Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 53
helzt í hendur við sívaxandi neyzlu á mann. í kapphlaupinu um aukna þjóðarframleiðslu hefur náttúrunni verið ofboðið, og nú eru afleiðingarnar teknar að segja óþyrmilega til sín. Loft, láð og lögur hafa verið eitruð með úrgangsefnum frá iðnaði og landbún- aði, sem reknir hafa verið samkvæmt skammsýnum gróðasjónarmiðum. Eiturefna er tekið að gæta í háskalegum mæli í loft- inu sem menn anda að sér, fæðunni sem þeir neyta og vatninu sem þeir bergja. Út- rýming vofir yfir dýrategundum, jarðvegi hefur verið ofboðið, svo hætta er á að stór flæmi breytist í eyðimerkur. Breytingar á efnasamsetningu loftsins geta haft ófyrir- sjáanleg áhrif á veðurfar og öll lífsskilyrði. Svona mætti telja lengi enn, en þessi dæmi ættu að nægja til að sýna fram á, að mannkynið allt er í háska og vanda statt, og hvert sem litið er á byggðu bóli finnast engir valdhafar sem sýnt geta að þeir séu vaxnir verkefnunum sem við blasa. Margir hverjir hafa þeir meira að segja sýnt, að þeir gera sér enga eða mjög takmarkaða grein fyrir hvert stefnir, þeir eru mótaðir af liðnum tíma og lifa í honum, og kjós- endur eða drottnunarhópar sem svipað er ástatt um halda þeim við völd. Þarna er komin undirrótin að klofningi og átökum ungu kynslóðarinnar annars veg- ar og valdhafanna hins vegar, sem svo mjög hefur sett svip á atburðarás síðustu ára víða um heim. Upprennandi kynslóð lifir í allt öðru andlegu umhverfi en hin eldri. Forsendurnar fyrir ýmsum ríkustu þáttunum í lífsviðhorfi æskunnar voru ekki til, þegar þeir sem nú sitja í valdastöðum fengu vitsmunamótun og tóku út tilfinninga- þroska. Mikill hluti unga fólksins, og ekki sízt það sem mestum hæfileikum er gætt, hefur tileinkað sér lífsgildi sem í veiga- miklum atriðum eru frábrugðin eða í beinni andstöðu við ríkjandi hætti meðal drottn- andi hópa eldri kynslóðarinnar. Einu gildir hvort menn vilja telja æskulýðshreyfing- una, sem nú berst um löndin í mismunandi myndum, í innsta eðli sínu pólitíska eða trúarlega, um það verður ekki lengur villzt, að nýr lífsstíll, sem tekur til allra sviða mannlegrar breytni og tjáningar, er að ryðja sér til rúms. Fyrst í stað hugguðu þeir, sem töldu sig reynda og ráðsetta og gazt illa að tiltækjum unga fólksins, sig við að þarna væri um að ræða tízkufyrirbæri, loftbólu sem myndi hjaðna jafn skjótt og hún blést út. Vald- hafar reyndu ýmis ráð til að hemja unga fólkið. Sumsstaðar var það beitt ofbeldi, á öðrum stöðum þótti vænlegra að reyna að beina því með lempni á þær brautir sem heppilegastar þóttu fyrir ríkjandi valdakerfi. Hvorugt hefur dugað. Þrátt fyrir allar tamningatilraunir þróast uppreisn æskunn- ar í flestum tæknivæddum þjóðfélögum í meginatriðum eftir sínum eigin lögmálum, oft ólíkum þeim sem kunn eru úr sögu fyrri fjöldahreyfinga. Öllum má nú vera orðið ljóst, að hún á sér djúpar rætur í ríkjandi ástandi, og meðan það er í meginatriðum óbreytt er hún líkleg til að magnast frekar en þverra. í löndum heimsins koma hinir mann- mörgu árgangar áranna eftir heimsstyrjöld- ina síðari nú til skjalanna hver af öðrum. Jafnvel í hinum ríkustu þjóðfélögum hafa ríkisstjórnir vanrækt að gera ráðstafanir til að veita þeim viðtöku í samfélag fullveðja fólks. í velferðarríkjum í öllum álfum þroskast ungt fólk nú langtum fyrr en kyn- slóðirnar á undan. Stofnanirnar, sem börn heims í látlausri byltingu hitta fyrir, eru sniðnar fyrir tíma þegar kyrrstaða ríkti móts við það sem nú er. Yfirfullar mennta- stofnanir veita fræðslu, sem öllum sem fylgjast af opnum huga með framvindu mála í heiminum hlýtur að virðast að veru- legu leyti úrelt. Húsnæðisskortur þjakar að heita má alla heimsbyggðina. Þróun tækni og vísinda geysist áfram, en samfélagsþróun- in haltrar langt á eftir. Hvort sem ríkir sam- eign eða einkaeign á framleiðslutækjum, blasir við að rótgrónir hagsmunir eigna- manna eða valdahópa eru látnir tefja, hindra eða aflaga umbætur til að ráða bót á augljósum ágöllum og vitræn viðbrögð við aðsteðjandi vanda og brýnum úrlausn- arefnum. Tvö voldugustu ríki heims, Banda- ríkin og Sovétríkin, gera bæði tilkall til að vera forusturíki og kjörin til að veita mann- kyninu leiðsögn á vegferð þess næsta spöl- inn á þróunarbrautinni, en bæði hafa þau samtimis gerzt ber að gamaldags heimsveld- isstefnu og yfirgangi við smærri þjóðir, annað í Asíu og hitt í Evrópu. Annað þess- ara stórvelda er sundurtætt af kynþátta- misrétti, í hinu er hatröm skoðanakúgun æðsta boðorð valdhafanna og þeir svo skyni skroppnir að hafa slitið vinfengi við eina nágrannaríkið sem reynzt getur landi þeirra háskalegt og anað út í illdeilur við það. Hinir litlausu, tilþrifalitlu og hugmynda- snauðu forustumenn stórveldanna tveggja, Nixon í Washington og Bresnéff í Moskvu, eru dæmigerðir fulltrúar alls þess hjá eldri kynslóðinni sem unga fólkið hafnar. Hún sér í þeim slóttuga valdabraskara og ekkert annað, menn gersneydda þeim frumleik og áræði sem þarf til að takast á við vanda- mál sem nú blasa við og eru víðtækari og rista dýpra en nokkur önnur sem mannkyn- inu hafa mætt. Algengasta ákúran sem uppreisnargjarnt æskufólk í öllum álfum fær að heyra, er að það viti ekki hvað það vilji, það beri fram mótmæli og kröfur, en leggi ekki fram sam- fellda stefnuskrá um hvað tekið skuli til bragðs í hvívetna. Þessi gagnrýni á uppreisn æskunnar er vita áhrifalaus á þá sem hún beinist gegn, af því að þeir sem flíka henni sýna með því að þeir hafa ekki hugmynd um hver er undirrót og aflgjafi hreyfingar- innar sem þeir eru að átelja. Eðli uppreisn- arsveita æskunnar er e:nmitt að þær hafna öllum tilbúnum kerfum og frambúðarskipu- lagi. Unga fólkið er öðru fremur mótað af því, að umhverfið hefur innrætt því í upp- vextinum að örar og byltingarkenndar breytingar eru höfuðeinkenni heims nútím- ans og verða það um fyrirsjáanlega framtíð. Sérhverja hefð, sérhverja venju verður að endurmeta, áður en nokkuð verður vitað um hvort hún hafi frambúðargildi. Árekstrar stúdenta og valdhafa í ýmsum löndum hafa orðið jafn harðir og þrálátir og raun ber vitni, vegna þess að upprennandi menntamannastétt og þeir sem með völdin fara l:fa í gerólíkum hugmyndaheimum. Þeir sem nú eru komnir yfir miðjan aldur hlutu í veganesti á lífsleiðinni fræðslu, sem miðað við núverandi þekkingarstig og kröf- ur líðandi stundar er að miklu leyti annað hvort ófullnægjandi eða beinlínisröng og því háskalega villandi. Flestum löndum heims Stúdentamótmœli í Vestur-Berlín. Dr. Spock oy samherjar hans vestan liajs mótmœla ojbeldi Rússa í Tékkóslóvakíu og hernaði Banda- rikjamanna í Víetnam. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.