Samvinnan - 01.02.1970, Page 46

Samvinnan - 01.02.1970, Page 46
leikþættir hljóti að vera þurr staðreynda- upptalning; yfirleitt er leikbrögðum, kímni og háði óspart beitt. Enda hefur þessari út- víkkun leikformsins verið vel tekið af al- menningi víðast hvar og speglast í verkefna- vali stóru leikhúsanna. í Svíþjóð er t. d. áberandi, hversu tilhneiging í verkefnavali stóru leikhúsanna beinist inn á brautir þjóðfélagslegrar gagnrýni. í leiklistarskólum þar er lögð vaxandi áherzla á kennslu í þjóðfélagsfræðum, þannig að menntun leik- ara bein'st ekki eingöngu að því að gera þá sem hæfasta til að túlka gagnrýnislaust skoðanir annarra, heldur að þeir taki sjálfir afstöðu til verkefnanna á jafnréttisgrund- velli í stað þess að taka þegjandi við hlut- verkum úr hendi eins eða fárra manna. Hópvinnuform það, sem hér hefur verið rætt, hefur enn ekki skotið upp kollinum hérlendis sem neinu nemur, en áhugi er meðal ungra leikara fyrir slíku. Þær til- raunir, sem stefnt hafa í þessa átt, hafa ekki mætt nægilegum skilningi áhorfenda né stuðningi aðila, sem styrkt gætu slíkt framtak, en þetta virðist standa til bóta. Ekki fer hjá því að aðstaða til menntunar íslenzkra leikara leiti á hugann, er rætt er um ungt fólk og leikhús. Aðstaða ungs fólks til leiklistarnáms hefur verið afar ófull- nægjandi. Leiklistarskólar leikhúsanna hafa verið kvöldskólar, sem nemendur hafa þurft að stunda samhliða annarri vinnu. Stofnun ríkisleikskóla er loks í undirbúningi og hef- ur Leikfélag Reykjavíkur lagt niður skóla sinn til ítrekunar þörfinni á slíkum skóla. Brýn nauðsyn er að vanda frá upphafi starfsskipulag hins fyrirhugaða skóla, þann- ig að kennsla og nám verði þar ekki stundað í hjáverkum, heldur unnið markvisst að sem fjölþættastri menntun leikara og leikhús- fólks. Hér hefur verið nefnt nokkuð af viðhorf- um ungs fólks til le:khúsa, og finnst kannski einhverjum nóg um kröfuhörku. Hafa ber þó í huga mikilvægan hlut þess í leiklistar- málum. Ekki er mér kunnugt um, hversu leikhúsgestir hérlendis skiptast í aldurs- flokka, en ekki er ólíklegt að því svipi í ein- hverju til annarra Norðurlanda, þar sem meirihluti leikhúsgesta er ungt fólk. í Sví- þjóð sækir ungt fólk á aldrinum 20—29 ára leikhús meira en aðrir aldursflokkar, og í Danmörku eru ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára rúmlega 30 af hundraði allra leik- húsgesta (1966). Að sjálfsögðu felst mikii alhæfing i þeirri skiptingu í unga og gamla, sem hér hefur verið notuð til hagræðis. Þó hafa kynslóða- skil sennilega aldrei verið jafn áberandi og á síðustu árum, meðal annars af ástæðum sem fyrr voru taldar. Vonandi getum við öll verið sammála um, að æskilegt sé að stefna að sem fjölbreyttastri nýtingu leikformsins, að t:lgangur leiksýninga hljóti ætíð að vera víkkun vitundarsviðsins, aukið víðsýni og þekking á sjálfum okkur, öðrum og umhverfi því, sem við lifum í. Leiksýning ætti ætíð að beinast gegn fordómum og vanahugsun, skapa skilning, samúð og andúð, kveikja gagnrýni og gleði. 1 stuttu máli vera fræð- andi OG skemmtileg. Hitt er svo efni í aðra grein, hvað menn telja skemmtilegt; merk ing þess orðs hlýtur að verða jafn fjöl- breytileg og einstaklingarnir, sem orðið nota. 4 Hver ný kynslóð vex upp við ákveðið þjóðfélagskeríi, sem er mótað og komið á af fyrri kynslóðum til lausnar þjóðfélags- vanda þess tíma. Þannig er um flokka og félagshreyfingar, að þau eru tæki tiltekinn- ar kynslóðar til að koma í framkvæmd hug- myndum sínum um ríkið og samfélagið. Hin nýja kynslóð hlýtur að þurfa að end- urmeta þessar félagshreyfingar og flokka, markmið þeirra, stefnu og starfshætti. Hún verður að glöggva sig á því, hvort þær fylkingar sem fyrir eru í þjóðfélaginu henti 'Sem baráttutæk: nýs tíma til sköpunar þess þjóðfélags, sem hún kýs að búa sér og börnum sínum, og hvort viðkomandi félags- hreyfing tryggi framgang hugsjóna hennar. í ljósi slíkrar skoðunar verður hin nýja kynslóð að ákveða hvort hún muni ganga til fylgis við viðkomandi samtök, hvort nauð- syn sé að breyta eðli þeirra eða formi, eða dæma þau úr leik; leggja í rúst og byggja á ný. II. Sé litið til þess unga fólks sem upp vex í landinu og er að hasla sér völl, er ljóst að það hefur hingað til haft mjög lítil af- skipti af málefnum samfélagsins, enda í vaxandi mæli veigrað sér við virkri þátt- töku í því þjóðfélagskerfi, sem það hefur alizt upp við. Orsakir þessa eru margvíslegar, en mér býður í grun að ein hin helzta sé sú, að hin nýja kynslóð horfi ásakandi og áhyggjufull- um augum á þjóðlíf, sem hefur lítið upp á að bjóða af því er laðar fram áhuga og eld æskumannsins til einlægrar þátttöku í heill- andi hugsjónastarfi og baráttu fyrir fegurra mannlífi. Eitt megineinkenni íslenzks þjóðfélags, undanfarin ár, er mjög alvarleg félagsleg stöðnun. Forystumenn félagssamtaka á flestum sviðum eru fastir í sessi og djúp gjá milli þeirra og hins almenna félags- manns. Opnar og almennar umræður um þjóðfélagsmál eiga sér óvíða stað og stjórn- málaumræður og blaðaskrif mótast af mark- lausu pexi. Saman fer sofandaháttur alls þorra þjóðarinnar og undarlegt getuleysi forystumanna hennar. Markmið og megin- stefnur eru hugtök, sem hætt eru að skiljast, en moðsuða og meiningarleysi mottó tímans. Afleiðingarnar eru síðan: undirlægjuhátt- ur og ósjálfstæði gagnvart útlendingum, misbeiting valds, verzlun með stöður, lélegt embættismannalið, hneyksli og spilling sem flestir sameinast um að hylja vegna sam- eiginlegra hagsmuna. í stað skipulegrar uppbyggingar atvinnu- Baldur Óskarsson: UNGA FÓLKIÐ OG SAMVINNU- HREYFINGIN lífs er beitt happa- og glappaaðferð og í kjölfarið kemur síðan lélegt kaupgjald, stór- fellt atvinnuleysi og flótti launafólks úr landinu í svo stórum stíl að hægt er að líkja við Ameríkuflutningana á s.l. öld. Þessi ljóta lýsing er því miður sú mynd, sem blasir við æskufólki er það lítur yfir íslenzkt þjóðlífssvið. Það hlýtur í fjölmörg- um tilfellum að fyllast andúð á þeim stjórn- endum sem bera ábyrgð á þessu ástandi. Það forðast eðlilega þátttöku í flokkum og félagshreyfingum, enda er liðsstyrks þess ekki leitað nema þegar smala skal atkvæð- um á kjörstað. Almennt er litið á fólk undir þrítugu sem krakka er hvorki hafi hæfileika, reynslu né kunnáttu til forystustarfa, enda gæti slíkt raskað þeim valdahlutföllum, sem ekki mega haggast. Það er fjarri mér að halda því fram, að æskan í dag sé betra fólk en feður hennar og mæður. Hún hefur það á h:nn bóginn umfram eldra fólk að vera ekki flækt inn í ríkjandi kerfi og býr yfir hugrekki til að láta skoðanir sínar óhikað í ljós. Þessi kyn- slóð er líka alin upp við gerólíkar og betri aðstæður en áður hafa þekkzt hér á landi. Hún hefur orðið fyrir veigamiklum áhrif- um af lífsskoðun, hegðun og athöfnum jafnaldra sinna í öðrum löndum. Víða um heim hefur ungt fólk hafið upp raust sína, eins og hrópandmn í eyðimörkinni, og á áhrifaríkan hátt komið við samvizku heims- ins. Um leið og það hefur fordæmt klæki og valdatafl metnaðarsjúkra manna, sem af- henda hungruðu fólki byssur í stað brauðs, hefur vaknað þörf þess til að skapa breytt- an heim og boða viðhorf sín syngjandi bar- áttuljóð um mat og menntun, hamingju og frið, og mannfélag þar sem allir eru bræður. Hér á landi hefur æskufólk ekki enn sýnt nein afgerandi merki þess að það mundi beita sér af atorku fyrir breyttu þjóðfélagi. Aftur á móti hefur undanfarið mátt sjá, að skólaæskan hefur risið upp og hafið harða baráttu fyrir umbótum skólakerfisins á öll- um stigum, enda flestum ljóst að það er bæði úrelt og ófullnægjandi. í kjölfar þess- arar baráttu má fastlega búast við að unga fólkið leiti nýrra verkefna og gangi fyrr eða síðar að kjarna þess vanda, sem við er að glíma, og rífi meinsemdir þjóðfélagsins upp með rótum. III. Sú úttekt á flokkum og félagshreyfingum, sem ég gat um í upphafi, fer nú fram hjá stórum hluta hinnar nýju kynslóðar. Einn þáttur þeirrar úttektar tekur til samvinnu- hreyfingarinnar. Ég óttast að þorri unga fólksins geri 42

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.