Samvinnan - 01.02.1970, Page 57

Samvinnan - 01.02.1970, Page 57
hafa því aðeins atkvæðisrétt, að þeir séu kosnir í miðstjórnina. Þó eiga þingmenn atkvæðisrétt í málum þeim, sem Alþingi fjallar um og lögð eru fyrir miðstjórn flokksins eða fullskipaða flokksstjórn (45. gr. 1. mgr.). Miðstjórn kemur saman til fundar, þegar formaður kallar hana saman, og í ákveðnum t;lvikum er skylt að gera það (41. gr. 1. mgr.). í lögum flokksins er kveðið svo á um hlutverk miðstjórnar, að hún fari með störf flokksstjórnarinnar, en þó skal flokksstjórn kvödd saman, ef miðstjórn telur þess þörf vegna afgreiðslu stórmála (39. gr. 3.—4. mgr.). Raunverulega virðist felast í ákvæðum þessum, að miðstjórn ásamt þingflokki hafi það hlutverk að fjalla um hin daglegu og hagnýtu viðfangsefni stjórnmálanna, svo sem þau ber að hverju sinni, og taka ákvarð- anir í þeim. Auk þess hefur miðstjórn með höndum margvísleg framkvæmdastörf. Hún hefur vald til að víkja félagi eða einstaklingum úr flokknum og fellir úrskurð um brottvikn- ingu manns úr flokksfélagi. Allt sætir þetta þó áfrýjun til flokksþings eins og áður var sagt (48.—49. gr.). Stjórnum flokksfélaga er skylt að láta miðstjórn í té allar þær skýrslur og upplýsingar, sem hún þarf á að halda vegna starfsemi flokksins (60. gr.). Þá hefur miðstjórn með höndum það hlutverk að kjósa menn í framkvæmda- stjórn, blaðstjórn og verkalýðsmálanefnd (42. gr.). Hún tekur ákvörðun um framboð til Aiþingis að fengnum tillögum kjördæma- ráða utan Reykjavíkur og fulltrúaráðs flokksfélaganna í Reykjavík (53. gr.). Ásamt þingflokki nefnir hún fulltrúa flokks- ins í opinberar nefndir eða til annarra trúnaðarstarfa, sem flokkurinn getur ráðið skipan manna í, en heimilt er að fela flokks- stjórn eða þingflokki þessi störf (45. gr. 2. mgr.). Loks ber að geta þess, að mið- stjórn mun e;n ákveða, hverjir skuli vera ráðherrar flokksins, þegar svo ber undir án þess að ákvæði séu um það í lögum. í framkvæmdastjórn skal miðstjórn kjósa úr sínum hópi 9 menn. Hún heldur fundi vikulega á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, en ákveður að öðru leyti sjálf íunda- fjölda. Mun hún koma saman um það bil einu sinni í mánuði tímabilið 1. maí—1. október. Hún hefur með höndum ýmisskonar fram- kvæmdastörf eins og nafnið bendir til, svo sem að annast daglegan rekstur flokksins, að sjá um framkvæmd á ályktunum flokks- þings, flokksstjórnar og miðstjórnar, að hafa umsjón með fjárhag og fjáröflun flokksins, og ráða starfsmenn hans. Hún getur sér til aðstoðar skipað nefndir t;l at- hugunar á einstökum málum eða málaflokk- um og falið þeim meðferð mála, eftir því sem hentugt og nauðsynlegt verður talið (42. gr.). Lítt mun þó kveða að því, að slíkar nefndir hafi verið skipaðar. Þingflokkur er skipaður þingmönnum Al- þýðuflokksins. Meðan Alþingi situr, skulu þingmenn halda fundi jafnaðarlega tvisvar í viku, en oftar, ef þurfa þykir. Auk þingmanna sitja fundi þessa formaður flokksins, varafor- maður og ritari. Hafa þeir málfrelsi og til- lögurétt, enda þótt þeir eigi ekki sæti á Alþingi. Sama rétt hefur ritstjóri Alþýðu- blaðsins og einn fulltrúi sérstaklega kosinn af miðstjórn (44. gr.). Auk þessara aðilja, sem hafa með hönd- um stjórn Alþýðuflokksins í heild, koma flokksfélög, sem ná yfir einn kaupstað eða hrepp, fulltrúaráð, sem einnig ná yfir einn kaupstað eða kauptún, þar sem fleira en eitt flokksfélag starfar, og kjördæmisráð, sem ná yfir eitt kjördæmi. Flokksfélög teljast vera þau félög, sem hlíta vilja stefnuskrá flokksins, undirgang- ast lög hans og hafa að minnsta kosti 10 fullgllda félaga (4. gr. 1. mgr.). Rétt til upp- töku í félag hefur hver karl ela kona 21 árs að aldri, er skuldbindur sig til að hlíta lögunum (7. gr.). Telja verður, að tilgangur flokksfélaganna sé að vinna að útbreiðslu og viðurkenningu á hugsjónum jafnaðarstefnunnar í samræmi við stefnuskrá Alþýðuflokksins (sbr. 1. og 4. gr.). Hefur hvert íélag fuilt frelsi um sín innri mál, segir í lögum flokksins, þó svo að ekki brjóti í bága við lögin, stefnuskrá flokksins, samþykktir fiokksþinga, ákvarð- anir flokksstjórnarinnar eða miðstjórnar milli þinga (11. gr.). í flokksfélögunum skal kosið til flokksþings, eins og nánar er rakið áður. í lögum Alþýðuflokksins er gert ráð fyrir 3 tegundum flokksfélaga: 1. Alþýðuflokksfélögum. 2. Félögum alþýðuflokkskvenna. 3. Félögum ungra jafnaðarmanna, 15—35 ára (3. gr. sbr. 7. gr.). Fulltrúaráð flokksins í hverjum kaupstað eða kauptúni skipa m. a. kjörnir aðalfull- trúar síðasta flokksþings, helztu fulltrúar í opinberum trúnaðarstörfum (þ. á m. þing- menn, sveitarstjórnarmenn, bæjar- og sveit- arstjórar, fulltrúar á alþýðusambandsþingi o. fl.) svo og starfsmenn flokksins. Er hlut- verk fulltrúaráða þessara að fara með sam- eiginleg mál flokksfélaganna, gæta sameig- inlegra eigna og stjórna sameiginlegum fyr- irtækjum þeirra (19.gr.). Fulltrúaráð leggja tillögur fyrir sameiginlegan fund flokksfé- laga, sem fulltrúaráðið mynda, um framboð flokksins til sveitarstjórnarkosninga (56. gr.) og í Reykjavík hefur fulltrúaráðið auk þess það hlutverk að gera tillögur til miðstjórnar um framboð til Alþingis (53. gr.). Kjördæmaráð skal myndað í hverju kjör- dæmi utan Reykjavíkur, og í því eiga sæti fulltrúar flokksfélaga innan hvers kjördæm- is. Hlutverk þeirra er að gera tillögur til miðstjórnar um framboð til Alþingis í hverju kjördæmi utan Reykjavíkur og auk þess að hafa forystu um starfsemi flokksins í kjördæminu. í reynd mun aðalstarfið vera í því fólgið að stjórna kosningabaráttu, þeg- ar kosningar fara fram til Alþingis og sveitarstjórna. Áður var vikið að þeim tegundum félaga, sem eru innan Alþýðuflokksins, en félög ungra jafnaðarmanna eru hin einu þeirra, sem hafa með sér landssamtök. Þau voru stofnuð árið 1929, en elzta æskulýðsfélagið 1927. Ekki er getið berum orðum um til- gang sambandsins í lögum þess, en hann er að sjálfsögðu sá að vinna stefnumálum Al- þýðuflokksins fylgi meðal ungs fólks í sam- ræmi við 1. gr. flokkslaganna. Skipulag þess er í aðalatriðum svipað og skipulag Alþýðuflokksins. Æðsta vald er í höndum sambandsþings, sem haldið er ann- að hvert ár, en það er skipað fulltrúum þeirra félaga, sem sambandið mynda, og eru þau skoðuð sem deildir þess. Fer fjöldi fulltrúa hvers félags eft;r tölu félagsmanna. Sambandsþing skal kjósa sambandsstjórn. Er hún skipuð 7 mönnum, sem búsettir skulu © Samvinnan. MIÐSTJORN ALÞÝÐUFLOKKSINS: Gylfi Þ. Gíslason, form. Benedikt Gröndal, varaform. Eggert G. Þorsteinsson, ritari Arnbjörn Kristinsson Ásgeir Jóhannesson Baldur Eyþórsson Baldvin Jónsson Björgvin Guðmundsson Björgvin Vilmundarson Emil Jónsson Erlendur Vilhjálmsson Helgi Sæmundsson Hörður Zophoníasson Jón H. Guðmundsson Jón Ármann Héðinsson Jón Axel Pétursson Jón Sigurðsson Jóna Guðjónsdóttir Óskar Hallgrímsson (formaður framkvæmdastjórnar) Sigurður Guðmundsson Stefán Júlíusson Svanhvít Thorlacius FRÁ S.U.J.: Eyjólfur Sigurðsson Ingvar Viktorsson Jón Vilhjálmsson Sighvatur Björgvinsson Örlygur Geirsson 53

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.