Samvinnan - 01.02.1970, Síða 33

Samvinnan - 01.02.1970, Síða 33
lega kapphlaupi um lífsgæðin og valdið. t>ó hefur þessara hrær- inga gætt ótrúlega lítið hérlendis, hver sem orsökin er. Þetta unga fólk spyr ekki að- eins spurninga, það mótmælir, vill bylta og breyta. Þetta unga fólk er betur menntað, þekking þess á þjóðfélagsmálum meiri og sjóndeildarhringur þess víðari en foreldra þess. Það finnur, að til- gangurinn með menntun þess var ekki að gera það að menntuðum, frjálsum og hugsandi þjóðfélags- þegnum, heldur að þörfum þjón- um neyzluþjóðfélagsins. Þetta unga fólk ræðst gegn hinu drottnandi skrifstofuvaldi jafnt svonefndra lýðræðislanda sem þjóðfélaga er búa við annað þjóðskipulag, og dæmin eru alls- staðar. Bandaríkjamenn beita full- komnustu stríðsvélum gegn fá- tækri bændaþjóð í nafni lýðræðls og friðar. Bandalög eins og Atl- antshafsbandalagið eru stofnuð til verndar frelsi og lýðræði, en halda hlífiskildi yfir harðstjórum og kúgurum. Bretarselja Nígeríu- mönnum vopn t’l að murka lífið úr sveltandi Bíafrabúum, og þetta er gert vegna viðskipta- hagsmuna. Rússar fótumtroða frelsi Tékkóslóvakíu í nafni sósí- alismans og einingar kommún- istaríkja. Vagga lýðræðisins, Grikkland, er forsmáð af valda- ræmngjum. Allt gerist þetta eða er látið af- skiptalaust vegna hagsmuna við- skiptaþjóðfélagsins, og hugtök eins og frelsi og lýðræði eru óspart notuð til að grímuklæða raunveruleikann. Er allri áróðurs- tækni nútímans þar óvægilega beitt til aðstoðar. Þar koma að góðum notum útvarp og einkum sjónvarp. Áhrif þessara fjölmiðla á skoðanir fólks eru ótrúleg, enda ásókn áhrifaafla þjóðfélagsins mikil í að nota sér yfirburði þeirra sér til framdráttar. Hvernig er þá frelsi og lýðræði borgið á íslandi í dag og hver verður þróunin næsta áratug? Hér hefur verið brugðið upp mynd af furðuheimi tækni og vísinda og hans glæstu fyrirheit- um. Hvernig afsprengi hans, efn- ishyggjan. hefur gert hamingju- leitina að innihaldslausu kapp- hlaupi eftir fölskum gæðum, og hvernig nokkur hópur ungs fólks hefur snú’’zt gegn þróuninni, en uppskorið hrakyrði og verið nefnt múgæsendur og óvinir þjóðfélagsins. Enginn efi er á því, að lýð- ræðisvitund íslenzku þjóðarinnar hefur hrakað og á eftir að hraka me;r að óbreyttu ástandi. Menn- ing okkar er í hættu og á þegar mjög í vök að verjast gegn ofur- valdi áhrifa frá enskumælandi löndum, og þá fyrst og fremst Bandaríkjunum. Sjálfstæði okkar er hætta búin af sömu orsökum. Um leiðir til að snúast gegn vandanum verður naumast rætt án þess að gera sér grein fyrir þætti Bandaríkjanna í íslenzku þjóðfélagi. Herseta Bandaríkjamanna í síð- ustu heimsstyrjöld gerði fslend- inga að peningahyggjumönnum. Amerískir lífshættir héldu inn- reið sína, og verðbólgan, sem kom í kjölfar hersetunnar, svipti íslendinga trú á gjaldmiðil sinn. Með herverndarsamningnum við Bandaríkjamenn 1951 og óslitinni dvöl bandarísks herliðs hér síðan hafa áðurnefnd áhrif vaxið stórlega. Alvarlegast er þó, að herstöð Bandaríkjamanna hef- ur klofið þjóðarmetnað fslend- inga og leitt til sundrungar um markmið. Hinn gífurlegi, gæðamatslausi innflutningur hugmynda og dæg- urefnis hefur t. d. ruglað svo dómgreind þjóðarinnar og metn- að, að stór hópur hefur gerzt ákafur í stuðningi v;ð sjónvarps- stöð, er flytur skemmtiefni handa afskekktum amerískum hermönn- um. í íslenzka sjónvarpinu er sýnt geysimikið efni í formi frétta og skemmtiþátta, er einungis lýsa bandarísku þjóðlífi og banda- rískum skoðunum. Af kvikmynd- um, sem íslenzku kvikmyndahús- in sýndu á sl. ári, voru um 80% bandarískar. Þá eru viðhorf Bandaríkjamanna til utanríkis- mála kynnt vandlega í þætti í útvarpinu, sem fjalla á um utan- rík'smál. Mjög stór hluti af þýddu efni í blöðum og tímarit- um er bandarískur að uppruna. Alls staðar í þjóðlífinu gægist hin vesturheimska lífsstefna fram. Þetta er hinni fámennu ís- lenzku þjóð því hættulegra sem saman fara hjá Bandaríkjamönn- um eigin hernaðarhagsmunir hér- lendis og sú lífsstefna þeirra, að þeirra lífshættir séu öllum öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Því verður sleppt hér að lýsa hinum risavöxnu vandamálum bandarísks þjóðfélags og hvernig Bandaríkin eru orðin ófær um að vera sú fyrirmynd frelsis og lýð- ræðis, sem þau þykjast vera. Þjóðarmorðið í Víetnam, Cosa Nostra-glæpahreyfingin og Ku- Klux-Klan ættu að nægja því til sönnunar. Aðeins skal minnt á þann furðulega hlut, að núver- andi Bandaríkjaforseti komst til valda, án þess að kjósendur væru nokkru nær um væntanlega stefnu hans í þýðingarmestu mál- um þjóðarinnar. Hann höfðaði ekki til kjósenda sinna í nafni frjálslyndis, baráttu gegn fátækt eða réttar svertingja eða friðar í Víetnam. Nei, hann bað hina gleymdu kjósendur um stuðning. Kjósendurna sem forð- ast að láta skoðanir sínar í ljós og berjast fyrir þeim, heldur sitja he;ma við sjónvörpin sín og horfa á samlanda sína skotna, á milli þess sem þeir horfa á Andie Williams Show eða tilbúna dráps- þætti. Eitt það alvarlegasta við áhrif Bandaríkjanna hérlendis er þó, að þau hafa í krafti valds og áhrifa í raun og veru mótað ut- anríkisstefnu íslendinga. íslend- ingar hafa ekki rækt þá skyldu sína sem fullvalda þjóð að móta sína eigin utanríkisstefnu. Sagt hefur verið um Þingey- inga, að vegna þess að þeir á sinni tíð skeggræddu um vanda- mál mannkynsins, þá hafi þeir bjargað landinu. Þetta hefur að sjálfsögðu verið gamanmál, en í því er fólginn nokkur sannleikur. Aldamótakynslóðin gerði það ómögulega, gerði ísland efna- lega sem menningarlega að sjálf- stæðri þjóð og nútímalandi. Að fengnu sjálfstæði hafa hins vegar hugmyndafræðilegur ágreiningur og djúpstæð bandarísk áhrif rekið þann fleig í íslenzka samvitund, að íslendingar hafa nær gleymt, hve margt það er, sem tengir þá saman. Staðreyndin er sú, að innri ágreiningsefni í íslenzku þjóð- félagi eru mjög fá og smá. Allir möguleikar eru til þess að móta heilsteypta stefnu í innanlands- sem utanríkismálum. En megin- forsendan til að slíkt takist er brottför hins bandaríska herliðs. Ekki verður rætt um nýja stefnu í innanlandsmálum, þótt ærin séu tilefnin, en í þess stað leitazt við, að leiða rök að hlut- verki og stöðu fslands á alþjóða- vettvangi. Það er mjög brýnt fyrir þjóð- armetnað og sjálfsvirðingu ís- lendinga, að mótuð verði þrótt- mikil og markviss utanríkisstefna. Þar á ekki að miða við smæð þjóðarinnar eða þrönga viðskipta- hagsmuni. Ef slíkt hefði alltaf verið gert, væri ísland ekki sjálf- stæð þjóð. Saga íslendinga sem lang- hrjáðrar smáþjóðar með nýfengið sjálfstæði, en merkan fornan arf í bókmenntum og stjórnskipun, á að gera okkur fært að skilja betur þau stórvöxnu vandamál, sem tveir þriðju hlutar mann- kynsins verða að glíma við, þar sem hungurvofan vokir yfir hyl- dýpi allsleysis og fáfræði. Sem vopnlaus þjóð ættu ís- lendingar öðrum fremur að vera formælendur friðar og frelsis, og sem matvælaframleiðendur er hlutverk okkar stórt. Engin þjóð má telja sig svo smáa, að hún þessvegna skerist úr leik við að takast á við vofur hungurs, haturs og hernaðar. fs- land á ekki og má ekki stöðu sinnar vegna ganga erinda vopna- valds á albjóðavettvangi. Slíkt rýrir sjálfsvirðingu hvers einasta fslendings og gerir smáþjóð smærri. Ekk; er heldur nóg að safna gjafafé og senda út í heim. fs- lendingar eiga sjálfir að vera virkir þátttakendur og leggja fram starfskrafta sína við upp- byggingarstörf í hinum vanþró- uðu ríkjum. Að takast persónu- lega á við vandann gefur mönn- um reynslu og tilgang, sem ekki verður met;nn til fjár. íslenzkar friðarsveitir eiga ekki að vera takmark, heldur staðreynd. Þá myndi íslenzka kirkjan stór- lega vaxa að virðingu sinni og ná frekar eyrum umbótasinnaðs ungs fólks, ef hún helgaði starf sitt í mun meira mæli en nú er vandamálum vanþróuðu landanna og yrði forystuaðili um þjóðar- vakningu þeim til hjálpar. Fjöldahreyfingar eins og sam- vinnuhreyfingm, verkalýðshreyf- ingin og íþróttahreyfingin, svo og margháttuð líknarsamtök, gætu hér unnið mikið gagn með virku starfi að sérstökum verkefnum í þessum löndum. En umfram allt er það ríkis- vald;ð, sem á að hafa forystuna og móta stefnuna, vera samnefn- ari allra þeirra aðila, sem leggja hönd á plóginn, og vera andlit lítillar þjóðar með stórt hjarta. Það verður á valdi æskunnar nú, hvort bylting hugarfarsins nær til íslands á næstu árum eða íslendingar verða að steingerv- ingum áttunda áratugsins, eftir- komandi kynslóðum til viðvörun- ar og lærdóms. Slíkt hlutskinti getur enginn æskumaður ætlað landi sínu og þjóð. Reynir Ingibjartsson. 29

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.