Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 18
1) Ég gat um það hér að fram- an hvernig hin harðvítugu átök á fyrstu árum verkalýðsfélaganna virðast hafa átt sinn þátt í að efla samheldni og samhug félags- mannanna. Sá áróður, sem braut- ryðjendurnir þurftu að hafa í frammi, og þeir erfiðleikar, sem þeir mættu við stofnun hinna „ólöglegu" félaga, voru félags- mönnum mikill og strangur skóli og hlutu að auka mjög skilning manna á þjóðfélagsaðstæðum þess tíma. — Það mætti spyrja, hvernig háttað sé í dag eldskírn þess unga manns sem gengur í fyrsta skipti í verkalýðsfélag. Eftir að hann hefur útfyllt inn- tökubeiðni sína, veit hann jú, að nafn hans fer inn á spjaldskrá félagsins, en í augum hans er félagsskírteinið ef til vill ekki svo mjög frábrugðið skírteini því sem hann kannast við frá heim- ilistryggingunum. Hann er með öðrum orðum orðinn aðili að eins konar tryggingarfélagi, og þær kröfur sem verkalýðsfélag hans gerir til hans og samskipti hans og forystumanna þess eru oft ekki öllu meiri en tengsl hans við tryggingafélagið. í báðum tilvikum skiptir það mestu máli að staðið sé í skilum með félags- gjaldið — tryggingariðgjaldið. Nú fer því fjarri að ég ætli að gera lítið úr tryggingahlutverki verkalýðsfélaganna og þeim mörgu félagslegu réttindum sem þau hafa tryggt verkafólki. En starfsemi félaganna á þessu sviði býður þeirri hættu heim, að bæði félagsmenn verkalýðsfélaganna og ekki síður forystumenn þeirra geri sig ánægða með að starf félaganna einskorðist að veru- legu leyti við þennan þátt, en raunverulegt félagsstarf verði út- undan. Fátt sýnir betur hver hætta er hér á ferðum en þeir starfshættir, sem einkennt hafa kjarabaráttu síðustu ára, og hvernig staðið hefur verið að samningum í sambandi við lausn vinnudeilna. Hér eru ekki tök á að rekja gang þessara mála, en í þeim endurspeglast félagslegur veikletki verkalýðsfélaganna og sú hætta, sem lýðræði innan þeirra er búin, ef svo heldur sem nú horfir. Sérhver félagsskapur, sem ekki leitast við að tryggja stöðuga endurnýjun starfskrafta sinna og forystuliðs, hlýtur innan tíðar að staðna og slitna úr tengslum við meðlimi sína. — í þessum efnum er mörgum verkalýðsfélögum og verkalýðshreyfingunni allri mik- ill vandi á höndum, og takist ekki að snúa hér við blaði, halda fé- lögin áfram að breytast úr lif- andi hreyfingu í beinar þjónustu- stofnanir; forystumenn þeirra slitna smám saman úr tengslum við hinn almenna félagsmann, og völdin í verkalýðshreyfingunni færast smám saman á hendur æ færri manna, sem taka að líta á það sem sjálfsagðan hlut að þeir taki einhliða ákvarðanir um mál- efni verkafólksins. Þeim hættir til að telja það aðeins óþarfa vafstur og tímasóun að virkja félagsmenn verkalýðsfélaganna til þátttöku í því að ræða hags- munamál sín. Svo langt getur þessi öfugþróun gengið, að þegar til verkfalla kemur þá viti hinir óbreyttu félagsmenn varla hvaða kröfum þeir eru að framfylgja með verkfalli sínu. Vinnubrögð sem þessi leiða til þess, að verka- fólki, sem eitthvert starf vill leggja af mörkum, finnst það vera utangátta og hornreka og smám saman missir það trúna á því, að þátttaka þess í starfi stétt- arfélaganna sé því nokkurs virði. 2) En hvað þá um hina póli- tísku hlið baráttunnar? Ætti ekki reynslan að hafa kennt verka- fólki, hve skammvinnur ávinn- ingur það hefur verið að semja um kjarabætur á faglegum grundvelli, þegar pólitískir and- stæðingar verkalýðsins hafa rík- isvaldið í sínum höndum og geta í krafti þess gert ávinninga kjarabaráttunnar að engu með einu pennastriki? Svo sannarlega virðist ekki þurfa djúpan skiln- ing á þjóðfélagsmálum og stétta- baráttu til að koma auga á mót- leikinn við þessum síendurtekna skollaleik. En skilningur á þessu er ekki nándar nærri nógur í röð- um verkafólks. Hvers vegna? Það verður varla hjá því komizt að rekja þetta ástand til þeirrar gloppu sem er í starfsemi verka- lýðsfélaganna, að þar skuli ekki fara fram skipuleg pólitísk fræðsla sem hafi það að mark- miði að upplýsa félagsmennina um grundvallaratriði í verkalýðs- baráttu og þjóðfélagsmálum. í þessum efnum stóðu brautryðj- endur verkalýðshreyfingarinnar sig áreiðanlega mun betur. Sá andi jafnaðarstefnunnar, sem þá sveif yfir vötnum, og hið pólitíska yfirbragð, sem svo mjög ein- kenndi baráttu verkalýðsfélag- anna áður fyrr, er nú miklum mun lognmollulegra. Það vantar samt sem áður ekki að ýmsir for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar leiki listir sínar á sviði stjórnmálanna. Gallinn er bara sá, að í skjóli vanþekking- ar og vegna skorts á aðhaldi umbjóðenda þeirra í verkalýðs- félögunum hafa þeir stundum sýnt sig í því að skipta um hlut- verk og afstöðu til ýmissa ör- lagaríkustu málefna verkafólks — allt eftir eigin geðþótta, en haldið þó áfram völdum og áhrif- um í verkalýðshreyfingunni. Þegar ég tala hér um stjórn- málaleg afskipti verkalýðshreyf- ingarinnar og nauðsyn pólitískrar fræðslustarfsemi, á ég ekki við að verkalýðsfélögin gerist - mál- pípur tiltekinna stjórnmála- flokka eða stjórnmálamanna, heldur þvert á móti að félögin og hreyfingin sem heild taki feimn- islaust til umræðu og marki sjálf- stæða afstöðu til allra þeirra póli- tísku mála sem snerta hagsmuni verkalýðsins. Því það ætti að segja sig sjálft, að sérhver launa- maður — hvort sem hann í sínu verkalýðsfélagi tekur afstöðu til mála út frá þröngum persónu- legum hagsmunum ellegar af hug- sjónaástæðum — getur ekki haft hag af því að efla áhrif þeirra stjórnmálaafla, sem snúast önd- verð gegn veigamestu málefnum hans sjálfs. Þvert á móti hlýtur hann að sjá sér hag í því að veita þeim stjórnmálaöflum brautar- gengi, sem taka undir stefnumál verkalýðshreyfmgarinnar og eru reiðubúin að bera þau fram til sigurs á hinum pólitíska vett- vangi. Það er í rauninni stór- furðulegt, að innan verkalýðsfé- laganna skuli vera stór hópur manna sem til dæmis í verkföll- um berst með oddi og egg gegn atvinnurekendum og ríkisvaldi, en kýs svo í alþingiskosningum sömu öfl til að fara með málefni sín. — Það er sannarlega kominn tími til að launþegar verði sér aftur meðvitandi um það afl sem í þeim býr og úrslitum gæti ráðið, stæðu þeir sameinaðir faglega og pólitískt. Sjálfur hef ég ekki trú á að nein straumhvörf verði á næst- unni í þeim tveim þáttum í starf- semi verkalýðshreyfingarinnar, sem ég hef gert hér að umræðu- efni. Til þess að svo megi verða þarf verkalýðshreyfingin að end- urskoða og endurmeta starfs- grundvöll sinn og þora að taka til umræðu þær veilur, sem eru í starfsháttum hennar. Mikil- vægt er í þessu sambandi að verkalýðshreyfingin eignist sem fyrst raunverulegan verkalýðs- skóla á borð við þá sem verka- lýðssamtök frændþjóða okkar hafa starfrækt í áratugi. Hér er ekki rúm til að ræða hvernig hugsa mætti sér fyrirkomulag slíks skóla. Hitt held ég að sé augljóst, að þá fyrst megi vænta nokkurs bata í félagslegum mál- efnum verkalýðsfélaganna, ef til að mynda full réttindi í verka- lýðsfélagi gæti sá einn öðlazt sem sótt hefði að minnsta kosti einnar viku fræðslunámskeið í verkalýðsskóla. Varla ætti nokkr- um ungum manni að vaxa í aug- um slík lenging á „skyldunám- inu“. Daníel Guðmundsson. Þórólfur Matthíasson: SKÖMM Úti í garði blóma situr ungur sveinn og læt'ur sig dreyma stóra drauma, drauma um falleg föt, fallegar konur og auð. í Bíafra liggur lítiil sveinn með útblásinn kvið og sér í draumi myglaða brauðskorpu skoppandi ofan á hans tóma fat. Hann hugsar: Hvílíkt bragð, hvílík lykt. Ó, bara ég ætti sneið. Inni í vistlegri stofu í Tékkóslóvakíu þar sem myndir af Lenín og Dubcek hanga hlið við hlið, og eintak af ritskoðuðu Rude Pravo liggur á borðinu stendur ungur piltur og hugsar um frelsi, frelsi til að tala, frelsi til að hugsa, frelsi íil að lesa. En fyrir utan gluggann biaktir rauður fáni, með hamri og sigð, og við hlið hans stendur maður með byssu. Andlit hans er steingert, augu hans hvöss, oq hann hefur skipun, skipun um að skjóta. Maggi Sigurkarl: ÓTTI Við lærðum að kveikja eld, kl-æðast feldum annarra dýra og byggja okkur skýli. Við lærðum meira og meira. Nú loga eldar okkar um alla jörðina. Nú byggjum við hallir og fyllum þær af fötum og mat. Nú flytja verkfærin, er við smíðum, okkur til annarra stiarna. Við höfum skapað marga guði og lagt þá alla að velli aftur. Við erum sjálfir guðir og höfum lagt alheiminn að fótum okkar. Nú hrópum við á hjálp. Við hrópum i máttvana skelfingu út í tómið, þar sem ekkert er. Við óttumst svo það, sem við þekkjum ekki. Það þekkir enginn sjálfan sig. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.