Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 25
Ingólfur H. Ingólfsson: Unga fólkið og trúmálin Inngangsorð Skálmöld ríkir í heiminum. Rótgróin lýðræðisríki riða til falls vegna skefjalausrar gagn- rýni og óreiðu. Fjöldamorð eru framin. Hungursneyð, offjölgun manna og sífelld aukning meng- unar lofts og sjávar dæma okkur til tortímingar, og ungt fólk er látið flykkjast í herinn til þess að berjast í þágu þess friðar, er Mammon boðar. Hvernig í ósköp- unum stendur á því, að slíkt sem þetta getur gerzt í heimi þar sem tæknimenningin er svo háþróuð, að allt virðist bókstaflega mögu- legt? Það er meira að segja lagt ofurkapp á að sanna það fyrir fjöldanum, að þjóðfélagið, sem hann lifir í, eða hugmyndakerfi það, sem þjóðfélagið er reist á, sé fullkomið og sú hagnýtingar- stefna, sem er öllum þessum hug- myndakerfum sameiginleg, sé sú stefna, sem gæti gefið okkur full- kominn heim, næstum því guð- dómlegan. Mönnunum leyfist sem sagt að eyða milljörðum króna í að sanna, hvers tæknin er megn- ug og hversu skynsamlegt er að láta hana stjórna mannkyninu. Það má hverjum manni ljóst vera, að öll okkar þjóðfélög eru tæld áfram af gróðasjónarmiði, sem krefst hagnýtrar tækniþró- unar. Sum hugmyndakerfi krefj- ast þess bókstaflega, að tæknin mark; stefnuna á hverjum tíma. Þetta hefur í för með sér, að þjóðfélögin krefjast beinna nota af því, sem hugsað er og gert; þess vegna fljóta mennirnir á yf- irborði raunveruleikans ívafðir tilbúnum og ásköpuðum þægind- um. Þeir, sem eru þess megnugir að gera mestu kröfurnar um betri lífskjör, auka stöðugt við þæg- indi sín; en hinir, sem minna mega sín, verða að gefa, svo að þeir fyrrnefndu geti öðlazt. Þann- ig knýr þjóðfélagið okkur til að hugsa „hagnýtt" og framkvæma „hagnýtt". Nú er svo komið, að við höfum misst tökin á þróun- inni, og hún leiðir okkur sífellt lengra og lengra til eyðingar. Við erum fyrir löngu hætt að fylgjast með afleiðingum tækniþróunar- innar og skynjum ekk’ lengur, hvað er að gerast. En skilyrði þess, að líf geti þrifizt, er að það fái tíma til að fylgjast með og aðlagast umhverfinu. Að hverju skyldi þá stefna, þegar við höf- um misst af þróunarlestmni og getum ekki lengur stjórnað gerð- um okkar, heldur veltumst áfram með óljósa vitneskju um, hvað er að gerast? Við eigum að snúast gegn þeim þjóðfélögum, sem halda óbreyttri þeirri stefnu sem tækni velsældar og hungurs hef- ur markað. Xrúin, framtíðin og þjóðfélagið Það ætti að vera augljóst, að mannkynið þarf eitthvert nýtt afl til að leiða það áfram og forða því frá sjálfsmorði. Það má ekki misskilja orð mín svo, að ég vanmeti algerlega þýðingargildi tækninnar fyrir mannkynið og vilji þurrka allt út, sem kalla mætti því nafni. Því fer fjarri. Það er einungis sú stefna sem þróunin hefur tekið, sem er okk- ur mönnunum og öllu lífi hér á jörðu ofviða. Maðurinn getur ekki numið staðar og horfið til baka til frumstæðra lifnaðar- hátta, eins og marga dreymir um. Hann verðurað vera það sem hann er, með þá þekkingu sem hann hefur aflað sér, en hann getur ekki heldur brotizt hjálp- arlaust úr þeim erfiðleikum sem hann er hnepptur í. Það sem vakir hér fyrir mér er mikilvægi þess, að trúin sé hið leiðandi afl allra þjóðfélaga og hugmyndakerfa þeirra. Ég hef ekki enn komizt að neinni fram- bærilegri niðurstöðu um það, hvernig gera megi trúna að kjarna, sem farið er eftir í mót- un þjóðfélags. Kemur þar bæði til hæfileika- og þekkingarskort- ur í þjóðfélagsmálum. En til þess að þjóðfélag geti staðið traustum fótum verður það að byggjast ó grunni, sem við trúum á. Ekki eru allir sammála því, að ekki sé nauðsynlegt að skilja til hlítar þann grunn, sem byggt er á. Það eru þeir, sem skilja og- trúa á tækniþróunina. En til eru menn, sem trúa á þróunina án þess að skilja hana, og þeir eru hættu- legastir, því fyrir þeim er tækn- in sem trú, eins og þín trú er guð. í þriðja lagi er stór og ört vax- andi hópur manna, sem trúir ekki á tækniþróunina sem leiðandi afl í þjóðfélaginu hvort sem hann skilur hana eða ekki. Það eru þeir sem vilja lifa — og lifa í friði. Trúin er búin þeim eiginleik- um, að hana þurfa menn ekki að skilja. Trúin krefst ekki áþreif- anlegra sannana fyrir tilverurétti sínum. Hún er ekki undirorpin sífelldum breytingum nýrra stað- reynda; þess vegna er sá grunnur, sem fæst með trúnni, traustur og sannur. Öllum trúarbrögðum er það sameiginlegt að veita hugg- un í baráttu þessa lífs, gera mönnunum kleift að horfast í augu við dauðann og vera sið- ferðilega leiðbeinandi, en trúna á kraftaverkið hefur aðeins kristin trú, og á kraftaverki þurf- um við svo sannarlega að halda, ef mannkynið á að komast á miskunnsaman hátt út úr þeirri dauðagildru, sem það er í. Það er ekki ætlun mín að hefja kristin- dóm yfir önnur trúarbrögð heims- ins, þó það megi ef til vill merkja á því, sem kemur hér á eftir, en til þess liggja allt aðrar ástæður. Ég er aðeins að benda á þá skoð- un mína, að trúin sé það afl, sem bjargað geti lífinu frá dauða og leitt okkur áfram til betra lífs. Hér skiptir ekki máli, hvort trú- arbrögðin eru kristindómur, búddadómur, íslam, taóismi, hindúasiður eða eitthvað annað. Gildi trúarbragðanna er það sama fyrir manninn, hver svo sem þau eru. Kirkjan Hér á íslandi er starfandi þjóð- kirkja á evangelísk-lútherskum grundvelli. Þetta þjóðkirkjufyrir- komulag ihefur orðið fyrir mikilli gagnrýni, sérstaklega frá okkur sem tilheyrum ungu kynslóðinni. í þessari gagnrýni hefur verið vitnað í stjórnarskrána og bent á yfirlýsingu hennar þess efn;s, að í landinu skuli ríkja trúfrelsi, en með þjóðkirkjunni sé einum trú- arbrögðum gert hærra undir höfði en öðrum. Þetta er alveg rétt. Gallinn er aðeins sá, að of marg:r okkar telja þjóðkirkjuna eiga sök á, hversu kirkjan standi fjarri þjóðinni, eins og raun ber vitni um. Þeir álíta þjóðk:rkjuna hefta eðlilega aðlögun kirkjunn- ar að breyttum þjóðfélagsháttum. Aðrir hafa misst trúna á kristin- dóminn og vilja fá tækifæri til að kynnast öðrum trúarbrögðum, en þjóðkirkjan stendur því fyrir þrifum. Ég er aftur á móti þeirr- ar skoðunar, að ekki skipti svo miklu máli, hvort hér sé þjóð- kirkja eða ekki. Það má deila um tilverurétt þjóðkirkjunnar, þegar rædd eru jafn auvirðileg mál og hvort hún boði sanna og rétta trú, en ekki þegar rætt er um að auka gildi trúarinnar fyrir þjóð- ina og að notfæra trúarþörf mannsins til þess að vera leiðar- afl, sem er miklu mikilvægast. Þegar ég nefni að kirkjan eigi að aðlagast breyttum þjóðfélags- háttum, á ég ekki við, að hún lepji allt upp eftir ríkjandi stjórnarfyrirkomulagi og básúni út eða styðji á annan hátt óbreytta þjóðfélagsskipan. Ástæð- urnar fyrir því er ég búinn að nefna. Það, sem ég á við með að- lögun, er að kirkjan breyti messu- gerðum sínum í samræmi við kröfur nútímans. Ýmsir prestar sýna í þessu máli töluverða við- leitni. Margir hverjir nota stól- ræður sínar til þess að tala um verkföll og hungur, geimferðir og stríð o. s. frv., sem efst er á baugi hér heima og erlendis. Þetta er ekki nóg, eða réttara sagt: þetta er ekki rétta leiðin og alls ekki hlutverk kirkjunnar. Það er ann- að og meira. Það er að vísu göfugt að prédika t. d. um hjálp handa sveltandi börnum í Bíafra og stuðla að því, að friðarsátt- málar séu gerðir o. s. frv. Það er einnig ákaflega erfitt að gagn- rýna þessar aðgerðir, en ef við hugsuðum dæmið eilítið öðruvísi, þá gætum við ef til vill komizt að annarri niðurstöðu. Lítur það ekki hálf-asnalega út, ef maður nokkur sér skemmt epli efst ofan á eplahrúgu og tekur það burt t;l að bjarga afganginum frá því að skemmast, og verður síðan svo hreykinn af góðverki sínu og útsjónarsemi, að hann athugar 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.