Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 21
niðri loga eldar sjálfstæðrar pólitískrar vitundar yfirgnæfandi meirihluta æskumanna, og er erf- itt að spá fyrir um framvindu mála. í íslenzkum fjölmiðlum hefur fátt óbrenglað verið sagt um æskulýðsuppreisnir vorra tíma. Samkvæmt æsifréttatízku þeirra hefur þjóðfélagsgagnrýni æsku- fólks verið látin kyrr liggja, en það eitt talið fréttnæmt ef fas- ískum lögreglusveitum er sigað á mótmælendur í því skyni að berja niður skoðanir þeirra. Er þá gjarna talað um „ofbeldi stúd- enta“, „stúdentaóeirðir“. Þá sjaldan talið berst að gagnrýni æskumanna, er réttmæti hennar yfirleitt viðurkennt, en því prjón- að við í skyndi, að engin ástæða sé fyrir íslenzkt æskufólk að haga sér svona, hér séu allt aðrar aðstæður. Vil ég aðeins bera saman nokkur atriði, sem helzt hafa orðið stúdentum erlendis ásteytingsefni, við aðstæður hér. íslenzkt efnahagskerfi ánetjast óðum vestrænum iðnaðarþjóðfé- lögum. Þó að hér ráði enn tiltölu- lega friðsamur smákapítalismi, verður þess væntanlega ekki langt að bíða að upp rísi fjöldinn allur af auðhringaverksmiðjum. Þar með hafa skollið á samfélags- hættir firringarinnar, þar sem al- þýða manna er þrælar fram- leiðslunnar, háðir eigin þrældómi vegna neyzlunnar, sem sífellt verður áþreifanlegri í þjóðfélagi okkar. Skólamál eru í enn meiri ólestri hér en í nágrannaríkjun- um. Við Háskólann eru aðeins deildir til undirbúnings undir embætti, og reynt að láta stúd- enta aðlagast kerfinu átakalausar en nokkurs staðar annars. Kennsluaðferðir í íslenzkum skól- um eru langt frá því að efla sjálf- stæða hugsun og mat. íslenzk pólitík er gegnrotin. Vinstrisinnaðir flokkar hafa sam- græðzt valdastéttum. í öllum flokkum eru ólýðræðisleg vinnu- brögð sem miða að áframhald- andi valdaaðstöðu toppmanna. Allir vinsti'iflokkar eiga hag sinn undir kerfinu og lifa afætulífi á samtökum alþýðu, Alþýðuflokk- urinn á ríki og verkalýðshreyf- ingu, Framsóknarflokkur á sam- tökum bænda og samvinnuhreyf- ingu, Alþýðubandalag á verka- lýðshreyfingu og flokksstofnun- um. Stofnun Samtaka frjáls- lyndra er einungis tilraun til að skapa nokkrum forkólfum betri bitlingaaðstöðu. Fréttabjónustan er hér verri en víðast hvar. Ein helzta kveikj- an að þýzku stúdentahreyfingunni var einokunarhringur blaðakóngs- ins Axels Springers. Bentu þeir á að væru svo mikil völd yfir skoðanamyndun á einni hendi, hlytu þau að leiða til misnotkun- ar. Á íslandi búum við við þá staðreynd, að eitt blað hefur mun meiri hlutfallslega útbreiðslu en allur Springerhringurinn í Þýzka- landi. Ægivald Morgunblaðsins er enn skuggalegra fyrir þá sök að blaðið er eign stjórnmálaflokks, sjálfra miðstöðva valdastéttarinn- ar. Og enn svertist myndin þegar með er talið hve íslenzk blaða- mennska er á lágu stigi. Sjón- varpið er sams konar heilaþvott- arapparat, hefur m. a. mikinn meirihluta erlends fréttaefnis frá Bandaríkjunum. Báðir þessir að- ilar, Sjónvarpið og Morgunblað- ið, eru oft kaþólskari en páfinn, þau eru mun ofstækisfyllri en sjálf málgögn bandarískrar borg- arastéttar. í alþjóðamálum hafa íslending- ar löngum verið attaníossar arð- ræningja, gefa þeim sem standa fyrir þjóðarmorði á fátækri as- ískri bændaþjóð land undir her- stöð, eru í hernaðarbandalagi með fasistaríkjum og styðja alls staðar á alþjóðavettvangi málstað kúgunar og ofbeldis (nægir þar að benda á Sameinuðu þjóðirn- ar). Hér hef ég tínt til nokkra þætti íslenzks þjóðfélags, sem svipar mjög til þeirra aðstæðna sem komu af stað hinum öflugu þjóð- félagshræringum æskumanna á Vesturlöndum. Niðurstaða mín er sú, að í flestum höfuðdráttum líkist íslenzkt þjóðfélag þeim ríkjum þar sem óánægjan var sterkust, og að því leyti sem þjóð- félag okkar er ólíkt þeim, stend- ur til að þurrka þann mismun út á næstu árum. Nýkapítalismann á að festa í sessi með innrás er- lends fjármagns. Það sem einkum kemur til með að verða frábrugð- ið með baráttu hérlendis og í ná- grannaríkjum er, að andstætt alþjóðlegum takmörkum æsku- lýðs í stærri ríkjum hlýtur inn- lend barátta gegn nýkapítalisma að markast mjög af þjóðfrelsis- baráttu. Smæð landsins. atvinnu- hættir dreifbýlisins hljóta að hafa nokkuð mikið að segja, en á höfuðborgarsvæðinu eru sam- félagseinkennin svo lík nágranna- ríkjunum (m. a. það sem að námsmönnum snýr), að baráttan er líkleg til að fara fram á svip- aðan hátt. Félagsleg aðstaða námsmanna er svipuð því sem gerist á Vesturlöndum almennt, einna helzt setur sumaratvinna æskumanna strik í reikninginn, þar sem hún boðar í senn sjálf- stæði æskunnar á lægri aldurs- stigum en í nágrannalöndum og þó nokkra aðlögun að neyzlu- þjóðfélagi. Ég tel engan vafa á því að ís- lenzkir námsmenn muni innan skamms hefja virk þjóðmálaaf- skipti. Ástæða þess, hve lítið hefur borið á þeim enn, er fyrst og fremst stórt hlutfall stúdenta er nema erlendis. Þangað fara nær allir þeir er ekki hyggja á embættisstörf innan kerfisins, m. ö. o. þeir sem líklegastir eru til að hefja þjóðfélagsgagnrýni. En einmitt vegna sumaratvinnu yngri skólanema og þarfafleið- andi sjálfstæðis þeirra má telja líklegt að menntaskólanemar muni taka að sér hlutverk stúd- enta, a. m. k. í fyrstu. (Einnig má benda á að stúdentsaldur er hærri hér en víðast hvar.) Fyrstu merki þjóðmálaafskipta mennta- skólanema eru þegar farin að sjást: Hörð hagsmunabarátta, mikill áhugi á Víetnam-mótmæl- um, pólitísk væðing á byrjunar- stigi. Vegna mikillar fjölgunar á menntaskólastiginu, en stöðnunar Háskólans, er félagsleg óvissa menntaskólanema meiri en fyrr, við þeim blasa ekki lengur feitar stöður. Verði þjóðfélagsþróunin lík því sem við má búast, er auð- velt að spá fyrir um næstu fram- þróun pólitískra afskipta þeirra. Hagsmunabaráttan mun harðna og andstaðan gegn þjónshlutverki við valdastéttir æ meir verða sett á oddinn. Eftir neikvæðar við- tökur sífellt er líklegt að bera fari á smáskærum og óhlýðni við kerfið. Hafi valdhafar ekki lært af reynslu erlendra stéttarbræðra sinna, munu þeir siga lögreglunni á tiltölulega friðsamar mótmæla- aðgerðir. Mótmælendur reka sig betur á fréttafalsanir Morgun- blaðs og Sjónvarps, er þessir að- ilar taka upp vörn fyrir valdhafa. Innihald baráttunnar verður sí- fellt pólitískara, sambúðin við kerfið verður stöðugt hlaðnari sprengiefni. Engum hinna stærri stjórnmálasamtaka mun takast að færa þróunina sér í nyt vegna sterkra tengsla þeirra allra við kerfið. Hvort óánægjan brýzt út í götubardögum er erfitt að segja til um. Það eina sem hægt er að segja til um er það, að æ fleiri tileinka sér byltingarsinnaða vit- und, og án efa munu íslenzkir æskumenn fyrr eða síðar standa frammi fyrir sama vanda og er- lendir samherjar þeirra nú: Eiga þeir að ganga til samstarfs við verkalýðsstéttina og eiga á hættu aðlögun að kerfinu eða eiga þeir að reyna enn um sinn að standa á eigin fótum og eiga það á hættu að gerast hættulaus kredduhópur? Af „næstumbylt- ingunni" í Frakklandi 1968 hljóta allir að draga þá lærdóma, að námsmönnum einum tekst aldrei að breyta þjóðfélaginu svo nokkru nemi, verkalýðurinn þarf einnig að þekkja sinn vitjunar- tíma. Gestur Guðmundsson. Friðrik Guðni Þórleifsson: HESTAVÍSUR Aðskiljanleg gerast þau nú þingmannsefnin Rauður minn var einu sinni sterkur og stór og mikið gekk nú heyskapurinn vel í þann tíð og gaman var að smala á’onum hraustum í fótunum fallegum á tagl og fax og svo var líka annar hestur ofurlítið skjóttur það var sem mér þótti verst að hann skyldi lenda á glapstigum með honum Blakk sem dregur stjórnartaumana yfir holt og hæðirnar er sýknt og heilagt að tapa sér í hinar og þessar keldur og láta hross úr öðrum sveitum draga sig á þurrt skyldi mega búast við snörpum sprettum og hófahreggi minn þá Bleikur rennur hann er nú reyndar ekki nema bandvanur ennþá trippið Gráa merin hefur ennbá ailan gang og heldur sinar eigin götur hringinn í kringum strútinn hvernig skyldi nú þingsmanns- efnunum ganga að ríða þessum terleikum til atkvæða? 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.