Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 14
Vísast hefur ungt fólk á öllum
<33gclg5> öldum haft aSrar hugmyndir
um heiminn og æskilegt hátt-
arlag mannkindarinnar en eldri kynslóðir. Þessi kynslóðaskil hafa verið
misjafnlega djúpstæð á ýmsum tímum og tekið á sig ólíkar myndir eftir
þjóðfélagsaðstæðum, hefðum og opinberum viðhorfum hvers samfélags.
Meðal fátækra þjóða verða þau ekki eins gertæk og meðal auðugra
þjóða, sem helgast af því, að í fátækum samfélögum situr lífsbaráttan
í fyrirrúmi og leggur snemma þungar kvaðir á æskumanninn, en í auð-
ugum þjóðfélögum er œskan minna háð efnahagsvandamálum og frjáls-
ari í öllum lífsháttum. Þó slíkar aðstæður stuðli að áhyggjuleysi unga
fólksins, leiða þær jafnframt á þverstæðan hátt til þess, að það krefst
aukinnar ábyrgðar sér til handa, meiri hlutdeildar um ákvörðun eigin
málefna og framtíðarverkefna. Efnahagserfiðleikar og hörð lífsbarátta
virðast gjarna haldast í hendur við sterk fjölskyldutengsl, sem draga úr
átökum kynslóðanna, og kynni það að vera ein skýring á þvf, hve til-
tölulega átakalaust uppgjör kynslóðanna hefur verið hérlendis, þó hitt
fari varla milli mála, að þau átök muni harðna á komandi árum.
Hvað sem segja má um átök kynslóðanna á fyrri árum, forsendur
þeirra og afdrif, þlandast víst engum hugur um, að aldrei fyrr í sögunni
hafi þau verið jafndjúpstæð og víðtæk einsog nú síðustu árin. Þetta má
að einhverju leyti rekja til fjölmiðlunartækjanna, sem gert hafa ger-
valla 'heimsbyggðina að einum og sama hreppi að því er varðar frétta-
miðlun. En það á sér einnig aðrar og dýþri rætur, semsé þær að nú
er svo komið, að öll helztu vandamál, sem bæði einstakiingar og þjóð-
ríki eiga við að etja, eru þess eðlis, að þau verða hvorki leyst af ein-
staklingum né einstökum þjóðum, heldur þarf til þess samræmt átak
gervalls mannkyns, samanber hagnýtingu geims og hafsbotns, mengun
lofts og lagar, vitfirringu kjarnorkukaþphlaupsins o. s. frv. Þetta hefur
ungt fólk gert sér Ijóst í miklu ríkara mæli en eldri kynslóðir. Þvl er
Ijóst, að það er borið I dauðadœmdan heim, sem einungis fær bjargað
lífi sínu með skjótum og byltingarkenndum aðgerðum. Sú vitund Ijær
baráttu þess fyrir róttækri stefnubreytingu svip óþols og einatt örvænt-
ingar. Annað væri fulikomlega óeðlilegt, því hvergi er lífshvötin sterkari
en I brjóstum ungra imanna.
Greinaflokkur unga fólksins I þessu hefti Samvinnunnar ber því vitni,
að (slendingar eru loks að vakna af þúsund ára dvala til að takast á
við samtíma sinn og þau margvíslegu vandamál og verkefni sem við
þeim blasa, hvert sem litið er. Fyrir einum eða tveimur áratugum hefðu
þau viðhorf, sem hér eru túlkuð á hinn fjölbreytilegasta hátt, verið ná-
lega óhugsandi meðal ungs fólks á íslandi. Þá var þjóðin blinduð af
því flokkspólitíska moldviðri, sem var á góðum vegi með að gera
landið að andlegri auðn. Og hún var heltekin þeirri örlagaríku blekkingu,
sem leikið hefur bæði efnahagslíf hennar og allt andlegt líf verr en
flest annað, að skurðgoði einkaframtaksins bæri að fórna öllu sem hún
átti til, fjármunum, siðgæði, þjóðarmetnaði, heilbrigðri hugsun. Afleið-
ingin varð sú, að samhugur, samtök, samvinna urðu nálega úti I sand-
stormi pólitískra blekkinga og lágkúrulegasta eiginhagsmunastreðs. Nú
bregður hinsvegar svo við, að rauði þráðurinn í greinum unga fólksins
hér á eftir er rík ábyrgðartilfinning, ekki einungis gagnvart islenzku
samfélagi og þeim vandamálum sem það glímir við, heldur einnig og
ekki siður gagnvart umheiminum og þeim geigvænlegu vandamálum
sem hrjá mikinn meirihluta mannkyns. Þessi ótvíræða ábyrgðartilfinning
og félagshyggja eru kannski gleðilegustu vitnisburðir þess, að íslenzka
þjóðin er að slíta barnsskónum og vaxa til þess félagslega og andlega
þroska, sem geri hana hlutgenga í ört vaxandi samstarfi andlega heilla
þjóða, ekki sízt norrænu frændþjóðanna.
Unga fólkið, sem hér lætur Ijós sitt skína, er sundurleitur hópur með
margvlsleg áhugamál. Þessi ungmenni eru sennilega langtífrá á einu
máli um einstök vandamál og lausnir þeirra, en mál sitt flytja þau af
alvöru, einlægni og hisþursleysi, sem vekja áhuga á sjónarmiðum þeirra.
Greinarnar eru misjafnlega vel stílaðar og kannski ekki allar ýkjafrum-
legar, en þær eiga það sammerkt að túlka þau viðhorf umbúðalaust,
sem unga fólkinu eru efst i huga þegar það virðir fyrir sér samtíðina.
Væri sannarlega óskandi að umræða einsog sú, sem hér á sér stað,
færi fram I fslenzkum fjölmiðlum, en mikið vantar á að svo sé. Skal
skriffinnum blaða og skraffinnum útvarps vinsamlega bent á að taka
sér ungu kynslóðina til fyrirmyndar um ábyrgðarfullan og umbúðalausan
málflutning.
Um einstaka greinarhöfunda má taka fram, að Daníel Guðmundsson
er ritari Iðnnemasambands íslands, Guðmundur G. Þórarinsson starfar
hjá borgarverkfræðingi Reykjavíkur, Helgi Skúli Kjartansson er á öðru
ári við íslenzkunám f Háskóla (slands og á sæti f Háskólanefnd, Jóhann
G. Jóhannsson er útskrifaður úr Samvinnuskólanum, hefur stundað nám
í Tónlistarskólanum og er einn hinna vinsælu ,,Óðmanna“, dr. Jónas
Bjarnason starfar hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og kennir við
læknadeild Háskólans, Ólafur R. Einarsson er formaður Æskulýðssam-
bands íslands og kennir í vetur á Hvolsvelli, Reynir Ingibjartsson er út-
skrifaður úr Samvinnuskólanum og er nú auglýsingastjóri Samvinnunnar,
Sigurður Magnússon er fyrrverandi formaður Iðnnemasambands Islands,
Þorsteinn Pálsson er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta,
Þröstur Ólafsson er formaður Sambands íslenzkra námsmanna erlendis
(SÍNE) og Ævar Kjartansson hefur verið skiptinemi f Suður-Amerfku á
vegum þjóðkirkjunnar. Skammstafanirnar innan sviga í höfundatalinu á
næstu síðu tákna: MA = Menntaskólinn á Akureyri; MH = Mennta-
skólinn við Hamrahllð; MR = Menntaskólinn í Reykjavík.
Um Ijóðasmiðina f heftinu er það að segja, að Unnur Sólrún Braga-
dóttir er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni, Þórólfur Matthfas-
son stundar nám á Hvolsvelli, Maggi Sigurkarl er verkamaður f Reykja-
vfk, Friðrik Guðni Þórleifsson og Sigurður Jakobsson eru háskólastúd-
entar, Dagur Sigurðarson er meðal þekktustu ungskálda íslendinga,
Þorgeir Þorgeirsson er kvikmyndagerðarmaður, leikskáld og þýðandl,
Einar Björgvin stundar nám við Samvinnuskólann f Bifröst og Jónas
Friðrik er útskrifaður úr Samvinnuskólanum, starfar hjá Landsfmanum og
mun eiga ættir að rekja til frægra hagyrðinga á Húsavfk.
Stefán Baldursson hefur numið leikstjórn og leiklistarsögu í Svíþjóð,
en starfar hjá Ríkisútvarpinu í vetur og hefur m. a. haft á hendi stjórn
sjónvarpsþáttarins „í leikhúsinu". Baldur Óskarsson er formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna og á sæti í miðstjórn Alþýðusambands
íslands og stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Ólafur H.
Torfason tók stúdentsþróf á liðnu vori og hefur sett saman kvikmyndir
og skrifað um kvikmyndir, aukþess sem hann hefur samið sögur f nú-
kynslóðarstíl. Sigurður Líndal hæstaréttarritari er einnig lektor við Há-
skóla íslands og forseti Hins íslenzka bókmenntafélags. Bragi Ásgeirs-
son er listmálari og myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins.
8-a-m