Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 22
Gestur Jónsson: Hlutverk fjölmiðla Ungt fólk er sá þjóðfélagshóp- ur, sem opnastur er fyrir hvers kyns ytri áhrifum. Sú íhaldssemi sem lífsþægindin og reynslan hafa skapað hjá eldri kynslóðinni hefur enn ekki fest rætur hjá því. Það er því eðlilegt að frjó- ustu og oft byltingarkenndustu hugmyndirnar verði til meðal þessa hóps, sem enn hefur ómengaða heilastarfsemi. En þó sú áhrifagirni og það hispurs- leysi sem einkenmr þennan hóp sé tvímælalaust mikill kostur, býður það ákveðinni hættu heim. Þeirri hættu að áhrifagirni ung- menna sé notuð eða öllu heldur misnotuð á miður æskilegan hátt af þeim öflum sem ráða sterkustu fjölmiðlum landsins. Gegn þessari hættu verður ríkis- valdið ásamt þegnum landsins að berjast, ella mun hugsanlegur doði leggjast yfir þann hóp sem gæti verið vakandi. Hér tel ég að stjórnvöld hafi brugðizt og hyggst skýra það nokkrum orð- um. Ríkisvaldið ræður tveim stærstu fjölmiðlum landsins, þ. e. hljóðvarpi og sjónvarpi. Þessi tæki ná til næstum allra einstakl- inga þessa lands og gætu haft á þá gífurleg áhrif með frétta- flutningi sínum. Nú er það svo að báðar þessar stofnanir eru rígbundnar af svokölluðu „hlut- leysi“, hugtaki sem túlka má á marga vegu. Sá skilningur virðist þó ríkjandi að hlutleysi merki það sama og skoðanaleysi, og er fréttaþjónusta fyrrnefndra stofn- ana samkvæmt því. Álitið er hlutleysislegra að þegja, þegar hápólitísk mál ber á góma, en gefa hlustendum tækifæri á að skyggnast djúpt inn í kjarna þeirra. Afleiðingin er sú að í mál- um eins og t. d. harmleiknum í Víetnam eru aðalfréttirnar tölur um upploginn fjölda fallinna hermanna, endalaus runa mynda af illa útleiknum líkum jafnt karla, kvenna og barna, ásamt því að lýst er nákvæmlega nýj- ustu vopnum sem koma til með að vinna í þágu dauðans. Frétta- skýringar eru nánast engar, og þá helzt þær sem talsmenn hinna stríðandi aðila hafa birt um at- burðinn. Þessir talsmenn, sem svo gjarnan er vitnað í, gegna því hlutverki einu hjá yfirboð- urum sínum að ljúga þannig að áróðursgildi fregnarinnar verði sem mest og ættu því að vera sniðgengnir af öllum ábyrgum aðilum. Fréttir sem þessar þjóna engum tilgangi, nema helzt þeim að deyfa þá virðingu, sem menn bera fyrir mannslífinu, og svæfa siðferðiskennd þjóðarinnar. Al- vörufré'ttastofnun ber að reyna að vekja almenningsálit gegn hvers konar óhæfu og spillingu, og það gerir hún bezt með því að koma á framfæri skoðunum sem flestra málsmetandi manna, hvaðan úr heiminum sem þeir eru og hverjar skoðanir sem þeir kunna að hafa. Á þann hátt ein- an er unnt að mynda þann um- ræðugrundvöll sem er forsenda sterks og vakandi almennings- álits. Hér á íslandi hafa fjöl- miðlar ríkisvaldsins gjörsamlega brugðizt þessu hlutverki sínu, og kemur því til kasta annarra fjöl- miðla að hafa áhrif á skoðana- myndunina. Slíkir fjölmiðlar eru þó miður heppilegir til þeirrar starfsemi, þar sem þeir lúta oft- ast stjórnmálaafli, sem hagræðir fréttum sér í hag og útilokar þær sem gætu skaðað eigið skinn. Má segja að þetta gildi um öll ís- lenzku dagblöðin. Þegar ofan á þetta bætist að eitt blaðanna hef- ur meiri útbreiðslu en öll hin til samans og getur falsað frétta- flutning sinn mjög í skjóli þess að andsvör smærri blaðanna verði virt að vettugi, eða komi fyrir einskis manns sjónir, má segja að frjáls skoðanamyndun sé í hættu. En þar sem frjáls skoðanamyndun er undirstaða lýðræðis, verða hinir ríkisreknu fjölmiðlar að vakna af svefni sínum og hefja flutning frétta sem eru annað en innantóm orð. Hlutverk fjölmiðla er ekki að hugsa og dæma fyrir fjöldann, heldur að mata hann á öllum þeim fróðleik sem að gagni mætti koma við að skapa umræð- ur. Umræður sem byggðar verði á vitneskju en ekki áróðri. Fyrir þessu verður ungt fólk að berjast. Gestur Jónsson. Guðmundur G. Þórarinsson: Vangaveltur um skattalöggjöfina Margt bendir til þess, að ís- lendingar hafi ekki fylgzt með þeirri þróun, sem orðið hefur í efnahags- og viðskiptamálum í heiminum. Við höfum lagt höfuð- áherzlu á að fylgjast með á tæknisviðinu og reist mannvirki, sem jafnast á við það er bezt þekkist annars staðar, en nýting þeirra er oft lítil sem engin. Fá- um þjóðum er þó brýnna en okk- ur að nota handbært fjármagn á sem hagkvæmastan hátt. Jafn- framt eru margir þeirrar skoð- unar, að gildandi löggjöf, svo sem skattalög og tollalög, hafi nei- kvæð áhrif á þróun efnahags- og atvinnulífs. Löggjafinn mótar með lögum og reglugerðum þann ramma, sem starfa verður innan. Það er því mikið í húfi, að vel sé til vandað. Mönnum hefur að undanförnu orðið tíðrætt um hlutafélagalög- gjöfina og skattlagningu hluta- félaga. Eins og flestir vita, geng- ur illa að fá íslendinga til þess að leggja fé í atvinnurekstur, nema þeir beinlínis starfi við hann sjálfir eða stjórni honum. Þessu veldur að sjálfsögðu margt. FYrirtækjadauði er með eindæm- um á íslandi og gjaldþrot lítt rannsökuð, þannig að algengt er, að menn tapi því fé, sem þeir leggja í slík fyrirtæki. Raunar er verndun minnihlutans eitt að- alvandamálið í þessu fyrirtækja- formi. Ofan á það bætist, að arð- vonin er næsta lítil. Hlutafélagi er t. d. heimilt að greiða 10% arð af hlutafé. Arðurinn er hins vegar skattskyldur, og eins og skattstiginn er nú, mundi hluta- fjáreigandi í flestum tilfellum greiða 50%—60% arðsins í skatta. Hlutafjáreigandi fengi því í sinn hlut aðeins 4—5%. Legði hlutaðeigandi hins vegar fé sitt inn á sparisjóðsbók, fengi hann greiddan 7—8% skattfrjálsan arð. Ef nú rekstur hlutafélagsins gengi vel og það gæti greitt hlutafjáreigendum meiri arð, kemst lítill hluti arðsins alla leið. Setjum svo, að fyrirtækið hugsaði sér að deila út arði, þannig að í hlut ákveðins hluta- fjáreiganda kæmu 100 þús. kr., þá yrði fyrirtækið fyrst að greiða af þessum 100 þús. kr. um 50% í skatta. í hlut hluthafans kæmu því ca. 50 þús. kr., sem bættust við tekjur hans. Hann yrði síðan að greiða ca 50% af fénu í skatta, svo eftir yrðu um 25 þús- und kr. Þarna er um að ræða tvísköttun arðsins, og hafa menn mikið um þetta mál rætt og de;lt, og sýnist sitt hverjum. Margir vilja láta afnema tvísköttunina, en eru ekki á eitt sáttir, hvort skattleggja skuli arðinn hjá fyrir- tækinu eða hluthafanum. Hafa margir bent á, að með því að gera hlutafjárarði jafnhátt undir höfði og sparifjárarði, þ. e. a. s. að gera þann 10% arð, sem hlutafélag nú má greiða, skatt- frjálsan og afnema jafnframt tví- sköttun þess arðs, sem hlutafélag getur greitt fram yfir 10%, megi gjörbreyta peningastrauminum í þjóðfélaginu. í stað þess að leggja fé sitt í banka, mundu menn leggja þá í þau fyrirtæki, sem mesta von gæfu um arð. Traustustu og bezt reknu fyrir- tækin yrðu þannig óháðari lána- stofnunum. Eins og nú er, eru flest fyrirtæki háð bönkunum bæði um stofn- og rekstrarfé, en útlán bankanna þykja nokkuð til- viljanakennd. Því heyrist oft fleygt, að ís- lendingar búi við undarlegt sam- bland af kapítalisma og kommún- isma í atvinnurekstri sínum. Bezt reknu fyrirtækin berjast fyrir tilveru sinni eftir lögmálinu um að sá sterkasti og duglegasti muni lifa, en hin fyrirtækin, sem ramba á gjaldþrotsbarmi, eru ríkisrekin gegnum lánastofnanir. Sú skoðun er almenn, að bank- arnir hafi með andvaraleysi drepið niður atvinnurekstur í landinu. Dæmi eru til um það, að einstaklingur hefur reist fyrir- tæki í ákveðinni grein og gengið reksturinn vel. FT.jótlega fá 5 til 6 aðrir áhuga á rekstri sams kon- ar fyrirtækis, og allir vilja græða. Þessir aðilar fara í bankana, og allir fá þeir lán til þess að stofna fyrirtæki. En grundvöllur fyrir svo mörgum fyrirtækjum af sama tagi er enginn, og hálfu ári síðar eru þau öll komin á höfuðið, og landið situr uppi með fjárfest- ingu í vélum frá þeim öllum. Því hlýtur að fylgja mikil ábyrgð að ráðstafa sparifé lands- manna, og ýtarlegar athuganir þurfa oft að liggja að haki ákvörðunum. Athyglisvert er, að í samning- um við svissneska álfélagið var brugðið út af íslenzku hlutafé- lagalöggjöfinni í tveimur atrið- um, þ. e. einn aðili má eiga allt hlutaféð, og stjórnendur fyrir- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.