Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 29
Mjöll Snæsdóttir: Það er mörgu logið „What did it feel like to be prehistoric?11 spurði barnkind ein ensk fornleifagrúskara nokk- urn einhverju sinni, og eins spyr Samvinnan nú: „Jæja, hörnin góð, hvernig er það nú að vera ungur?“ Nú er uppi þjóðsaga ein, goð- sögn eða fabúla um æskulýð heimsins. Goðsögn þessi er mjög óljós og óhægt að festa hendur á henni, en hún kvakar einhvers staðar úti í himingeimnum, að æskan á vorum dögum muni varpa fyrir borð fornum afglöp- um og mistökum gamals heims o. s. frv. og skapa nýjan heim o. s. frv. Hér af er svo sprottið vígorðið eða skrautfjöðurin „æsk- an vill“ þetta eða hitt og „ungt fólk kýs . .“ (eft:rlætisorð stjórn- málaflokka). Mér er ekki vel ljóst, hvort þessi fabúla er nýtt fyrirbæri, en sennilega er hún það ekki, heldur fremur ný mynd eldri draumsýnar og afsprengi óskhyggju manneskjunnar. Það vill svo til, að fólk óskar þess að heimur fari batnandi, og ein- hver verður að hengja bjölluna á köttinn. Hvað er eðlilegra en ætla næstu kynslóð það hlutverk? En hvert í allra Bjögga nafni er okkur, sem nú erum á ungum aldri, ætlað að sækja þann þroska og þann vilja eða mátt til góðs, sem feður okkar höfðu eigi? Hvar er heil brú í þessari botnlausu óskhyggju? Sýnt er að vísu, að þeim, sem goðsögn þessari trúa, hlýtur að virðast heimurinn eitthvað úr lagi genginn, og er það út af fyrir sig gott og blessað, því að fyrr reyna menn ekki að bæta um einhvern hlut en þeim þykir e:tthvað að honum. En sú tálsýn, að þetta muni allt lagast í hönd- unum á þessari blessuðu hug- sjónaríku ungu kynslóð, hefur þann meinlega galla að þeim mun trúaðri sem menn eru á hana, eru minni líkur á að þeir beiú sig sjálfir að kippa í lag því, sem af- getu hinna hefðbundnu atvinnu- greina. Það hefur verið tekið „forskot á sæluna". Ekki dugir til langframa að lifa við lífskjör framfaraþjóðfélags og halda í vinnubrögð liðinna tíma. Það þætti léleg búspeki að vilja upp- skera að vori, en sá að hausti. Jónas Bjarnason. laga fer. Menn gera ekki það í dag, sem láta má elnhvern annan gera á morgun. Hvaða líkur eru svo á því að þessi ágæta fabúla komi til með að rætast? Við, sem ung erum, erum upp fædd í faðmi atóm- sprengjunnar, eins og við erum oftsinnis minnt á. Sumir virðast telja það eitt nægja tll að gefa okkar kynslóð vit á að láta ókveikt á henni. Betur að satt væri. Einnig erum við upp fædd í heimi, sem samgöngutækni og fjölmiðlun hafa þjappað saman, eins og oft er sagt í spariræðum. Svo er að skilja, að þeirri stað- reynd sé ætlað að þjappa heim- inum saman í annarri merking og valda ást og eindrægni, skiln- ingi og hjálpsemi milli þjóða. Jú, hljómar vel og mætti svo sem gjarna vera satt. Svo sannarlega má ljóst vera, að við erum borin í öfugsnúinn heim og óréttlátan, og það virðist hægara um að tala en í að kom- ast að bæta úr því. Svo sannar- lega má okkur vera Ijóst, að slíkum arfi fylgir öllu meiri ábyrgð en við erum menn til að standa undir, og skiptir þá litlu þó að þeir, sem við hljótum hann eftir, hafi sízt verið færari með hann að fara. Það er ekki auðhlaupið að því að bjarga heiminum. Og sú kynslóð, sem nú er ung, er naumast líklegri til þess en sú næsta á undan. Ef við, sem nú erum ung, höf- um aðrar hugmyndir en næsta kynslóð á undan, er ástæðan ekki sú líffræðilega staðreynd, að við erum 20—30 árum yngri, heldur hitt, að sífellt verður til nýr sannle'kur, en þó einkum og sér í lagi ný lygi. Og hina nýju lygi og það af hinni gömlu sem end- ingarbezt hefur orðið gleypum við jafnsæl og fyrri kynslóðir gleyptu sína. Við meðtökum þær lærsetningar, sem nú eru uppi, án mikillar hugsunar yfirleitt, tökum við kenningum um hlut- verk okkar, hugsanir, smekk, af- stöðu til ótal hluta og hugguleg- um framtíðarmyndum. Því að heimsmenningin byggist á viður- kenndum lygum. Þær taka breyt- ingum, lognast út af og spretta upp, eftir því sem tímar líða, en eðli þeirra breytist ekki. Þær mynda til samans burðarásana í hugmyndaheirm flestra, jafnvel þótt þeir sjái í gegnum þær, og þær eru hornsteinar hvers þjóð- félags. Það er fjarri mér að halda því fram, að lygar þessar séu ein- göngu til ills. Þvert á móti virð- ast þær bráðnauðsynlegar, mann- kynið virðlst þurfa þeirra með. En þessi þörf fyrir stoðkerfi úr hégómlegum lygum, sem margar hverjar eru auðvitað ákaflega skaðlitlar, gerir það að verkum, að engin ein kynslóð eða annar hópur fólks mun leggja af heimskulegt dægurþras mann- skepnunnar og mynda þann fyrir- myndarhelm, þar sem allt er í lagi og allt stefnir til hins bezta. Hvort sáluhjálparatriðið kann að vera að eiga svo og svo langan bíl ellegar brækur með tilteknu sniði ellegar vera hlynntur ópí- umreykingum eða kunna að éta fimmréttað eða bara eltthvað annað, sem fólki kann að detta í hug, skiptir engu höfuðmáli. Hitt verður ævinlega mál mál- anna að fylla upp í það manns- mót, sem tíminn slær hverju sinni, og gæta hagsmuna sinna, raunverulegra og ímyndaðra. Að vísu má vona, að þær formúlur, sem óhugnanlegastar eru, hatli sér á eyrað og hverfi úr um- ferð. Hinar stærri, eins og að gott sé og sjálfsagt að hlaða und- ir sig á kostnað náungans, eru þó lífseigari en svo, að þær muni útaf deyja í náinni framtíð. Jafnan má heyra pípt um „unga fólkið“ svo sem það væri annarlegur kynflokkur, alls ann- ars eðl:s en afgangurinn af mann- kyninu, með allt aðrar skoðanir á flestum hlutum o. s. frv. Eðli- legt er að sönnu að gera upp verðmæti tilverunnar öðru hvoru, en þar eð niðurstöðurnar verða álíka vitlausar hjá hverri kyn- slóð, gerir það engan höfuðmun, stigsmun en ekki eðlis, bitamun en ekki fjár. Ég held að við, sem nú erum ung, séum á allflestan hátt nauða- lík hinum gömlu. Við crum kannski óreyndari og ef nota má svo útslitið orð — óspilltari, en þó er það sennilega vafamál. Við erum ekki öðruvísi, og það ei ekkl rétt að reyna að telja okkui trú um það. Allur munurinn er á yfirborðinu, þar aðeins, og nær í flestum tilfellum langtum grynnra en virðast mætti. Ungu fólki er kannski gjarnara að þykjast hugsjónamenn heldur en öðrum, en rekist hugsjónin minnstu vitund á við eigin þæg- indi, er fljótséð að hinir ungu eru undir sömu sök seldir og gervallt mannkyn hefur löngum verið. Því hinu margnefnda unga fólki kunna einnig að virðast eigin viðhorf til lífsins og siða- reglna þess ákaflega frjálslynd, en ekki þarf alltaf mikið að snerta við því til að upp úr því hrökkvi heimskulegustu og aftur- haldssömustu kennisetningar for- feðranna, fram mæltar í einlægri alvöru. Og jafnvel þeir sem stillt geta s:g um að orða þær, breyta gjarnan nákvæmlega eftir þeim. Þannig eru gamlar lygisögur um mannleg samskipti hluti af hug- myndaarfi alltof margra, eins og að náungi manns komi manni ekki vlð og menn séu misgóðir þegnar eftir kynferði, litarafti ellegar öðrum minni háttar líkamseinkennum. Pabúla sú, er fyrr getur, virðist þó gera ráð fyrir að nefnd dæmi séu eitt af því, sem er að breytast, en sagan vlrðist sýna, að slíkar breytingar eru sjaldan einhliða eða öruggar, þó að sjálfsagt sé að búast ekki fyrirfram við öllu hinu versta. Við, sem nú erum ung, þurfum að gera hið sama og allir á und- an okkur. Við verðum að taka við þessum heimi og hann vlð okkur, nema annað hvort verði undan að láta. Okkar bíður eigið puð og mæða í lífinu og vanmáttugar til- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.