Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 40
legt og sljótt Reykjavíkurlífið, einn versti forboði ókominna tíma, því sá sem ekki hefur von hefur enga framtíð. Við lifum á tímum, sem eru kynlegir fyrir þá sök, að alls staðar er allt fullt af erfiðleik- um — heimurinn er að springa af óleystum vandamálum — en fæstir vilja eða þora að kveða upp úr um orsakirnar. Það mundi létta yfir mörgum, ef vandamál- in hefðu alls engar orsakir. Við íslendingar erum ekki slæ- legri en hverjir aðrir hvað þetta snertir, eigum bara erfiðara með að orða það. Það sem skyggir einkum á hið vitsmunalega út- sýni er það gildismat, sem lagt er til grundvallar gerðum mann- anna — hugmyndafræðilegt gild- ismat neyzluþjóðfélagsins. Þetta er gildismat hinnar selj- anlegu vöru — allt hefur gildi sem er seljanlegt, og öfugt: óseljanlegir hlutir hafa ekkert gildi. Ekkert er undanskilið — ekki einu sinni mannskepnan. Þetta er gildismat borgarastétt- arinnar, kjölfesta verknaðar hennar, hugsunar og athafna. Borgarastéttinni hefur tekizt það meistaraverk að gefa heilum þjóðum sitt stéttarlega gildismat sem grundvöll tilverunnar. Og vegna þessa ósýnilega gildismats birtist heimurinn mannfólkinu orsakalaus, undirstöðulaus og án kjölfestu, en öllu virðist stjórn- að af ósýnilegri hendi. Það er á móti þessu verzlunar- lega gildismati, sem æskan í dag hefur reitt öxi sína. Við viljum að varan manneskja hætti að vera til og í stað efna- hagslegs lífsgrundvallar viljum við siðferðilegan grundvöll. Því eru skilin svo djúp og skilnings- leysið milli æskunnar og eldri kynslóða svo mikið. Mismunurinn liggur ekki í kyn- slóðaskiptum, heldur í nýju lífs- mati. Slíkt megnar enginn stjórn- málaflokkur að orða enn. Því eru stjórnmálaflokkar ekki endurnýjunaröfl íslenzks þjóðfé- lags, heldur sálusorgarar status quo. Ungt fólk í dag er pólitískt án þess að vera flokksbundið og án þess að sjá í einni eða annarri flokksstefnu opin hlið himnaríkis. En endurnýjunin verður að koma, því án hennar er ekkert; en með henni lítil, heiðarleg von. Til eru þær þjóðir, sem ekki bera í sér þann friómátt að endurnýja óskir sínar, en veslast upp úr sjálfsánægju og volæði. Tíminn og sagan yrðu einu vitni þeirrar tæringar, því menn- irnir eru sjóndaprir og almennt brenndir því marki að líta á alla liðna tíma sem verri tíma, en sína eigin tíma sem betri tíma, hversu aumir sem þeir annars eru. III. Einhver hefur einhverntíma sagt, að enginn dæi úr hungri á íslandi, en margir úr leiðindum. Þó ég sé þessu ekki allskostar sammála, þá situr sízt á mér að þræta fyrir réttmæti þess við vanabundnar aðstæður. Allra sízt neita ég því, að ýmsum þykir leiðinlegt í Reykjavík, enda ekki svo undarlegt, þar sem borgin er þannig skipulögð, að ekki er gert ráð fyrir félagslegum samskipt- um fólks. En það er ekki bara borgarskipulagið, sem gerir Reykjavíkurlífið leiðinlegt, held- ur fremur sú staðreynd, að þar gerist sjaldan neitt. Tíminn stendur þar kyrr. Tími er raun- verulega ekki annað en það að eitthvað gerist, og aðeins þar sem eitthvað gerist er tími. Margir kynnu nú að malda í móinn og segja, að á íslandi ger- ist eitt og annað, og kann það rétt að vera, svo langt sem það nær. Til dæmis hefur íslenzkt þjóðfélag breytzt allverulega und- anfarin ár, eða svo ég tjái mig ögn nákvæmar — þjóðfélags- skipulagið á íslandi. Uppbygging þjóðfélagsins er vandamál, sem orðið er þunga- miðja pólitískrar hugsunar í dag. Við höfum hingaðtil látið okkur nægja að taka afstöðu til ein- stakra mála, hvort hækka ætti eina tolltegund, lækka þessa skatta eða hina, byggja brú á Suður- eða Norðurlandi. Við höf- um ekki dregið sjálfa undirstöðu þjóðfélagsins í efa fyrr en nú. Því neitum við að ræða einstök vandamál án samhengis við heild- arþróun bjóðfélagsins, öðruvísi verða málin ekki leyst að okkar dómi. Ekkert er mér fjær skapi en þessi sífelldi barlómur og kveinstafir, sem við heyrum öll- um stundum heima. Okkur er engin voi'kunn. Allir tala grát- klökkir um hvílíkt hörmungar- ástand ríki á íslandi. Djásn við- skiptalífsins, krónutetrið, er fellt ár eftir ár. Framfærslukostnaður stígur örar en nokkurstaðar norð- an Miðjarðarhafs um leið og laun eru lægri en víðast hvar annar- staðar á sama landfræðilega svæði. Fastar skuldir landsins við útlönd námu í árslok 1968 um 12 milljörðum króna. At- vinnuleysi hefur hrjáð hluta landsmanna um lengri eða skemmri tíma. Stéttaþjóðfélagið er aftur komið í ljós. Þannig mætti draga þá ályktun, að ýmis- legt hafi gengið úr skorðum, og það er satt. Við höfum sjálf gengið úr skorðum. Við teljum okkur ekki geta leyst vandamál okkar sjálf. Sjálfstraustið, speg- ilmynd vitundarinnar, er horfið. Nú eiga útlendingar að kippa hlutunum í lag. Sú efnahagslega og stjórnmála- lega heild, sem umlykur okkur, hefur rænt okkur frumkvæði, gert okkur ónæm fyrir eigin verðmætum og því sjálfsagða stolti, sem því fylgir að þekkja takmörk sín og getu. Nú ætla ég ekki að gerast talsmaður þjóðernisrembings og gorts, en það er þó sannfæring mín, að þjóðleg vitund og sam- staða séu enn beztu vopnin til að tryggja þessum 200 þúsund sál- um uppi á íslandi þolanlega lífs- afkomu í framtíðinni. Við höfum engin þau þjóðlegu verðmæti, sem séu æðri eða meiri þjóðmenningu annarra þjóða, og íslendingar standa öðr- um þjóðum að engu leyti framar í siðmenningu, nema síður sé. Þess vegna og einmitt þess vegna höfum við ekkert annað til tryggingar afkomu okkar en vitundina um okkur sjálf. Hegel segir í Skynsemi sög- unnar, að heimspekileg athugun hafi ekkert annað í hyggju en að fjarlægja hið tilviljunarkennda, þ. e. að komast að kjarnanum. Kjarninn erum við sjálf. Maður- inn er eigin afleiðing og getur því ekki miðað sig við neitt ann- að en sjálfan sig. Því getum við ekki miðað gerðir okkar við ann- arra þarfir. Ýmsir fullyrða að þetta höfum við stundum gert, og fleiri endurtaka þessa fullyrð- ingu nú, þegar tímamót eru í ís- lenzkri sögu og við hyggjumst tengjast alþjóðlegum efnahags- bandalögum. Ég vil ekki leggja dóm á þetta hér, en hitt er víst, að miklar andstæður eru nú í íslenzku þjóðlífi. Fyrir utan hug- sjónalegan ágreining, álítur minnihlutinn sig vera beittan valdi, sem ekki grundvallast á lýðræðislegri og frjálsri skoðana- myndun heldur á mætti hins sterka. Það er að byrja að bóla á hatri og biturleika í íslenzku þjóðlífi. ísland er ekki bara evr- ópsk eyia, heldur fólkið sem þar býr, við sjálf, við öll. ísland er það sem við gerum úr okkur og við okkur, og því höfum við ekki við neinn annan að sakast þó illa fari. Hugtakið við hefur bæði stærð- arlega og eðlislæga eiginleika. Vissulega eru þjóðfélagslegar viðmiðanir okkar mismunandi og takmörk okkar sundurleit, og auðvitað er það fjarstæða, að eitthvað eitt sé sameiginlegt öll- um íslendingum. Við tölum sömu tungu og eig- um sameiginlega sögu og þess vegna eigum við sameiginlegan fyrsta desember, dag hins ís- lenzka fullveldis. Fullveldi er skjaldarmerki fyrsta desember, dagatal enda- loka og upphafs. Hugtakið er hljómfagurt og lofar miklu, og orðið sjálft blífur, eins og Jón gamli Hreggviðsson hefði sagt. Fullveldi er ástand, sem er nærri því eins óstöðugt og veðr- ið, nema það er háð meðhöndlun okkar sjálfra, en ekki forsjá náttúrunnar. Við getum varð- veitt það eins og dauðan og fá- gætan dýrgrip eða meðhöndlað það sem lifandi afkvæmi okkar. Hið fyrra lokuni við niðri í skúffu og leyfum því að rykfalla; hið síðara fær að þroskast og glíma við lífið. Þar að auki get- um við reynt að hön'dla með það, selja það hæstbjóðaiida. Frelsi eða fullveldi eru hug- tök, sem engir tveir menn eru algjörlega sammála um hvað þýði, allra sízt tveir íslendinítar. í hegelskum skilningi er freiiSÍ það að vera hjá sjálfum sér; því sé ég öðrum háður, miða ég mig við eitthvað annað sem ég er ekki sjálfur. Þannig verðum við að líta á ísland, að það miði gerðir sínar alltaf við sig sjálft, við þarfir þegna sinna, þarfir þeirra sem smæstir eru, því sú viðmiðun er eina mannúðlega viðmiðunin, sem hægt er að taka. Þess vegna er vandamálið frelsi eitt útaf fyrir sig tilgangslaus tímasóun. Ef breyting er eina á- standið sem er stöðugt, þá ætti 1. desember að vera dagur upp- gjörsins, stund gagnrýninnar og fengitíð baráttunnar. Hann á ekki að vera lögbundin tíund á altari gamals dagatals. Sé svo, er illa farið með nýtan dag, við værum að hræsna fyrir sjálfum okkur. Að trúa og fylgja því vana- bundna er afneitun eigin hugs- unar, skortur á sannfæringu, ófrjó aðlögun. Að hafa sannfæringu er ágætt; að vera henni trúr er frábært. Sannfæringarlaust líf er eins og ástvana kona, fánýtt, kalt, frá- hrindandi. Vitundin fyllist ófrjó- sömu og skaðlegu tilgangsleysi, sem hefur öngva stefnu. Slíkt fólk gengur kaupum og sölum hæstbjóðanda eins og villuráf- andi portkona. Slíkt fólk er stórri þjóð einskis nýtt, en lítilli skaðlegt. Nú á ég aðeins eftir að ræða hitt, sem ég minntist á í upphafi. Þó að gagnrýni út af fyrir sig hafi engan annan tilgang en að sýna hina hlið málsins, þá telst það til góðra siða að benda á hina leiðina, eins og gárungarnir segja. En þessi hin leið er enn ekki til nema sem illsjáanleg vörðu- brot að takmarkinu, sem er mannúðlegt þjóðfélag. Að upp- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.