Samvinnan - 01.02.1970, Side 61

Samvinnan - 01.02.1970, Side 61
hrópandi á torgum til Péturs og Páls, sem framhjá ganga, heldur miðlar hann með list sinni áhorfandanum sýn sinni á fyrir- bærum þess umhverfis, er hann hrærist í, en ekki eru allir móttækilegir fyrir sýn hans. List tel ég eintal milli listamannsins og þess verks, sem hann skapar, en lista- maðurinn býður gjarnan öðrum að fylgja sér inn í hans heima og miðlar þeim af lífs- reynslu sinni og þekkingu. Annars finnst mér orðið „samtalsform" orðaleikur sem grípa megi til, en hefur ótvíræðan svip af bókmenntum. Ólafur ræðst í að svara þess- ari spurningu, grár fyrir járnum svipað því að heiminum væri skipt í tvær heildir, þ. e. germynd og þolmynd, þar sem önnur heildin varpar sprengjum og svíður jörð, en hin líður að ósekju þessi illræðisverk. Ég hef hingað til álitið fyrirbæri lífsins víðtækari en svo, að þau einskorðist við slík fyrirbæri, sem hér er lýst. Myndlistin er einnig svið, sem kemur henni einni við, og það er til ýmis önnur barátta í lífinu en að kasta sprengjum eða forðast að verða fyrir þeim. Svo mjög sem ég er á móti styrjöldum, geri ég mér ljóst, að enginn einn hagsmunahópur hefur meiri réttindi en annar til að kasta sprengjum á andstæð- ing sinn, og ég viðurkenni ekki, að skoðana- bræður Ólafs hafi meiri rétt til slíks verkn- aðar en andstæðingar þeirra. Þriðja aflið svonefnda í þjóðfélaginu mun vonandi fyrr en síðar verða svo sterkt, að þeir aðilar, sem nú ráða heiminum, beini orku sinni á heilbrigðari brautir. List er hafin yfir stund- arófrið í mannheimi, því hún skírskotar til hins skapandi og lifandi, en ekki hins gagn- stæða. Orðaleikur Ó.G. og tilgangur sá, er að baki býr, verður ljós á forskrift að þriðju spurningu hans: „Myndlistin sýnir áhorfand- anum raunveruleikann í æðra ljósi“. Þessi greining „í æðra ljósi“ eru gömul og löngu úrelt slagorð fagurkera, og ungum metnað- argjörnum listamanni ósamboðið að vitna til þeirra á þann veg, sem hann gerir. Rétt- ara væri að heimfæra þessa setningu gagn- vart nútímanum og orða þannig: „Mynd- list:n sýnir áhorfandanum raunveruleikann í nýju ljósi“. Skilgreining Ó.G. á fyrrnefndri forskrift varðar ekki myndlistina svo séð verði,en fellur frekar inn í bókmenntir, hug- takafræði, áróður og siðspeki. Skeð getur, að listin þjóni vissum hópi manna, stétt eða stofnun, en þá er einungis um annarlega list að ræða, því að öll góð list þjónar jafnan því marki að vera list. Rismiklir listamenn gengu í þjónustu kirkj- unnar vegna góðrar aðstöðu til starfa í skjóli hennar. Listin er í eðli sínu guðs- dýrkun 1 einhverri mynd, hver sem guðinn er. Hinir stóru listamenn miðluðu kirkjunni l'st sinni, en hinir risminni þjónuðu henni. Ég get t. d. ekki ímyndað mér, að kirkjan hafi drottnað yfir list Giotto, Massaccio, Mantegna, Cimabue eða Piero della Franc- esca. Margir þeirra voru gleymdir um aldir samtímis og hinum rislitlu, sem þjónuðu, var haldið fram. Og vissulega eru til firnin öll af lélegri kirkjulist, því að hinir þjón- andi eru jafnan fleiri en þeir, sem skapa og miðla, og þannig er einnig meirihluti póli- tískrar listar lélegur varningur. Rislágir listamenn leita iðulega á náðir kirkjunnar, kaupahéðna eða pólitískra afla, þegar þeim mistekst á annan hátt að koma list sinni á framfæri. Til er kirkjupólitísk list, sem mikið ber á t. d. í Bandaríkjunum, einkum á meðal heittrúarsafnaða, og slíkir sér- trúarsöfnuðir eru vissulega sannfærðir um, að þeir séu að gera gott verk með því að taka listina í þjónustu málefnisins. Kirkja nútímans hefur því miður víða lagt nær einhliða áherzlu á trúarlega áróðurslist. Sú eyðimörk listrænna gæða, sem getur að líta í þessum verkum, minnir mjög á pólitíska list í Vestur-Evrópu, einkum í hugsunar- hætti. Ég hef séð góða pólitíska list, þó að það heyri til undantekninga, og malerísk verðmæti virðast mér vera í hærri metum meðal pólitískra listamanna Austur-Evrópu- landanna en starfsbræðra þeirra í Vestrinu, en þar er hin bókmenntalega frásögn mest áberandi. Athygli vekur, að leiðandi menn í Austrinu sjá þó meira í þeim myndum og sýna þeim meiri áhuga og skilning, þar sem fram kemur hakakross á dollaravömb, en ef þeir standa frammi fyrir rismiklu mál- verki. Það er víst, að ekki eru það hinir hörðustu kommúnistar meðal myndlistar- manna, sem skapa raunsæjustu listina, frek- ar en að það séu einungis sanntrúaðir og mjög frómir málarar, sem frambera mikla trúarlega list, því að í báðum tilvikum litast sýn viðkomandi af annarri hliðinni. Ég ber mikla virðingu fyrir hinum mennt- aða aðli endurreisnartímabilsins fyrir að uppgötva gildi lista fyrir manninn og þjóð- félagið og vænti, að hinn menntaði almenn- ingur framtíðarinnar geri það einnig. Að því er varðar listaverkasala og gallerí, vil ég minna Ó.G. á, að við eigum í byrjun aldarinnar þessum aðilum það að þakka, að ýmsir höfuðsnillingar uppgötvuðust og fengu nauðsynlegan stuðning, og að það er ekki þeirra sök, að ýmsir verzlunarspekúlantar nútímans hafa misnotað myndlistina sem markaðsvöru og fara miður heiðarlega að ráði sínu, en andleg verðmæti hafa ekki síður peningagildi en áþreifanleg. En ég er sannfærður um, að listin heldur velli, og vil horfa til þess jákvæðara í þessu tilviki og minnast allra þeirra, sem unnið hafa list- inni ómetanlegt gagn með fjármunum sín- um. Ég er ekki sammála því, að myndlistin sé jafnan stöðutákn í þjóðfélagi okkar; einnig orðið menningartákn kemst þar að, og í miklu fleiri tilvikum má sjá lélega list en góða meðal ríkra. Á ferðum mínum um söfn og sýningar í Evrópu og Ameríku varð ég minnst var við auðkýfinga, miklu frekar skólafólk og hinn almenna borgara á öllum aldri, frá öllum stéttum og ólíku þjóðerni. Þegar Ó.G. gerir mynd Manessiers að op- inberri framúrstefnu-stofulist, láist honum sem fyrr að gera grein fyrir þeirri skoðun sinni frá myndrænu sjónarmiði, heldur gerir það einungis frá hugmyndafræðilegu sjón- armiði. Dóm- og frúarktrkjumar (Notre Dame) i Laon, París og Reims. Bygging þessara kirkna hófst á elleftu öld. Hér miSlar listin trúnni rísmiklu tákni. Háteigskirkja i Reykjavík. I því skyni að líkja eftir trúarlegu tákni er mörgum ólíkum stílbrögð- um bcitt. Búrgund-gotneskur kirkjustill, austur- lenzkar turnspírur og hurð. Dcemigerð mistök varðandi ímyndaða þjónustuskyldu við trúarlegan áróður. A vissan hátt laglegt, en rislítið verk, sem skortir samrœmt listrœnt inntak. 57

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.