Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 16
VNGA FÓLKIÐ OG SAMTÍMINN Auður Aðalsteinsdóttir Daníel Guðmundsson Freyr Þórarinsson Gestur Guðmundsson Gestur Jónsson Guðm. G. Þórarinsson Auður Aðalsteinsdóttir: Að brúa bilið Eitt vandamálanna, sem mað- urinn þarf og hefur alltaf þurft að kljást við, er bilið milli kyn- slóðanna. Að sjálfsögðu er erfitt að segja fyrir um, hvort þetta bil verður nokkru sinni brúað, en oft hafa menn reynt að skyggnast inn í framtíðina með því að draga ályktanir af fortíð- inni, og ef tekin eru tvö dæmi, verður útkoman heldur neikvæð! Fyrstu rituðu heimildir sem fundust voru svohljóðandi: Heim- urinn versnandi fer, foreldrarnir eru hættir að ráða við börnin sín. Og úr Aldarhætti Hallgríms Pét- urssonar: Ungdómsins æði þó áður fyrr stæði til afreka hárra, losti, sjálfræði, leti, svefn bæði, það lízt þeim nú skárra. Nú er þetta bil auðvitað sam- tvinnungur margra þátta mann- legrar skapgerðar, s. s. fordóma, tilhneigingar til að gleyma óþægilegri reynslu o. s. frv. Frá alda öðli hafa þessir skapgerðar- þættir viðhaldið kynslóðabilinu, samfara þjóðfélagsháttum og við- horfum hverra tíma. Ef litið er nánar á skapgerðar- þættina: Fordómar: Að líta á ungt fólk sem einhvern sérstakan kynflokk. Dæmi: Það er samkvæmi. Ungl- ingarnir eru leiddir saman eins og krndur í rétt í eitt horn stof- unnar. Kannske spurðir fyrst í vinsamlegum tón, hvort það sé gaman í skólanum. Síðan eiga þeir að halda uppi samræðum, hvort sem þeir hafa sömu áhuga- mál eður ei. Annað dæmi: Kosning fulltrúa ungs fólks á alþingi. Fordómar gagnvart sambandi kynjanna: Móðir við dóttur: Þú ferð ekki til X. Verður ekki fullt af strák- um þar? Það er létt að ímynda sér, hvað iþvílíkt vantraust getur leitt af sér, en sem betur fer gera ekki allir foreldrar sig seka um þvílíka grunnhyggni. 11 ára strákar fóru í heimsókn í sauma- klúbb til skólasystra sinna. Áður en nokkurn varði, voru foreldrar þeirrar sem stýrði samkvæminu komnir heim, og nú varð hver að bjarga sér sem betur gat. Pabb- inn og mamman voru skynsamt fólk. Þau drógu hetjurnar fram undan gluggatjöldum og stólum og buðu þeim upp á kaffi. Vínið er mikið feimnismál kyn- slóðanna. Það er pukrað og þag- að, báðum megin, þar til í óefni er komið. Að það séu uppeldisleg mistök að fá sér í glas með börnum sín- um, er algeng skoðun, en er að ég held á undanhaldi. Burtséð frá því, hvað eitt vín- glas getur haft góð áhrif á sam- band foreldra og unglinga, get- um við ekki búizt við, að „vín- menning“ okkar breytist til batn- aðar, meðan börn læra ekki að umgangast vín. Tilhneigingin til að gleyma óþægilegri reynslu: Við þurfum ekki nema 2—3 ár til að finna „kynslóðamun". Ung stúlka, sem lifir nokkuð hátt fram að giftingu, en stillist mjög eftir það, talar oft af mikilli hneykslan um krakkalýð, sem hafi verið ofurölvi hér og þar. Verndunarhneigð foreldra er auðvitað ofur eðlileg — innan vissra takmarka. Þegar allt kem- ur til alls, er verið að ala upp þjóðfélagsþegna, en ekki daufar eftirmyndir foreldranna. Jens Höjmark Jensen segir í bókinni „To kön — ét samfund“: Með góðum ráðum, samfara stað- góðri fræðslu, ættu foreldrar smátt og smátt að láta börn sín um að þroska persónuleika sinn óhindrað gagnvart öllum aðstæð- um. Sem dæmi nefnir hann náms- venjur, vínvenjur, svefnvenjur o. fl. Þetta hlýtur að vera hið ákjósanlegasta, en vissulega er það erfitt í framkvæmd. Við lifum í þjóðfélagi, sem blátt áfram býður upp á meiri kynslóðamun en mörg önnur. Fjölmargir unglingar eru betur menntaðir en foreldrar þeirra höfðu kost á að verða. Afleiðing- arnar verða óöryggi foreldra, sem kemur fram í oft óheppilegri mynd, og hins vegar leiðinda- menntunarhroki afkvæma þeirra. Annað er hægt að nefna sem hinar öru þjóðfélagsbreytingar hér hafa skapað: Margir hinna yngri kannast sjálfsagt við setn- ingar eins og: „Þú veizt greini- lega ekki, hvað það er að vera svangur“. „Við fengum nú ekki nema einn skólakjól, sem við gengum í allan veturinn. Kannske ný uppslög og kraga sem við þvoðum“. Eigum við — bitbein þessara setninga — að finna til sektartilfinningar yfir þeirri gleðilegu staðreynd, að við höfum það betra nú en fyrir hálfri öld? Hin nýju byltingar- kenndu lífsviðhorf eiga ekki við á íslandi okkar tíma. Það að lífið sé of stutt til þess að eyða því í kapphlaup milli banka og hálf- byggðra húsa er nokkuð, sem margir hinna eldri eiga erfitt með að skilja. Ástæðuna fyrir því, að Hall- grímur Pétursson fann sig knú- inn til að yrkja um ungdóminn, er að einhverju leyti hægt að finna í ónógri fræðslu þeirra tíma. Við, sem lifum á tímum aukinnar menntunar, ættum því að gera okkar ýtrasta til að brúa bilið milli kynslóðanna. Auður Aðalsteinsdóttir. Unnur Sólrún Bragadóttir: GRÁTT GAMAN Stór og starandi, starandi — starandi sífellt á hnignun, — rústir, barns míns augu rænulauss. Rennur skinns og hörunds mér milli kaldhæðni, gljáandi ofurstamerkis, herra. Þrumuskot marghleypna fram hjá og í. Harmakvein friðarsoltinnar móður. „Hvers — já hvers á saklaust barn mitt að gjalda?" „Fátækt til sölu,“ hrópar lista- maðurinn. Hendur hans eru bláar af kulda raunveruleikans. Hvar er listamaður sálu okkar? Hví kaupum við ekki kolsýru listamannsins? Hann kafnar af loftleysi. Jarðarförin auglýst siðar. „Hvar er okkar Guð?“ hrópar fátæktin. „Hann er ekki til,“ segir gullið. Lítil sfúlka kemur með kerti. Fátæktin fær ofbirtu í augun af gullinu, en Guð hennar hjálpar ekki. Hann er grafinn í gullið. Forseti sælunnar kom í heimsókn ( dag. Gullið og litla stúlkan veiktust, veiktust af blindni heimsins. Þau verða jörðuð i fátæktinni. Nýfætt meybarn grætur. Það hrœðist kertið og fátækt brjóstanna. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.