Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 54
stjórna nú stjórnmálamenn sem hlutu mót- un á tímabilinu 1930 til 1950. Sífelld axar- sköft þeirra og vanrækslusyndir stafa tví- mælalaust að einhverju leyti af því, að lær- dómar frá árum heimsstyrjaldarinnar síðari og fyrsta skeiðs kalda stríðsins eru ekki heppilegt leiðarljós á yfirstandandi tímum. Það gerir svo illt verra, að upphefðinni fylgir venjulega vænn skammtur af hroka, einkum gagnvart þeim sem leyfa sér að draga í efa að valdsmaðurinn sem í hlut á hafi fullnægjandi þekkingu á því sem hann fjallar um. Og jafnvel þótt forustumaðurinn hafi þroska til að halda sjálfbirgingsskap í skefjum, veita skyldustörfin honum nauman tíma til að fylgjast með á þeim mörgu sviðum, þar sem hann hlýtur að láta til sín taka. Aftur á móti innræta menntastofnanir sem það nafn eiga skilið nemendum sínum nú fyrst af öllu, að þeir verði ekki fyllilega starfshæfir til langframa hver í sinni grein, nema þeir temji sér framhaldsnám í ein- hverri mynd starfsævina á enda. Því er meira að segja haldið fram í fyllstu alvöru, að forstöðumenn vísindastofnana eigi að láta af störfum milli fertugs og fimmtugs, svo þar ráði ætíð ferðinni menn á frjóasta og afkastamesta skeiði. Ekki er von nema ein- hversstaðar hrikti í, þegar mannfélag sem um aldaraðir hefur tamið sér að taka mið af vizku ellinnar, kemst í þá aðstöðu að ungviðið er fullt eins líklegt til að geta veitt haldbeztu leiðsögnina í afdrifaríkum málum. Æska nútímans virðist einkum hafa lært tvennt af reynslu næstu kynslóða á undan. Annað er tilgangsleysi þess að ætla sér að gera og framkvæma áætlun um hið full- komna þjóðfélag. Viðfangsefnin sem þróun- in ber með sér verða ekki séð fyrir. Hinn lærdómurinn er, að engin ástæða er til að sætta sig við rangsnúið fyrirkomulag fyrir þá sök að arfhelgir hagsmunir og venjur styðja það. Engin stofnun fær lengur stað- izt, þegar hennar tími er liðinn. Við fram- tíðina fær engmn ráðið, en á líðandi stund gefst tækifæri til að móta framvinduna. Þegar á allt er litið, gegnir furðu hve djúp spor uppreisn æskunnar hefur markað á fáum árum. Hún hefur átt meginþátt í að binda endi á valdaferil tveggja ráðríkustu stjórnenda sem kom:zt hafa á valdastól í meiriháttar ríkjum síðustu áratugi, Lyndons Johnsons í Bandaríkjunum og de Gaulle í Frakklandi. Hún hratt af stað frjálsræðis- þróuninni í Tékkóslóvakíu, sem ekkert minna en sovétherinn dugði til að stöðva. Hún gerði Maó Tsetúng fært að umturna stjórnkerfi fjölmennasta ríkis heims. Má lengi leita í sögunni að sjálfkrafa, óskipu- lagðri hreyfingu, sem verið hefur úrslita- þáttur í jafn örlagaríkum atburðum á fáein- um árum. Stórpólitísk tíðindi af því tagi sem hér hafa verið nefnd ber eðlilega hæst í svipinn, en þegar frá líður mun ýmislegt annað sem uppreisnargjarnt æskufólk hefur þegar til vegar komið þykja engu ómerkara. Varla getur þann háskóla í Vestur-Evrópu og Ameríku, sem ekki hefur tekið verulegum breytingum fyrir tilverknað óstýrilátra stúdenta. Umbætur á kennslufyrirkomulagi, úrbætur á húsakynnum og tækjakosti og skipulagningu skóla, sem hrakizt höfðu ár- um saman í álitsgerðum og tillögum um skrifborð í ráðuneytum og nefndum en aldrei komizt í framkvæmd, urðu allt í einu framkvæmanlegar, þegar stúdentar gripu til sinna ráða. Víða hefur gagnger endur- skoðun á fræðslukerfi landanna fylgt í kjölfarið. Áhrifin af öllu þessu koma ekki í ljós til fullnustu fyrr en tímar líða, en óhætt er að fullyrða að tímabundnar truflan:r á háskólastarfi hér og þar reynast lítilvægar móts við það sem áunnizt hefur. Þvert á móti því sem oft er látið í veðri vaka af hálfu valdhafa og málsvara þeirra, hafa námsmenn í uppreisnarhug jafnaðarlega borið fram mjög skýrar og ákveðnar kröfur og oft á tíðum svo sjálfsagðar að enginn vandi reyndist að framkvæma þær, þegar viljinn var fyrir hendi. Nú sem stendur er víðast lát á kröfu- gerð og mótmælum unga fólksins, móts við það sem verið hefur síðustu tvö til þrjú ár, nema hvað varðar mótmælahreyfinguna í Bandaríkjunum gegn stríðinu í Vietnam. Ekk: er þó ástæðan sú að forgöngumennirn- ir séu af baki dottnir, heldur stafar hléið víða af því að verið er að endurskoða bar- áttuaðferðirnar og leitast við að færa að- gerðirnar út á víðari vettvang. Ekki hefur farið leynt, heldur hefur því þvert á móti verið haldið mjög á loft af valdhöfum og múgmiðlum þeirra, að ýmislegt afkáralegt og vanhugsað hefur borið við þar sem upp- reisnargjarnt æskufólk hefur verið á ferð, og leiðir slíkt reyndar af sjálfu sér. Fyrir þá sök eina er endurmat á baráttuaðfei'ð- um og markmiðum óhjákvæmilegt. En við það bætist, að stúdentar víða um lönd, sem mest hefur mætt á, eru þeirrar skoðunar að þeirra hópur einn sér megni ekki að koma til leiðar miklu meira en orðið er. Vinna þeir því að útbreiðslu uppreisnar- hreyfingar æskunnar til annarra þjóðfélags- hópa, sem hingað til hafa látið minna að sér kveða, einkum ungs verkafólks. Mun brátt sjást, hvern árangur sú viðleitni ber. Sé það rétt sem hér hefur verið haldið fram, að undirrót uppreisnarhreyfingar æsk- unnar sé að finna í eðlisþáttum tæknisam- félags nútímans og brýnustu viðfangsefni þessa samfélags hafi hrundið henni af stað, er það sem þegar hefur gerzt aðeins upp- hafið að öðru meira. Æskufólkið hefur sýnt, að valdakerfið er, þrátt fyrir eyðingarmátt sinn og vilja til hrottafenginnar valdbeit:ng- ar, viðkvæmt fyrir markvissum þrýstingi frá samstilltum hópi utan valdvélarinnar, sem setur sér tímabær markm:ð og kann að velja baráttuaðferðir í samræmi við að- stæðurnar. Vitneskjan um þetta hefur svo að sjálfsögðu áhrif á báða bóga. Þeir sem eiga undir högg að sækja verða ódeigari eftir en áður að sækja mál sín fast. Aftur á móti hljóta valdhafarnir að gerast tregari að skáka í skjóli áróðurstækja sinna og þvingunarstofnana. Um alllangt skeið hafa uppgjafa bylting- armenn af gamla skólanum hyllzt til að af- saka margsannað getuleysi sitt til að hafa áhrif á framvindu mála með þeirri þjóð- sögu, að í tæknivæddum velferðarríkjum nái áróðurstæki valdhafanna slíkum tökum á fjöldanum, að hann verði viljalaust verk- færi í höndum þeirra. Það er ekki minnst afrek hinnar alþjóðlegu æskulýðshreyfingar síðustu ára, að hafa hrakið þessa firru svo að hún er ekki lengur frambærileg. Sá vél- ræni skilningur á manninum sem lýsir sér í henni hefur aldrei átt rétt á sér, og nú vita það allir sem vita vilja. 4 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.