Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 47
Frá aðalfundi Sambands íslenzlcra samvinnufélaga að Bifröst 1968. ákaflega lítinn greinarmun á samvinnufé lögunum annars vegar og einkafyrirtækjum hins vegar. Einkum á þetta þó við í þétt býlinu við Paxaflóa, þar sem samvinnu- hreyfingin er félagslega óvirkust, en fólks- fjöldinn mestur. Og unga fólkið spyr eðli- lega: Til hvers á ég að gerast félagsmaður í kaupfélagi og skipta við það? Til hvers á ég að taka öflugan þátt í starfi samvinnu- hreyfngarinnar? Ég mun ekki í þessu greinarkorni gera þessum spurningum skil nema að mjög litlu leyti. Ég ætla ekki heldur að útskýra skipu- lag og starfshætti samvinnufélaganna, ár- angur af starfi þe!rra í næstum öld, núver- andi stöðu þeirra og styrk og þátt þeirra i framfarasögu þjóðarinnar, enda stoðar i þessu sambandi ekki einvörðungu að vitna til unninna afreka. Ég mun aftur á móti gera örstutta grein fyrir skoðun minni á framtíðargildi sam- vinnustefnunnar í íslenzku þjóðfélagi og nefna nokkur verkefnasvið, þar sem ég tel hiklaust að samvinnuhreyfingin hafi jafn- vel auknu hlutverki að gegna. Þýðing hennar verður m. a. fólgin í því að vera almenningi trygging fyrir öruggum og heiðarlegum viðsk!ptum, halda verðlagi niðri og veita einkaframtakinu í verzlun og þjónustu nauðsynlega samkeppni og aðhald, um leið og hún ryður áfram brautina fyrir nýjum og betri verzlunarháttum. Samvinnu- formið er einnig mjög ákjósanleg leið til að gefa öllum almenningi beina aðild að at- vinnulífi landsins. Samvinnuhreyfingin mun á komandi árum verða, eins og á fyrstu árum sínum, helzta stoð þjóðarinnar til að tryggja að atvinnu- tækin verði áfram í höndum íslendinga sjálfra. Ég tel víst, að ásókn erlends fjár- magns í íslenzkt atvinnulíf og í hinar nýju fágætu auðlind!r okkar, hreint loft, vatn og víðáttu, fari mjög vaxandi, enda sjá margir enga aðra möguleika til lausnar á ríkjandi vanda í efnahags- og atvinnumálum en leita til erlendra aðila. Fjölmörg verkefni bíða framundan í at- vinnulífi landsmanna, ekki sizt í iðnaði, verzlun, þjónustu og samgöngum. Á öllum þessum sviðum hentar samvinnuformið sér- lega vel. Það sannar t. d. árangur hreyfing- arinnar í iðnaði á undanfö"num árum, en hann byggist m. a. á því, að hreyfingin er nægilega sterk t!l öflugra átaka og fjár- magnið er ekki dregið út úr fyrirtækjunum, eins og mörg dæmi eru um í einkarekstri, heldur er það lagt í endurbætur og nýja uppbyggingu. í menningar- og fræðslumálum mun sam- vinnuhreyfingin einnig geta unnið stórvirki, einkum þó ef hægt er að ná breiðri sam- stöðu með öðrum félagssamtökum í landinu um öfluga alþýðufræðslu. Menntamálin munu áreiðanlega taka miklum breytingum á næstu árum, enda eru framtíðarmöguleikar þjóðarinnar mjög tengdir því, hvernig til tekst á þessu sviði. Það er nauðsynlegt að við íslendingar gerum okkur ljóst, að menntun á ekki að vera til þess að skapa skil í þjóðfélaginu milli þeirra, sem njóta langrar skólagöngu, og hinna, sem minni menntun hljóta. Markmið menntunarinnar á þvert á móti að vera að brúa þetta bil og gera aðstöðu manna jafnari. Alþýðuhreyf- ingar eins og samvinnuhreyfingin hafa í þessu tilliti geysimiklu hlutverki að gegna. Námi fólks á ekki að ljúka við visst aldurs- skeið eða áfanga í skólakerfinu. Það þarf að verða sífellt. Skapa verður vinnandi fólki skilyrði til fjölbreytts náms, endurhæfingar og þjálfunar á ýmsum sviðum, jafnframt því sem það er örvað til að njóta þess sem bezt þekkist í bókmenntum og listum. Alþýða manna verður einnig sjálf að vera sem virkust í sköpun listar og varðveizlu þjóð- legra verðmæta, auk þess að taka öflugan þátt í uppbyggingu samfélagsins. Á hinum Norðurlöndunum vinnur sam- vinnuhreyfingin mjög merkt starf í þessum efnum, bæði ein sér og í samvinnu við aðrar alþýðuhreyfingar, einkum verkalýðshreyf- inguna. Það er sannfæring mín, að sá vandi sem við er að fást á íslandi verði ekki leystur nema með m!klu félagslegu átaki. Hér þarf að verða róttæk umbylting á nánast öllum sviðum, félagslegum og atvinnulegum. Slík endursköpun verður að mínum dómi ekki að veruleika í næstu framtíð, nema félags- hreyfingar fólksins, verkalýðshreyfingin, samvinnuhreyfingin og félagssamtök bænda, taki höndum saman og myndi það þjóðfé- Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins flytur aðalfundi skýrslu. lagsafl sem er nægilega sterkt til að tryggja framgang þeirrar umbreytingar. En til þess að svo megi verða þurfa þessar félagshreyf- ingar að fá til l!ðs við sig þá kveikju, það lifandi hreyfiafl, sem fyrir hendi er hjá unga fólkinu í landinu. í því býr sá kraftur sem með þarf, sé hann beizlaður í einu voldrgu átaki félagshreyf!nga með ákveðin marKmið, skýra stefnu og skipulegar starfs- aðferðir. rv. Hafið þið, forystumenn íslenzkrar sam- vinnuhreyfingar, gert ykkur grein fyrir þessu? Hvernig ætlið þið að taka ungu kyn- slóðinni, sem nú knýr á ykkar dyr? Hún mun spyrja ykkur ákveðinna spurninga og krefjast skýrra svara. Það er fyrst og fremst komið undir svörum ykkar í orði og verki, hvort hin nýja kynslóð fylkir sér undir merki samvinnuhreyfingarinnar eða leiðir hana hjá sér. Það sem hún vill fá að vita er m. a.: • Hver er þjóðfélagshugsjón samvinnu- stefnunnar? • Hver eru meginmarkmið samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi? • Hvernig hyggist þið ná þeim á áttunda áratugnum? • Hver eru helztu verkefni næstu ára? • Með hvaða þjóðfélagsöflum ætlið þið að standa? • Er það rétt að samvinnuhreyfingunni sé mismunað af ríkisvaldinu, t. d. varðandi fjárhagslega fyrirgreiðslu, og ef svo er, hvernig getur hreyfingin setið þegjandi undir því? • Er það rétt að allt vald í hreyfingunni hafi færzt á hendur fáeinna manna? • Er ekki kominn tími til að taka upp róttæka endurnýjun í trúnaðarstöðum hreyfingarinnar? • Ætlið þið að leita eftir öflugum stuðn- ingi unga fólksins, og hvar og hvernig hafið þið hugsað ykkur að ná til þess? Við þessum og þvílíkum spurningum verða að koma afdráttarlaus svör. í samvinnu- hreyfingunni á ekki að þurfa að fela neitt. Samvinnumenn eiga nú sem fyrr að brjóta í blað og hefja fyrir opnum tjöldum um- ræður um málefni hreyfingarinnar. Það er starfsmáti sem unga fólkið kýs. Sjái það í samvinnuhreyfingunni lífræna félagshreyf- ingu sem skapar möguleika til nýrrar al- hliða framfarasóknar í íslenzku þjóðfélagi, mun hin nýja kynslóð að mínum dómi ekki hika við að ganga til liðs við hana af alefli, og beita henni sem sverði og skildi í baráttu fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. ♦ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.