui a. nei 53 I b. já 33 nei 17 I 60 (Allir svöruðu) 7 (Allir-svöruðu) 50 (3 svöruðu ekki) „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.“ . ...... , „„ Hið almenna bref Jakobs, I, 27. „Trúin er ekkert annað en ást á Guði og mönnum.“ William Penn. ,,Úr því mennirnir eru svona spilltir, þó þeir hafi trúarbrögðin, hvernig væru þeir þá án þeirra?" Benjamín Franklín. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.