Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 44
Stefán Baldursson: UNGA FÓLKIÐ LEIKHÚSIN Sjaldan eða aldrei hafa umræður um leikhúsin hérlendis verið jafn umfangs- miklar og í vetur. Þær hafa verið dæmi- gerðar fyrir það, hvernig umræður um leik- listarmál hafa löngum verið á íslandi: und- antekningarlítið hefur þetta verið illkvittnis- legt og rætið persónuníð í stað málefna- legrar meðferðar á verkum þeim, sem til umræðu voru, og vandamálum þeim, sem þar var um fjallað eða skutu upp kollinum við meðferð þeirra. Fjaðrafokið vegna sam- nefnds leikrits Matthíasar Johannessen fjallaði í hverfandi litlum mæli um vanda- mál það, sem höfundur tók til meðferðar: aðstöðu svonefndra vandræðabarna, orsök erfiðleika þeirra og aðstoð við þau, hvernig málum þessum væri háttað hérlendis og hvað helzt mætti gera til úrbóta, allt atriði, sem höfundur hlýtur að hafa stefnt að með samningu verksins. Þær tilraunir, sem leik- gagnrýnendur blaða gerðu í þessa átt, voru reknar öfugar í þá aftur og umræður og skrif á opinberum vettvangi snerust um, hver mestur væri kommúnistinn. Síðar velti hver aðilinn á fætur öðrum sér upp úr hrakförum Fígaróflytjenda og öllum þeim ósköpum, og tilraunir til að grafast fyrir orsök ófaranna voru kirfilega kveðnar nið- ur með undanfærslum og einræðisbrögðum. Það má benda á það strax, þar eð hér skyldi fjallað um viðhorf ungs fólks til leikhús- anna, að stjórnarhættir Þjóðleikhússins stangast óneitanlega á við lýðræðishugsjónir unga fólksins. Reginhneisa er, að sami mað- ur skuli hafa haft þar svo til óskert völd í tvo áratugi, og má ekki láta undir höfuð leggjast að breyta reglugerð leikhússins, er núverandi stjórnandi lætur af embætti, þannig að eftirmaður hans verði ráðinn til nokkurra ára í senn, eins og annars staðar tíðkast við hliðstæðar listastofnanir. í umræðunum í haust hefur óneitanlega komið fram réttlætanleg gagnrýni á verk- efnaval leikhúsanna, einkum Þjóðleikhúss- ins, og var ekki vanþörf á. Þar hefur iöngum viljað brenna við og staðið leikmennt fyrir þrifum, að skort hefur dirfsku og áræði í verkefnavali. Að sjálfsögðu mætti nefna undantekningar, annað væri furðulegt, en því miður hafa forráðamenn leikhúsanna til skamms tíma í alltof ríkum mæli haldið sig innan vanabundins, þröngs hrings í vali leikrita, þar sem borgaraleg afþreyingarverk hafa löngum verið í miklum metum. Hjá Þjóðleikhúsinu virðist þetta fara versnandi. Ósköp held ég, að ungu fólki finnist verk- efnaskrá leikhússins í vetur ósjáleg og laus við að vekja áhuga og forvitni, ef undan- skdin eru eitt eða tvö verk. Forráðamenn leikhússins virðast ekki hafa gert sér ljósar þær breyttu kröfur, sem gera verður til leikhúsa vegna tilkomu sjónvarps og kvik- mynda: raunsæistúlkun leikverka í leikhús- um er á hröðu undanhaldi fyrir stílfærslu veruleikans; vaxandi samkeppni annarra leiktúlkunartækja hefur valdið því, að leik- hús hafa orðið að endurskoða og endurnýja afstöðu sína til áhorfenda. Sum hafa gripið til viðamikilla söngleikja sér til bjargar, vonandi verður slíkt ekki hlutskipti Þjóð- leikhúss okkar, þó að ýmislegt bendi í þá átt. Þegar verkefnaval leikhúsanna hér er gagnrýnt og þau sökuð um að sýna alltof mikið af ómerkilegu léttmeti, er löngum bent á fjárhaginn í varnarskyni, slík verk- efni verði að sýna, svo að unnt sé að safna fé til flutnings veigameiri og „tormeltari" leikrita. Sjálfsagt er þetta rétt. Komið hefur í ljós, þegar leikhúsin hafa sýnt framtaks- semi og djörfung og flutt leikrit, sem gagn- rýnendur gefa í skyn að víki á einhvern hátt frá hefðinni og séu nýstárleg, að fámennur hópur (oft sama fólkið) sækir þessi leikrit. Stórmerk leikrit eins og Beðið eftir Godot, Sex persónur leita höfundar, Húsvörðurinn og Yvonne Búrgundarprinsessa eru nokkur dæmi um leikrit, sem hlotið hafa þessa út- reið hérlendis. En hvers vegna koma áhorfendur ekki á þessar sýningar? Skýringanna er að sjálfsögðu víða að leita. Leikhúsin mega að einhverju leyti sjálfum sér um kenna, þar eð þau hafa löngum haldið smekk fólksins niðri. Með einhliða verkefnavali fá áhorfendur ein- strengingslegar hugmyndir um, hvers vænta megi á leiksýningum, og sé í einhverju brugðið frá vananum þrjóskast þeir við að endurskoða afstöðu sína. Reyndar þarf ekki að kvarta um almennan leiklistaráhuga hér- lendis, hann er satt að segja ótrúlega mikill. Leikhúsgestum í Reykjavík fjölgaði um nokkur þúsund í haust frá fyrra ári, aðsókn að leikhúsunum virðist fara vaxandi ár frá ári eftir öldudal þann, er varð við tilkomu sjónvarpsins. Leikfélög um land allt setja á svið hvert leikritið á fætur öðru og vart er haldin svo árshátíð eða skólaskemmtun, að ekki sé fluttur leikþáttur, ef ekki heilt leikrit. Ungt fólk flykkist á skólasýningar leikhúsanna og barnaleikrit eru vel sótt. Það vantar þvl ekki áhugann, öðru nær. En það þarf að nýta hann miklu betur, þroska hann og fjölhæfa. Þegar nýstárleg verk eru sett á svið, nær þessi áhugi ekki til slíkra verka og þar stendur hnífurinn í kúnni. Ef við viljum markvisst stefna að því, að fólk sæki góðar leiksýningar sér til ánægju, fróð- leiks og hugörvunar en ekki innantómrar afþreyingar, þarf að bema áhuga þess að leiklistinni strax á unga aldri, leiðbeina því og kenna að njóta góðra verka. Það nægir ekki að setja upp handahófsvaldar barna- leiksýningar af skyldurækni einu sinni á ári, þar sem reynt er að gera öllum aldurs- flokkum frá fjögurra til fjórtán ára til hæfis með þeim afleiðingum að sýningarnar verða bæði sundurlausar og furðulega stefnulausar í flestum tilfellum. Val barnaleikrita er mikilvægasta leikritaval leikhúsanna, ef rétt er á málum haldið, og æskilegt væri, að þær sýningar gætu öll börn séð ókeypis. Skólarn- ir þurfa að leggja sitt af mörkum. Flestir unglingaskólar þiggja boð leikhúsanna á skólasýningar, en skyldi nokkurn tíma vera fjallað um efni leikritsins og túlkun í sam- ræðum við nemendur fyrir eða eftir leik- húsferðirnar? Hér er ekki vettvangur til að ræða námsfyrirkomulag íslenzkra skóla, en staðreynd er, að kennsluhættir stuðla mjög að sinnuleysi og gagnrýnisskorti nemenda, sem að sjálfsögðu kemur fram í viðhorfi þeirra til lista sem annars. Kennslukerfið er nú þekkingarmiðlun og staðreyndamötun eingöngu, en nær engin rækt lögð við persónumótun einstaklingsins og sálrænan þroska hans. Nauðsynlegt er, að nemendur fái aukin tækifæri til að þroskast sem sál- rænar vitsmuna- og félagsverur en ekki ein- göngu sem staðreyndagleypar. Slíkt hefði óhjákvæmilega í för með sér aukið næmi og hæfileika til að njóta svokallaðra menning- arverðmæta, leiklistar sem annarra lista. En leikhúsum og skólum verður ekki ein- um kennt um hinn elnskorðaða leiklistar- áhuga. Ennþá er alltof mikill skortur á menningarlegri hvatningu og greindarlegri uppörvun í umhverfi okkar. Umræður um listir og þjóðfélagsmál á opinberum vett- vangi hafa til skamms tíma verið litlar og lágkúrulegar og eiga fjölmiðlar þar ekki minnstu sökina. Til tíðinda telst, að í íslenzk- um dagblöðum birtist málefnaleg, persónu- leg skoðanaskipti um listir. Þá er sjónvarp- inu í mörgu ábótavant hvað menningarlega uppörvun snertir. Mikill hluti erlendra af- þreyingarþátta er beinlínis kennslustund í því, hvernig gersneyða má svokallaða skemmtiþætti vitsmunalegri uppörvun og svæfa gagnrýnishugsun. Áhugafólk um leik- list fær litla sem enga hvatningu frá skyld- um listgreinum eins og kvikmyndalistinni, íslenzk kvikmyndahús eru rekin eingöngu sem fjárgróðafyrirtæki og eru í enn ríkara mæli en leikhúsin undir þá sök seld að við- halda kröfustöðnun njótenda með lélegu verkefnavali. Afsökunin er svo: þegar við sýnum eitthvað listrænt og vandað, vill eng- inn sjá það. Það er ekki verið að íhuga hvers vegna. Fyrir rúmu ári var haft eftir manni í dagblaði hér, að listrænar kvik- myndir ættu heima í kvikmyndaklúbbum, en ekki kvikmyndahúsum. Maður þessi var forstjóri eins, ef ekki tveggja kvikmynda- húsanna á ihöfuðborgarsvæðinu. Hér þarf leiðbeiningu og þjálfun í að njóta forms og sérmöguleika kvikmyndarinnar. Öllum þykir sjálfsagt að fólk læri að lesa, skynja merk- ingu ákveðinna rittákna, þar eð slíkt hefur löngum verið undirstaða þekkingaröflunar og vitsmunaþroska og auðveldað skilning manna á milli. En við lifum á sjónvarps- og kvikmyndaöld; það þarf ekki síður að kenna fólki að skynja „mál“ kvikmyndarinnar. Unga fólkið hefur alizt upp við hina hreyf- anlegu myndmiðlun og myndskyn þess er oft næmara og fjölbreyttara en orðskyn. Dæmi um slíkt voru niðurstöður tilraunar, sem gerð var í sænskum unglingaskóla. Nemendur, sem áttu erfitt með að tjá sig í orðum og skrifuðu lélegar ritgerðir, gerðu bæði persónulegar og skemmtilegar kvik- myndir um sama efni, er þeim hafði verið kennt að fara með kvikmyndavél. Ef litið er á verkefni leikhúsanna það sem af er vetri, hygg ég að fátt veki þar verulegan áhuga ungs fólks. Dæmi um, 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.