Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 27
Poppiö og unga fólkiö Jóhann G. Jóhannsson: Við lifum í heimi efnishyggj- unnar, fangar eigin múrblokka í sellum íbúðarhólfa, smækkaðir að manngildi til að falla inn í skúffulíf þjóðfélagsins. Við lifum í heimi misskiptra lífsgæða þar sem stór hluti mannkynsins býr við þröngan kost, sveltur heilu eða hálfu hungri, meðan lítill hluti fleytir rjómann. Græðgi, misrétti, tortryggni og ofbeldi, hugtök sem við þekkjum vel, undirrót sífelldra árekstra milli einstaklinga og þjóða, árekstra er gætu á augnabliki breytt heim- inum í logandi víti með gífurlegri þróun á sviði vísinda og tækni. Það er ekki nema eðlilegt að sú kynslóð sem nú vex upp í skugga þessara ógna freistist til að álykta að eitthvað meira en lítið sé athugavert við það umhverfi er mannkynið hefur skapað sér, umhverfi sem einkennist af vax- andi hraða og ópersónuleika, um- hverfi sem fyllir manninn eirðar- leysi, einmanakennd, tilgangs- leysi, ásamt vaxandi streitu, er ógnar geðheilsu hans. Orð Mar- ats eru tímabær: „Gegn þögn náttúrunnar beiti ég framkvæmd ......ég stend ekki hjá ósnort- inn, ég gríp inn í og segi, þetta og þetta er rangt. Það sem skiptir meginmáli er að draga sjálfan sig upp á eigin hári, snúa sinni eigin ranghverfu út og horfa á heiminn ferskum aug- um.“ Siðmenntunarbreyting mannkynsins hefur einungis náðst með lærdómi og breyttum aðstæðum, en líffræðilega stend- ur það á sama stigi og fyrir milljónum ára. Eina von þess nú er að sameinast í leit að leið úr þeim ógöngum er það hefur komið sér í af sjálfsdáðum. Rætur poppsins, í hvaða list- grein sem það birtist, liggja í hin- um róttæku þjóðfélagslegu um- brotum er nú eiga sér stað víðs- vegar og beinast einkum að þeim hluta eldri kynslóðarinnar er fer með völdin og með þröngsýni sinni stendur í vegi fyrir endur- bótum. Þetta kemur einkar vel fram í hinu sýkta þjóðfélagi Bandaríkjanna með hinu þjóð- félagslega hópfyrirbæri er kall- ast Hippar, hópur ungs fólks er gerir tilraun til að yfirgefa hið úrelta þjóðfélag til sköpunar nýs, er samræmist betur kröfum þess. Hipparnir sýna með tilraunum sínum, á róttækan hátt, hug þeirrar æsku er meðtekur ekki lengur hugsunarlaust gamlar kreddur og úrelt siðalögmál lið- inna kynslóða. Hinn sanni Hippi berst fyrir friði, frelsi, jafnrétti og bræðralagi, hugtökum sem við þekkjum öll, en sem því miður hefur reynzt erfitt að gera að veruleika í okkar hrjáða heimi. Hipparnir vilja snúa til fábrotins lífernis í nánari tengslum við náttúruna, lífernis er einkennist ekki af kapphlaupi eftir verald- legum gæðum, lífi sem markist ekki af vinnu frá 9—5, þar sem einstaklingurinn hverfur í skugga ópersónuleikans; þeir vilja ekki verða hluti þeirra draumlausu milljóna er framleiddar eru til öruggra embætta og leiðinda stofuhjónabanda. Þeir krefjast aukins frelsis á sviði kynlífs. Þeir reykja hassís og maríhjúana sem þeir telja til yndisauka. Einn af forystumönnum Hippanna, Tom Haydn, 28 ára rithöfundur, hefur skrifað: „Það sem við lífsnauð- synlega þurfum er einhver með víðsýni og skarpskyggni sem sér þjóðfélagið og hindranir þess, maður er lætur ekki stundar- ágóða trufla dómgreind sína, en dregur þess í stað öllum til sýnis hæstu drauma mannlegrar hæfni.“ Bob Dylan, einn af boð- berum hugsjóna Hippanna, hefur ort: „Þó hinir ríkjandi semji lög fyrir þá vitru og hina heimsku, þá hef ég engin til að lifa eftir.“ Grískur tónfræðingur skipti allri tónlist í þrjá meginflokka: andlega tónlist, veraldlega tón- list og erótíska tónlist. Hin andlega tónlist þróast út frá sálmalaginu, en nær hápunkti með tilkomu óratóríunnar. Veraldleg tónlist þróast út frá veraldlegu sönglagi, nær há- punkti með tilkomu sinfóníunnar. Hin erótíska tónlist getur af sér dansmúsíkina og mundi popp- músíkin þá í heild skrifast undir þann flokk. Mörkin milli þessara flokka eru oft óljós, og er þá greint í þá eftir anda og formi lagsins. Öll erótísk dansmúsík gegnir þeim megintilgangi að hjálpa kynjunum í leit þeirra að kyn- ferðislegri útrás til að ná saman fyrir milligöngu dansins. Hverri kynslóð fylgja breyttir siðir, venjur, tízka, skoðanir, jafnvel gjörbreytt lífsviðhorf, ásamt breyttri tónlist, sem sýnir aðeins þörf hins vaxandi einstaklings á að undirstrika rétt sinn gagnvart þeim eldri til að lifa, leita, velja og hafna sem ábyrgur einstakl- ingur. Það sýnir einnig hina ó- stöðvandi félagslegu framsókn mannkynsins í heild, þar sem það gefur hinum sterku hvötum sínum á sviði uppfinninga og könnunar lausan tauminn. Frá því haustið 1963, er Bítl- arnir koma fram með breytta tegund popp-tónlistar ásamt öllu tilheyrandi, hefur hún þróazt með ógnarhraða allt fram til dagsins í dag. Tónlist þeirra ein- kenndist af þungum stöðugum rítma ásamt einfaldri laglínu sunginni af tilfinningu, en text- inn fjallaði oftast um ástina. Þessi tónlist ásamt annarri popp- tónlist nútímans hefur orðið fyrir áhrifum frá blues, rock-and-roll, country western ásamt indversku raga. Af þeirri tónlist, er Bítlarn- ir ásamt öðrum lögðu til grund- vallar, hafa þróazt ótal ólíkar músíkstefnur sem hver um sig þjónar mismunandi tilgangi, en þessi þróun er ekki sízt að þakka góðum jazz-músíköntum er komu fljótlega auga á möguleikana er þetta nýja form hefur upp á að bjóða. Segja má að popp-músíkin skiptist í tvær meginstefnur til alvarlegrar tjáningar, þar sem textinn annars vegar skiptir meg- inmáli, en hins vegar hljóðfæra- leikurinn, sem byggist þá mest á „improvísasjónum". Þegar þess- ar stefnur sameinast í flutningi, þá er tónlistin að mínu áliti rík- ust að gæðum. Bandaríski þjóðlagasöngvarinn Bob Dylan er dæmigerður fyrir þann er lætur sig textann, sem hann flytur í umgjörð einfaldra laga í þjóðlagastíl, mestu varða. Brezka hljómsveitin The Cream, sem skipuð var (hljómsveitin leystrst upp á síðastliðnu sumri) þrem einstaklingum, þeim Eric Claptom gítar, Jack Bruce bassi og Ginger Baker trommur, en þessir þrír eru almennt álitnir fremstir hljóðfæraleikara innan poppsins hver á sínu sviði, hún er dæmigerð fyrir þá er hentar bezt að tjá sig með hljóðfæraleik. Sem dæmi um þá, er sameina þessar tvær stefnur með mjög góðum árangri, ber að mínum dómi fyrst að nefna The Mothers of Invention með Frank Zappa í fararbroddi. Þeir hafa skapað þá furðulegustu tónlist sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Þessi hljómsveit leystist upp fyrir skömmu og gaf forsprakkinn þá skýringu að þeir næðu ekki leng- ur til fjöldans vegna þess að þeir væru músíklega þrem til fjórum árum á undan sinni samtíð. Undir þessa stefnu flokkast einnig hljómsveTir eins og The Beatles, Rolling Stones, Jimmy Hendrix, Jefferson Aeroplane, Grateful Death svo eitthvað sé nefnt. Hipparnir koma fram með sína eigin tegund popp-tónlistar árið 1966. Sú tónlist var sköpuð af folk-popp-jazz-blues-músíköntum, er safnazt höfðu saman yfir pípu af hassís til að skiptast á skoð- unum og gera tilraunir með þá músík sem bítlarnir, ásamt Rol- ling Stones og öðrum rock-hljóm- sveitum, höfðu lagt til grundvall- ar. Útkoman varð ein sú hávaða- samasta músík sem mannleg eyru hafa nokkru sinni reynt. Þessi músík kallast folk-rock eða San Francisco-rock og western-rock. Hún er flutt við mikla ljósadýrð, og eru áheyrendur oftast undir annarlegum áhrifum. Þessi tón- list hefur haft töluverð áhrif á aðrar greinar popp-tónlistarinnar. Sú tegund popp-tóniistar sem við könnumst einna helzt við hér á landi er jafnframt að mínu áliti sú sízta. Það er hið svokall- aða „commercial-pop“, einkum ætlað fólki á táninga-aldrinum, yfirleitt innihaldslítill söluvarn- ingur. Meginorsakir þessarar þró- unar tel ég einkum liggja í þessu: 1. Léleg frammistaða útvarps, blaða og hljómsveita í kynningu poppsins. Ég vil þó geta þess, að á síðastliðnu sumri sýndu nokkr- ar hljómsveitir merki um já- kvæða þróun. 2. Þekkjum ekki nógu vel þær þjóðfélagslegu aðstæður sem poppið er sprottið upp úr, og vitum þar af leiðandi ekki hvað er að gerast meðal hinnar upp- vaxandi popp-kynslóðar úti í heimi. 3. Skiljum mál popp-tónlistar- innar, enskuna, ekki nema að takmörkuðu leyti, og fer því boð- skapurinn sem hún hefur að flytja fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. 4. í popp-málum okkar ráða gróðasjónarmið og hégómagirnd mestu, auk þess sem hljómsveitir hér búa við mjög léleg upptöku- skilyrði ásamt litlum markaði, sem gerir ákveðnar og þröngsýn- ar kröfur, er hindrar flestar til- raunir til jákvæðrar sköpunar. Vinsældir poppsins hérlendis, ásamt þeirri jákvæðu þróun er nokkrar hljómsveitir hafa sýnt og almenningur brugðizt frekar vel við, sýna að möguleiki á sköpun íslenzks popps, sem hefur eitt- hvert raunverulegt menningar- legt gildi, er fyrir hendi. Okkar vaxandi kynslóð á við hliðstæð vandamál að etja og popp-kyn- slóðin úti í heimi. Við þurfum aðeins að gera okkur grein fyrir því að poppið er ekki einungis innihaldslítill skemmtiiðnaður, heldur nýtt form hentugt til æðri tjáningar, sem ýmsir einstakling- ar hafa notfært sér til að flytja mannkyninu tímabæran boðskap. Jóhann G. Jóhannsson. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.