Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 39
úr lífinu. Lífið sem hugtak spannar allt, ást bg hatur, hugs- un, brauðstrit, þjáningu, gleði og drauma. Að lifa er að leggja lífið á vogarskál sannfæringar sinnar. Þannig komst æskan til þeirrar vitundar að vilja breyta morgun- deginum í daginn í dag, eins og Nexö komst að orði, því morgun- dagurinn marglofaði rann aldrei upp. Þetta mun kosta langa og harða baráttu, og við vitum öll, að það verða erfið sundtök, en þeir, sem reyna að synda á móti straumnum, búast ekki við því, að hann breyti um stefnu. Það sem stendur í vegi fyrir því, að við fáum að byggja upp það samfélag, sem okkur langar til að lifa í, er núverandi þjóð- skipulag, sem umlykur óskir okkar og tjáningarþrá eins og kínverskur múr. Frumkvæði okk- ar strandar á því, að einhverjir eiga allt. Við erum fædd inn í heim, sem eignarhald er á, og við fæðumst jafnvel saklaus — sem annarra eign. Hvernig geta menn verið frjáls- ir og jafnir, þegar fjöldinn hefur engan frjálsan blett til að standa á og fær ekki að éta nema strita fyrir aðra? Einn á þetta og annar hitt, allt stendur blýfast eins og járnkarl í helfrosnum mykju- haug. Ég er að tala um eignar- réttinn, sem eins og Kiljan sagði er orðinn hluti af trúarjátning- unni. Því er framsæknasti hluti æskunnar í dag hlynntur ein- hvers konar sameignarskipulagi eða sósíalisma, en sósíalismi er ekkert annað en gagnrýni á eign- arréttinn frá sjónarmiði almenn- ingsheilla. En æskan lifir ekki í framtíð- inni, og í forgengileik tímaskyns- ins vill hún sameinast tilfinningu augnabliksins, en það tekst að- eins í ástinni. Love, love, love heyrist á hverju götuhorni, hljóm- lítið og tilgerðarlegt, en þó satt og þrungið lífsþrá. Ástin Ijær sálinni vængi, sögðu Grikkir, en sálin er það sem við viljum verða — er draumurinn um okkur sjálf. Við viljum finna til og njóta lífs- ins núna, og við höfum engan tíma til að bíða, því jafnvel Goethe gamli vissi, að lífið er stutt, en dauðinn svo andskoti langur. II. „......við getum ekki íslend- ingar endalaust lifað á landslagi, við nærumst ekki á fjöllum, við étum ekki jökla, við drekkum ekki fjallavötnin fagurblá." Svo segir í Tómasi Jónssyni metsölu- bók. Sumir mála spegilinn sinn í þeirri von að fegra sjálfa sig, aðrir eiga ekki einu sinni spegil- brot til að kíkja í og hafa því aldrei séð sjálfa sig. Setningin í Tómasi segir frá þjóð, sem megnar ekki að stað- setja sig í nútímanum og hefur tapað vitund sinni. Framfarir mannsins er þróun til meiri vitundar, frá því að ná valdi yfir náttúrunni og losna undan örlagamætti hennar í vit- und sinni, í það að setja mann- inn miðsvæðis sem sína eigin or- sök og þar með afleiðingu. ís- lendingar hafa enn ekki yfirstig- ið fyrstu vitsmunalegu framfara- stig mannsandans. í viðkvæmri sjálfsmeðaumkun álasa þeir nátt- úruöflunum, guði almáttugum eða jafnvel fiskinum í sjónum fyrir ófarir sínar, en aldrei sjálf- um sér. Vitund, það er að hafa sjálfan sig sem viðfangsefni, hug- urinn gerir sér vissar hugmyndir um sjálfan sig, hvað honum sé eiginlegt og mikilvægast. Vitund er tæki til að fylgjast með sjálf- um sér um leið og háþróuð vit- und er eitt hæsta stig mannlegr- ar þekkingar. íslendingar gera sér hreint engar hugmyndir um sjálfa sig, þekkja sig ekki öðru- vísi en í kvöldroða fortíðarinnar og þeim dettur því aldrei í hug, að þeir geti sjálfir verið orsök eigin erfiðleika. Fáir einstaklingar hafa komið fram á sjónarsviðið, sem gert hafa sér far um að sýna okkur í spegil. Það hefur stundum verið fullyrt, að slíkt sé hlutverk hinna svokölluðu menntamanna; þeir eigi að hafa þá andlegu fjarlægð og þá persónulegu reisn, sem er forsenda þess að geta rannsakað sjálfan sig. Til þess þarf að' standa utan við þjóðfélagið og horfa á það. En menntamennirnir íslenzku eru alltof uppteknir af smáborgaralegri metnaðargirnd um völd og veraldleg gæði. Þeir hafa í reynd haft samstöðu og samhygð með ríkjandi stétt á ís- landi. Þeir standa ekki utan við neitt nema sjálfa sig. Erfiðleikar þessarar þjóðar hafa sjaldan ónáðað viðkvæma samvizku menntamannanna, held- ur hafa þeir verið tæknilegir handlangarar ríkjandi þjóðskipu- lags, þjónað fyrir altari hins ó- breytta ástands, en aldrei tekið sem stétt sjálfstæða afstöðu til erfiðleika líðandi stundar. Þeir kappkosta að gera lærdóm sinn að féþúfu. Þannig einnig Háskóli fslands. Hann er of samtvinnaður þjóðfélagslegum status quo til að geta gegnt því hlutverki háskóla sem mikilsverðast er, en það er að vera skapandi aðili framtíðar- þjóðfélags. Sú vitsmunalega kjölfesta, sem sérhver þjóð þarfnast, vilji hún fá staðizt öldugang tímans, er ekki fyrir hendi á íslandi, heldur sveiflast allt með hreyfingum efnahagslífsins, vitsmunir, lær- dómur, sannfæring, hugsun og annað sem til staðar er. En hag- sveiflurnar íslenzku eru hvorki smáar né fátíðar. En hvernig myndast vitund einnar manneskju eða einnar þjóðar? Vitund öðlast maður fyr- ir baráttu. Að setja sér takmark og leggja síðan alla krafta sína fram til að ná markinu. Þannig gerir maður sér mynd af sjálfum sér og getur um leið fylgzt með því, hvort þessi mynd standist. Þetta er endurspegluð reynsla, verknaður sem gerir mig reynsl- unni ríkari. Ef ný brú eykur ekki vitund þeirra, sem smíða hana, þá á ekki að reisa brúna, heldur skulu landsmenn halda áfram að vaða eða ríða yfir fljótið. Brúin á ekki að falla af himnum ofan, hún má ekki verða þvinguð upp á hið félagslega um- hverfi af einhverjum deux ex machina, heldur verður að koma úr vöðvum og heilabúi íbúa lands- ins sjálfs! Mig minnir að Franz Fanon hafi sagt eitthvað á þessa leið. Fólkið þekkir af eigin erf- iði orsakasambandið milli tilveru brúarinnar og verknaðarins. Reynslan verður að hluta af per- sónuleika þjóðarinnar. Verknað- urinn er upphaf alls. Tvennt er það á þessari öld. sem hefur markað og mótað ís- lenzku þ.ióðina dýpra en annað: fullveldið og örskjótar efnahags- legar framfarir að afloknu síðara heimsstríði. En hvorugt virðist hafa haft jákvæð áhrif á þjóðar- vitund okkar. Hvað veldur? Ég hygg að margt megi rekja til þeirra at- burða, er leiddu til fullveldis fs- lands, en því safnizt þið hér saman, að þið viljið minnast þess dags. En við minnumst ekki þeirrar baráttu, sem leiddi til fullveldis, heldur höldum við daginn hátíðlegan. í þessari mynd er dagurinn skurðgoð, sem við dýrkum, og til þess höfum við engan rétt. Fullveldið fengum við vegna baráttu fárra manna, án þess að þjóðin sem slík þyrfti nokk- urn tíma að leggja neitt í sölurn- ar eða berjast; þjóðin fékk það hlutverk að bíða og þráast við. Fullveldið kom með evrópsk- um menningarstraumum og féll okkur í skaut stórátakalaust. Illgjarn maður gæti fullyrt, að Danir hefðu eftirlátið okkur landið, af því að það var hætt að borga sig. Það var ekki þjóðarsálin sem kvað uppúr, að nú væri mælirinn fullur af rangsleitni, örbirgð, lög- leysu og kúgun, heldur þótti rétt að fylgjast með straumnum úti í Evrópu. Þannig er og afstaða okkar mótuð. Við lítum á full- veldið sem áunninn, statískan hlut án samhengis og tengsla við daglega lífsbaráttu þjóðarinnar. Efnahagslegar framfarir féllu okkur í skaut, án þess við fengj- um rönd við reist. Við urðum allt í einu verðmæt, en gerðum okk- ur það ekki sjálf með eigin hönd- um. Tilviljunin kom okkur í áln- ir. Það vitundarleysi sem af þessu leiddi kemur m. a. fram í þeirri órafjarlægð, sem aðskilur hugs- un okkar og verknað. Við höldum ræður og þrösum tímunum saman um hin aðskilj- anlegustu vandamál, en hopum þegar á hólminn er komið; hinn beini verknaður, sem er áhrifa- ríkasta aðferð til að knýja fram breytingar, er óþekkt hugtak ís- lenzkri tungu. Afstaða einstaka manna til stjórnmála er og mörkuð þessu marki vitundarleysis og tregðu. íslendingar fæðast inn í stjórn- málaflokka, þeir komast ekki að pólitískri niðurstöðu með aðferð- um greiningar og hugsunar, held- ur ættfræðilega og tilfinninga- lega. Og þess vegna hafa þeir enga pólitíska sannfæringu, aðeins hagsmunalega samstöðu. Maó formaður segir einhvers staðar, að það sé það sama að vera án pólitískrar sannfæring- ar og hafa enga sál. Þannig sér hann sálina sem skurðpunkt verknaðar og vitundar í nútíð og framtíð. Sé hægt að yfirfæra þetta á ykkur, þ. e. íslenzka þjóð, þá er vonleysið, sem einkennir drunga- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.